Dagur - 19.11.1984, Blaðsíða 1
Húsgögn fyrir Verkmenntaskólann:
Lítill áhugi
hjá íslenskum
framleiðendum
- Þessar dræmu undirtektir
koma mér svo sannarlega á
óvart. Ég átti von á mun meiri
viðbrögðum, sagði Magnús
Garðarsson, eftirlitsmaður
með byggingu Verkmennta-
skólans í samtali við Dag, er
hann var spurður um viðbrögð
framleiðenda og innflytjenda
við óskum um tilboð í húsgögn
fyrir bókmenntaálmu skólans.
skólans að kaupa innflutt hús-
gögn í skólann. Þótti framleið-
endum hér heima gengið freklega
á sinn hlut og ákvörðun bygg-
ingarnefndar væri frekleg móðg-
un við íslenskan iðnað. Því var
brugðið á það ráð að hafa sam-
band við framleiðendur að þessu
sinni og óskað var eftir svörum
fyrir júnílok. Innan við fjórðung-
ur þeirra sem leitað var til sá
ástæðu til að svara.
Byggingin þýtur
i
upp
Af 18 innflytjendum og fram-
leiðendum sem skrifað var til,
svöruðu aðeins fjórir, þar af þrír
sem bjóða innflutta vöru.
Eins og mönnum er í fersku
minni urðu á sínum tíma mikil
læti vegna þeirrar ákvörðunar
byggingarnefndar Verkmennta-
- Miðað við fyrri viðbrögð þá
kemur þetta óneitanlega mjög á
óvart. Hér er um að ræða hátt á
annað þúsund borð og stóla fyrir
bóknámsálmuna sem fyrirhugað
er að flytja inn í næsta haust,
sagði Magnús Garðarsson.
- ESE
Mikill munur á
fasteignaverði
Söluverð íbúðarhúsnæðis á
stærstu þéttbýlisstöðunum
utan höfuðborgarsvæðisins er
einungis 50-70% af söluverði
íbúða í höfuðborginni. Hæst er
verðið á Suðurnesjum og á
Akureyri, 69% á Akureyri og
70% á Suðurnesjum af höfuð-
borgarverðinu.
I minni sveitarfélögum er fast-
eignaverð ennþá lægra en á þess-
um stærri stöðum, eða á bilinu
frá 50-60% af söluverði í
Reykjavík. Á minnstu þéttbýlis-
stöðunum er söluverð íbúða jafn-
vel ennþá lægra en þetta, sam-
kvæmt upplýsingum Fasteigna-
mats ríkisins.
Hin „öfuga“ byggðaþróun
sem verið hefur undanfarin ár á
vafalaust mestan þátt í þessu, en
hún hefur valdið
spurnarþenslu á
svæðinu.
mikilli eftir-
höfuðborgar-
- HS
Félagsmenn í Náttúrulækn-
ingafélaginu, vinir og vel-
unnarar fögnuðu um helgina
merkum áfanga í sögu fé-
lagsins. Á Iaugardagsmorg-
un voru fánar dregnir að
húni á byggingu Náttúru-
lækningafélagsins í Kjarna-
skógi og teist byggingin nú
næstum fokheld.
Hressingarhælið í Kjarna-
skógi er samtals um 2.400
fermetrar að stærð, á fjór-
um hæðum og hefur bygg-
ingin öll verið reist fyrir
gjafafé. Húsið hefur kostað
um 6.6 milljónir króna eins
og það er í dag en talið er að
verðmætið sé um helmingi
meira. Mynd: ESE.
Skip við landfestar:
Rafmagn dýrara
Þrátt fyrir það að innfluttir
orkugjafar séu dýrir hafa
margir útgerðarmenn komist
að þeirri furðulegu niður-
stöðu að ódýrara sé að keyra
Ijósavélar skipanna, þegar
þau liggja við bryggju, heldur
en að fá rafmagn úr landi.
Rafmagnsverðið er orðið það
hátt að útgerðarmenn telja að
þannig sé málið vaxið. Hins
vegar kostar það ýmislegt um-
stang að keyra ljósavélarnar í
landlegum, t.d. þurfa vélamenn
þá að vera á vakt, meira og
minna. Því hefur reyndin verið
sú að rafmagn hefur oftast verið
keypt úr landi, þrátt fyrir að
það sé dýrari kostur en að keyra
ljósavélarnar á olíunni.
Rafmagn er eitthvað mis-
munandi dýrt til þessara nota en
þetta mun eiga við um t.d. Ak-
ureyri og Ólafsfjörð, að sögn
Sverris Leóssonar, formanns
Útvegsmannafélags Norður-
lands. HS
Afleiðing prentaraverkfallsins:
Starfsmenn hafna verkefninu
,,Mér finnst þetta út í bláinn.
Ég er búinn að vinna fyrir
stéttarfélagið í ein 20 ár og
þessu líkt hefúr aldrei komið
upp á. Ég sé ekki betur en
starfsmenn séu búnir að taka
yfír stjóm fyrirtækisins og eig-
endur ráði því ekki lengur fyrir
hverja er unnið,“ sagði Hörð-
ur Svanbergsson, prentari,
þegar Dagur innti hann eftir
því að hann fékk ekki inni með
verkefni í Prentverki Odds
Björnssonar vegna ágreinings
hans við Félag bókagerðar-
manna.
Hörður rekur fyrirtækið HS-
vörumiða og fjölskylda hans
vinnur þar með honum ásamt
einum öðrum starfsmanni, en
ekkert þeirra er í FBM. Starfs-
menn í POB telja að um brot sé
að ræða og vilja að starfsmenn
hjá Herði verði í Félagi bóka-
gerðarmanna, enda vinni þeir við
prentstörf. Hörður telur að svo
þurfi ekki að vera og hefur fyrir
sér álit lögfræðings Félags ís-
lenskra iðnrekenda, sem hann
hefur nú gengið í. „Ef einhver
Ólafsfjörður:
Uggvænlegt atvinnuástand
Á fundi bæjarráðs Ólafsfjarðar
á dögunum þar sem rætt var um
atvinnulcysisskráningu, kom
fram að þar sem atvinnuleysi
hefur stóraukist frá sl. ári hefur
öll vinna við skráningu og út-
greiðslur vaxið að sama skapi.
Er nú svo komið að umsaminn
vinnutími þess manns sem hefur
haft þennan starfa með höndum
dugar hvergi tU að sinna þessum
verkefnum og hefur bæjarstjóra
Ólafsfjarðar og fleiri aðilum
verið falið að finna lausn á
þessu máli.
Ástandið í atvinnumálum Ól-
afsflrðinga er vægast sagt
dapurt. Þar hafa að jafnaði ver-
ið 28 manns á atvinnuleysisskrá
alla daga fyrstu 10 mánuði árs-
ins og tveir verstu mánuðir árs-
ins voru þá eftir.
„Þetta eru miklu hærri tölur
en við sáum á síðasta ári og var
ástandið þó ekki gott þá,“ segir
Valtýr Sigurbjamarson bæjar-
stjóri í Ólafsflrði í samtali við
Dag. „Við eram þó ekki að
bera saman gott ár, árið 1983
var slæmt ár hér í Ólafsfírði en
nú tekur steininn úr.“
í samtali Dags við Valtý Sig-
urbjarnarson kemur fram að á
vegum Iðnþróunarfélags Eyja-
fjarðar og Fjórðungssambands
Norðlendinga er unnið að
möguleikum á frekari vinnslu
sjávarafurða í Ólafsfírði. Þar
kemur einnig fram að bygging
Iðngarða í Ólafsfírði sem kostar
um 5 milljónir króna hefur ekki
skilað nema tveimur atvinnu-
tækifærum í iðnaði enn sem
komið er. - Sjá bls. 3.
minna starfsmanna er í FBM má
hann ekki vinna með ófaglærðu
fólki sem ekki er í sama félagi.
Nú er enginn í þessu félagi og
því er ekki um neitt ólöglegt at-
hæfi að ræða,“ sagði Hörður.
„Starfsmenn mínir tjáðu mér
að þeir myndu ekki vilja vinna að
verkefnum frá þessu fyrirtæki
nema þeim yrði skipað að gera
svo. Hér er um eitt lítið verkefni
að ræða eftir nokkurt hlé á við-
skiptum við HS-vörumiða og ég
víl ekki stofna góðu samstarfi við
mína starfsfélaga í hættu vegna
máls, sem ætti að vera hægt að fá
botn í. Auk þess væri hægt að
komast framhjá þessu með því að
HS-vörumiðar fengju viðskipta-
vin þann sem um ræðir til að
leggja fram verkbeiðnina, í stað
þess að HS-vörumiðar geri það,“
sagði Bjarni Sigurðsson, einn eig-
enda POB.
Pess má geta að í samkomulagi
milli FBM og FÍP, sem POB er
aðili að, segir að fyrirtæki innan
FÍP styðji hvert annað eftir þörf-
um og getu og þeim sé óheimilt
að veita fyrirgreiðslu þeim fyrir-
tækjum sem starfa að prentiðn og
standa utan FÍP. - HS