Dagur - 19.11.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 19.11.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 19. nóvember 1984 19. nóvember 1984 - DAGUR - 7 Inga Huld Pálsdóttir skorar úr víti fyrir Þór. Mynd: gk. Slakt hjá stelpunum Stelpurnar í Þór mega taka sig á ef þær ætla sér að stoppa eitthvað í 1. deildinni í hand- bolta. Þær komu upp úr 2. deild sl. vor en enn hafa þær ekki unnið sigur í 1. deildinni og um helgina töpuðu þær fyrir KR sem er með eitt af slakari liðunum í deildinni. Þórsstelpurnar voru afar slakar f þessum leik. Talandi dæmi um það er að staðan í hálfleik var 4:11 KR í vil og voru þá þrjú marka Þórs úr vítum. Gat ekki heitið að Þórsstelpurnar reyndu markskot allan fyrri hálfleikinn. Með þessa stöðu í hálfleik gat slakt KR-lið slakað á í síðari hálfleiknum, sigurinn var aldrei í hættu og lokatölurnar urðu 21:16 fyr- ir KR. MÖRK ÞÓRS: Inga Huld Pálsdóttir 8(5), Þórunn Sigurðardóttir 4, Valdís Hallgríms- dóttir 2, Margrét Björnsdóttir 1 og Borghild- ur Freysdóttir 1. Flest mörk KR skoraði Karólína Jónsdótt- ir, 6 talsins. Þórsarar klaufar í lokín Hrikalegur klaufaskapur Þórs- ara varð til þess að þeir töpuðu öðru stiginu er þeir léku við Gróttu í 2. deildinni í gær. Þór var tvö mörk yfir þegar 50 sek. voru til leiksloka 27:25. Grótta minnkaði muninn í 27:26 þegar 25 sek. voru eftir og það hefði átt að vera hægðarleikur fyrir Þórsara að halda boltanum þann tíma. En bráðlætið í sókninni varð til þess að liðið missti boltann og Grótta jafn- aði þegar 12 sek. voru eftir, og það þótt útileikmenn þeirra væru aðeins 4 inná gegn 6 Þórsurum. Furðuleg mistök og Þórsarar verða að reyna að læra af þessum mistökum sínum. Það var öðrum fremur Árni Stefánsson sem hélt Þór á floti í þessum leik, og var tvímælalaust besti maður vallarins. Ákaflega grimmur í vörn, sífellt laus á lín- unni í sókninni og af henni skor- aði hann 8 mörk. Þá skoraði hann einnig 9 mörk úr víta- köstum. 17 mörk alls og hann fiskaði 3 af þessum vítum sjálfur. Stórleikur hjá Árna og slæmt að hann nægði ekki til sigurs. Grótta hafði yfirhöndina all- an fyrri hálfleikinn og leiddi hann að lokum 15:10. Sá munur hélst og er staðan var 16:12 fyrir Gróttu brugðu Þórsarar á það ráð að taka tvo úr umferð. Eins og í leiknum gegn HK gekk það dæmi upp og Þór jafnaði 17:17. Hins vegar tókst aldrei að setja fyrir leka í horninu vinstra megin og sá Gróttumaður sem þar var skoraði grimmt undir lokin. Leikurinn var í járnum allan tím- ann sem eftir var eða þar til Þórs- arar náðu að komast í 27:25. En því miður mannskapurinn gat ekki fylgt því eftir. Þórsarar hljóta nú að sjá að þeir geta unnið leik í 2. deild, en það þýðir þá ekki fyrir þá að berjast í 20 mínútur en láta reka á reiðanum í 40 mínútur. Lið sem þannig leikur vinnur ekki leik. Sem fyrr sagði var Árni Stef- ánsson yfirburðamaður að þessu sinni. Erfitt er að nefna annan Þórsara sem var hinum fremri að öðru leyti, en ljóst er að liðið þarf að taka sér tak, þótt það hefði átt að vinna þennan leik. MÖRK ÞÓRS: Árni 17(9), Sigurður Pálsson 3, Rúnar Steingrímsson 2, Guðjón Magn- ússon 2, Oddur Sigurðsson, Kristinn Hreinsson og Hörður Harðarson 1 hver. Markhæstur Gróttumanna var Jóhannes Benjamínsson með 13(7). „Með rassinn á hælunum" „Það sem okkur vantar fyrst og fremst er að menn trúi því að þeir geti unnið leik. Þegar það verður fyrir hendi verða menn sjálfsagt tilbúnir til þess að skila því sem þarf til þess að sigra,“ sagði Guðjón Magnús- son þjálfari Þórs eftir leikinn við Gróttu. „Við vorum með rassinn á hæl- unum allan fyrri hálfleikinn og eins var þetta gegn HK. Svo fara menn að taka á þegar við erum orðnir 6-7 mörkum undir en þá er það bara of seint. Hins vegar áttum við að vinna Gróttu, þetta var í húsi en á óskiljanlegan klaufahátt tókst að tapa öðru stiginu,“ sagði Guðjón. Þorsarar hárs- breidd frá öðru stiginu Litlu munaði - eftir afar köfl- óttan leik - að Þór tækist að stela stigi af HK í 2. deildinni um helgina. Lengi Ieit þó ekki út fyrir annað en stórsigur HK, en undir lokin tóku Þórsarar að saxa verulega á forskot þeirra. Þeir minnkuðu muninn í eitt mark og voru svo með boltann síðustu sek. leiksins en tókst ekki að jafna metin og hirða annað stigið. HK-menn án þriggja fasta- manna - þjálfari þeirra setti þá út úr liðinu fyrir agabrot - voru afar grimmir í upphafi leiksins, greini- lega ákveðnir í að kafsigla Þórs- arana sem fyrst. Þeir tóku forust- una, komust í 2:0 og síðan breikkaði bilið þannig að í leikhléi var staðan 17:19 HK í vii. Það virtist því ekki vera annað en formsatriði að ljúka þessari viðureign og það hafði ekkert breyst um miðjan síðari hálfleik, staðan þá 22:14. En þá um leið og „aðalmennirnir" Guðjón Magnússon, Árni Stefánsson og Sigurður Pálsson fóru af velli og þeir reynsluminni komu inn á var vörninni tvískipt. Tveir leik- Erlingur Kristjánsson í kröppum dansi gegn Gróttu. Mynd: gk. Vendipunkturinn er Þorvaldur varði víti Liðin tvö í 2. deild handbolt- ans sem ekki höfðu tapað stigi eða stigum, KA og HK, mætt- ust í Iþróttahöllinni á föstu- dagskvöld. Er skemmst frá því að segja að KA vann þar góð- TOPPUÐIN 0LL A SIGURBRAUT Lítið var um undur og stórmerki í enska boltanum um helgina. Efstu liðin unnu sína leiki og staðan er því óbreytt á toppi deildarinnar. Topplið- ið Everton fékk botnliðið Stoke í heimsókn og Everton hreinlega rúll- aði Stoke upp. Peter Reid var að vanda í frábæru formi og lagði upp tvö fyrstu mörkin. Adrian Heath skoraði á 28. mínútu og 6 mínútum síðar kom fyrrum Stokari Paul Brace- well Everton í 2:0. Þannig stóð í hálf- leik og nánast formsatriði að ljúka leiknum. Á 70. mínútu skoraði Heath á ný og Trevor Steven innsiglaði sigurinn endanlega. Þeir eru skæðir strákarnir hjá Tott- enham þessa dagana. Á laugardag heimsóttu þeir Ipswich og hurfu á braut með öll stigin þrjú. Fyrri hálf- leikur var markalaus mest vegna hins makalausa Clemence í marki Totten- ham. En á 20 mínútna kafla í síðari hálfleik náðu framsóknarmenn Tott- enham að gata vörn heimamanna þrívegis. Fyrst skoraði Garu Mubutt eftir undurgóðan einleik John Chiet- ozen en Mubutt þessi hefur átt erfitt með að vinna sér sæti í liði Totten- ham. Annað markið fylgdi fljótlega á eftir og var þar að verki Glen Hoddle sem nú komst í liðið í fjar- veru Tony Galvin. Þrátt fyrir snjallan leik þeirra Eric Gates og Romeo Zondervan á miðjunni náði Ipswich ekki að finna glufu í vörn Tottenham. Það gerði hins vegar Clive Allen fyrir Spurs 2 mín. fyrir leikslok. Totten- ham því komið á skrið á ný og verð- ur eflaust í toppbaráttunni. Chelsea vann góðan sigur á heima- velli gegn WBA. Dave Speedie gerði tvö markanna og bakvörðurinn Doug Roughvie brá sér í sóknina og skoraði þriðja markið. Allir sparkunnendur sáu auðvitað beinu útsendinguna frá leik Watford og Sheffield Wednesday og aldrei þessu vant skoraði Wat- ford aðeins eitt mark. George Reilley átti snjallan leik og hann lagði upp markið fyrir útherjann snjalla John Barnes. Það var ekki fyrr en í síðari hálfleik að Manchester United náði að skora gegn Luton. Mörkin urðu tvö og sá írski landsliðsmaðurinn Norman Whotedide um að koma boltanum yfir marklínuna. Arsenal hafði betur í viðureigninni við QPR. Eftir slæmt gengi að undan- förnu hristu leikmenn Arsenal af sér slenið og unnu með marki Tony Woodcock á 70. mínútu. Við ósigur- inn er QPR komið á hættusvæðið í deildinni. Annað lið sem gengur illa að safna stigum er Coventry. Nottingham For- est lumbraði duglega á þeim og var þetta fyrsti sigur Forest í langan tíma. Mike Adams byrjaði á því að skora sjálfsmark og Colin Walsh bætti síðan öðru marki við fyrir Forest og sigur- inn var aldrei í hættu. A-Villa glataði niður tveggja marka forskoti gegn Southampton þegar Peter With hafði komið þeim á bragðið. West Ham vann Sunderland með marki Tony Cottie og hefur Sunderland því tapað tveimur leikjum í röð. Leichester náði að vinna sigur þrátt fyrir að hafa selt fyrirliða sinn Kevin McDonald til Liverpool um helgina fyrir 400 þús- und pund. Og lítum þá á úrslitin: Arsenal - QPR 1:0 1 Aston V. - Southampton 2:2 x Chelsea - WBA 3:1 1 Coventry - N. Forest 1:3 2 Ipswich - Tottenham 0:3 2 Leicester - Norwich 2:0 1 Watford - Sheff. Wed 1:0 1 West Ham - Sunderland 1:0 1 Everton - Stoke 4:0 1 Man. Utd. - Luton 2:0 1 Charlton - Birmingham 2:1 1 Middlesb. - Blackburn 1:2 2 Oldham - Oxford 0:0 X Sheff. Utd. - Man. City 0:0 X Newcastle - Liverpool 0:2 2 Og þá er það staðan í 1. deild: Staðan í 1. deild ensku knattspyrn- unnar er nú þessi eftir leiki helgarinn- ar: Everton 15 10 2 3 32:18 32 Man. Utd. 15 8 5 2 32:16 29 Arsenal 15 9 2 4 30:21 29 Tottenham 15 9 1 5 32:15 28 West Ham 15 7 4 4 21:20 25 Chelsea 15 6 4 5 25:16 22 Sheff. Wed. 15 6 4 5 25:18 22 Southampton 15 5 7 3 19:17 22 N. Forest 15 6 3 6 24:21 21 Liverpool 15 5 6 4 18:15 21 Newcastle 15 5 6 4 28:29 21 Sunderland 15 5 5 5 22:19 20 Norwich 15 5 5 5 21:21 20 WBA 15 5 4 6 23:21 19 A. Villa 15 4 5 6 20:30 17 Ipswich 15 3 7 5 17:21 16 Watford 15 3 6 6 30:33 15 QPR 14 3 6 5 19:25 15 Coventry 15 4 3 8 13:23 15 Leicester 15 4 3 8 22:33 15 Luton 15 3 4 8 17:31 13 Stoke 14 1 4 9 11:33 7 an sigur og ætla KA-menn að standa undir þeim vonum sem áhangendur þeirra binda við liðið. Lokatölur í leik KA og HK 23:20 KA í vil eftir 12:10 í hálfleik. KA-menn mættu geysi grimmir til leiksins, vörnin var þétt fyrir, boltinn vannst trekk í trekk og síðan var brunað upp og bang!, í markinu hafnaði boltinn. KA komst í 5:1 og liðið hafði ávallt yfir. Mestur var munurinn í hálf- leiknum 5 mörk en sem fyrr sagði þá var staðan í hálfleik 12:10. Lengst af í síðari hálfleik leiddi KA með 3-4 mörkum en þegar langt var liðið á hálfleikinn náði HK að saxa verulega á forskotið. Staðan breyttist úr 18:14 í 19:17 og svo jafnaði HK 19:19. KA komst yfir með marki Jóns úr víti og svo kom vendipunkturinn að margra mati er Þorvaldur í marki KA varði víti. KA brunaði upp og skoraði. Staðan því 21:19 í stað 20:20 ef HK hefði skorað úr vítinu og sigurinn í höfn. KA-liðið var nokkuð mistækt í leik sínum þrátt fyrir sigurinn. Byrjunin var mjög góð sem fyrr sagði og kaflar í síðari hálfleik einnig. Það er aðall liðsins hversu jafnt það er. Línuspil er ekki mikið en treyst á skot og gegnumbrot þeirra sem leika fyrir utan og á hornamennina. Með meiri ógn- un á línunni sem að sjálfsögðu kemur skyttunum einnig til góða á ekkert að standa fyrir þessu liði í 2. deildinni. Bestu menn liðsins að þessu sinni voru Friðjón Jónsson sem var geysi öflugur í sókninni og þeir Erlingur Kristjánsson, Jón Kristjánsson og Erlendur Her- mannsson voru einnig sterkir. Þorvaldur var lengi í gang að þessu sinni en reyndist betri en enginn þegar líða tók á leikinn. MÖRK KA: Friðjón 10, Jón 5, Erlingur 4, Erlendur 3 og Þor- leifur 1. Markhæstu menn HK voru Björn Björnsson og Stefán Hall- dórsson með 6 hvor, Rúnar Ein- arsson með 4. Kaflaskipti í hálfleik Helgi Ragnarsson sagði eftir leik KA og Gróttu að það hefðu verið tvö ólík KA-Iið sem léku leikinn. Mikill munur hefði verið á leik KA í fyrri og síðari hálfleik. í þeim fyrri hefði ekki verið spilaður sá hand- bolti sem æfður væri á æfingum, en dæmið hefði hins vegar snúist við í hálfleik og þá hefði líka árangurinn ekki látið á sér standa. Þá sagði Helgi að leikurinn við HK hefði verið erfiður, en þeir hefðu búist við HK sem sterkasta liði deildarinnar og undirbúið sig fyrir þann leik með því hugarfari. Liðið hefði hins vegar ekki reynst eins sterkt eins og hann hefði búist við og þess vegna unnist nokkuð auðveldur sigur. Helgi sagði að nú væru búnir fjórir heimaleikir sem allir hefðu unnist, en heimavöllur- inn ætti líka að vera mikils virði. Eftir væru margir leikir á útivelli, sem allir yrðu erfiðir. Þá vildi hann koma því á framfæri við hina dyggu áhorfendur á KA leikjunum, að meira mætti í áhorfendum heyrast því þá væri leikurinn auðveldari fyr- ir liðið. Ó.Á. Bjorn Ingl Varði 2 víti manna HK voru teknir úr umferð og hlutirnir fóru að ganga fyrir sig. Þór skoraði hvert markið á eftir öðru, staðan breyttist í 21:25 og næstu þrjú mörk voru Þórs- ara. Staðan því 24:25 fyrir HK og rúm mínúta eftir af leiknum. HK-menn fóru sér hægt en misstu bóltann er um 10 sek. voru eftir og sá tími nægði Þór ekki til að jafna. Þórsliðið má enn blæða fyrir það hversu mistækt það er. Liðið var baráttulaust lengi vel, leik- menn staðir í vörninni og afar seinir aftur. Sennilega hafa þeir fengið á sig 10-12 mörk úr hraða- upphlaupum f þessum leik. En um leið og baráttan í vörninni kom fóru hlutirnir að ganga fyrir sig. Erfitt var að gera upp á milli leikmanna Þórs í þessum leik enda liðið mjög jafnt, en Árni Stefánsson var þó bestur. MÖRK ÞÓRS: Sigurður Pálsson 12(8), Árni Stefánsson 3, Oddur Sigurðsson 3, Rúnar Steingríms- son 2, Kristinn Hreinsson 1, Gunnar E. Gunnarsson 1, Guð- jón Magnússon 1, Kristján Kristjánsson 1. Markhæstur HK-manna var Kristinn Ólafsson fyrirliði með 7 mörk. Árni Stefánsson skorar með tilþrifum fyrir Þór gegn HK. Mynd: gk Öruggt hjá KA - sem sigraði Gróttu 28:22 Björn Ingi Hilmarsson vara- markvörður KA, hefur lítið getað Ieikið með undanfarið þar sem hann týndi augnlinsu á æflngu fyrir nokkru og ekki tekist að fá nýja ennþá. Hann kom hins vegar tvisvar inn á í leiknum við Gróttu til að reyna að verja víti og tókst í bæði skiptin að verja og það við mik- inn fögnuð áhorfenda. Ó.Á. KA bætti við sig tveimur stigum þegar þeir sigruðu Gróttu í 2. deildinni í hand- bolta á laugardaginn. Þetta var fjórði leikur KA og jafnframt fjórði sigurinn. KA-menn trjóna því einir efstir í deild- inni en öll önnur lið hafa tapað leikjum. í þessum leik skoruðu KA- menn 28 mörk gegn 22, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 15-14 fyrir KA. Það var Grótta sem skoraði í sinni fyrstu sókn, en Erlendur átti skot í stöng í fyrstu sókn KA. Það var hins vegar sá síungi Þor- leifur sem jafnaði síðan fyrir KA úr vel útfærðu hraðaupphlaupi. Það var Grótta sem hafði yfir- höndina framan af leiknum og voru einu til tveim mörkum yfir á tímabili. Varnir liðanna voru slakar og nánast skorað mark í hverri sókn. Á 16. mín. jöfnuðu KA-menn 9:9 og á sömu mínútu gerði Pétur fallegt mark fyrir KA og kom KA yfir í fyrsta sinn í leiknum. Á fyrstu 17 mín. leiks- ins voru því gerð 19 mörk. Það sem eftir var af fyrri hálfleik tókst Gróttu nokkrum sinnum að jafna en KA-menn urðu ávallt fyrri að skora aftur. Þegar blásið var til leikhlés var staðan 15 gegn 14 fyrir KA. Sennilega hefur Helgi þjálfari hjá KA lesið yfir sínum mönnum í hálfleik því það var óþekkjan- legt lið sem kom inn á og fljót- lega gjörbreyttu þeir stöðunni og náðu fljótt fjögurra marka for- skoti. Þegar leið á leikinn var það aldrei spurning hver ynni leikinn, aðeins með hve miklum mun KA myndi vinna. Þorvaldur var oft á tíðum í miklum ham í markinu hjá KA, sérstaklega þegar Gróttu-menn voru í dauðafæri, en þá gerði hann sér lítið fyrir og varði af ör- yggi. Hann er mikill hasarmark- vörður og ver mest þegar and- stæðingarnir eru í dauðafæri og mikið gengur á á línunni. Þegar flautað var af hafði KA gert 28 mörk en Grótta 22. Erlingur var markahæstur hjá KA með 9 mörk, Jón gerði 6, Friðjón 5, Erlendur og Þorleifur 3 hvor, Pétur og Logi 1 hvor. Dómarar voru þeir Aðalsteinn Sigurgeirsson og Benedikt Guð- mundsson og þegar upp var stað- ið var dómgæsla þeirra ágæt en oft á tíðum virtist leikurinn erfið- ur fyrir dómarana, þ.e.a.s. mikið af vafabrotum en þeir félagar komust vel frá dómsgæslunni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.