Dagur - 19.11.1984, Blaðsíða 11
19. nóvember 1984 - DAGUR - 11
Sigurður Jónsson, byggingafræðingur:
Hitaveita - hemlar - mælar?
Hvað kemur næst? Það er nú
bara það.
Ekki ætla ég að mæla á móti
mælum, til mælingar á neyslu
hvers og eins neytanda. Með
þeim getur neytandi stjórnað
sinni orkuþörf, þannig að hann
spari bæði fyrir sig og hitaveit-
una. Það er nú svo margt sem
bruðlað er með, að ekki veitir af
sparnaði.
Það eru bara svörin við spurn-
ingum, sem neytandinn á eftir að
fá svarað, áður en „mælismálið“
verður sett í framkvæmd. T.d.
verður þetta stórkostnaður fyrir
hvern og einn neytanda, hér er
átt við gjald vegna breytingar?
Hvað með þá seni búa í fjölbýlis-
húsum, þar sem 20-30 íbúðir eru
um sama hemilinn? Hvernig
leysa þeir „mælismálið", þannig
að hver borgi fyrir sig, án þess að
þurfa að brjóta niður húsið, til að
gera breytingar á lögnum að
hverri íbúð?
Það er til nefnd, sem er pólit-
ískt skipuð. Hún á að vera full-
trúi allra neytenda. Því eru þessi
mál ekki betur kynnt, af þessari
nefnd í blöðum, eða með
fundum, þannig að neytendur
verði tilbúnir að mæta breyting-
um þeim er „mælismálið“ hefur í
för með sér?
Það heyrast margar raddir,
flestar hræðsluraddir, við þessa
mæla, en líka raddir sem eru með
mælum. En það er bara ekki
sama hvernig mælir er settur upp,
jafnhliða hemli, sem fyrir er. Sá
sparnaður sem á að koma inn,
hann verður að vera bæði neyt-
andanum og hitaveitunni í hag.
Það má teygja úr þessum orðum,
og segja að það sé sparnaður fyrir
neytandann, ef hitaveitan þarf
ekki að fara að leita að nýjum
lindum, því lítið er eftir af vatni
á því svæði, sem sótt er í nú, en
það er ekki átt við það hér.
Betri kynning á þessu máli er
það sem þarf, þannig að neytend-
ur fái það ekki á tilfinninguna að
í dag verði settur upp mælir, og
á morgun verði reynd ný leið, til
að bjarga fjárhag hitaveitunnar.
Sigurður Jónsson,
byggingafræðingur.
tjr3 Minning
Þóra Sigfúsdóttir
Fædd 8. ágúst 1913 - Dáin 28. október 1984
Skýr minning vakir í vitund mér:
Ég er á för um Miðbæ Akureyr-
ar. Á móti mér kemur íturvaxin
kona, með birtu heiðríkjunnar í
svipmótinu og þá reisn í fram-
göngu og yfirbragði, að virðingu
vekur. Hún réttir mér hönd sína.
Handartakið er traust og yljandi.
Kveðjuávarpið hlýtt og hress-
andi. Viðræður hefjast, glaðar og
einlægar, og það er komið víða
við. Það teygist úr tímanum. Við
höfum gleymt okkur í gleði sam-
fundanna. En slíkir urðu margir
í gegnum tíðina.
Nú er þessi minningarmynd
sérstaklega skýr, fyrir þær sakir
að henni fylgir hinn djúpi tregi
þeirrar staðreyndar, að þetta fær
aldrei gefist framar.
Við brottför Þóru Sigfúsdóttur
af þessum heimi mun margur
sakna hlýs og trúverðugs vinar,
slík sem hún var í framkomu og
breytni allri, sannur höfðingi, -
heil og traust að hinsta degi.
Þóra Ágústa, eins og hún hét
fullu nafni, var fædd í Rauðuvík
á Árskógssandi, en þar bjuggu
þá foreldrar hennar, hjónin Sig-
fús Þorsteinsson og Guðlaug
Ásmundsdóttir. Er Þóra var tæp-
lega tveggja ára að aldri fluttist
fjölskyldan að Syðra-Kálfsskinni
á Árskógsströnd. Þar ólst hún
upp ásamt þremur systkinum,
mótaðist af menningu góðs heim-
ilis og bar ávallt vitni um það veg-
arnesti.
Veturinn 1934-35 stundaði
Þóra nám í Húsmæðraskólanum
á ísafirði. Að því loknu flutti hún
til Akureyrar og átti þar heima æ
síðan. Hún var fyrst við sauma
með Iðunni systur sinni, sem
hafði farið til Akureyrar á undan
henni og unnið sér gott álit í þess-
ari atvinnugrein fyrir vandaða
vinnu. En síðar sneri Þóra sér að
verslunarstörfum, sem henni
mun hafa þótt lífrænni en sauma-
skapurinn. Réðist hún til starfa
við verslunina London við Skipa-
götu. Eftir nokkurn tíma varð
hún verslunarstjóri og síðar
keypti hún verslunina og rak
hana í nokkur ár. Er tímar liðu
settu þær systur, Iðunn og Þóra,
á stofn álnavöruverslunina Rún,
sem var einkar vel staðsett í
hjarta Hafnarstrætis. Margir
könnuðust mætavel við „Þóru í
Rún“ eins og hún var löngum
nefnd - og „þær systur í Rún“,
þótt þeir vissu varla á þeim nein
deili önnur en þau, að þær áttu
þessa verslun og ráku hana við
góðan orðstír. Síðar keyptu þær
Iðunn og Þóra „Barnafataversl-
unina Ásbyrgi“ við Hafnarstræti
og ráku báðar verslanirnar Rún
og Ásbyrgi, í nokkur ár, en síð-
ustu árin aðeins verslunina Ás-
byrgi.
En hvort heitið sem verslun
þeirra systra bar, var gott að
koma þar inn og gjöra þar kaup.
Fallegar og vandaðar vörur voru
þar jafnan til staðar og viðskipta-
vinirnir mættu þar ávallt þeirri
framkomu, sem laðaði að. Heið-
arleiki og háttvísi þeirra systra
var svo eðlislægt og fastmótað,
að í engu brást. Það skóp óbrigð-
ult traust og vinsældir, sem sér-
hveijum er nauðsyn og auðna að
geta notið.
Á þeim árum sem ég vann hjá
blaðinu Degi og átti tíðar ferðir
um Miðbæ Akureyrar, kom ég
mjög oft í verslun þeirra Iðunnar
og Þóru og átti þá gjarnan við
þær skemmtilegar samræður.
Kynning skapaðist, sem síðar
varð að einlægri og hlýrri vináttu,
sem ég geymi um hinar ljúfustu
minningar. Þá átti ég einnig minni-
legar ánægjustundir á hinu fal-
lega heimili þeirra, Gilsbakka-
vegi 9. Þar var öllum ávallt tekið
tveim höndum, höfðinglegar
veitingar fram bornar og sérhver
greiði í té látinn með ljúfu geði.
Enda var þarna gestkvæmt
löngum og heimilið það athvarf,
sem engum brást, er þangað leit-
aði. Þær systur voru samheldnar
í að vera frændræknar og vinfast-
ar, svo af bar, og var ómæld önn
þeirra og umhyggja í því sam-
bandi, - varðandi ættlið og vini.
Iðunn og Þóra - þær voru tíð-
um nefndar í sömu andrá, og erf-
itt að hugsa sér aðra án hinnar.
Er nú þungur harmur kveðinn að
Iðunni og öðrum vandamönnum
við andlát Þóru. En fögur er sú
minning sem er greypt í þeirra
hug - og allra, sem áttu hana að.
Hún beindi för sinni um æviveg
með þeim hætti, að við hann loga
raðir ljósa.
Þóra var aðeins liðlega tvítug
að aldri þegar hún flutti úr æsku-
sveit sinni, en alla stund var hún
tengd henni traustum böndum og
við barm hennar var henni búinn
hinsti beður.
Megnið af ævistarfi sínu vann
Þóra á Akureyri við vinsældir og
virðing. Hún var ágætlega gefin
til munns og handa, þróttmikil og
athafnasöm, fórnfús og víðsýn,
og lagði góðum málefnum jafnan
lið af fremsta megni. Sparaði hún
þar til hvorki orku sína, tíma né
fé.
Þóra var mikil félagshyggju-
kona og starfaði af lífi og sál í
ýmsum félögum, fyrst og fremst
í Zontaklúbbi Akureyrar, þar
sem hún var ávallt mjög virkur
félagi og gegndi mörgum trúnað-
arstörfum. En einnig vann hún
mikið í Slysavarnafélaginu og
Styrktarfélagi þroskaheftra, þar
sem hún var um skeið formaður.
Öll störf sín, jafnt að félags-
málum sem öðrum, rækti hún af
einlægum áhuga, ítrustu sam-
viskusemi, heiðarleika og trú-
festu. Þóra var manna glöðust á
góðri stund og viðmót hennar,
yfirbragð og framganga virkaði
sem hressandi blær á þá sem með
henni voru á vegi, og lyfti þeim
yfir armóð hversdagsins. Hún bar
höfðingslund og hetjubrag og
brá svip yfir það umhverfi, sem
hún lifði og hrærðist í. Hófstilling
hennar og styrkur haggaðist ekki
þótt á móti blési og þyngdist um
spor. Helstríð sitt háði hún með
frábærri hetjulund.
Að Þóru Sigfúsdóttur er sjón-
arsviptir og mikil eftirsjá. Hið
auða rúm hennar er stórt og erfitt
að sætta sig við að dagur hennar
hér í tímans heimi sé úti.
En samfara hinni stóru raun
er þökkin, heit þökk fyrir að hafa
mætt henni á ævileið og átt hana
að vini. í vitund minni er minning
þessarar sönnu sæmdarkonu
bundin við gróandi vor. Heill
fylgi henni á vegferðinni um
Fögmbrú - inn í víðemi eilífö-
arinnar, þar sem hún fær „meira
að starfa guðs um geim“ - á
morgni nýjum.
Jórunn Ólafsdóttir
frá Sörlastöðum.
f
Minning
Fanney
Eggertsdóttir
F. 8. febrúar 1919 -
D. 14. nóvember 1984
Ognúna, þegar haustar og hníga blóm ogfalla,
þá heldur þú í burtu og vegir skilja um sinn,
og el ég gæti handsamað himins geisla alla,
ég hnýtti úrþeim sveig að skreyta veginn þinn.
Mín kæra mágkona, Fanney Egg-
ertsdóttir, hefur verið kölluð til
æðri heimkynna, þar sem ljós og
eilífur friður ríkir.
Fanney giftist ung að aldri
Haraldi Oddssyni, málarameist-
ara, sem svo margir Akureyring-
ar þekkja, bæði af starfi hans, svo
og félagsskap. Þau hafa búið svo
að segja alla sína löngu sambúð
að Sólvöllum 2, hér á Akureyri.
Eignuðust þau tvo syni, þá
Eggert sem er stöðvarstjóri Pósts
og síma á Patreksfirði, en hann
var giftur Sigrúnu Guðjónsdótt-
ur, og eignuðust þau fjögur börn,
og Hauk byggingartæknifræðing
sem starfar hér á Akureyri og er
giftur Halldóru Ágústsdóttur,
Jónssonar byggingameistara hér
í bæ. Þau eiga þrjú börn.
Fanney er sjötta barn, af níu
sem kveður þennan heim. En
foreldrar þeirra voru hin mætu
hjón Stefanía Sigurðardóttir og
Eggert Guðmundsson, bygginga-
meistari, sem áreiðanlega margir
af eldri Akureyringum muna vel,
og það að öllu góðu, bæði af
ötulu starfi sínu, svo og félags-
skap, en þau voru mjög virkir fé-
lagar í Góðtemplarareglunni,
enda gerði hún þau að heiðurs-
félögum þar, á efri árum, sem
þakklætisvott fyrir þeirra mikla
starf þar að bindindismálum.
Fanney var mjög félagslynd,
og starfaði mikið að félagsmál-
um, og þá mest er ég hygg, í
kvenfélaginu Hlíf, þar sem hún
m.a. átti sæti í stjórn þess um ára
skeið. Þá var hún og góður félagi
í Oddfellowreglunni og starfaði
þar, sem heilsa og kraftar hennar
leyfðu. Annars var hennar mesta
hugsun að hlúa sem mest og best
að þeirra yndislega heimili að
Sólvöllum 2, hér í bæ, enda
þeirra fallegi garður og blóma-
skrúðinn þar, báru þess greini-
lega vott, þó að sjálfsögðu hafi
bæði hjónin átt þar hlut að verki.
Þá er eigi síður ástæða til að
minnast þeirrar miklu umhyggju
sem hún bar fyrir velferð sona
sinna og tengdadætra, að
ógleymdri þeirri miklu umhyggju
sem hún bar fyrir barnabömun-
um, sem hún unni svo mikið, og
þau munu aldrei gleyma. - Já,
hún var sannarlega góð amma,
og sýndi það á svo margvíslegan
hátt.
Að lokum skal þess getið, að
þá er hún var á besta aldursskeiði
herjaði á hana hinn mikli „böl-
valdur" þjóðarinnar - berkla-
veikin - sem svo marga - og þá
eigi hvað síst yngri kynslóðina -
en hún barðist gegn henni af
hetjuskap miklum, og vann þar
sigur, eftir mikið stríð og þján-
ingar, þó er ég viss um, að hún
bar þennan sigur, aldrei að fullu,
frekar en aðrir, sem börðust við
þennan „bölvald" mannkynsins,
og þá oftast á besta aldursskeiði
ævinnar.
Að lokum þökkum við hjónin
Fanneyju og Haraldi, af alhug
vináttu alla, og þá eigi síst þau
skemmtilegu ferðalög um landið
í sumarleyfum okkar, sem við
ávallt minnumst með gleði og
ánægju.
Að endingu vil ég segja: Ég bið
Guð að blessa öll hennar góðu og
miklu störf hér í þessum heimi,
og er ég viss um, að vel og af
mikilli ástúð hefur verið tekið á
móti henni er hún fluttist yfir
landamærin, bæði af hennar nán-
ustu og öðrum vinum hennar.
Við hjónin vottum manni
hennar, sonum, tengdadóttur og
börnum þeirra öllum, einlæga
hluttekningu í þeirra sáru sorg.
Guð blessi minningu Fanneyj-
ar Eggertsdóttur, og Drottinn
gefðu dánum ró, og hinum líkn
sem lifa.
Maríus Helgason.