Dagur - 26.11.1984, Síða 12
Síðuskóli:
Vistun
yngstu
barnanna?
„Það er rennt örlítið blint í
sjóinn með þörfína fyrir þetta
en þetta hefur verið í gangi í
nokkrum kaupstöðum og þar
hefur það sýnt sig að þörf er
fyrir þessa þjónustu,“ sagði
Ingólfur Armannsson skóla-
stjóri í Síðuskóla er við rædd-
um við hann. Skólanefnd Ak-
ureyrar hefur mælt með því að
hafin verði tilraun með vistun
barna í skólanum til reynsiu, ef
vilji foreldra verður fyrir
hendi.
„Það er hugmyndin að gera
þessa tiiraun eftir áramótin og
þá kemur betur í ljós hver við-
brögð foreldra verða. Við kynnt-
um þetta lítillega á foreldrafundi
í haust og þá virtist nokkur áhugi
vera fyrir hendi. Síðan þá hefur
málið legið niðri, bæði var að
verkfallið kom þarna inn í og svo
hefur bæjarstjórn ekki afgreitt
þetta endanlega."
- Krakkar á aldrinum 6-8 ára
eru 2-3 klukkustundir í skólan-
um á degi hverjum. Hugmyndin
er að eftir að skóla lýkur gætu
krakkarnir verið áfram í skólan-
um og þar yrði haft ofan af fyrir
þeim á einn og annan hátt. Ætl-
unin er að þessi tilraun verði eftir
hádegi, þannig að krakkarnir
sem eru í skólanum kl. 13 og
væru annars lausir kl. 15-16 gætu
verið í skólanum fram yfir kl. 17.
Reiknað er með að mánaðarlegt
gjald fyrir hvert barn í þessari
vistun yrði 700 krónur. gk-.
Himnasending.
Mynd: ESE
Flutningskostnaðurinn afnuminn:
„Ákaflega mikið
hagsmunamál"
- segir Ólafur Friðriksson á Sauðárkróki
- Það er Ijóst að þetta kemur
til með að bæta okkar sam-
keppnisaðstöðu verulega ef við
miðum til dæmis við Akureyr-
arsvæðið, sagði Ólafur Friðr-
iksson, kaupfélagsstjóri á
Sauðárkróki er við spurðum
hann um áhrif þess að ákveðið
hefur verið að afnema flutn-
ingsgjald af vörum til kaupfé-
laganna.
Þessi ákvörðun var til umræðu
á fundi kaupfélagsstjóra víðs veg-
ar af landinu í Reykjavík um síð-
ustu helgi og vakti þá mikla at-
hygli. Það eru ekki síst hin minni
kaupfélög og neytendur á minni
stöðum sem hafa hag af þessu
fyrirkomulagi sem boðað hefur
verið.
- Við höfum verið með flutn-
ingskostnaðinn inni í vöruverð-
inu en okkar helstu samkeppnis-
aðilar t.d. á Akureyri hafa áður
afnumið þennan flutningskostn-
að. KEA fyrst í Hrísalundi m.a.
með beinum innkaupum og síðan
Hagkaup eftir að ákveðið var að
selja vörurnar á sama verði og í
Reykjavík. Það er því ljóst að
þarna er um ákaflega stórt mái að
ræða fyrir okkur og önnur kaup-
félög á minni stöðum víðs vegar
um landið, sagði Ólafur Friðriks-
son, kaupfélagsstjóri. - ESE
Hugvitsmaður á Blönduósi:
Smíðar mottur fyr-
ir skelfiskplóga
- á 10-15% lægra verði en gert er erlendis
íslenskum smáíönaði vex sí-
fellt ásmegin. Nýjasta dæmið
er frá Blönduósi en þar hefur
fyrrverandi skipstjóri og vél-
stjóri hafið framleiðslu á járn-
mottum sem notaðar eru á
skelfiskplóga.
Hugvitsmaðurinn heitir Einar
Jóhannesson og í samtali við Dag
Spumingin er um ofnotkun
- segir Valdimar Brynjólfsson heilbrigðisfulltrúi um sólbaðsstofurnar
„Ég tel að það sé ekki málið
varðandi húðkrabbann sem
rætt hefur verið um, hvort
hreinlæti sé ábótavant eða
ekki, það er fremur spurningin
um hvort um ofnotkun sé að
ræða,“ sagði Valdimar Brynj-
ólfsson heilbrigðisfulltrúi á
Akureyri er við spurðum hann
hvort hans embætti hefði haft
afskipti af sólbaðsstofum í
bænum.
„Það er varasamt að gera þetta
að einhverri múgæsingu, að þetta
sé hættulegt, því það er jafnvel
erfitt að segja til um hvað er of-
notkun í þessu sambandi. Ég tel
það ofnotkun ef farið er oftar en
einu sinni á dag í einhvern tíma.
En að fara t.d. í 10 skipti, taka
þá hvíld og fara síðan aftur í 10
skipti, það tel ég ekki ofnotkun.
Það er hreinlætið sem við
höfum fyrst og fremst fylgst með
og að hér sé um að ræða viður-
kennd tæki sem notuð eru og
Geislavarnir hafa samþykkt."
- Hafið þið fundið eitthvað at-
hugavert hvað varðar hreinlæti?
„Ekki hefur það verið. Það
hefur verið orðrómur um að smit
hafi orðið af flatlús en við höfum
ekki sannanir fyrir því og ég hef
litla trú á því. Við ráðleggjum að
fólk fari ekki nakið í þessa
lampa, sé í stuttbuxum. Einnig
viljum við að starfsfólkið á stof-
unum sjái sjálft um að þrífa
bekkina eftir hvern viðskiptavin
en það er ekki alls staðar gert.
Það er ekki kvöð á því, enda er
reyndin sú sums staðar að við-
skiptavinirnir þrífa sjálfir eftir sig
og geta þá þrifið áður en þeir
leggjast undir lampann.“
Valdimar sagði að á Akureyri
væru starfræktar 11 sólbaðsstofur
og í þeim væru 28-30 sólarlamp-
ar. Þá væri eitthvað af þessum
lömpum í heimahúsum. gk-.
sagði hann að hugmyndin að
mottunum hefði vaknað er hann
aðstoðaði við að smíða umrædda
skelfiskplóga, en plógar þessir
plægja skelina upp af hafsbotni.
Allt frá upphafi hafa útgerðar-
menn þurft að kaupa járnmott-
urnar á plógana frá Bretlandi en
nú stefnir allt í að Einar geti séð
fyrir þörfum innanlands á mun
hagstæðara verði en er á innfluttu
framleiðslunni.
- Þetta er allt á tilraunastigi
hjá mér ennþá en ég er þó búinn
að selja fjórar mottur á um
10-15% lægra verði en bresku
framleiðendurnir bjóða. Þá er
ekki allt upp talið því ég smíða
motturnar eftir máli en bresku
mottunum hefur alltaf þurft að
breyta þannig að þær pössuðu á
plógana, segir Einar og bætir því
við að það eina sem standi fyrir-
tækinu fyrir þrifum sé fjármagns-
skortur. Iðnráðgjafi Fjórðungs-
sambands Norðlendinga hefur
stutt við bakið á Einari allt frá
því að þessi hugmynd kom upp á
yfirborðið og í samtali við Dag
sagði Einar að það gæti verið
gaman ef hægt væri að smíða
meira hér heima. - ESE
„í dag verður suðaustanátt á
Norðurlandi, slydda og jafnvel
rigning,“ sagði veðurfræðing-
ur í spjalli við Dag í morgun.
Við fengum einnig þær upp-
lýsingar að gert er ráð fyrir
hvassri norðanátt á morgun og
éljagangi. Úr því veðri dregur
annað kvöld og á miðvikudag
er gert ráð fyrir norðvestan átt
og éljum.
# Gullmolar frá
liðinni tíð
Eflaust hafa margir lands-
menn setið við útvarpstækin
sín og hlustað á þátt Svavars
Gests í gær, um leið og þeir
sötruðu sunnudagskaffið
sitt. í þessum þáttum rifjar
Svavar upp eitt og annað,
sem fram kom í ýmsum
skemmtiþáttum Ríkisút-
varpsins fyrir tuttugu árum
eða svo. Þar eru hans eigin
þættir fyrirferðarmestir en
einnig koma fyrir gullkorn úr
þáttum Sveins Ásgeirssonar
og Magnúsar Ingimarssonar,
svo dæmi séu tekin. í stuttu
máli sagt, þá er hægt að
skemmta sér konunglega
með því að hiusta á þátt
Svavars, hvort heldur sem
menn muna þessa skemmti-
þætti eður ei. Um leið verður
sú spurning áleitin; hvernig
stendur á því að slíkir þættir
heyra til undantekninga í
ríkisfjölmiðtunum nú?
# Sundlaug
undir sjávar-
máli
Góðkunningi blaðsins sendi
okkur nýja sögu af Húsvík-
ingi, sem við höfum aldrei
heyrt áður. Hún var á þá leið,
að ónefndur Akureyringur
fékk sér far með Eddunni,
sem sigidi seglum þöndum í
skuldasjó sællar minningar.
Hann byrjaði á því að skoða
skipið hátt og lágt og kom
loks að sundlaug, sem var
undir sjávarmáli í skipinu.
Þá var Akureyringurinn orð-
inn slompaður, enda hafði
hann komið við á flestum
börum skípsins, ef ekki
öllum, og bragðað það sem
þar var að fá. - Hvernig, hik,
stendur á þvf að sundlaugin
er höfð undir sjávarmáli,
sagði Akureyringurinn undr-
andi. - Skilurðu það ekki
maður, það er til þess að
sjórinn renni beint í laugina
ef leki kemur að skipinu,
svaraði nærstaddur Húsvík-
ingur um hæl.
# Takmarkaður
áhugi
Áhugamenn um knattspyrnu
hafa ekki komist hjá þvi á
undanförnum árum að veita
þvf eftirtekt að áhugi Ásgeirs
Sigurvinssonar á að leika
með landsliðinu er mjög tak-
markaður. Ásgeir er Ifka eini
atvinnumaðurlnn sem ekki
hefur það f samningi sfnum
að félagsliðið verði að láta
hann lausan í landsleiki. Það
er því tfmabær spurning,
hvort ekki sé tímabært að
hætta að ónáða snillinginn
með kvabbl um landsleiki fyr-
ir gamla landið og láta hann í
friði með þann fótbolta sem
hann fær borgað fyrir að
leika.