Dagur - 30.11.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 30.11.1984, Blaðsíða 3
30. nóvember 1984 - DAGUR - 3 Hver var þessi maður? Ætli það sé ekki rétt, að hafa blönd- una allt að því háalvarlega að þessu sinni. Ég ætla að byrja á því að aug- lýsa eftir upplýsingum um þennan myndarlega mann, sem er á mynd- inni hér að ofan. Hann var almennt kallaður Ástar-Brandur og var einn af þeim kynlegu kvistum sem lifðu með þjóðinni á fyrri hluta aldarinn- ar. Ástar-Brandur flakkaði víða um, var þekktur hlaupagikkur, þótti þindarlaus. Sagan segir, að eitt sinn hafi hann tekið óbeinan þátt í víða- vangshlaupi frá Reykjavík til Þing- valla. Enginn keppandi hafði roð við Brandi og var hann kominn langt á undan öðrum hlaupurum áður en leiðin var hálfnuð. En þá varð Brandur svangur, þannig að hann skokkaði heim á næsta bæ og þáði góðgerðir. Brandur mun vera fæddur í Barðastrandarsýslu, en hann bjó síð- ustu árin á Akranesi og lést þar. Nú veit ég að margir muna Brand og vil biðja alla þá sem geta gefið mér ein- hverjar upplýsingar um lífshlaup hans að slá á þráðinn í 24222 og spjalla við mig. Dansaði og söngá meðan tugt- húsið brann Það eru margar sagnir til um Ástar- Brand. M.a. er sagt að hann hafi kveikt í gamla tukthúsinu í Búðagili, eða Lækjargili, eins og það ágæta gil er nú oftar nefnt nú til dags. Þetta hús stóð þar sem nú er barnaleik- völlur norðan við Lækjargötu 6 og mun hafa verið „ráðhús“ bæjarins í þá tíð. En lögreglan var gjörn á að stinga Brandi þar inn og þess vegna á hann að hafa kveikt í húsinu. Síðan segir sagan, að Brandur hafi stigið dans og sungið við raust uppi á Höfð- anum á meðan tugthúsið brann. En sem sagt, ef einhver kann að segja mér sögur af Brandi hefði ég gaman af að heyra þær. Efnikgur íœknir? Ég má til með að lauma hér að einum húsvískum. Þannig var að ungur og efnilegur Húsvíkingur var að læra til læknis - og það sem meira var - hann vildi verða skurðlæknir. Fyrsta „al- varlega“ aðgerðin var að fjarlægja botnlanga úr ungum manni úr Aðal- dalnum. Þegar aðgerðinni var lokið leit yfirlæknirinn á sjúklinginn, en þegar hann sá útlit hans - eða öllu heldur þegar hann sá ekki það sem hann vildi sjá - þá reif hann í hár sitt og öskraði: - Hversu oft þarf ég að segja þér fíflið þitt, að botnlangi líkist fingri - það hefur þú að vísu skilið virðist mér - en þú hefur ekki áttað þig á að hann er að innanverðu. Blóm afbeðin Mér hefur borist eftirfarandi bréf frá' Hlíf Einarsdóttur, formanni Geð- verndarfélags Akureyrar, enda von- um seinna að það félag léti málefni mín til sín taka. Bréfið er þannig. „Hr. Gísli Sigurgeirsson. Þú setur á svið gamansögu um slys- farir þínar í blaðinu Degi nýlega. Allt í lagi með það. Það er auðvelt að taka það eins og það er talað og þarf ekki að hneyksla neinn, að undan- teknu einu orði í blaðinu 16. nóvem- ber. Þar segir þú sem svo, að ýmsir muni nú loksins halda, að þú sért nú loksins orðinn alveg „klikk“ konunni þinni til mikillar smánar. Og þar kem ég að erindinu. Það er mjög leitt til þess að vita, að svona orð skuli sjást á prenti í dag. Jafnvel þó í gríni eigi að vera sagt. Það eru nógir fordómar gagnvart geðsjúkdómum og eitt af því versta er það, að það er álitið skammarlegt að eiga við geðræn vandamál að stríða. Það sem kemur mér til þess að senda þér þessar línur er það, að mér finnst greinilegt að þú í hugsunar- leysi hefur notað sömu orð og allir aðrir gera. Og það er það versta að svona er talað og hugsað. Það er ekki á góðu von þegar tíðarandinn er svona. Enda er það svo, að þeir sem eiga við geðræn vandamál að stríða fara með það serh mannsmorð, reyna með öllum ráðum að leyna vand- ræðum sínum og leita sér ekki hjálp- ar fyrr en í algcrt óefni er komið. Það er ekki skammarlegt að vera „klikkaður“ heldur afskaplega sorg- legt og fólk má alveg senda konunni þinni blóm þess vegna. Kær kveðja.“ Taki þeir til sín sem eiga. Vissulega búa margir þeir sem eru sjúkir, eða á einhvern hátt fatlaðir, við fordóma samfélagsins, hvort heldur sem þeir eru vangefnir, lík- amlega bæklaðir eða geðsjúkir, svo dæmi séu nefnd. En ég hygg að þetta sé að breytast, m.a. fyrir opna fjöl- miðlun um þessi efni á undanförnum árum. En það tekur sinn tíma að uppræta aldagamla fordóma. Ég held að ég sé tiltölulega laus við slíkt og mér finnst það satt best að segja hvorki sorglegt né skammarlegt að vera svona „létt-klikkaður“. Mér finnst það raunar frekar skemmti- legt. Þess vegna eru blóm og kransar afbeðnir. En bestu þakkir fyrir bréfið Hlff. Fjölskyldu-partý ! Nei, nei, þessi mynd er ekki tekin í fjölskyldusamkvæmi hjá háaðlinum á Akureyri í upphafi aldarinnar. Hér er að vísu um fjölskyldu að ræða, en hún samanstendur af persónum í leikriti Kambans, Við sem skiljum. Og leikendur eru f.v.: Kristjana Jónsdóttir, Björg Baldvinsdóttir, Nanna Jónsdóttir, Gestur Einar Jónasson, Þórey Aðalsteinsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Svanhildur Jóhannesdóttir, Theodór Júlíusson og Þráinn Karlsson. Sitjandi eru Marinó Þor- steinsson, Þórhalla Þorsteinsdóttir og Sigurveig Jónsdóttir. Myndin er tekin á heimili Ragnheiðar O. Björnsson við Hafnarstræti. Mynd: GS SKIPASAL/V Nú getum við aftur boðið viðskiptavinuin okkar þjónustu við kaup og sölu báta og skipa. Okkur vantar allar stærðir báta á skrá. Bjóðum til sölu: Nýendurbyggðan 130 tn. bát. Frekari upplýsingar á skrifstofunni. Benedikt Ölafsson hdl. Amaro-húsinu II. hæð. Sölumaður: Ragnar Breiðfjörð Ragnarsson Síminn er 25566. sími 20040. Kvöld og helgar 23303. FASTEIGNA& fj skipasalaSSI NORÐURLANDS Íl I Vín um helgina Aðventustemmning í hámarki. Hrafnhildur Vigfúsdóttir verður við aðventuskreytingar. Efni til skreytinga. Ný sending af jólastjörnum fyrir hverja helgi. Heitt á könnunni alla daga. Veitingar ^ T tfl kl 22 alla daga \ f SZSf* Njótið helgarinnar í Vín.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.