Dagur - 30.11.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 30.11.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 30. nóvember 1984 Já, Jón G. Sólnes kom mér óneitanlega á óvart. Fyrir hafði ég þó raunar litla hug- mynd um hvers konar maður hann vœri, en blöðin höfðu gefið mér þá mynd af honum, sem flestir hafa sem ekki þekkja manninn, að hann sé hryssings- legur karl og frekju- dallur, sem hann er að vissu leyti. En hann er bara skemmtilega frekur. Eftir að hafa kynnst honum sé ég persónu Jóns Sólnes í allt öðru Ijósi. Hann er hlýr maður, góður maður og skemmti- legur. Þetta sagði Halldór Halldórsson í samtali við Dag, en nú er að koma út bók hans um Jón G. Sólnes, sem heitir einfaldlega „Jón G. Sólnes". Halldór var spurður hvernig vinnan hefði gengið fyrir sig við bókina. „Ég byrjaði að vinna hana með hægð samhiiða störfum á íslendingi í vor, á meðan ég var að kynna mér viðfangsefnið. Síðan hætti ég hjá blaðinu og helgaði mig þessu verk- efni. Ég gerði þannig samning við út- gáfuna, að ég gæti haft þetta að aðal- starfi í fjóra mánuði. Síðan var bara sett í fjórða gír. Við Jón hittumst reglulega í sumar og ég tók upp 40-50 klukkutíma á segulband. Þar að auki hafði ég að- gang að bréfum, dagbókum og ýms- um öðrum gögnum úr hans fórum, en auk þess kíkti ég á ýmislegt efni uppi á Amtsbókasafni. Samtölin fóru ýmist fram heima hjá Jóni, í Lands- bankahúsinu, heima hjá mér í Hafn- arstrætinu, en flest þeirra þó í bíln- um hans við akstur um Éyjafjörð. Við þóttum svolítið kyndugir þegar við ókurn um á Akureyri, eða hvar við vorum, því það hékk alltaf míkrafónn úr speglinum beint fyrir framan Jón. En honum þótti þetta best, að tala í bíi.“ - Hlaupið þið heilt yfir hans lífs- hlaup? „Við getum kallað þetta persónu- sögu Jóns. Þetta er ekki bók þar sem reynt er að draga fram þjóðlífsþætti á hverjum tíma. Það er ekki gengið þannig að verkinu. Pað er sagt frá með Jóns áherslum, hann er viðmæl- andinn og ræður því ferðinni. t>að er farið hratt yfir sögu framan af ævi Jóns og það er ekki fyrr en hann kemur inn á Alþingi 1974, sem hann verður þessi landsfrægi maður. Par sat hann í 5 ár og þau ár eru plássfrekust í bókinni. Þar er skotið á báða bóga og Jón lætur ýmislegt vaða,“ sagði Halldór. Útgerðarœvintýrið Halldór gaf okkur góðfúslega leyfi til að birta kafla úr bókinni sem hér fara á eftir. Fyrst segir Jón frá útgerðar- ævintýri sínu með „drulludallinn Njörð“. „Eins og vikið verður að síðar, fékk Jón G. Sólnes m.a. útrás fyrir starfsorku sína og athafnaþrá með því að taka virkan þátt í bæjarpólit- íkinni og síðar sem alþingismaður. En langaði hann aldrei til að prófa eitthvað annað í stað þess að vinna lon og don á sama stað alla ævina? - Jú, auðvitað hafði maður metn- að til annarra hluta, en þetta starf í bankanum veitti svo mikið öryggi. Launin voru heldur betri en gekk og gerðist, þótt það breyttist til hins verra eftir seinni heimsstyrjöldina. Og svo hafði maður ekki menntun til að fara út í eitthvað annað eða þá að kjarkinn hefur brostið. En ég var að minnsta kosti í eftirsóttri stöðu. En það er ekki þar með sagt, að ég hafi ekki reynt fyrir mér á öðrum sviðum. Ég fór út í bölvað, djöfuls útgerðarbrask, sem endaði með skelfingu og voðalegum skuldum. Við vorum þrír, sem stóðum í þessari útgerð, og ætlunin var að ég væri það sem heitir „sleeping partner" óvirkur hluthafi. En þessir tveir félagar mínir, annar var vél- smiður en hinn vélstjóri, gáfust upp og ég sat uppi með drullu helvítis skítadallinn og öll útgerðin í bölvaðri vitleysu. Þessa félaga mína langaði til að eignast skip og ég asnaðist til þess að vera með. Ætlunin var alltaf að ég væri svona meira á bak við tjöldin og kæmi ekki of mikið fram sjálfur. Skipið, sem við keyptum hét Njörður og var gamall hvalveiðibát- ur. Hann var elsta skipið í flotanum. Ég fékk hrollkennda tilfinningu, þeg- ar ég sá dallrassgatið koma inn fjörðinn, hundgamalt og illa til haldið. Það voru erfiðir tímar þá en annars er ég ekkert frá því að ég hefði getað orðið góður útgerðar- maður. Útgerðin stóð í 4 ár, í kringum miðja öldina og gekk bókstaflega ekki neitt. Það lá við að maður hróp- aði húrra ef þeir fengu svo sem eina bröndu. En það hallaði sífellt undan fæti og á endanum var það ég sem sat uppi með allar skuldirnar. Það var ömurlegt tímabil í minni ævi. Ég var með hátt á fjórða þúsund krónur á bakinu og ég var feginn þegar ég gat loksins selt dallinn. Ég var mörg ár að borga niður þessa skuld. Og það var ekki til að bæta ástand- ið fyrir mann, að vera starfsmaður í banka og þurfa að krefja menn um greiðslu á skuldum og geta svo sjálf- ur ekki staðið við sínar skuldbinding- ar. Hvernig heldur þú að það hafi verið? Auðvitað fór ég út í þetta útgerð- arbrask til að græða á því en það bara mistókst. Eg fór ekki út í þetta til að hjálpa öðrum! I þessu útgerðarbraski mínu reynd- ist Kveldúlfur á Hjalteyri bjargvætt- ur. Vegna starfa minna í bankanum hafði maður haft mjög mikil sam- skipti við þá á Hjalteyri og ég var þar kunnugur öllum hlutum. Forstjóri Kveldúlfs á Hjalteyri var Vésteinn heitinn Guðmundsson, verkfræðing- ur, síðar forstjóri Kísiliðjunnar í Mývatnssveit. Hann var mikill vinur minn og hljóp vel undir bagga þegar ég átti í mestu erfiðleikum. Og mikið á maður nú margar og góðar endurminningar um ferðirnar út á Hjalteyri og þar ríkti mjög skemmtilegt andrúmsloft, þó stund- um væri kannski nokkuð sukksamt. Það sama get ég einnig sagt um samskipti mín við Síldarverksmiðj- una á Dagverðareyri. Þar stjórnaði norskur maður að nafni J. Indbjör, ágætis karl, sem var mikill heimil- isvinur hjá okkur. Fyrir utan að vera endurskoðandi fyrirtækisins, þá voru þeir viðskiptamenn bankans og ég hafði því mikið með þá að gera og þær voru ófáar ferðirnar sem maður þurfti að fara nærri því á hvaða tíma sólarhringsins sem var til þess að ganga frá útflutningsskjölum vegna afurðanna, því ábyrgðirnar voru hjá okkur í bankanum og við urðum að sjá um að koma skjölunum til hlutað- eigandi erlends banka með skipinu sem flutti afurðirnar. Það má nærri geta hvort ekki hafa runnið ofan í mann einn eða fleiri snapsar hjá hlut- aðeigendum þegar gengið hafði verið frá formsatriðum og þá var ekkert tekið tillit til þess um hvaða tíma sól- arhringsins var að ræða. En þetta var allt einhvern veginn mjög skemmti- legt og spennandi. En það er vegna reynslu minnar af Nirði, sem ég er mjög harður á því að menn sem eru í þessu skuli standa eða falla með sinni útgerð. Ef hún gengur ekki eiga þeir bara að rúlla. Þegar ég var í þessu lágu ekki ríkis- stjórnarpeningar í sjóðum til að bjarga vonlausri útgerð. Ef ég hefði bara haft betra skip þá veit ég andskotann ekki, nema ég hefði farið út í þetta í alvöru.Ég er nefnilega fæddur fjárhættuspilari, alveg óskaplegur.“ Næst grípum við niður í kaflann Úr bæjarstjórn á Alþingi. Geir lyppaðist eilíflega niður 1974-1978 „Ég kaus Þorstein Pálsson sem for- mann vegna þess að ég hef trú á honum, hann skortir að vísu reynslu en hann á eftir að verða góður skip- stjóri. Ég þori að ganga svo langt að segja að hann hafi viljaþrek og festu eins og Bjarni Benediktsson hafði. Ég er alinn upp á sjómannsheimili og þekki dálítið til á sjó og ég líki gjarnan sterkum formanni flokks við góðan skipstjóra. Maður getur haft gott skip, góð veiðarfæri og góða áhöfn en þú fiskar ekkert nema þú hafir góðan skipstjóra. Stefnuskráin er veiðarfærin, áhöfnin er kjósend- urnir og skipið er flokkurinn. Það sem hefur háð Sjálfstæðisflokknum síðan Bjarni Benediktsson dó er skipstjóraleysi. Ég held að áhöfnin sé enn góð, veiðarfærin góð og skipið gott - og nú held ég að við séum bún- ir að fá góðan skipstjóra. Að vísu verður það að koma fram að ég viðurkenni að þingflokkurinn er af- skaplega sundurlaus, sennilega veik- asti hlekkurinn í flokknum. í sjálfu sér kenni ég ekki Geir um það en svona var þetta nú ekki þegar Bjarni hélt um stjórnvölinn. Geir leit aldrei á sig sem skipstjóra, hann hafði ekki skaplyndi til þess. Hann var manna- sættir og ég held að það hafi strítt á móti eðli hans að taka af skarið. Þeg- ar við vorum að ræða þetta við hann sögðum við að við vildum mann sem segði „laggá“. Þetta hefur kannski verið vanmáttarkennd hjá honum ég veit það ekki. Hef mikla trú á Þorsteini Pálssyni Ég hef miklu meiri trú á því að Þorsteinn Pálsson sé þess konar mað- ur að hann vilji ráða og sá sem hefur ekki í sér viljann til að ráða hann ræður náttúrlega engu. Núna er hann búinn að fá aðstöðu til þess. En við megum ekki gleyma því að hann kemur inn á ákaflega erfiðum tíma- mótum, það er mjög mikið af mönnum sem eru rótgrónir í flokkn- um og það getur tekið hann tíma að breyta málum þannig að þau verði honum algjörlega í hag. Ég álít það ekkert ofreiknað að gera ráð fyrir því að það geti orðið 6-8 ára þreng- ingar í Sjálfstæðisflokknum. Það get- ur vel orðið svo. Það ræðst ekki endi- lega af því hvort hann verður ráð- herra strax en ég held að það megi ekki dragast lengi. Þessi skoðun mín helgast af því að framundan séu erf- iðir tímar. í þessu stjórnarsamstarfi hefur verið gerð tilraun eða hvað við eigum að kalla það og því verður ekki neitað að hingað til hefur bar- áttan við verðbólguna nær eingöngu verið gerð á kostnað launafólks og því verður ekki haldið áfram óbreyttu miklu lengur. En svo við höldum áfram með leiðtogamál Sjálfstæðisflokksins þá var ég mikill stuðningsmaður Þor- steins Pálssonar þegar ég kom á þennan landsfund í fyrra. Ég vann eins og ég gat fyrir hann bæði þar og fyrir norðan þótt hann hafi í eina tíð verið að skamma mig, eða hans blað Vísir, fyrir Kröflu, þá skiptir það engu máli. Mér fannst að flokkurinn þyrfti á nýju andliti að halda og ég hafði trú á þessum manni, miklu meiri trú á honum en Friðrik Soph- ussyni. Reyndar kynntist ég Friðrik ekki mikið og það getur svo sem ver- ið að ég hafi vanmetið hann en ein- hvern veginn fellur hann ekki alveg í kramið hjá mér. Annars langar mig til að rifja það upp hér fyrst við erum að tala um forystu- mál í Sjálfstæðisflokknum að ein- hvern tímann lét ég það flakka í blaðaviðtali að ég teldi Sverri Her- mannsson álitlegastan sem næsta formann flokksins. Það féll víst ekki alls staðar í jafn góðan jarðveg. Þetta var sagt á þeim tíma þegar formanns- málin voru ekki almennilega komin á rekspöl og ég var nú hálft í hvoru að stríða mönnum án þess þó að ég teldi ekki Sverri fullfæran í sætið. j - En hann er hlýr Halldórsson un

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.