Dagur - 30.11.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 30.11.1984, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 30. nóvember 1984 Bændur - Norðlendingar Graskögglar er gæðafóður. Fyrsta uppskera af nýbrotnu landi tilbúin til afgreiðslu. Reynið viðskiptin. VALLHÓLMUR HF. FÓÐURVERKSMIÐJA, SKAGAFIRÐI. SÍMI 95-6133 og 95-6233. Urval af videóefni og tækjum í Beta. Videoberg - Opið ki. 17-22. Sími 24106 Nauðungaruppboð Laugardaginn 8. desember 1984 kl. 14.00 verður selt á nauðungaruppboði við lögreglustöðina í Þórunnarstræti á Akureyri, eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs, Gjaldheimtunnar í Reykjavík og ým- issa lögmanna, lausafé, sem hér segir: Bifreiðarnar: Ad-75, A-175, A-470, A-534, A-630, A-1093, A-1547, A-2006, A-2183, A-2286, A-2506, A-2572, A-2624 (A-249), A-2894, A-3157, A-3438, A-3640, A-3751, A-3813, A-3902, A-3961, A-3991, A-4178, A-4246, A-4271, A-4279, A-4436, A-4668, A-4755, A-4821, A-5018, A-5028, A-5042, A-5270, A-5440, A-5462, A-5471, A-5564, A-5654, A-5659, A-5733, A-5877, A-5941, A-6020, A-6038, A-6072, A-6251, A-6358, A-6377, A-6507, A-6687, A-6761, A-6921, A-6973, A-7010, A-7058, A-7141, A-7145, A-7239, A-7330, A-8075, A-8146, A-8225, A-8361, A-8495, A-8562, A-8731, A-8736, A-8745, A-8857, A-8964, A-9006, A-9020, A-9047, A-9055, A-9138, A-9200, A-9246, A-9258, A-9487, Þ-308, Þ-1442, Þ-1804, Þ-2751, Þ-3646, Þ-4743, R-9006, R-65197, Y-12196, X-1665, G-8979, G-4522. Þá verður selt, ýmsir óskilamunir, upptækar vörur til ríkissjóðs svo sem hljómflutningstæki, mynd- segulband, ísskápur, þeytivinda, tauþurrkari, ör- bylguofn, sjónvörp. Að auki verður selt, Gaz Rússajeppi, Opel Rec- ord árg. 73. Sjónvörp, Sharp, Nordmende, JVC 20“, Finlux. Jarðýtur TD 20C, TD-8 og beltagrafa JCB árg. 74. Frystikista „Electrolux". Bílaútvörp. Rennibekkur „Tos Trecin". Hljómflutningstæki, Pioneer, Sansui, Onkyo, Toshiba. Segulbönd, Sharp. Pizzaofn „Garland". Trésmíðavélar „Sicma“ „Strombal". Myndsegulbönd, Sharp. Borðsög „ELU“. Þvottavél „Philco" „Candy“. Off- setprentvél „Cord“ 46x64 cm. Tjaldvagn „Combi Camp“, gifsmynd „Fæðing sálar". Afréttingavél og hefill „Hornbak". 3 stk. fólksbíladekk. Borvél „Stand“. Sófasett, hillusamstæða. 4 stk. víxlar samtals kr. 62.000 samþykktir af Gísla Hauks- syni. Hryssa, vaglskorin framan hægra. Upptöku- tæki „Peac-st“. Hrærivél „Kenwood Chef“. 3 málverk. Tölvuorgel „Coscoe“. Uppboðsskilmálar eru til sýnis á skrifstofu upp- boðshaldara, Hafnarstræti 107, Akureyri. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla, nema með samþykki uppboðshaldara. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn á Akureyri. 29. nóvember 1984. Sigurður Eiríksson, fulltrúi. Þegar bílar mætast er ekki nóg að annar viki vel út á vegarbrún og hægi ferð. Sá sem á móti kemur verður að gera slikt hið sama en not- færa sér ekki tillitssemi hins og grjótberja hann. Hæfilegur hraði þegar mæst er telst u.þ.b. 50 km vœr goóar frá Skjaldborg Eiður Guðmundsson Búskaparsaga í Skriðu- hreppi forna, III. bindi (Neðri hluti hreppsins) Pegar þetta bindi kom út var höfund- ur þess genginn á vit feðra sinna. Einn af glæstum fulltrúum aldar okk- ar sem búhöldur, félagsmálafröm- uður og þó fyrst og fremst sem maður. En fræðastarfið mun þó endast nafni hans lengst til langlífis því áhugi manna á ætt og uppruna og fortíð þjóðarinnar mun við haldast. Fræðimaðurinn Eiður á Púfnavöllum svarar furðu mörgum spurningum. Leikfélag Akureyrar Gestaleikur: London Shakespeare Group sýnir MacBeth miðvikudaginn 12. desember kl. 20.30 og fimmtudaginn 13. desember kl. 20.30. • „Ég er gull og gersemi“ eftir Svein Einarsson byggð á Sólon íslandus eftir Davíð Stefánsson. Frumsýning 28. desember. Önnur sýning 29. desember. Þriðja sýning 30. desember. Miðasala hafin á báðar sýningar ásamt jólagjafakortum LA i Turninum við göngugötuna virka daga frá kl. 14-18 og laugardaga kl. 10-16. Sími 24073. Myndlistarsýning myndlistarmanna á Akureyri í Turninum frá 1. desember. Ég er ekki að endursegja það sem ég hef ritað um hin fyrri bindi þessa ritsafns, flest af því á einnig við um þetta. Þó mun venjulegum lesanda geðjast þetta best. Er raunar fátítt að fræði, innan þröngs hrings, séu skemmtilestur, en það á við um margt í þessu bindi. Þættirnir um Guðmund, föður höf- undar, og Sigurð á Öxnhóli eru hvor öðrum ágætari lesning. En það sýnir heilindi hans að hann segir kost og löst á föður sínum svo sem öðrum mönnum. Ættartengsl villa honum lítt sýn. En höfuðkostur Eiðs sem rit- höfundar eru tök hans á tungunni og óvenjulegur hæfileiki til mannlýs- inga. Andlegum eiginleikum manna ger- ir hann oft skil í einu lýsandi orði eða stuttri setningu og snöggri. Ytra útliti kann hann og vel að lýsa og gerist þá allt að því málari í orðum. En hvort tveggja getur vakið bros. Dæmi um mannlýsingu, bls. 107: „Sigurður var mikill maður vexti og aðsópsmikill í sjón, herðamikill og ögn kúptur á bakið, hálsstuttur, axlabreiður, en fremur miðmjór, háfættur og rasslít- ill, rammur að afli en ekki fimur né hreyfingamjúkur. Hann var fremur stuttleitur og fullur að vöngum, nokkuð stórskorinn, ennið fremur lágt, en breitt og kúpt, brúnir miklar, nefið sterklegt, beint og í stærra lagi, augu Ijósgrá, varir þunnar og munnurinn ekki stór. Hann hafði dökkjarpt hár og mikið mórautt alskegg, hærðist seint og fékk ekki skalla.“ Árni J. Haraldsson hefur séð um útgáfu þessa bindis sem hinna fyrri og ferst vel en sigrast þó ekki alveg á prentvillupúkanum. Bókin er 150 bls. Vel þeim sem veittu og heiður höfundi. Guðmundur FriðFinnsson Örlög og ævintýri Fyrra bindi Þetta er 13. bók höfundar. Ein af þeim er mér í minni, sannur skáld- skapur. Hún heitir: Hinumegin við heiminn og kom út 1958. Þá er hann jafn vígur á ljóðagerð, fræði og skáldsögu. Hér eru á blöðum ævi- þættir, munnmæli og minningabrot, vissuleg þjóðfræði. Mikil bókarprýði eru teikningar og Ijósmyndir margar. Myndin af Steingrími á Silfrastöðum er gersemi út af fyrir sig. Raunar má segja að þetta sé saga Egilsár í Skagafirði, ábýlisjarðar höf- undar, og þeirra sem þar hafa búið á öldum áður til þessa. Meðal þeirra er furðufugl einn er Stefán hét, læknir að nafnbót, „með þýska lækninga- bók sína, brennivínskút og byssu“. Slík persóna er ekki á hverju strái, hvorki í bók né veruleika. Það þarf meira en meðal rithöfund til að gera honum þau skil sem hér er gert. Eng- um leiðist þáttur hans. En minnisstæðast verður mér að lesa um foreldra höfundar og þar nýtur skáldleg nærfærni hans sín best. Þau fluttu frá Efri-Rauðalæk á Þelamörk snemma á búskaparárum, vestur yfir Öxnadalsheiði í kafsnjó og ófærð um vor. Á einu hrossinu var höfuðþing búsins, pottureinn svartur til allrar suðu nýtur. Margir sveitung-. ar aðstoðuðu við flutninginn, en sjálfum Stefáni Árnasyni á Steins- stöðum var falið það trúnaðarstarf að teyma hestinn sem bar pottinn góða. Nú vildi ekki betur til en svo að karl gleymdi sér og snaraði af hestinum og fór potturinn í mola. En botnskál- in var þó heil eftir. Hún varð sá grip- ur í búi er drengurinn man best, steikarpanna og bakstursform móður hans um mörg ár. Þaðan leggur ang- an enn. Ekki slök tök á kafla þeim hjá Guðmundi. Ég tel mikilsvert að nútímafólk þekki hina hörðu lífsbaráttu forfeðr- anna. Hið undursamlega afrek að lifa af þá voðatíð sem jafnvel foreldrar okkar og næstu áar kynntust. Okkur opnast víða sýn til þeirrar þrautar í þessari bók. Æskuár Friðfinns, föður höfundar, voru án miskunnar. Árin hans 4 á Tréstöðum hérna úti í háls- endanum, 11 ára hnokka og hann segir sjálfur frá, eru engin sældartíð. Hann segir frá í léttum tón, en grát- stafur er það samt. En þetta var saga svo fjarska margra barna, já, og niðursetninga, gamalmenna. Við sem búum í Paradís á jörðu, hin síðari ár, ættum að kunna betur að meta þá vist, þekkjum við hið dimma baksvið sögunnar. Þessi ágæta bók er 172 bls. Skjaldborg má vera stolt af þessum tveim fræðurum sem kunna að mat- búa fyrir andann. i verslu" Vorum að taka upp nýjar gerðir af jólavörum Margs konar jóladúkar tilbúnir og í metratali. Ný munstur. Einnig tilbúnir jólapóstpokar og mottur undir jólatré. Frábært úrval af Patons garni og mörgum öðrum garntegundum. Sængurfatnaður í sérflokki. Erum aö taka upp sérstaklega falleg handklæði og baðmottusett. AHt í stíl. Sjón er sögu ríkari. Póstsendum - Sími 25752.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.