Dagur - 30.11.1984, Síða 6

Dagur - 30.11.1984, Síða 6
, ,Hrekklaus í akstri“ — Volvo 740 er sérlega rásfastur og stöðugur á ósléttum íslenskum vegum Volvo 740 GL. Volvo verksmiðjurnar hafa yfir- leitt verið fastheldnar á útlit og búnað bíla sinna. Útlitsbreytingar eru því heidur fátíðar og nýjar gerðir bíla frá Volvo enn fátíðari. Það voru því nokkur tíðindi þegar Volvo setti 760 gerðina á markað fyrir rúmlega 2 árum. 740 gerðin fylgdi svo á eftir í 2 útgáfum, GLE og TURBO, og nú kemur árgerð 1985 í 2 útgáfum af 740 í viðbót, þ.e. 740 GL og 740 GL Diesel. Sá bíir sem hér verður gerður að umtalsefni er 740 GL, en ýmsir norrænir btlasérfræðingar telja að þar sé e.t.v. að finna aðalsöluvöru Volvo á næstu árum, en þá er reyndar óljóst hvað verður um 240 gerðina. Sumir fullyrða að haldið verði áfram að smíða 240 gerðina út þennan áratug en aðrir vænta þess að Volvo setji bráðlega á markað nýjan 240 bíl með fram- hjóladrifi. Volvo 740 GL er allstór 4ra dyra fólksbifreið með sama útlit og 760 gerðin og tæknilega séð sams konar ef vélin er frátalin. Fyrst í stað fannst mér bíllinn bera þess merki að selja ætti hann í Bandaríkjunum og virðist svo sem álit Volvo og General Motors fari saman hvað varðar útlit bíla því ýmsir bílar frá GM eru glettilega líkir Volvo 740/ 760. Ég verð þó að játa að útlit bíls- ins vinnur á og fyrir utan það að vera óvenjulegt þá hefur það einnig gagnsaman tilgang, sem farþegar í aftursæti komast fljótlega að raun um, því þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Það fer hins vegar ekkert á milli mála að framendinn er „ekta Volvo“. Að venju er innréttingin vönduð og traustleg, ekki jafn þunglamaleg þó og í 240 gerðinni. Öll stjórntæki eru mjög vel staðsett og mælar skýrir og læsilegir. Áklæði er smekklegt tau og sætin, bæði fram- og aftursæti eru einhver þau bestu sem ég hef reynt. Framsætin eru stór og veita allan nauðsynlegan stuðning. Setan er óvenju löng og styður vel undir hnésbætur, sem er ómetanlegt á lengri leiðum. Sama er að segja um aftursætið, sem er alvörusæti fyrir fullvaxið fólk. Far- angursgeymslan er mjög stór, eins og venjulega í Volvo, og það er hægt að opna gat í aftursætisbakinu fram í bílinn svo hægt sé að koma löngum hlutum fyrir í farangurs- geymslunni. Útsýni úr Volvo 740 er mjög gott enda eru gluggafletir stórir. Undirvagninn er í fljótu bragði mjög líkur 240 gerðinni en kemur þó á óvart að mörgu leyti. Bíllinn er stinnur eins og Volvo bílar hafa yfirleitt verið en jafnframt mjög þægilegur og þægilegri en nokkur fyrri gerð af Volvo. Sjálfstæð fjöðrun er að framan með venjuleg- um McPherson gormalegg, en að aftan er stífur ás á gormum í venju- legum Volvo-stíl. Volvoverksmiðj- urnar segja að stífur afturás hafi kosti umfram sjálfstæða fjöðrun vegna fastrar sporvíddar og hjóla- halla, sem hafi ekki hvað síst þýð- ingu í hálku og slæmu færi. í 740/ 760 gerðinni er afturásinn festur á sérstakan ramma, sem ætlað er að draga úr titringi og hávaða og tekst bara býsna vel. Gallinn við drifna stífa afturása er að þeir eru þungir og samkvæmt tregðulögmálinu er erfiðara að hemja þá undir bílum en léttari afturhjólabúnað (sjálf- „Sætin, bæði fram- og aftursæti eru einhver þau bestu sem ég hef reynt. . . Öll stjórntæki eru mjög vel staðsett og mælar skýrir og Iæsilegir.“ stæða fjöðrun) og því fást sjaldan sömu þægindi í bílurn með stífan afturás og í þeim sem hafa sjálf- stæða fjöðrun að aftan, a.m.k. ef talað er um bíla með afturhjóla- drifi. Að auki eiga svo stífir afturás- ar oft erfitt með að tolla almenni- lega við yfirborð holóttra vega, sér í lagi þeirrar tegundar er þvotta- bretti nefnast. Eg leitaði því að slíkum vegarspotta. Þegar ég ók svo þessum stóra og þunga bíl eftir hlykkjóttum þvottabrettunum varð ég alveg steinhissa. Ég hef ekið Volvo fólksbílum meira eða minna í 14 ár og alltaf þótt þeir fremur þægilegir á malarvegum og mjög hrekklausir, en þessi nýi er einfald- lega heilum flokki betri en fyrir- rennarar hans. Einkum varð ég þó hissa fyrir þá sök að erlendir bíla- sérfræðingar höfðu haft uppi ýmsar efasemdir um ágæti afturhjólabún- aðarins í þessum bíl. Þvert á móti fannst mér að þó nokkuð þyrfti til að koma afturendanum á Volvo 740 úr jafnvægi. Þar sem hann er svo sérlega rásfastur og stöðugur, vökvastýrið hæfilega létt og mjög nákvæmt, og bremsurnar frábærar, verður bíllinn að teljast framúr- skarandi öruggur og hrekklaus í akstri. Slíkur bíll gæti sem best ver- ið hundleiðinlegur, en þvert á móti fannst mér Volvo 740 GL afar skemmtilegur og sker hann sig þar frá bróður sínum, 240 gerðinni, sem mér hefur aldrei þótt reglulega skemmtilegur, þó hann hafi örugga og góða aksturseiginleika. Vélin í Volvo 740 GL er 2,3 lítrar, 112 hö, 4ra strokka, nánast sú sama, sem verið hefur í 240 GL bílnum. Á henni hafa þó verið gerðar breytingar sem miða að því að draga úr innra viðnámi og gera hana þar með léttari í gangi og gangsetningu og e.t.v. lítillega sparneytnari. Þessi „nýja“ gerð véla hefur hlotið svört ventlalok í kaupbæti, svona til að greina hana frá eldri útgáfunum. Mér þótti vélin mjög skemmtileg og þægileg í bæjarakstri. Hún er seig og hljóð- látari en gamla gerðin, en Volvo 740 GL er enginn spyrnubíll. Þeir sem vilja svoleiðis Volvo geta feng- ið 740 GLE eða 740 TURBO. Verðið er nokkuð merkilegt, því það munar ekki nema u.þ.b. 80 þús. kr. á 240 GL og 740 GL. Það er ótrúlega lítill verðmunur á venjulegum góðum bíl og óvenju- lega góðum bíl. Gerð: Volvo 740 GL, 4ra dyra, 5 manna fólksbifrcið. Vél að framan drif á afturhjólum. Vél og undirvagn: 4ra strokka vatnskæld bensínvél, yfirliggjandi knastás, einn sjálfvirkur blöndungur, 5 höfuðlegur; 2.316 rúmsm; borv. 96 mm; slagl. 80 mm; 112 hö (82 kw) við 5.000 sn./mín.; 19,4 kgm (192 Nm) við 2.500 sn./mín.; þjöppun 10,3:1; rafeindastýrð kveikja; 5 gíra gírkassi; sjáifstæð fjöðrun að framan með sambyggðum gormi og dcmpara (McPherson) og jafnvægisstöng; stífur afturás, festur á sérstakan ramma, gormar og 70 14; bensíngeymir 60 lítra. Mál og þyngd: Lengd: 478,5 sm; breidd: 176 sm; hæð: 143 sm; sporvídd: 146 sra; hjólahaf: 227 sm; þyngd; 1.264 kg. Verð: Ca. 630 þús. (fyrir gengisfellingu).

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.