Dagur - 30.11.1984, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 30. nóvember 1984
Þrúður Gísladóttir.
Bamabœkur
og auglýsingasöngur
ingar s.s. „Þetta er kisa“ á
einni blaðsíðu, og á þeirri
næstu: „Kisa er mjúk“ „Kisa
sefur“.
Ógn og skelfing, bókin er
ætluð börnum um 2ja ára.
En við erum svo lítið varin
fyrir auglýsingasöngnum,
hann læðist inn hvar og hve-
nær sem er og fullkomnast
svo í versluninni þegar maður
stendur frammi fyrir því að
velja.
Fyrir áðurnefnt (5 ára)
barn, hefði bók með sam-
felldari sögu komið sér betur.
í þannig bók er æskilegt að
séu myndir, sem sýna helstu
atburði og styðja söguna en
segja hana ekki.
Það er skárra fyrir barn að
hlusta á sögu sem er rétt að-
eins fyrir „ofan“ þroska þess
heldur en „neðan".
Við lærum fátt af of léttum
verkefnum sem útheimta
engin heilabrot. Verkefni
sem er aðeins of þungt þarfn-
ast áreynslu og umhugsunar.
Það er líklegra til að gefa eitt-
hvað af sér en það sem er of
létt.
Ef svo illa vill til að barnið
þitt fái bók að gjöf sem er
alltof þung fyrir það má
hugga sig við að barnið eldist
og þroskast, bókina má
geyma um tíma. Það kemur
að því að hún verður við
hæfi.
Þá má ekki gleyma að
kynna sér um hvað nýja bók-
in fjallar, hvern boðskap hún
ber og hvort þú vilt að hann
berist til barnsins þíns.
Afgreiðslufólk bókaversl-
ana ætti að vera vel heima í
því fyrir hvaða aldur bókin
hentar, en við verðum sjálf
að ákveða hvort efni og boð-
skapur eigi erindi til barnsins
sem bókin er ætluð.
líkt og aðrar bókmenntir. Út-
gáfa íslenskra barnabóka er
ekki blómleg. í hana kemst
þó árviss fjörkippur þegar
líður að jólum. Þýddar
barnabækur og myndabóka-
seríur eru í miklum meiri-
hluta í bókaverslunum þótt af
og til birtist ein íslensk bók
eða tvær fyrir hver jól.
Það er ekki gróðavænlegt
að skrifa fyrir börn, því sú
krafa hefur verið gerð um-
fram aðrar til barnabóka, að
þær séu ódýrar. Þá er verð
gjarnan miðað við þykkt og
blaðsíðufjölda. Því meir sem
bókin líkist fullorðinsbók í
útliti, því fleiri verða krón-
urnar. Þá ferst oft fyrir í hita
sparnaðarleiksins að líta ör-
lítið á innihaldið og hugleiða
hvort þetta efni sé eitthvað
fyrir barnið sem bókin er
ætluð.
Við kaup á barnabók ráða
oft síendurteknar auglýsingar
valinu og þó við viljum af öllu
hjarta gefa 5 ára frænku góða
og uppbyggilega bók á jólun-
um, göngum við kannski út
úr bókaversluninni með
smábarnabók sem frænka
getur lítið auðgað anda sinn
á, þar sem hún er nú orðin 5
ára. Þá hefur auglýsingin
góða læðst fram í hugann
þegar valið stóð yfir, ..er
falleg og hugljúf bók fyrir
börn á öllum aldri“. Þar með
er vandinn leystur, auglýsing-
in margendurtekna hefur
borið árangur.
En 5 ára frænkan skoðar
litríka myndabók um jólin,
textinn er svo lítill að það
tekur því varla að lesa hann
fyrir barnið, það er líka
ósköp erfitt, þetta eru svo
stuttar og endaskeppar setn-
Nokkrir bókaflokkar og ís-
lenskar bækur
(valið af handahófi).
Emma: 3ja til 5 ára.
Tumi: 2ja til 4ra ára.
Einar Áskell: 4ra til 7 ára.
Allt í lagi bækurnar: 3ja til 6
ára.
Depill: 2ja til 4ra ára.
Óli: 2ja til 4ra ára.
Kalli og Kata: 4ra til 6 ára.
Jón Oddur og Jón Bjarni:
Frá 5 ára.
Langafi drullumallar: 4ra til 7
ára.
Ástarsaga úr fjöllunum: Frá
4ra ára.
Gilitrutt: Frá 5 ára.
Búkolla: Frá 4ra ára.
Alli, Nalli og tunglið: 3ja til 6
ára.
Það lestrarefni sem ætlað er
börnum ermisjafntað gæðum
helgum
degj
Texti: Matt. 5, 13.
Salt
Saltið hreinsar, varðveitir frá
rotnun og bætir bragðið. Það
sem saltið kemst í samband
við verður fyrir áhrifum af
saltinu og fær salt bragð.
Jesús sagði við lærisveina
sína: „Þér eruð salt jarðar."
Vegna sambands síns við Jesú.
þá gegna lærisveinar hans
svipuðu hlutverki og saltiö í
þessum heimi. Þar sem þeir
koma þar koma þeir sem lif-
andi vitnisburöur um mátt
Guðs, sigur Krists og eilíft líf.
Þeir beita sér gegn allri synd
og vilja hreinsa og fjarlægja
það sem eyðileggur. Þeir hafa
það sem getur hréinsað. Þeir
vilja varðveita fólk frá glötun
og þeir hafa það sem getur
varðveitt. Þeir vilja bæta líf og
framtíð jarðarbúa og hafa það
sem bætir.
Til umhugsunar:
Hvar er saltið
í dag?
Það dylst engum hvort salt sé
í grautnum eða ckki. Sé Jesús
í it'fi þínu þá getur það ekki
dulist, því þá hefur það þau
áhrif á umhverfi þitt, að aörir
eignast lífið í Jesú.
Ef saitið er geymt. í salt-
bauknum. þá hefur það engin
áhrif og er til einskis nýtt. Það
verður að hella því úr baukn-
um og í matinn, þá hreinsar
það, varðveitir og bætir
bragðið.
Þiö sem tilheyriö Jesú, kom-
iö ykkur úr baukunum og
áhrifin munu verða augljós.
Það eru svo margir, sem lifa í
vonleysi og neyð, vegna þess
að það er svo mikið af „Jesú
salti" í baukunum enn.
Maður sem býr austan Vaðla-
heiðar sendir þættinum eftirfar-
andi vísur og er sú fyrsta eftir
séra Friðrik A. Friðriksson á
Húsavík.
Skynjun helg og hugsjón góð
heim og líf sem fegrar,
viðlag sé við yndisóð
iðju hversdagslegrar.
Næstu vísurnar tvær orti Karl
Kristjánsson alþingismaður.
Auðlegðin er ekki smá
og ekki er smiðurinn gleyminn
sem lætur sérstætt andlit á
alla er koma í heiminn.
Þessa vísu mun Karl hafa kveð-
ið til séra Friðriks:
Leggst í fang og lýir fót
lífsins stranga vengi.
En brekkur anga - upp í mót
enn skulum ganga lengi.
Loks kemur vísa eftir Þórarin í
Kílakoti. Hann var þjóðkunnur
hagyrðingur.
Örðugan ég átti gang
yfir hraun og klungur.
Mér he fur risið fjall í fang
frá því ég var ungur.
Ágætur vinur minn sem býr við
Lagarfljót austur, sendir þættin-
um tvær vísur. Kemur þar borg-
arstjóri Reykjavíkur við sögu,
svo og Stigahlíðin fræga. Mun
Flókanafnið dregið af höfuð-
prýði Davíðs.
Hrafna-Flóka að heyja í bú
heillaði sumartíðin.
Reyndist fóðurforða drjúg
fræga Stigahlíðin.
Lagakrókum hrekkjahrókur
hóta tók í erg og grfð.
Hrafna-Flóki hugðist klókur,
heyfeng tók í Stigahlíð.
Leó Jósefsson kvað er hann
greiddi útsvar sitt á Þórshöfn:
Ég skal greiða eins og skot
svo enginn beri halla.
Petta er aðeins brotabrot
af byrðum stærri kalla.
Ferskeytlan virðist enn halda
vinsældum sínum á Dalvík.
Haraldur Zophoníasson kvað:
Getur hryggð og ama eytt,
á sér leiðir kunnar.
Var og er og verður breitt
vænghaf ferskeytlunnar.
Halldór Jóhannesson yrkir af
sama tilefni:
Auður þjóðar, andlegt brauð
eldar skinið rauða
í Heklugosum, hafísnauð
hel og svartadauða.
íslendingar auðinn þann
aldrei hætta að skapa.
Fellur aldrei ferskeytlan
fyrir ættarstapa.
Ólafur Sigfússon í Forsæludal
kvað á góðri stund:
Glöð eru vina góðra kynni,
gjarnan fyndi ég í því hag
að gefa ár af ævi minni
aðeins fyrir svona dag.
Þættinum lýkur með kveðju til
Dags og mætti kalla hana elli-
óra.
Samvinnufræði Framsóknar
færðu mér stráknum hugsjónina.
Verst að þá jurt sem blómið bar
bæla nú arfí, skarn og sina.
Dagur er nýr á nýjum stað.
- Nútíminn kann sér engin læti.
Hann er nú fjörugt fréttablað,
en Framsókn er burt úr efsta sæti.
„Öðruvísi mér áður brá. “
Oft er í Degi Sjallans getið,
en KEA-barnum þeir bruna hjá
og brennivín hans er einskis metið.
Jón Bjarnason.