Dagur - 30.11.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 30.11.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 30. nóvember 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUB: HERMANN SVEINBJÓRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Þróunarstojhun til Akureyrar Á fundi bæjarstjórnar Akureyr- ar fyrir skömmu var samþykkt samhljóða tillaga Sigurðar J. Sigurðssonar um að fyrirhugað þróunarfélag sem stjórnvöld hafa ákveðið að setja á laggirn- ar verði staðsett á Akureyri og þar verði aðalskrifstofur þess. í ræðu sem Guðmundur Bjarna- son, alþingismaður hélt við um- ræður um fjárlagafrumvarpið kom hann einnig inn á þetta mál og sagði: „Ég vil skjóta hér fram þeirri hugmynd, að hið nýja þróunar- félag verði sett á fót og hafi sitt aðalaðsetur á Akureyri. Það hefur margsinnis verið rætt um flutning ríkisstofnana út á land, en meira verið í orði en á borði. Nú er hins vegar kjörið tækifæri til að sýna vilja stjórnvalda í þessu efni. Samgöngur fara sí- fellt batnandi og tækni á sviði hvers konar fjarskipta eykst með degi hverjum, svo upplýs- ingamiðlun á að geta verið auð- veld milli landshluta og hinna ýmsu stofnana, sem þurfa að hafa samskipti við hið væntan- lega þróunarfélag." Til viðbótar þessu má nefna að á kjördæmisþingi framsóknarmanna á Húsavík sem haldið var dagana 26. og 27. október var þessi hugmynd nefnd og kom fram í svari Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra, að hann hefði ekkert á móti því að þessari nýju þróunarstofnun yrði val- inn staður á Akureyri. Það er ánægjulegt að þetta mikilvæga mál skuli eiga slíkri samstöðu að fagna. Því verður ekki trúað að landsbyggðar- menn í öðrum flokkum verði þessu máli ósamþykkir, þannig að breið pólitísk samstaða á að geta skapast um að þessi nýja þróunarstofnun verði staðsett á Akureyri. í ræðu Guðmundar Bjarna- sonar við fjárlagaumræðuna kom enn fremur eftirfarandi fram: „Þjónustan er og verður vaxandi atvinnuvegur, trúlega sá sem mestan mannafla tekur til sín á næstu árum og ríkið verður stækkandi vinnuveit- andi á því sviði. Því er það bráðnauðsynlegt að stjórnvöld hafi víðsýni til að dreifa þjón- ustustofnunum sínum um land- ið í æ ríkara mæli en verið hefur og nú er bæði tækifæri og lag til að gera svo. Það er nánast óvið- unandi, ef þær fréttir sem oft heyrast lýsa með raunverulegu ástandi, að þeir sem ekki hafa næga atvinnu úti um land geti flutt til höfuðborgarsvæð- isins, fengið þar svo mikla vinnu sem þeir nánast þola að inna af hendi og fái síðan greitt 50-100% hærra kaup heldur en þeir fengu á meðan þeir höfðu einhverja vinnu í sinni heima- byggð. Þar að auki má benda á að það er engu landsvæði til góðs, þessir miklu búferlaflutn- ingar, hvorki þeim svæðum sem flutt er frá né heldur þeim svæðum sem flutt er til. Þetta sanna e.t.v. best umræður sem áttu sér stað á nýafstöðnum aðalfundi Sambands sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu, en samkvæmt fréttum kom þar skýrt fram að fulltrúar á þess- um aðalfundi töldu að stöðva þyrfti fólksflótta frá lands- byggðinni," sagði Guðmundur Bjarnason meðal annars. I von um betrí tíð með blóm í haga Fyrir skömmu var blásið nýju lífi í rafeindafyrirtækið DNG. Lífgjaf- arnir voru fyrirtæki í Reykjavík, að viðbættu einu fyrirtæki á Akureyri. Aðeins einu. Þó höfðu eigendur DNG leitað eftir aðstoð hjá heima- mönnum. Út af fyrir sig er það ánægjuefni, að takast skyldi að koma fótunum undir þetta fyrir- tæki, sem virðist eiga framtíð fyrir sér. Vonandi verður nýsköpun fyrirtækisins jafnframt til þess, að þeir bræður Nils og Davíð, fái meira svigrúm til að þróa sínar upp- finningar og skapa nýjar. Það er sama hvaðan gott kemur, segir máltækið, en hvers vegna treystu eyfirsk fyrirtæki sér ekki til að standa að endurreisninni? Undanfarin ár hefur aðeins eitt kvikmyndahús verið starfandi á Akureyri. Annað er til, en það er lokað og læst. Hvað gerist. Aðilar úr Reykjavík vilja kaupa, en þegar ekki semst um kaup ákveða þeir einfaldlega að byggja nýtt kvik- myndahús. Hvar er framtakssemin? Hvar er nú rómuð framtakssemi Eyfirðinga? Eigum við ekki lengur framsýna búhölda? Vaxa hér ekki lengur upp Skarphéðnar, Eyþórar, Skaptar eða Kennedyar, svo dæmi séu tekin. Hvar er nú „máttur hinna mörgu"? Eru Eyfirðingar ekki lengur færir um að byggja fjörðinn, án aflgjafa „að sunnan"? Sannleikurinn mun vera sá, að eyfirsk fyrirtæki eru flest hver ekki aflögufær um fé. Mörg þeirra hafa verið að „pissa í skóinn sinn“ á undanförnum árum. Þau hafa þurft að selja sig á niðursettu verði; þau hafa boðið niður hvert fyrir öðru, til að halda í sér lífinu; í von um betri tíð með blóm í haga. En sú tíð er ekki komin, gróandiiin í atvinnu- lífinu lætur bíða eftir sér, enda er li'tið aðhafst raunverulegt til að vekja hann. Nú er svo komið, að mörg fyrirtækin hafa gengið svo nærri sér í þessum hrunadansi, að þau berjast fyrir eigin lífi. Þar af leiðandi eru þau ekki aflögufær til að hjálpa öðrum. Það hefur hins vegar ekki ríkt kreppa í Reykjavík. Þangað hefur fjármagnið streymt. Þar hafa risið heilu íbúðahverfin, á meðan það telst til tíðinda að tekið sé fyrir grunni á Akureyri. Þess vegna eru akureyrsk fyrirtæki að leita fyrir sér með byggingarlóðir í Reykjavík. Reykvísku atvinnufyrirtækin fitna, að minnsta kosti enn, á sama tíma og eyfirsku fyrirtækin eru í svelti. Byggðastefnan hefur brugðist. A meðan þessi hrunadans er stig- inn er ekki von til þess að bjartsýn- ismenn stökkvi fram á völlinn og geri kraftaverk. Ekki síst vegna þess að úrtölumenn finnast á hverju horni; menn sem eru tilbúnir að kasta frá sér atvinnukostum, án þess að skoða þá grannt; menn sem gjarnan eru með ævilanga launa- áskrift hjá ríki eða bæ. Þessir menn vilja byggðarlaginu vissulega ekki annað en gott, en virðast ekki gera sér fyllilega grein fyrir ástandinu, enda þekkja fæstir þeirra atvinnu- rekstur af raun. Hrunadansinn stiginn Nú hefur hrunadansinn verið stig- inn í mörg, mörg ár. Menn áttuðu sig furðu fljótt á hvert stefndi, byrj- uðu þá að tala og skrifa efnislega á þessa leið; þetta er ógnvekjandi ástand, þessa þróun verður að stöðva, það verður að gera eitt- hvað. Enn er sagt og skrifað; það verður að gera eitthvað, en lítið hefur verið gert. Að vísu hafa verið skrifaðir þykkir doðrantar um þró- unina, ástandið og framtíðina, en fæstir þeirra hafa verið opnaðir eft- ir að samningu þeirra lauk. Það liggur Ijóst fyrir, að við Ey- firðingar þurfum mörg ný atvinnu- tækifæri á næstu árum, ef við ætlum að halda í fólkið okkar - og endur- heimta þá sem þegar eru farnir. Við þurfum ekki bara tíu eða tuttugu, við verðum að skapa atvinnu fyrir mörg hundruð manns á allra næstu árum, ef við viljum skapa sonum okkar og dætrum skilyrði til að setj- ast að í heimahögum. Það vilja þau eflaust flest, en þau vilja líka sam- bærileg tækifæri og sambærileg laun og bjóðast í Reykjavík. Á undan- förnum árum hefur launaskriðið verið mun hraðara í mörgum at- vinnugreinum á höfuðborgarsvæð- inu heldur en gerist á landsbyggð- inni. Slíkt má ekki og á ekki að gerast. Það á að ríkja sama hag- kerfið um allt land, því að t landinu býr aðeins ein þjóð. Orlofsbúðir „Ætli þetta endi ekki með því að Akureyri verði dvalarheimili aldr- aðra eða orlofsbúðir fyrir Reykvík- inga?“ sagði einn ágætur framá- maður í akureyrskum byggingar- iðnaði í samtali við Dag fyrir skömmu. Vísvitandi tók hann nokkuð djúpt í árina, en þó er tals- verður sannleiksbroddur á bak við þessi orð. Fjársterkir einstaklingar í Reykjavík hafa nefnilega fest hér kaup á íbúðum, sem þeir nota eins og sumarbústaði, og sagan segir að eitt stéttarfélag fyrir sunnan hafi keypt hér heila hæð í fjölbýlishúsi og stefni að því að eignast þar heil- an stigagang. Það er svo sem ekkert nema gott um það að segja, að fólk sæki hingað úr suddanum fyrir sunnan, í veðurblíðuna til að eyða frídögum sínum. Slíkt skapar bæjarfélaginu tekjur. Það sorglega er, að þessar íbúðir hafa verið falar vegna þess að eigendurnir hafa ver- ið að flytja búferlum í aðra lands- hluta. Snúum bökum saman Orð eru til alls fyrst, segir einhvers staðar, og í þeim orðum felast nokkur sannindi. En orðaflaumur- inn má ekki renna árum saman án þess að tekið sé til hendinni. Það dugir ekki lengur fyrir ráðamenn - þar með taldar konur - að tala og skrifa, líkt og hér er gert. Nú verða verkin að tala. Eyfirðingar verða að eyða sundurlyndinu og snúa bökum saman. Þeir verða að ná takti í markvissri göngu við uppbyggingu nýrra atvinnugreina við Eyjafjörð, til bættra lífskjara, til að gera Eyja- fjörð enn byggilegri en hann er. Og það verður að skoða alla kosti. Látum fagmenn um úttektina, en tökum síðan afstöðu þegar niður- stöður hennar liggja fyrir. Gísli Sigurgeirsson. Eyfirðingar, samtaka nú!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.