Dagur - 30.11.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 30.11.1984, Blaðsíða 7
30. nóvember 1984 - DAGUR - 7 - Halló. - Guðlaugur Þorvaldsson, sáttasemjarí? - Pað ér hann. - Hvað er sáttasemjarí að gera núna, eftir að samningalotan er afstaðin? - Ég er kominn í sumarfrí, er að taka til heima hjá mér. Maður verður að gera það öðru hvoru. Ég er að dunda í bókasafninu, auk annarra hluta. - Áttu mikið bókasafn? - Nei, ég get nú ekki gortað af því, enda hef ég allt of lítið pláss. Það er vandinn. - Safnarðu öllu, eða ertu að safna einhverri ákveðinni tegund bókmennta? - Ég er enginn safnari, þetta er ekki annað en hefur fallið til í gegnum tíðina. - Er einhver bók væntanleg í jólabókaflóðinu, sem þú bíður eftir? - Nei, ekki sérstaklega, en ég veit að Baldur Kristjánsson er að skrifa um BSRB-verkfallið og það verður fróðlegt að sjá hvað út úr því kemur. - Nú er mesta lotan gengin yfir í bili hjá þínu embætti; hvað tekur þá við? - Við höfum nú aðallega verið í því að hreinsa til, ganga frá fund- argerðum og öðru í þeim dúr. Svo veit ég ekki hvað verður, t.d. með sjómannasamningana og eitt og annað. Það getur vel komið upp á borð hjá mér núna í desember. Svo ætlaði ég að reyna að taka mér sumarfrí, því ég á það nær allt eftir. Að minnsta kosti vona ég að þetta verði frekar rólegt í vetur. - Hvernig ganga svona samn- ingar fyrír sig? - Fyrirkomulagið er raunar aldrei eins frá ári til árs. Maður getur alltaf átt von á nýjum uppá- komum. Það koma inn nýir menn með nýjar hugmyndir og alltaf eru ný mál að skjóta upp kollinum af og til í þjóðfélaginu, sem snerta kjaramálin. Þar að auki er pólitík- in breytileg, þannig að kjarasamn- ingar eru aldrei nákvæmlega eins unnir. Hitt er svo annað mál, að fyrstu dagana gengur þetta rólega fyrir sig, það er spjallað saman án þess að mikið gangi, en svo þegar líða fer á og menn vilja fara að semja, þá kemur oftast löng hríð. Þá er tekist á um erfið mál og því fylgja óhjákvæmilega vissar vökur. Þetta er reynslan hér og í öðrum löndum. Morgunsárið virðist vera drýgst til samninga. Það er alþjóðleg staðreynd. En þetta eru sjaldnast margir sólar- hringar; síðustu 5 árin man ég lengst eftir um það bil þrem sólar- hringum. - Er þetta gert til að þreyta mannskapinn og slæva dóm- greindina? - Nei, nei, en það eru margir reyndust mér vel - Guðlaugur sáttasemjari á línunni sem halda það. Þetta eru bara hlutir sem erfitt er að komast hjá: Ég er persónulega þeirrar skoðun- ar, að það sé varasamt að ganga langt í þessum efnum. Þetta er ekkert heilsubætandi. En það er eins og það er; þegar menn eru komnir á skrið þá er eins og þeir vilji halda sig að hlutunum og Ijúka við þá. Þeir óttast að þurfa að byrja á sama stað aftur, ef stað- ið er upp í miðjum klíðum. Þetta held ég að sé skoðun beggja aðila. Hlé á viðræðum, þegar samningar eru í burðarliðnum, geta orðið til þess að utanaðkomandi aðili blandi sér inn í málið og setji jafn- vel allt í hnút. - Getur þú aldrei fengið þér kríu þegar svona langir fundir standa? - Það er nú orðið lítið um það. Það er nú aðeins eitt herbergi með sófa í Karphúsinu og það eru margir sem þurfa að skiptast á um hann. Auk þess er það herbergi gjarnan notað fyrir tveggja manna tal, sem oft er nauðsynlegt þegar að vökufundunum kemur. Hitt er svo annað mál, að ég á mjög auð- velt með að fá mér tíu mínútna kríu bara í stólnum. Öðruvísi er það nú ekki. - Er fyrsta nóttin jafiivel erfið- ust? - Já, ég held að það séu allir sammála um það, að minnsta kosti er önnur nóttin auðveldari en sú fyrri. - Er starfið skemmtilegt, gef- andi? - Já, að mörgu leyti er það skemmtilegt. Að sumu leyti er það þó óskaplega þreytandi og stundum eru leiðinlegar uppá- komur. Það skemmtilega er hvað maður kynnist mörgu fólki, sem er mismunandi skapi farið og ólíkt að öðru leyti. Þannig held ég að þetta starf sé gefandi innan vissra marka, fyrir þá sem hafa gaman af félagsskap og fjölbreytilegu mannlífi. - Hvað er þér minnisstæðast úr þessari lotu? - Sennilega síðasti sólarhring- urinn í BSRB-deilunni. Þá var andrúmsloftið hlaðið spennu og ýmsar uppákomur, sem maður sá ekki fyrir endann á fyrr en undir lokin. Við erum með eins konar almenning í Karphúsinu, þar sem menn geta hist og rætt málin, sem er að mínu viti afskaplega nauð- synlegt. Eins og þú veist, þá hefur verið erfitt á seinni tímum að úti- loka blaðamenn alveg frá þessu og stundum finnst mér sjálfum vera allt of mikið um gang samninga í fréttum. Oft er ég hundleiður á því. En það er erfitt að þurfa að ýta blaðamönnum frá, en þeir eru oft hnýsnir og næmir á fréttir og hafa skapað vandamál og spillt fyrir. Ég komst því ekki hjá því síðasta daginn í BSRB-deilunni að vísa utanaðkomandi fólki frá BSRB úr húsinu og biðja blaða- menn um að fara í vissa einangr- un. Þeir voru ekki allir sælir með það, en svona ákvarðanir verður maður stundum að taka. - Hvernig reyndust þér vindl- arnir? - Ágætlega. En Jónas Hall- grírnsson vinur minn, prófessor í læknadeildinni, hnippti góðlátlega í mig og sagði ekki rétt af mér að vera að auglýsa þessa vindla, þeir væru svo óhollir. Það er vafalaust rétt hjá honum. enda ætla ég að hætta núna. Ég byrjaði ekki að reykja fyrr en um fertugt og ein- göngu vindla. Og þetta hefur gengið í bylgjum. - En þú gast svælt þá til samn- inga ? - Já, já, vindlarnir reyndust vel og það fengu margir að njóta þeirra með mér. - Hvað gerir þú í frístundum ? - Uppáhaldið mitt í þrjá og hálfan áratug hefur verið að fara í badminton með góðum vinum mínum. Við spilum badminton í heilt kvöld einu sinni í viku, för- um síðan í gott bað og gerum okk- ur ýmislegt til dundurs. - Þú áttir sextugsafmæli á dögunum. hvernig er að vera orð- inn sextugur? - Ef maður hefur sæmilega góða heilsu þá nýtur maður hvaða aldurs sem er. - Finnurðu ekkert fyrir aldrin- um? - Ég segi það nú ekki. Við leikum okkur alltaf eitthvað bad- mintonfélagarnir, m.a. með því að stökkva jafnfætis og sitthvað fleira. Þegar ég fór að kikna í hnjáliðunum við niðurkomuna fann ég fyrir fyrstu ellimörkunum. Ég hef líka alltaf haft mjög gaman af að dansa og ég held að það sé mjög holl íþrótt fyrir alla. En ég held að það skipti mestu máli að reyna bara að vera glaður og reyna að taka þátt í því sem er að gerast umhverfis mann. Þá líður manni vel, sé maður svo lánsamur að halda góðri heilsu. - GS „Vindlamir Skógrækt rfldsins Vögium tilkynnir nýtt símanúmer 2-51-75 Bifreiða- eigendur athugið Nú eiga allar bifreiðar að vera ljósastilltar. í tilefni af fertugasta afmælisári okkar bjóðum við þeim viðskiptavinum sem eru með óstillt ljós fría ljósastillingu þriðjudaginn 4. des. nk. Bifreiðaverkstæðið Þórshamar hf. v/Tryggvabraut, Akureyri, sími 22700. „Villibráð á hlaðborði“ laugardaginn 1. desember 1984. M.a. á hlaðborði grágæsir, endur, rjúpur og svartfugl ásamt ábætisrétti. Kr. 650,- Veislustjóri verður Stefán Vilhjálmsson. Kristján Guðmundsson leikur létt lög fyrir matargesti. Hljómsveit Steingríms Stefánssonar leikur fyrir dansi frá kl. 22.00 til kl. 02.00. Athugið. Þetta verður síðasti dansleikurinn fyrir jól. Matur framreiddur frá kl. 19.00. Borðapantanir í sima 22200. Matar- og kaffistell Föt - Tarinur - Kakókönnur - Tekatlar o.fl. Þú getur fengið allt á matborðið í Kompunni Skipagötu 2. Einnig mikið úrval af smáhlutum úr hvítu postulíni, svo sem sápuskálar, öskubakka og allskyns borðskraut. Úrval af gjafavörum. KOMPAN SKIPAGÖTU 2 AKUREYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.