Dagur - 30.11.1984, Blaðsíða 16

Dagur - 30.11.1984, Blaðsíða 16
Pantíð borð tímanlega í Smíðju fyrir helgar Ragnar Jónsson spilar fyrir matargesti. Könnun á framtíðarhorfum: Skagstrendingar bjart- sýnastir Olafsfirðingar og Rauf- arhafnarbúar svartsynastir Skagstrendingar eru manna ánægðastir með hlutskipti sitt af íbúum allra þéttbýlisstaða á Norðurlandi. Þeir líta einnig björtustum augum til framtíðar- innar. Petta eru niðurstöður nokkurs konar skoðanakönnunar sem Fjórðungssamband Norðlend- inga efndi til meðal sveitarstjórn- armanna í tilefni af atvinnumála- ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarstjórnarfélaga sem haldin var í Reykjavík fyrir skömmu. Könnunin fór fram með þeim hætti að sveitarstjórnamönnum voru sendir spurningalistar þar sem spurt var um núverandi stöðu og framtíðarhorfur í ein- stökum atvinnugreinum. Bjartsýni Skagstrendinga er eftirtektarverð þegar á það er lit- ið að fólksfækkun hefur orðið nokkur á Skagaströnd, milli 1982 og 1983 en Skagstrendingar hafa hins vegar sinn Hallbjörn, frysti- togarann Örvar og stönduga rækju- og skelfiskvinnslu. Varðandi botnfiskaflann má nefna að fyrstu níu mánuði þessa árs öfluðu Skagstrendingar næst- um jafn mikið og Sauðkrækingar og Siglfirðingar. Fólksfjöldi á Sauðárkróki er hins vegar tæp- lega fjórum sinnum meiri en á Skagaströnd og rúmlega þrisvar sinum meiri á Siglufirði. Rækju- og skelfiskaflinn er einnig mjög góður og atvinnuleysi hefur ekki verið teljandi á Skagaströnd ef undan eru skildir fyrstu þrír mán- uðir ársins. Siglfirðingar eru einnig bjart- sýnir á framtíðina miðað við þessa könnun. Á báðum stöðum vantar vinnuafl og árið hefur ver- ið mjög gott þegar á heildina er litið. Pálína með dótturdótturdóttur sinni. Pálína 100 ára Pálína Daníelsdóttir, Stekkj- Pálína fæddist á Viðborði á argerði 7, Akureyri, verður Mýrum í Hornafirði, en fluttist til 100 ára á morgun, fullveldis- Akureyrar 1956. Hún býr hjá daginn 1. desember. dóttursinni ogtengdasyni. -HS Raufarhafnarbúar og Ólafs- firðingar bera sig verst en athygli vekur að ástand í byggingariðnaði var almennt gott á Norður- landi. Aðeins á Akureyri var ástandið slæmt, en að sögn Ein- ars Eyþórssonar, fulltrúa hjá FSN sem gerði þessa könnun bú- ast bæjarstjórnarmenn á Akur- eyri við svipuðum horfum í út- gerð og fiskvinnslu á næstu árum. Horfur í iðnaði eru allgóðar, ef byggingariðnaður og skipasmíðar eru undanskilin, en þar er búist við slæmum framtíðarhorfum. - ESE km hraða! Fólksbifreið valt í fyrrakvöld á Klettaborgavegi við verk- smiðjur Sambandsins. Ungur ökumaður missti vald á bifreið sinni sem valt út af veginum. Hvorki ökumann né farþega sakaði en bifreiðin er mikið skemmd. Lögreglan á Akureyri hefur verið með hraðamælingar að undanförnu og hafa nokk.ir komið inn í geisla radarbyssunn- ar á miklum hraða. Enginn óic þó hraðar en einn sem tekinn var á mótum Kaupvangsstrætis og Glerárgötu á 104ra km hraða, en sá var að sjálfsögðu sviptur öku- leyfi sínu. Margir hafa verið á 70-80 km hraða og fá sektir fyrir. Nú er sólin lágt á lofti og skuggarnir verða langir eins og nóttin. En þegar geislar sólar ná að sýna sig, verður veröldin oft svolítið öðruvísi en við eigum að venjast. Birtan bregður á leik og nýir fletir verða ljósir. Mynd: KGA. Jólaverslun að hefjast Verslanir á Akureyri verða í fyrsta skipti nú fyrir jólin opn- ar utan venjulegs afgreiðslu- tíma á morgun, laugardag. Þá verða verslanir opnar til kl. 16 og svo verður einnig laugar- daginn 8. des. Laugardag 15. des. verður opið til kl. 18 og fimmtu- daginn 20. des. gefst fólki kostur á að versla til kl. 22. Laugardaginn 22. des. verða verslanir opnar kl. 10-23, á að- fangadag kl. 9-12 og á sama tíma á gamlársdag. Þrjár kjörbúðir KEA verða opnar til kl. 16 á morgun, í Hrísalundi, Byggðavegi, og Sunnuhlíð. Sömu verslanir verða opnar til kl. 16 laugardaginn 8. des. og að auki í Brekkugötu og Hafnarstræti 91. Laugardaginn 15. des. verða sömu verslanir opnar til kl. 18 og fimmtudaginn 22. des. verða verslanirnar í Hrísalundi og Sunnuhlíð opnar til kl. 22 en aðrar verslanir félags- ins til kl. 18. Laugardaginn 22. des. verður opið í Hrísalundi, Byggðavegi, Sunnuhlíð, Brekku- götu og Hafnarstræti 91 til kl. 23. Allar kjörbúðir verða opnar til kl. 12 á aðfangadag, sölulúgur kl. 10-16 annan dag jóla og allar kjörbúðir opnar 9-12 á gamlárs- dag. 1/461 Spáð er hægri norðaust- lægri átt í dag og yfir helg- ina og búast má við lítils háttar éljum öðru hverju. Reiknað er með áfram- haldandi frosti, en eftir helgina - á mánudag strax - er útlit fyrir að hlýni talsvert, ef svo fer sem horfir. - m* Schiesser ® merkid sem tryggr gæðin DÖMUR: HERRAR: ★ Sloppar ★ Sloppar ★ Kvölddress, ★ Náttföt létt og þægileg ★ Jogginggallar ★ Peysur Opið til kl. 16 á laugardag. Póstsendum. ★ Nærföt

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.