Dagur - 12.12.1984, Blaðsíða 2

Dagur - 12.12.1984, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 12. desember 1984 Er víða kallaður Akureyri - blómlegur bær í norðri Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri gefur nú út, í samvinnu viö Iceland Review, nýja og glæsilega Akureyrarbók: Akur- eyri - blómlegur bær í norðri. Textann ritar Tómas Ingi Olrich, en Svisslendingurinn Max Scmid birtir fjölda nýrra litljósmynda, sem hann hefur tekið undanfarin ár. Tómas Ingi Olrich hefur veriö menntaskólakennari og konrekt- or á Akureyri um árabil, en er nú ritstjóri Islendings á Akureyri og formaður Skógræktarfélags Eyfiröinga. Max Scmid er víö- kunnur fyrir listrænar íslands- myndir sínar, sem hafa birst víða auk þess sem hann hefur sýnt þær, stækkaðar, opinberlega. Kaflar bókarinnar heita: Ung þjóö í ungu landi, Líf í rómsemi og rótfestu, Velsæld byggð á versl- un og iðnaði og Blómleg bú í gjöfulu héraði. Textinn er grein- argóð heimild í knöppu formi um fólk og umhverfi í höfuðstað Norðurlands. Þar er ágrip af sögu staðarins, lýsing á efnahags- legum og félagslegum forsend- um, fróðleikur um mannvirki og vistkerfi. Bók þessi bætir úr brýnni þörf, því fyrri Akureyrarbók bókafor- lagsins, „Akureyri og norðrið fagra“, hefur verið uppseld um nokkurt skeið. Höfundar nýju bókarinnar eru framúrskarandi, hvor á sínu sviði, enda afrakstur- inn listaverk, sem fara mun víða, því bókin er samtímis gefin út á ensku. 96 bls. Verð kr. 988,00. í tvísýnum leik Síðara bindi „Master of the Game“ nefnir Sid- ney Sheldon þessa óhemjuvin- sælu sögu sína á frummálinu. Hún var næstum heilt ár a met sölubókalista „The New York Times“ og komst í efsta sæti á 8 öðrum metsölubókaib in þekktra blaða og tímarita í Bandaríkjunum. Myndböndin með „Master of the Game“ voru í efsta sæti vinsældalistans hjá 19 stærstu myndbandaleigum á ís- landi sumarið 1984. Fyrra bindi verksins, sem í ís- lenskri þýðingu Hersteins Páls- sonar nefnist / tvísýnum leik, kom út í fyrra hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar, sem nú sendir frá sér síðara bindið. Áfram er rakin þessi ævintýralega saga um þrjár kynslóðir kvenna, metnað þeirra, baráttu og ástir. Sögusvið- ið er Suður-Afríka, Bretland og Bandaríkin. Auður og völd eru helsta keppikefli sögupersón- anna, sem þurfa að hjúpa feril sinn leyndarmálum og yfirhylm- ingum, enda allt í húfi. Sidney Sheldon er nú vinsælasti sagnahöfundur Bandaríkjanna og sá sem flestar metsölubækurnar hefur skrifað. Með ritverkinu „Master of the Game“: / tvísýn- um leik, hefur hann náð meiri út- breiðslu en dæmi er um fyrr. Bindin tvö eru samtals 464 bls., og kosta hvort um sig kr. 698,00. færa eða eru hreinlega hættir og farnir í annað.“ - Hvað ert þú menntaður varðandi þetta starf? „Ég fór upphaflega til Svíþjóð- ar og var þar hjá mjaltavélaverk- smiðjum. Svo var ég á júgur- bólgurannsóknarstöð í Dan- mörku sem rannsakar áhrif mjaltavéla á júgurbólgu. Það má segja að ég hafi ekki farið neina hefðbundna skólaleið í þessu, ég fór og náði mér í „praktiska" þekkingu og hef hvergi nein próf. Það er í sjálfu sér enginn skóli beinlínis til sem hægt er að læra þetta í, ætli reynslan sé ekki besti skólinn í þessu eins og öðru og svo þekking þótt ekki komi til skólaganga.“ „ Nútímajólasveinarnir" kunna ekki sögur Aðdáandi jólasvcinanna hringdi: Ég get nú ekki orða bundist eftir að hafa farið með börnunum mínum að sjá „jólasveinana" á svölunum hjá KÉA um helgina. Það má reyndar segja að ég hafi verið hálf miður mín eftir þá skemmtun". Hinir gömlu góðu jólasveinar gátu talað við börnin og náð at- hygli þeirra á ýmsan hátt. Nú- tímajólasveinar virðast, ef dæma má af reynslunni í Miðbænum, ekki kunna neinar sögur, a.m.k. þurfti að lesa slíkt upp af blöðum fyrir krakkana! Pá finnst mér sem jólasveinun- um sé farið að förlast ef þeir kunna ekki nema 2-3 lög. Úrval- ið þarna virtist ekki vera meira, enda þurfti að syngja eitt lagið a.m.k. fjórum sinnum. Það fer öllum aftur í heimi hér, en ég hélt að jólasveinarnir hefðu haldið sínu striki þrátt fyrir það sem á okkur mannfólkinu dynur. Ekkert var minnst á Grýlu og Leppalúða sem eru og eiga að vera órjúfanlegur hluti af öllum sjarmanum í kringum jólasvein- ana syni þeirra. Hvar endar þetta eiginlega? Guomundur Karlsson. sem ég hef starfað við þetta að mér hafi verið þunglega tekið en það má segja að það sé liðin tíð. Þegar ég byrjaði kom fyrir að menn litu á mig sem nokkurs konar lögreglu eða þvíumlíkt og ég væri að hnýsast í hluti sem ég ætti að láta afskiptalausa. Sú hugsun var til hjá stöku bónda að það hvernig hann framleiddi mjólk væri hans einkamál og það kæmi engum við hvort hann hefði hlutina í drullu og skít, það væri hann sem þyrfti að vera í skítnum. Á þessa hluti rekst ég hins vegar ekki í dag enda hefur hreinlæti við mjólkurframleiðslu fleygt geysilega fram. Þeir sem bjuggu við lélegar aðstæður hafa ýmist verið að byggja upp og lag- „Spena- Gvendur“ - spjallað við Guðmund Karisson eftiriitsmann hjá Mjólkursamlagi KEA „Ég var sjálfur búinn að brasa við fola sem ég á og hafði farið svona, og enginn vildi aðstoða mig við þá og ég var búinn að sjá svona brot fara saman. Þó brotið á Snældu-Blesa væri verra og þyrfti meiri umhyggju þá var ég viss um að þetta gæti vel tekist svo ég kom með þessa hugmynd. Er ekki ein- hvers staðar sagt að hluturinn hafi verið óframkvæmanlegur en fíflið hafi ekki vitað það og framkvæmt hann?“ - Þetta sagði Guðmundur Karlsson starfsmaður Mjólkur- samlags KEA, en Guðmundur mun hafa átt hugmyndina að þeirri meðferð sem graðhestur- inn Snældu-Blesi í Árgerði hefur fengið vegna fótbrots og sagt hef- ur verið frá hér í blaðinu. Eins og Guðmundur sagði hér að framan lenti hann í því að veturgamall foli sem hann á fótbrotnaði og við spurðum Guðmund hvaða meðferð sá foli hefði fengið. „Ég gerði ósköp lítið, leyfði þessu að gróa sjálfu. Á tímabili vafði ég reyndar fótinn en folinn var mjög óstýrilátur svo ég gafst upp á að slást við hann með löpp- ina dinglandi. En hann var mjög duglegur að passa sig sjálfur og sérlega harður af sér. Hann lagð- ist strax fyrstu nóttina og stóð upp aftur og aldrei neitt brölt í honum við það. Hann passaði sig vel og í dag hleypur hann um a!lt.“ - Er hestamennskan aðal- áhugamálið þitt? „Það er óhætt að segja að það sé hrossasótt í blóðinu. Við feðg- ar eigum um 20 hross og það má segja að ég hafi verið í þessu frá þvf ég fæddist, ég drakk þetta í mig með móðurmjólkinni. For- eldrar mínir hafa alltaf verið með mikið af hestum en þau búa í Litla-Garði við Akureyri." - Ég hef heyrt að þú hafir að minnsta kosti eitt viðurnefni sem tengist starfi þínu hjá Mjólkur- samlaginu, ef ekki fleiri. „Jú það er víst. Ég er víða kall- aður „Spena-Gvendur“ sem kemur til af því að ég sé um við- hald og hreinlætiseftirlit á mjalta- vélum hjá bændum á samlags- svæði KEA, og vinnan tengist því spenum. Annars held ég að þetta viðurnefni hafi verið yfir- fært á mig frá forvera mínum sem alltaf var kallaður „Spena- Björn“.“ - Og svo eru sumir sem kalla þig „Guðmund geril“. „Jú, jú og „drullufræðinginn“ og allt mögulegt, blessaður vertu. Gerilsnafnið kemur auðvitað til af því að ég sé um hreinlætiseftir- lit líka og ef mjólkin er slæm þá fer ég af stað til þess að reyna að finna út hvað veldur og að- stoða bóndann við að koma því í lag. Það er gerlafjöldinn í mjólk- inni sem því ræður hvenær ég fer á staðinn og þannig er þetta nafn til komið. Það er nauðsynlegt að hafa smá léttleika í þessu.“ - Þú kemur auðvitað mjög víða og kynnist mörgum? „Já ég kem á hvern bæ þar sem mjólk er, meira og minna. Þetta er mjög lifandi starf og mér er hér um bil alltaf vel tekið á þess- um ferðum mínum. Það hefur aðeins komið fyrir á þeim 9 árum AKUEEYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.