Dagur - 12.12.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 12.12.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 12. desember 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÓLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Skuldbreytinga- vandinn Nú hefur komið í ljós að um 10 stór fiskiskip upp- fylla ekki þær kröfur sem Fiskveiðasjóður gerir til skuldbreytingar — tryggingaverð þeirra er ekki nægilega hátt og því hefur verið tilkynnt að til upp- boða muni koma á skipunum. ÞesSi skip eru víðs vegar um landið en eiga það sammerkt að þau eru meðal nýjustu skipa flotans og byggð hérlendis. Þetta vandamál snertir tvö skip á Norðurlandi eystra, Sigurbjörgu í Ólafsfirði og Kolbeinsey frá Húsavík, og einnig Slippstöðina á Akureyri, en þar voru þessi skip smíðuð. Það dregur enginn í efa að framleiðsla Slippstöðv- arinnar er með því albesta sem þekkist. Stöðin stendur erlendum skipasmíðastöðvum fyllilega á sporði hvað gæði snertir og meira til, að mati út- gerðaraðila skipanna. Þau hafa hins vegar reynst dýrari, einfaldlega vegna þess að erlendis tíðkast það að niðurgreiða skipasmíðar til þess að halda iðnaðinum gangandi. Við þetta vandamál eiga ís- lendingar nú að glíma á æ fleiri sviðum. Það þýðir ekki að leggja hendur í skaut og gefast upp við svo búið. íslendingar verða einfaldlega að vera betri. Þeir hafa hingað til smíðað betri skip, þeir hafa verkað betri fisk, og áfram verða þeir að vera ofaná hvað þessi atriði varðar. Því er öll umræða um að hætta innlendri skipasmíði eða hætta útgerð vel rekinna fiskiskipa út í bláinn. Það leysir ekki vand- ann þegar til lengri tíma er litið, heldur magnar hann. Ef uppgjöf á að vera eina haldreipið þá er stutt í það að íslendingar geti ekki lengur hreykt sér af því að vera eitt Vestur-Evrópulanda með nær ekkert atvinnuleysi. Svo dæmi sé tekið af Kolbeinsey þeirra Hús- víkinga, þá er nánast um líf eða dauða byggðarlags- ins að tefla að það haldi skipinu. Kolbeinsey hefur lagt upp 40% þess afla sem Fiskiðjusamlag Húsa- víkur hefur tekið á móti og þar vinna um 230 manns. Missi Húsvíkingar skipið gæti það þýtt at- vinnuleysi fyrir á annað hundrað manns í fisk- vinnslu og í áhöfn þess. Það gæti orðið nokkuð dýrt spaug að byggja híbýli fyrir allt þetta fólk við Gull- inbrúna í Grafarvoginum. Síðan Kolbeinsey var tekin í notkun árið 1981 hef- ur útflutningsverðmæti aflans sem skipið hefur komið með að landi numið um 350 milljónum króna. Minnst af þeim peningum hefur orðið eftir á Húsa- vík. Þeir hafa farið í að kaupa gabbró á Seðlabanka höllina, marmara í nýtt hugvísindahús Háskólans, járnklæðningu á Þjóðarbókhlöðu og til að reisa verslunarhallir og villur fyrir auðkýfinga höfuðborg- arinnar. Stjórnvöld telja að tryggingu vanti fyrir um 100 milljónum af skuldum skipsins. Spurningin er bara um það að skila Húsvíkingum aftur hluta af því sem þeir hafa lagt til þjóðarbúsins. Forsenda sveitabyggðar i. Landbúnaður er forsenda sveita- byggðar. Forsenda landbúnaðar hér á landi er það ákvæði laga um framleiðsluráð landbúnaðarins, að þess skuli „jafnan gætt, að innflutningur á landbúnaðar- vörum fari því aðeins fram, að innlend framleiðsla fullnægi ekki neysluþörfinni." Á Alþingi hefur þetta ákvæði verið stutt einróma. Var sá stuðningur staðfestur nú síðast í vor í löngum umræðum um verslun með kartöflur og grænmeti. Þar var deilt um fyrir- komulag á innflutningi á græn- meti, en enginn lagði til, að dreg- ið skyldi úr þeirri vernd sem inn- lend kartöflurækt og önnur garð- yrkja býr við gagnvart innflutn- ingi. Fráleitt er að þingmenn hafi þar allir verið undir áhrifum garðyrkjubænda, sem eru ekki margir, heldur nýtur sú afstaða almenns stuðnings að hér á landi séu framleidd þau matvæli sem náttúran leyfir, þótt vitað sé að erlendis eru á boðstólum matvæli á lágu verði. Síðan er það þjóðfélagsmál, hvernig kostnaðurinn við fram- leiðsluna innanlands skuli borinn, til að mynda með því að neytendur greiði hann allan við búðarborðið eða stjórnvöld greiði niður búðarverð eða ákveðna kostnaðarliði í fram- leiðslunni. Verðlagið hefur áhrif á það, hversu mikils er neytt og hversu hollt það er og á kjör al- mennings og verður að ákveða það í því ljósi. II. í þessu efni skipa íslendingar sér í flokk með öðrum þjóðum sem þeir eiga mest skipti við. Ýmis rök eru færð fyrir þeirri afstöðu að vernda innlendan landbúnað, þótt menn aðhyllist haftalaus við- skipti milli landa að öðru leyti. Eitt er öryggissjónarmiðið. Þó hefur það aldrei verið rökstutt nánar af íslenskum stjórnvöldum eða ályktað um, hvers konar landbúnaður sé öruggastur þjóð- inni. Augljóslega er minna öryggi fólgið í búfjárrækt sem byggir á innfluttu fóðri en búskap sem byggir á innlendu fóðri, svo eitt atriði sé nefnt. Öryggið verður því meira sem framleiðslan er meiri. Engin op- inber greinargerð mun vera til um það, hversu langt skuii ganga í því efni. Flestir virðast sættast á að framleiðslan sé í samræmi við neyslu innanlands, en neyslan er að sjálfsögðu háð efnahag og verðlagi. Neyslan eykst með bættum efnahag, þó trúlega ekki á kartöflum, og hún eykst með lækkuðu verðlagi, sem stjórnvöld geta haft áhrif á með því að greiða niður kostnað. Þess vegna er erfitt að segja, hvað er um- framframleiðsla. Ekki ætti að breyta miklu um það öryggi sem fæst með umframframleiðslu, hvort hennar er neytt innanlands eða hún flutt út á því verði sem þar kann að bjóðast. - Þess ber að minnast, að engin forsjá er um birgðir af aðföngum í landinu eða heima í sveitum til að búskapur truflist ekki, ef aðflutningar stöðvast. III. Varðandi öryggisleysi hefur undanfarið verið rætt um ógnir kjarnorkustríðsvetrar, sem verð- ur við það að himinhvolfin meng- ast svo af sóti við stríðselda, að geislar sólar stöðvast á leið til jarðar. Það ætti að hjálpa þeim sem eftir lifa, ef bústofn og fóð- uröflun hefur verið umfram brýn- ar þarfir, en þó því aðeins að kjarnorkuveturinn vari ekki fleiri ár og verði ekki að ísöld. Nauð- syn er að gera sér grein fyrir ör- yggi garðyrkju í gróðurhúsum í þessu sambandi; þótt hiti haldist í þeim, þarf lýsingu til að gróður vaxi. Björn S. Stefánsson. Fjarlægara öryggisleysi er fólg- ið í því, að spáð er, ef friður helst, hlýnandi loftslagi á norður- hveli jarðar vegna aukins koltví- sýrings í lofthjúpi jarðar. Kol- tvísýringurinn fylgir iðnaði og orkunotkun. Ekki ættu hlýindin að vera íslendingum á móti skapi. Hins vegar er hættan sú, að þeim fylgi þurrkar og landeyð- ing í helstu kornræktarlöndum heims, eins og raunin varð í Bandaríkjunum á hlýviðrisskeið- inu fyrir hálfri öld, og þar með skortur á fóðri og matvælum. IV. Það er líkt um öryggissjónarmið varðandi landbúnað og um það öryggi sem menn treysta með her og vígbúnaði, að erfitt er að rök- styðja einstakar ráðstafanir, en tilfinning og trú verður að ráða almennu viðhorfi og afstöðu. Engu að síður ber að meta skipu- lag landbúnaðarins með tilliti til öryggis, svo sem öryggi einstakra búgreina, öryggi flutninga, tækja og birgðaþörf. Önnur viðhorf sem ráða því að ríki hins vestræna heims vernda eigin landbúnað eru menningar- leg og félagsleg og varða þjóðar- vitundina og samhengið í sögu þjóðanna. í strjálbýli íslands er það sjónarmið sterkt, að byggða- keðjan megi ekki rofna. Þar daufheyrast menn við tillögum um að kaupa fólk til að hverfa úr strjálbýli, þar sem slík úrræði veikja stöðu sveitunganna sem eftir sitja og þóttust þó þunn- skipaðir fyrir; reyndar yrði erfitt að meta hver væri verðugur og hver ekki í þeim efnum. í níundu og síðustu grein verð- ur fjallað um nauðsyn stefnu í fóðuröflun. Björn S. Stefánsson. Stjorn Framsóknarfélags Akureyrar: Háskóladeildir hefðu „Stjórn Framsóknarfélags Ak- ureyrar fagnar þeirri umræðu sem átt hefur sér stað að undanförnu um nám á há- skólastigi á Akureyri. Stjórn félagsins hvetur forráðamenn Akureyrarbæjar að fylgja þessu máli fast eftir, enda er það mikils virði fyrir bæjarfé- íagið að það komist í heila höfn. Einnig vill stjórn félags- ins fara þess á leit við þing- menn kjördæmisins, hvar svo sem í flokki þeir standa, að þeir vinni kappsamlega að því að hafin verði kennsla á háskólastigi á Akureyri,“ segir í ályktun stjórnar Framsóknar- félags Akureyrar sem sam- þykkt var nýlega. „Nefnd sem skipuð var af fyrr- jákvæð verandi menntamálaráðherra gerði það að tillögu sinni að kennsla af þessu tagi gæti hafist á Akureyri haustið 1985. Fram kemur í nefndarálitinu að grein- ar, svo sem tölvugreinar, fyrri- hlutanám í viðskiptafræði, grein- ar sem nýst geta sem áfangi til BA prófs í bóklegum greinum og námsefni fyrsta árs í verkfræði og raunvísindum, væru raunhæfur möguleiki. Stjórn Framsóknar- félags Akureyrar fagnar niður- stöðu nefndarinnar, sem er að hennar mati aðeins upphafið á öðru og meira. Samkvæmt athugun sem gerð var í Menntaskólanum á Akur- eyri kom fram að töluverður hluti nemenda gat hugsað sér að stunda nám í háskóla á Akureyri. Ekki þarf að orðlengja það hve áhrif mikil þægindi það væru fyrir nemendur úr norðlenskum byggðum ef þeir gætu stundað sitt nám á Akureyri í stað þess að fara til Reykjavíkur. Háskóladeildir á Akureyri myndu hafa afar jákvæð áhrif á vöxt og viðgang Akureyrar - sem og Norðurlands í heild. Því þarf að gera ráð fyrir slíkri starfsemi þegar gengið er frá fjárlögum árs- ins 1985 og hefjast handa við undirbúning sem allra fyrst. Þó verður ætíð að hafa það í huga að Verkmenntaskólinn geti þróast eðlilega við hlið væntanlegra háskóladeilda, en þessar stofnan- ir geta bætt hvor aðra upp þegar fram líða stundir,“ segir að lok- um í ályktun stjórnar Framsókn- arfélags Akureyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.