Dagur - 12.12.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 12.12.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 12. desember 1984 Myndir: KGA Það var léttgræðgiskennd stemmning á planinu fyrir utan lögreglustöðina sl. laugardag. Nú skyldi halda uppboð á ýmiss konar góssi sem hinir og þessir höfðu ekki getað staðið í skilum með. Nú var tækifæri til að gera góð kaup á markaðstorgi óham- ingjunnar. Meðal varningsins voru nokkr- ir bílar, sem kunningi blaðsins lýsti (nteð fullri virðingu fyrir fyrrverandi og núverandi eigend- um) sem „bölvuðum druslum". barna var góss sem gert hafði verið upptækt í smygli í Ólafs- firði, hljómtæki sem fóru víst á hærra verði en þau kostuðu út úr búð. Sagt er að einhverjir fyrri eigenda hafi boðið í (hvernig var það annars - var kíkt inn í tækin). Reyndar er það oft þann- ig að fólk kann sér ekki hóf á uppboðum sem þessum og sumir roguðust heim með dót sem þeir höfðu ekki hugmynd um til hvers þeir áttu að nota. Sérstæðasta uppákoman var sennilega þegar boðnir voru upp víxlar með kröfu á einhvern mann á Vestfjörðum. Ekki á hverjum degi sem hægt er að taka slík víxlspor fyrir utan stöðina. En uppboðið fór vel fram. Sig- urður Eiríksson, fógetafulltrúi stjórnaði öllu með mikilli rögg- semi og var þetta hin besta skemmtun mitt í skammdeginu. - ESE Sjónvarpstækið góða sem fór á einar 34 þúsund krónur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.