Dagur - 12.12.1984, Blaðsíða 16
Tilboð í innréttingar Geðdeildar FSA:
Jólaverslunin á Akureyri:
Utanbæjarmenn
áberandi margir
Hfbýli hf.
bauo lægst
Tilboð hafa verið opnuð í
smíði innréttinga fyrr Geðdeild
Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri, en verkinu skal vera lokið
1. janúar 1986.
6 tilboð bárust í verkið en
kostnaðaráætlun nam 17,8 millj-
ónum króna. Lægsta tilboðið
kom frá Híbýli hf. og var það
12,4 milljónir eða 69,4%. Næst í
röðinni var tilboð Aðalgeirs og
Viðars hf. sem nam 12,9 milljón-
um eða 72,6%. Tilboð Slipp-
stöðvarinnar var 14 milljónir eða
78,4%, Stígandi o.fl. á Blönduósi
voru með 13,7 milljónir eða
78,5%, Ýr hf. með 14,3 milljón-
ir eða 83% og Norðurverk hf. og
Vör hf. voru með sameiginlegt
tilboð upp á 15,4 milljónir eða
86,4%.
Jólaverslun virðist hafa verið
með líflegra móti í desember
að þessu sinni. Dagur hafði
samband við fulltrúa tveggja
stærstu verslananna við Hafn-
arstræti og voru þeir sammála
um að jólaverslun hefði farið
vel af stað.
- Það var allþokkaleg verslun
sl. laugardag, ósköp svipuð og
við væntum en það var áberandi
mikið af utanbæjarmönnum,
sagði Alfreð Almarsson, vöru-
hússtjóri hjá KEA er við spurð-
um hann hvernig jólaverslunin
hefði farið af stað að þessu sinni.
Að sögn Alfreðs var verslun sl.
mánudag með eðlilegum hætti og
það er ekki fyrr en um næstu
helgi að menn vænta þess að hin
eiginlega jólatraffík hefjist.
- Það er ekki gott að segja um
það hvort fólk kaupir jólagjafir
nú með öðru hugarfari en áður
en mér virðist sem fólk reyni
að velja nytsamar gjafir í stað
þess að gefa glys eða glingur.
Einnig má nefna að margir nýttu
sér afsláttardagana um síðustu
mánaðamót og versluðu þá einn-
ig til jólanna, sagði Alfreð Al-
marsson.
- Það var mikið verslað hér sl.
laugardag og þar sem veðrið
leikur við okkur var mikið af
utanbæjarfólki og vonandi verð-
ur það svo fram til jóla, sagði
Birkir Skarphéðinsson í Amaro í
samtali við Dag.
Birkir taldi að jólaverslunin
hefði hafist þegar um síðustu
mánaðamót en síðan þá hefði
verið jöfn og góð sala í verslun-
inni sem og öðrum verslunum í
Hafnarstræti. - ESE
Jólaverslunin er nú í algleymingi, og það færist í vöxt aö verslanir haldi hin-
ar ýmsu sýningar á vörum sínum. Um síðustu heigi var t.d. haldin tískusýn-
ing í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð, þar sem fyrirtæki í miðstöðinni sýndu
varning sinn. Mynd: KGA.
Bæjarstjórn Neskaupstaðar:
Styður
áskonin
bæjarstjómar
Akureyrar
Bæjarstjórn Neskaupstaðar
hefur samþykkt ályktun, þar
sem lýst er stuðningi við
áskorun bæjarstjórnar Ak-
ureyrar unt að fyrirhugað
þróunarfélag hati aðsetur á
Akureyri. Alyktunin hefur
verið send Steingrími Her-
mannssyni, forsætisráð-
herra.
Orðrétt er ályktunin
þannig: „Bæjarstjórn Nes-
kaupstaðar leggur áherslu á.
að eðlileg dreifing valds og
þjónustu ríkisins er snar þátt-
ur í að snúa við hinni alvarlegu
byggðaþróun í landinu, sem
nú kemur svo glöggt fram í
gífurlegri þenslu á höfuðborg-
arsvæðinu og vaxandi misvægi
milli þess og landsbyggðarinn-
ar. Því lýsir bæjarstjórnin yfir
fyllsta stuðningi við áskorun
bæjarstjórnar Akureyrar um
að fyrirhugað þjónustufélag,
sem stofna á samkvæmt
ákvörðun stjórnvalda, hafi að-
sctur sitt þar." - GS
Deilan um HS-vörumiða:
Tökum ekki mark
á þessum hótunum“
- Þessar hótanir Félags ís-
Ienskra iðnrekenda koma ekki
við okkur enda lítum við á þær
eins og hvert annað rugl. Við
skiljum a.m.k. ekkert í þessari
rökfræði, sagði Reynir Hjart-
arson, bókagerðarmaður hjá
POB er hann var spurður um
yfirlýsingu F.Í.I. þess efnis að
hver sá fagmaður hjá fyrirtæki
innan VSÍ sem neitaði að
vinna fyrir HS-vörumiöa, ætti
á hættu að missa vinnuna.
- Það hlýtur að vera atvinnu-
rekandans að ákveða hverjir
vinna á vinnustaðnum og við
tökum því ekkert mark á þessum
hótunum, sagði Reynir og bætti
því við að það eina sem Félag
bókagerðarmanna vildi í þessari
deilu við HS-vörumiða, væri að
koma starfsfólkinu í stéttarfélag.
- Við höfum aldrei krafist þess að
eiginkona Harðar gengi í Félag
bókagerðarmanna enda vitum
við að hún vinnur þarna sáralítið.
En sonur hans og aðstoðarstúlka
hafa bæði verið utan félags og
stúlkan er því réttindalaus hvað
varðar tryggingar og annað. Það
má gjarnan koma fram að það er
ekki rétt hjá Herði Svanbergssyni
að við viljum þetta fyrirtæki feigt
og það sé af persónulegum ástæð-
um sem við stöndum í þessu. Ef
við vildum og ætluðum okkur,
hefðum við fyrir löngu getað
stöðvað fyrirtækið á þeim fors-
endum að það er algjörlega ólög-
legt. Það liggja engin leyfi fyrir
frá byggingafulltrúa til breyt-
inga á húsinu, hvað þá að þar sé
leyfi til iðnrekstrar í íbúðahverfi,
sagði Reynir Hjartarson. - ESE
- Það verður blíðskaparveður
hjá ykkur á Norðurlandi í dag.
Sunnangola og skýjað með
köflum, sagði Bragi Jónsson,
veðurfræðingur í samtali við
Dag í morgun. Hitastig í dag
verður á bilinu tvær til fjórar
gráður en á morgun snúast
vindar til norðlægrar áttar með
sama hæglætinu. Þá verða
sennilega él og hitastigið rétt
neðan við frostmark.
# Komu allt
of snemma
l' lesendadálki Dags í dag er
fundið að jólasveinunum
sem skemmtu í Hafnarstræt-
inu sl. sunnudag, og þeim
fundið ýmislegt til foráttu.
Ekki skal lagður á það neinn
dómur hér hvernig þeir
sveinar sem þar komu fram
stóðu sig, en þeim jólasvein-
um sem sækja Reykjavíkur-
börn heim virðist svo sannar-
iega vera farið að förlast.
Ekki nóg með að þeir koma til
byggða mun fyrr en vera ber
- sennilega tii þess að iengja
jólavertið kaupmanna - held-
ur virðist sem þau Grýla og
Leppalúði séu farin að taka
upp á þeim ósóma aö senda
allt of unga jólasveina til
byggða. Virðast margir þeirra
ekki árinu eldri en börnin
sem þeir eru að skemmta,
eða eiga að skemmta. Það er
víst óhætt að segja að heim-
ur versnandi fer.
• lllkvittni
„Ég er svo reiður út í hann
Kalla að ég gæti slegið úr
honum allar tennurnar nema
eina,“ sagði pollinn og hon-
um var mikið niðri fyrir. -
„Hvers vegna allar nema
eina?“ spurði pabbinn. - Og
ekki stóð á svarinu frá þeim
stutta: „Það er til þess að
hann geti fengið tannpínu í
hana....“
• „Góð“ jól
Það er stundum talað um „at-
vinnurekendajór og er þá átt
við að fátt sé um frídaga hjá
vinnandi fólki umfram það
sem venjulega er. Þannig er
það t.d. þegar aðfangadag
ber upp á laugardag. Þá kem-
ur ekki nema einn aukafrí-
dagur sem er mánudagurinn.
Gamlársdagur og nýársdag-
ur eru þá á laugardag og
sunnudag eins og gefur að
skilja. - Þessu er ekki til að
dreifa núna. Aðfangadagur á
mánudagi eins og aliir vita
sennilega og ef við lítum á
„almanakið" og tökum 17
daga í kringum jól og áramót
frá 21. des. til 6. janúar að
báðum meðtöldum, þá kemur
í Ijós að aðeins er um 6
vinnudaga að ræða. Ættu
menn því að fá nægan tíma til
að slappa af um hátíðarnar
sem í hönd fara.