Dagur - 12.12.1984, Blaðsíða 13

Dagur - 12.12.1984, Blaðsíða 13
12. desember 1984 - DAGUR - 13 riðla og komust tvö efstu lið úr hverjum riðli í milliriðla. Pau lið sem komust áfram voru a- og b- lið KA, Árroðinn, a-lið Pórs, Leiftur, KS, HSP-b og Reynir. í öðrum milliriðlinum léku a-lið KA, HSÞ-b, Reynir og KS. Þar urðu úrslitin þau að KA og HSÞ-b urðu jöfn að stigum en HSÞ-b komst í úrslitaleikinn með hagstæðara markahlutfall, 19:10 á móti 19:11 hjá KA. Þór vann sigur í hinum milli- riðlinum, b-lið KA varð í 2. sæti, Árroðinn í 3. sæti og Leiftur í 4. sæti. í úrslitunum léku því Þór og HSÞ-b og sigraði Þór í þeirri viðureign með 9 mörkum gegn 5 og var sigur Þórs aldrei í hættu. í liði Þórs voru Bjarni Svein- björnsson, Jónas Róbertsson. Sigurbjörn Viðarsson, Einar Arason, Halldór Áskelsson, Nói Björnsson og Siguróli Kristjáns- son. Sem fyrr sagði var þetta í ann- að skiptið sem mótið fer fram. Völsungar sigruðu í mótinu í fyrra, en sáu sér ekki fært að senda lið að þessu sinni þar sem margir leikmanna liðsins voru við vinnu á laugardaginn. Tekst Þór að sigra? Eftir langt hlé eru loksins tveir leikir á dagskrá hjá körfu- knattleiksmönnum Þórs um næstu helgi. Eiga þeir að fara á Suðurnes og leika þar gegn ÍBK og UMFG. Segja má að Þórsarar verði að sigra ÍBK ef liðið ætlar sér að eiga möguleika á úrvalsdeildar- sæti. Þór hefur þegar tapað 6 stigum en Keflvíkingarnir eru með fullt hús stiga og hafa sagt sjálfir að þeir sjái ekki að Þór verði þeirn nein hindrun. Þetta var haft eftir Jóni Kr. Gíslasyni leikmanni ÍBK í Víkurblaðinu á dögunum. Þessi leikur verður erfiður hjá Þór en liðið ætti vel að ráða við lið UMFG. 18 knattspyrnulið víðs vegar af Norðurlandi mættu til leiks í innanhússmót í knattspyrnu sem haldið var að Laugum í Reykjadal um helgina. Það var Laugaskóli sem hélt þetta mót annað árið í röð og var keppt um veglegan verðlaunabikar. Liðunum 18 var skipt í fjóra Stefán Arnaldsson og Ólafur Haraldsson. Innanhússknattspyrna: Öruggt hjá Þórsurum Alfreð áfram hjá Essen? „Það er ekki endanlega ákveð- ið, en ég tel ekki útilokað að ég geri annan samning við Essen, og verði þá eitt eða tvö ár hér úti í viðbót,“ sagði AI- freð Gíslason handknattleiks- maður hjá þýska liðinu Essen er við ræddum við hann um helgina. Alfreð sagði að sér hefði geng- ið mjög vel í leikjum Essen að undanförnu þrátt fyrir að hann hafi átt við meiðsli að stríða og verið sprautaður niður fyrir leiki. „Það er mikil pressa á okkur, fólk hér krefst þess að við vinn- um titilinn að þessu sinni og ég hef orðið að leika í 60 mínútur hverju sinni þrátt fyrir meiðslin." Essen hefur tapað þremur stigum það sem af er keppninni. Grosswallstad hefur tapað fjór- um stigum og Huttenberg 5 stigum. Essen stendur vel að vígi, því liðið hefur leikið við bæði þessi lið á útivelli, og á eftir að mæta þeim á heimavelli þar sem liðið er mjög sterkt. Eins og fram kom í Degi sl. mánudag eru ekki líkur á að Al- freð klæðist landsliðsbúningnum á næstunni. Hann segist ekki komast í landsleikina vegna þeirrar pressu sem er á leik- mönnum liðsins og hann reiknar ekki með að taka þátt í æfingum landsliðsins næsta sumar. Ekki alþjóðleg réttindi í bili „HSÍ var búið að gefa grænt Ijós á að við færum til Kanada þar sem námskeið fyrir vænt- anlega a-dómara fer fram, en síðan kom þetta upp þannig að við förum ekki í bili. En það koma tímar og það koma ráð þannig að við erum ekki búnir að afskrifa það að fá þessi al- þjóðlegu réttindi,“ sagði Ólaf- ur Haraldsson handknattleiks- dómari í samtali við Dag. Ólafur og félagi hans Stefán Arnaldsson sem báðir hafa svo- kölluð b-réttindi handknattleiks- dómara höfðu reiknað með að komast á umrætt námskeið í Kanada. Hins vegar kom það upp að Stefán er ekki nógu gam- all til þess að fá a-réttindin sem eru réttindi alþjóðlegs dómara. Það skírteini er ekki gefið út til manna sem ekki hafa náð 28 ára aldri. Stefán verður hins vegar 27 ára á næsta ári. Þeir félagar verða því að bíða um sinn eftir alþjóð- legum dómararéttindum. Þeir Ólafur og Stefán hafa dæmt saman síðan árið 1976 með smáhléi þó. í vetur dæma þeir fyrir Aftureldingu í Mosfellssveit þótt báðir séu búsettir á Akur- eyri. „Við erum bara að tryggja okkur. Ef við hefðum ekki fengið nein verkefni fyrir sunnan í vetur hefðum við hins vegar örugglega setið að leikjunum hér á Akur- eyri. Hins vegar getum við ekki Haustmót þeirra ungu í handbolta Haustmót Handknattleiksráðs Akureyrar hefur staðið yfir undanfarna daga og hafa Akur- eyrarliðin KA og Þór leikið í öllum yngri flokkum karla. Á ýmsu hefur gengið en úrslit leikj- anna hafa orðið sem hér segir: 2. flokkur: Þór-KA 9:14 3. flokkur: Þór-KA 16:7 4. flokkur B: Þór-KA 6:7 4. flokkur A: Þór-KA 11:6 5. flokkur C: 5. flokkur B: 5. flokkur A: 5. flokkur A: 6. flokkur C: 6. flokkur B: 6. flokkur A: Þór- Þór- Þór- Þór- Þór- Þór Þór- Þórsarar hafa því leikjum í þessu móti KA 3:0 KA 5:3 ■KA 4:4 ■KA 13:3 aukaleikur KA 7:4 -KA 2:3 •KA 6:3 sigrað en KA 3. verið að kvarta undan því að fá ekki verkefni, án þess að kanna það nákvæmlega þá held ég að við fáum ekki færri verkefni en þeir dómarar sem eru fyrir sunnan," sagði Ólafur Haralds- son. „Hörmulega að þessu staðið" „Það var hörmulega staðið að þessum leikjum fyrir sunnan. T.d vantaði dómara á laugardag- inn þegar lið KA voru bæði lát- in leika á sama tíma. Við vorum mjög óhress með þessa framkvæmd," sagði Halldór Jónsson þjálfari blakliða KA er við ræddum við hann um leiki KA um síðustu helgi. Kvennaliðið lék gegn Víkingi og tapaði 2:3 í leik sem liðið átti að vinna. Síðan tapaði KA 0:3 fyrir Breiðabliki og átti ekki möguleika. Karlaliðið lék gegn HSK og tapaði 0:3. Síðan lék liðið gegn HK-b og vann sannfærandi sigur 3:1. - Karlaliðið á eftir einn leik í 2. deildinni fyrir áramót, en hann er gegn Þrótti N. í Glerár- skóla kl. 15 á laugardaginn. Sigbjörn Gunnarsson. „Gengi A. Villa afleit í vetur“ „Eg held að aðdáendum Ast- on Villa hér á landi hafí fjölgað eitthvað. Við Labbi erum ekki lengur þeir einu hérlendis sem halda með lið- inu,“ segir Sigbjörn Gunn- arsson spámaður vikunnar, en hann er einlægur aðdá- andi Aston Villa. „Gengi Villa hefur verið afleitt í vetur,“ segir Sigbjörn. „Það eru fyrir hendi vandamál eins og t.d. það að aðaleigandi félagsins er afar erfiður í samskiptunt við framkvæmdastjórann. Þessi aðaleigandi félagsins er milljóneri en hann hefur ekkert vit á fótbolta. Þá niá ekki gleyma því þegar horft er á gengi liðsins að við söknum ákaflega Gary Shaw sem er meiddur. Ég er ákaflega hræddur um að Manchester United sigri í deildinni að þessu sinni, ég óttast það. Hins vegar myndi ég elska það ef Southampton ynni því konan mín heldur með því liði.“ Og þá er það spáin: Arsenal-WBA 1 A.Villa-Liverpool x Coventry-Southampton 2 Everton-N.Forest x Ipswich-Sunderland 1 Leicester-Luton 1 Newcastle-Norwich x W'atford-Tottenham 1 West Ham-Sheff.Wed. 1 Barnsley-Oxford 2 Leeds-Birmingham x Wolves-Blackburn 1 Bjami með 5 rétta Jón Bjarni Stefánsson Chelsea aðdáandi sem spáði í síðustu viku var með 5 rétta. Heldur Sigurður Páls- son því forustunni með sína 6 rétta, fjöldi hefur náð S og við bíðum og sjáum til hvað Sigbjörn Gunnarsson gerir. 1—X—2

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.