Dagur - 12.12.1984, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - 12. desember 1984
12. desember 1984 - DAGUR - 9
„Lykkjufair
Ný skáldsaga eftir
Agnesjónu Maitsland
Iðunn hefur sent frá sér nýja
skáldsögu eftir ungan íslenskan
höfund. Sagan heitir Lykkjufall
og höfundur er Angesjóna Maits-
land. Er þetta fyrsta skáldsaga
höfundar. Frásögnin er lögð í
munn ungri sjómannskonu og
lýsir viðburðum í lífi hennar á tíu
dögum sem mjög reynast henni
örlagaríkir. Maður hennar hefur
dvalist langdvölum burtu „og
Kata leitar huggunar í félagsskap
nærtækari karlmanna - sem og
Bakkusar," segir í forlagskynn-
ingu. Ennfremur segir þar: „Þótt
höfundur fjalli af raunsæi um
persónur sínar og hlífi þeim í
engu, þá er umhyggja hans áber-
andi og væntumþykja. Kata getur
ekki útskýrt allar sínar gjörðir og
eflaust kannast margur lesandinn
við drauma hennar, vonir og
freistingar sem auðvelt er að falla
fyrir.“
Tröllabókin
Ný sögu- og myndabók
fyrir yngstu börnin
Út er komin hjá bókaforlaginu
Iðunni ný bók fyrir yngstu börnin
Tröllabókin. Sagan er eftir Jan
Lööf en myndlistarmaðurinn
Rolf Lidberg hefur myndskreytt
bókina stórum litmyndum sem
prýða hverja opnu hennar. Þor-
steinn skáld frá Hamri þýddi
textann.
Saga tröllanna er öðrum þræði
sagan um hina eilífu hringrás
náttúrunnar, sögð á þann hátt
sem yngstu börnin skilja og
nema. Náttúran öðlast líf í máli
og myndum og inn í sögu árstíð-
anna fléttast ótal kostuleg og
kímileg atvik úr lífi litlu trölla-
barnanna.
Langafi
prakkari
Ný sögu- og myndabók
eftir Sigrúnu Eldjárn
Iðunn hefur gefið út nýja bók eft-
ir Sigrúnu Eldjárn. Nefnist hún
Langafi prakkari og segir frá
Önnu litlu, fjögurra ára telpu,
sem líka er söguhetjan í bókinni
Langafi drullumallar sem kom út
í fyrra. - Langafi og Anna eru
óaðskiljanlegir vinir og bralla
margt saman. Verst þykir Önnu
að eiga enga langömmu. Grefur
hún nú gildru og þau langafi
verða sér úti um ýmislegt góðgæti
til að lokka langömmuna í gildr-
una. En eins og í öllum ævintýr-
um fer margt öðruvísu en ætlað
er . . .
Nýbók
um Elías
Komin er út hjá Iðunni ný bók
um Elías, fyrirmynd annarra
barna í góðum siðum (eða hitt
þó heldur!) eftir Auði Haralds.
Nefnist hún Elías í Kanada. Eins
og allir muna, kom Elías fram í
barnatíma sjónvarpsins (leikinn
af Sigurði Sigurjónssyni) og vann
hylli áhorfenda með kostulegum
uppátækjum sínum.
Fyrri bókin um Elías hlaut
miklar vinsældir barna á öllum
aldri og það er óhætt að fullyrða
að Elías í Kanada gefur hinni
fyrri ekkert eftir. Bókin er prýdd
mörgum myndum eftir Brian Pilk-
ington sem einnig hannaði kápu.
Laufið
grænt
Viðburðarík saga
Vesturbæjardrengs
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
hefur gefið út fyrstu skáldsögu
Erlends Jónssonar. Nefnist hún
Laufið grænt. Áður hafa komið
út eftir Erlend fjórar Ijóðabækur,
útvarpsleikrit, bókmenntasaga
og fleira.
Skáldsagan Laufið grænt segir
frá ellefu ára gömlum dreng sem
býr með fráskilinni móður sinni í
litlu húsi í Vesturbænum. Frið-
helgi heimilisins er rofin með
heimsóknum mikils metins borg-
ara. Drengurinn lítur þennan
kunningsskap óhýru auga, en
móðirin sendir drenginn í sveit
og fer sjálf í sólarlandaferð.
Dvölin í sveitinni reynist drengn-
um viðburðarík. Minnisstæðasti
atburður sumarsins verður
skemmtun sem haldin er um
verslunarmannahelgina þar í
grenndinni. Par birtist mannlífið
drengnum í allri sinni ólgu og
fjölbreytni.
Foreldra-
handbókin
Hvernig er skynsamlegast að
bregðast við geðofsaköstum litla
barnsins? Hvernig á að koma
reglu á svefninn þegar barnið
vakir fram eftir öllum kvöldum?
Þetta eru nokkrar af þeim spurn-
ingum sem ætla má að nýbakaðir
foreldrar spyrji. í Foreldrahand-
bókinni sem er nýkomin út hjá
Iðunni gefur Miriam Stoppard
svör við flestum þeim spurning-
um sem ætla má að foreldrar
spyrji á fyrstu þremur æviárum
barna sinna. Hér er fjallað um öll
hugsanleg efni sem varða börn,
hvort sem það eru bleiur eða
barnastólar, martraðir eða mat-
arvenjur, kerrur eða koppar,
leikir eða leiðindi. Fjallað er sér-
staklega um hvert atriði og ná-
kvæm atriðisorðaskrá gerir bók-
ina auðvelda í notkun.
Gestur
Iðunn hefur sent frá sér bókina
Gestur, fyrsta bindi safnrits sem
flytja skal þjóðlegan fróðleik,
gamlan og nýjan. Gils Guð-
mundsson tekur efnið saman, en
hann er flestum kunnugri efni af
þessu tagi. Áður hefur hann valið
í endurminningasafnið Mánasilf-
ur sem Iðunn gaf út í fimm bind-
um og hlaut ágætar viðtökur.
Gestur er hugsaður sem nokk-
urs konar framhald þjóðfræðirits-
ins Heimdraga sem út kom á ár-
unum 1964-72 og naut mikilla
vinsælda lesenda. Er ekki að efa
að þetta nýja safn verður vel þeg-
ið og rætast muni sú ósk umsjón-
armanns í eftirmála að ritið verði
„kærkominn gestur á íslenskum
heimilum þar sem þjóðlegur
fróðleikur er nokkurs metinn".
Gestur hefur að geyma efni af
ýmsu tagi. Sumt er áður óprentað
svo sem bernskuminningar frá
Skildinganesi, minningaþáttur úr
stldinni og frásagnir af „einkenni-
legum mönnum“ á Suðurnesjum.
Annað hefur að vísu verið prent-
að í blöðum og tímaritum hér og
þar, en er þorra manna með öllu
ókunnugt og óaðgengilegt. Hér
eru svipmyndir úr daglegu lífi í
sveit og við sjó, frá starfi leikra
sem lærðra, námi í Bessastaða-
skóla og tónlistarlífi í Reykjavík
í aldarbyrjun, þættir af hetjum
hversdagslífsins sem litlum
sögum hefur farið af, og einnig
þjóðskáldum eins og Gröndal og
Þorsteini Erlingssyni, - svo að
fátt sé talið. Allt er þetta hug-
tækur aldarspegill, veitir lesand-
anum minnilega innsýn í líf fyrri
kynslóða í landinu.
Þrautgóðir
á raunastund
16. bindi björgunar- og
sjóslysasögu íslands
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
hefur gefið út bókina Þrautgóðir
á raunastund eftir Steinar J. Lúð-
víksson. Bókin er sextánda bind-
ið í hinum mikla bókaflokki um
björgunar- og sjóslysasögu ís-
lands og fjallar hún um atburði
áranna 1964-1966 að báðum ár-
unum meðtöldum, en í fyrri
bókunum hefur verið fjallað um
atburði frá aldamótunum 1900
fram til 1963, auk þess sem ein
bókanna var helguð brautryðj-
endum á sviði slysavarna á ís-
landi.
í bókinni er getið margra sögu-
legra atburða er urðu á árunum
sem bókin fjallar um. Meðal
stærri atburða má nefna: Strand
pólska togarans Wislok - Fræki-
lega björgun áhafnarinnar af
m.b. Strák - Þorbjarnarsiysið við
Reykjanes - Björgunar áhafnar-
innar af Wyre Conquerer og
strand breska togarans Boston
Wellvae við Arnarnes við ísa-
fjarðardjúp. Allmargar myndir
eru í bókinni m.a. af skipum,
bátum og mönnum sem koma við
sögu.
Bókaflokkurinn Þrautgóðir á
raunastund er þegar orðinn einn
viðamesti bókaflokkur hérlendis.
Efnisskipan er með þeim hætti að
hvert ár er út af fyrir sig, en at-
burðum gerð misjafnlega mikil
skil eftir eðli þeirra og atvikum.
Hverju ári fylgir nákvæm at-
burðaskrá í tímaröð.
Mörgum atburðanna lýsa
menn, sem hlut áttu að máli, ým-
ist sem björgunarmenn, eða þeir
sem bjargað var. Óhætt er að
segja að hér sé á ferðinni áhrifa-
mikil og oft hrikaleg samtíðar-
saga, einn af veigameiri þáttum
íslandssögunnar.
Framandi
land
Dagbókarkorn úr
íslandsferð árið 1863
eftir Sir Charles
H.J. Anderson
Árið 1981 eignaðist Böðvar
á bókamaikaði
Kvaran handrit ferðabókar sem
borist hafði til fornbókaverslunar
í Bretlandi það ár. Við athugun
kom í ljós að hér var um að ræða
dagbók Sir Charles H.J. Ander-
son úr íslandsferð hans og sonar
hans árið 1863. Sir Charles kom
ásamt syni sínum hingað til lands
til þess að kanna nýjar, óþekktar
slóðir, leita á fund hinnar lítt
snortnu íslensku náttúru og hríf-
ast af mikilleik hennar og
furðum. Ýmsir athyglisverðir
staðir eru nefndir svo og bæir,
sem staldrað er við á, og þá að
sjálfsögðu rætt við heimamenn.
Þýðandi bókarinnar, Böðvar
Kvaran, lætur víða fylgja
skýringar á atriðum sem höf-
undurinn hefur punktað niður og
minnst á án þess að gera þeim ít-
arleg skil.
Hér er á ferðinni bók sem lýsir
vel þeim áhrifum sem erlendir
ferðamenn urðu fyrir er þeir
sóttu ísland heim á öldinni sem
leið. ísland var þeim svo sannar-
lega framandi land.
Útgefandi er Bókaútgáfan Örn
og Örlygur hf.
Dagurí
lífi drengs
Iðunn hefur sent frá sér barna-
bókina Dagur í lífi drengs eftir
Jóhönnu Álfheiði Steingríms-
dóttur í Árnesi.
„Dagur í lífi drengs er ævintýri
handa börnum, sagt af næmi og
hlýju og með hugarflugi sem
öllum sönnum ævintýrum er
nauðsyn. Sagan er í senn ævin-
týraleg og trúverðug og aðalpers-
ónan, Dúlli litli, lifir áfram í huga
lesendanna að lestri loknum,“
segir í forlagskynningu.
Bókin fjallar um einn dag í lífi
Dúlla litla. Hann á heima í fal-
legu húsi utan við þorpið sem
kallað er Draumheimar. Hann er
sex ára og foreldrar hans starfa
inni í þorpinu. Dúlli verður því
oft að una sér einn meðan þau
eru í burtu við vinnu eða
skemmtanir. Þegar Dúlli litli er
einn gerast margir spennandi
hlutir. Hann þarf naumast annað
en loka augunum þá er hann flog-
inn af stað á vit spennandi ævin-
týra, hittir fyrir ernina í fjallinu,
flugmenn í loftinu, sjómenn á
hafinu og undarlegt fólk hinum
megin við hafið.
Jóhanna Álfheiður Steingríms-
dóttir í Árnesi kann að segja
börnum sögu - og reyndar full-
orðnum líka, því að Dagur í lífi
drengs höfðar til barnsins í okkur
öllum og kennir okkur á nærfær-
inn hátt að gefa gaum að um-
hverfinu.
Vertu
þú sjálfur
Ný bók eftir
Wayne W. Dyer
Bókaútgáfan Iðunn hefur sent
frá sér bókina, Verfu þú sjálfur,
eftir bandaríska sálfræðinginn
Wayne W. Dyer. Álfheiður
Kjartansdóttir þýddi.
Dr. Wayne W. Dyer er víð-
kunnur bandarískur sálfræðingur
og hafa bækur hans orðið miklar
metsölubækur í Bandaríkjunum
og víðar. í fyrra kom út á ís-
lensku bók hans Elskaðu sjálfan
þig sem hlaut mjög góðar við-
tökur íslenskra lesenda. Með
Vertu þú sjálfur kemur Dr. Dyer
enn til liðs við þá lesendur sem
vilja stunda sjálfskönnun, efla
sjálfstraust sitt og auðvelda sér
listina að lifa og njóta þess. Á
bókarkápu eru bókinni gefin
einkunnarorðin: „Bók handa
öllum þeim sem fylgja vilja eigin
sannfæringu og stjórna lífi sínu
sjálfir."
Þar segir ennfremur: „Frjáls-
astir allra í heiminum eru þeir
sem hafa öðlast innri frið. Þeir
stjórna eigin lífi í kyrrþey en
hlaupa ekki eftir dyntum ann-
arra. Þessi bók fjallar um að velja
sjálfur. Hún byggir á þeirri meg-
inforsendu að þú hafir rétt til að
ákveða hvernig þú viljir lifa lífinu
svo framarlega sem þú gengur
ekki á rétt annarra. Þú getur ver-
ið ábyrgur og frjáls. Þú getur
staðið á þínu án yfirgangs eða
sektarkenndar. Þetta er þitt líf og
þú einn getur lifað þínu lífi.“
Jákvæður
lífskraftur
Sjöunda bókin eftir
Norman Vincent Peale
sem gefin er út á íslensku
Á undanförnum árum hafa kom-
ið út í íslenskri þýðingu Baldvins
Þ. Kristjánssonar sex bækur eftir
hinn heimskunna predikara og
NORMAN
VINCENT
mannvin, Norman Vincent
Peale. Má m.a. nefna bækurnar
Vörðuð leið til lífshamingju og
Lifðu lífinu lifandi. Allar hafa
bækur Peales fengið hinar bestu
viðtökur og eru flestar uppseldar.
Nú bætist sjöunda bókin í þenn-
an flokk, einnig í þýðingu
Baldvins. Hún nefnist Jákvæður
lífskraftur. í þessari bók segir
Norman Vincent Peale frá því er
hann mætti Jesú Kristi í æsku og
frá því hversu andi hans auðgað-
ist er hann hóf að boða hina já-
kvæðu lífskenningu og byrjaði
smám saman þá starfsemi er síð-
ar varð heimsþekkt. í hverjum
kafla er fjöldi sannra spennandi
frásagna fólks sem sjálft hefur
reynt hinn jákvæða lífskraft Jesú
Krists.
Verkmenntaskólinn
á Akureyri
Kennsla á vorönn hefst mánudaginn 21. janúar
1985.
Innritun nýrra nemenda lýkur 21. desember nk.
Skólameistari.
Léttisfélagar
Hestaeigendur eru beðnir að
koma út að Hrafnsstöðum
og Kífsá kl. kl. 2 e.h. nk. laugardag 15. desember og
sækja hross sín.
Tapast hefur úr högum félagsins brún hryssa á 5.
vetri. Mark vaglskorið hægra, fjöður aftan vinstra.
Klippt er nr. 71 í síðu.
Nánari upplýsingar gefur Guðmundur í síma 26524.
Hárgreiðslu- og snyrtistofan Eva
Ráðhústorgi 1, sími 21948 og 25544.
AUt á sama stað
Stendhal
PARIS
Heiðar Jónsson og Rósa Matthíasdóttir
snyrtifræðingar halda kynningu á Stendahl og
Sothys snyrtivörum föstudaginn 14. desember
frá kl. 11-18.
Fyrirhugað er námskeið í andlitsförðun og umhirðu
húðarinnar 14.-15. desember.
Leiðbeinandi verður Heiðar Jónsson.
Nýkmið
Kuldaskór, ökklaháir.
Stærðir 4(1-46, lítil númer. Verð 1.175 kr.
Kuldaskór háir.
Stærðir 40-45, lítii númer. Verð 1.035 kr.
Opið á laugardag til kl. 18.00.
Hjá okkur eru bílastæðin við búðardyrnar.
Sendum í póstkröfu.
Föstudaginn 14. des. kl. 16.30
syngur
Páll Jóhannesson
tenor
nokkur lög af nýútkominni plötu
og áritar hana í Tónabúðinni.
Undirleikari: Kristinn Örn Kristinsson.
☆
Laugardaginn 15. des. kl. 15
koma þeir í heimsókn
jólasveinninn og
Þórður húsvörður.
Ingimar Eydal verður við orgelið
á laugardag.
Barnagæsla verður á föstudag kl. 15-19.
Laugardag kl. 10-18.
Verið velkomin
Vörukynningar
föstudaginn 14. desember
KSÞ:
Allt svínakjöt á 10% afslætti
Kjörís:
Vanilluístertur 112,90
Mokkaístertur 118,30
Emmess skafís 73,30
Tilboð ★ Tilboð ★ Tilboð
Sokkar 100% bómull kr. 39,90
Samfestingar telpna kr. 889,00
Telpnadress kr. 989,00
Jólaskraut í miklu úrvali
HAGKAUP
Akureyri