Dagur - 12.12.1984, Blaðsíða 12

Dagur - 12.12.1984, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 12. desember 1984 n Minning T Jónína Stefánsdóttir Kristnesi F. 2.6. 1909 -D. 20.11. 1984 Þorsteinn og Sigurður fyrir framan nýju bflasöluna. Ný bílasala á Akureyri Á lífsins leið, á veginum þar sem „enginn ratar“, förum við saman, þó hvert í sinni einsemd og hegð- um okkur á harla mismunandi hátt. Flestir flýta sér, margir brjóta sér leið á tinda, aðrir lenda í ófærð. En til eru þeir sem fara þessa leið hljóðlega, ganga svo Íétt, eru ljúfir og lítillátir, og allt- af tilbúnir að rétta samferðafólk- inu hjálparhönd. Hún var þannig hún Jónína okkar. Ég veit að í allri sinni hógværð hefði hún ekk- ert kært sig um lofræður að loknu dagsverki. En ég get ekki stillt mig um þrátt fyrir jólaös og ys að fá að minnast hennar með þess- um orðum. Bernskuminningar frá Krist- nesi streyma fram í hugann. Ég er litla stelpan á heimilinu, sú eina, stundum í vörn gagnvart strákunum sem finnst svo tilvalið að spila með trúgjarna örverpið. Maður úr sveitinni kemur í heim- sókn, lítur inn til Stefáns afa og Jónínu móðursystur minnar. Strákarnir segja mér að þetta sé biðillinn hennar Jónínu. Heimur- inn hrynur yfir mig í fyrsta skipti. Þessi maður skal sko ekki fá að taka Jónínu frá okkur. - Maður- inn lítur líka inn til foreldra „Mér reiknast til að ef við hefð- um selt þessi fargjöld hefði það skilað rúmlega 230 þúsund krón- um í kassann," sagði Friðrik Adólfsson hjá Flugfélagi Norður- lands er við spurðum hann hvort margir hefðu notfært sér afmælis- tilboð félagsins á dögunum. minna, situr þarna svo glaðlegur á svip. Ég stilli mér upp fyrir framan hann þung á brún og er líka þungt um hjartaræturnar. Varla hefur gestinum litist á svip- inn á stelpukorninu, en strákarn- ir skemmtu sér vel. - Nokkur ár líða, afi minn er orðinn rúmfastur, Jónína hugsar um hann. Þannig hjúkrar hún líka Ingibjörgu ömmusystur minni, þetta góða fólk á að fá að vera heima, Jónína sér til þess að þau fái þá bestu umönnun sem unnt er að veita. Og fleirum úr I tilefni af 25 ára afmæli Flugfélags Norðurlands var öllum boðið að fljúga ókeypis á áætlunarleiðum félagsins þann dag. FN flýgur til alls 10 staða frá Akureyri og þennan dag mættu um 200 manns í flug fé- lagsins. fjölskyldunni hjálpar hún þegar erfiðleikarnir steðja að. Samt var alltaf tími til að búa til eitthvað fallegt til að gefa og hvað sem hún gerði af handa- vinnu fannst mér það lýsa smekk- vísi og næmri fegurðartilfinn- ingu. Mörgum árum seinna á ég heima á næsta bæ, Jónína kemur stundum, gengur svo hljóðlega um, kemur alltaf færandi hendi brosmild og hlý. Rifjar upp göm- ul atvik, hefur auga fyrir því broslega. Hefur eitthvað gott að segja í hvert sinn, dáist að ein- hverju sem henni finnst fallegt og okkur líður vel í návist hennar. Stundum kemur hún með græn- meti sem hún hefur ræktað eða fallegan blómvönd úr garðinum sínum. Því hún Jónína virtist leika sér að því að koma öllum blómum í fegursta skrúð. Svo var það fyrir nokkrum árum að við vissum að hún sem alltaf hafði verið annarra stoð og stytta var nú komin í varnar- stöðu, var með ólæknandi sjúkdóm. En hún sýndi enn hug- prýði og stillingu. í haust varð breyting á heilsufari hennar til hins verra, rétt eftir að hún kom úr enn einni ferð á Landakot til að leita sér lækninga. Hún sem hafði farið svo vonglöð heim átti skyndilega ekki lengur krafta til að standa gegn ofureflinu. Hún kvaddi þann 20. nóvember, fáum dögum áður töluðum við saman í hinsta sinn. Jónína, þá hafðir þú varla krafta til að hvísla, en þú brostir til mín og þannig ertu í minning- unni, brosmild og blíð. Hjartans þakkir fyrir allt. Rósa Bflasala Norðurlands var opn- uð sl. laugardag undir stjórn nýrra eigenda, þeirra Þorsteins Gunnarssonar og Sigurðar Víglundssonar. Bílasala Norð- urlands er til húsa í Gránufé- Iagsgötu 45. „Við höfum aðstöðu hér til þess að hafa inni 10-12 bíla og fyrir utan eru mjög góð bíla- stæði,“ sagði Þorsteinn Gunnars- son er við ræddum við hann. Þor- steinn sagði aðspurður að mikið framboð væri á bílum þessa dag- ana og sagðist telja að grund- völlur væri fyrir einni bílasölu til viðbótar í bænum en þær munu nú vera 6 talsins. Margir flugu frítt Héraðsfundur Eyjafjarðar- prófastsdæmis 1984 Héraðsfundurinn var haldinn á Akureyri, Húsabakka og Dalvík, dagana 2. og 3. sept. Hann hófst með messu í Akureyrarkirkju. Sr. Pétur Þórarinsson prédikaði en staðarprestar þjónuðu fyrir altari. Organisti var Jakob Tryggvason, en kirkjukórinn söng. Tvísöng sungu Helga Al- freðsdóttir og Gunnfrtður Hreið- arsdóttir. í messulok mælti próf- astur, sr. Stefán V. Snævarr, þakkarorðum og sagði fundar- menn boðna til kaffidrykkju í kapellu kirkjunnar. Eftir rausn- arlegar veitingar sóknarnefndar, kvenfélags og bræðrafélags kirkj- unnar, var haldið til Amtsbóka- safns, en þar opnaði prófastur Biblíusýningu, að viðstöddum vænum hópi sýningargesta. Var þarna að sjá allar íslenskar útgáf- ur Biblíunnar og velflestar útgáf- ur Nýja testamentisins, þar á meðal frumútgáfu. Einnig var þarna frumútgáfa passíusálm- anna, sálmabækur og þar á meðal „Leirgerður", er svo var nefnd. Þá má nefna grallara, postillur og fleira af því taginu. Síðast en ekki síst skal nefna Summaríu, þá stórfrægu guðsorðabók, sem ekki hefir áður verið á sýningu. Var hún prentuð í Gnúpufelli og eru aðeins til af henni 5 eintök, þrjú heil. Eintak Möðruvalla- klausturskirkju, sem þarna var, er það langbesta. Hermann Þorsteinsson, framkv.stjóri Hins ísl. Biblíufé- lags, flutti fróðlegt erindi við opnun sýningarinnar. Sýningin stóð fram undir lok september og var vel sótt. Mánudaginn 3. sept. var fundi fram haldið á Húsabakka í Svarf- aðardal. Skartaði dalurinn sínu fegursta í haustblíðunni. Fundur- inn hófst með helgistund, er sr. Hannes Örn Blandon stýrði, en Ólafur Tryggvason lék á orgelið. Flutti sr. Hannes prófastshjónum þakkarorð, sem nú voru á förum úr héraði. Síðan var tekið til ann- arra fundarstarfa. Það kom fram, að 271 almenn messa var flutt í prófastsdæminu, 157 barnamess- ur og 114 aðrar, alls 542, 52 fleiri en árið áður. 406 börn voru skírð og 396 fermd. Altarisgestir voru 2.379. Hjónavígslur voru 115 á ár- inu og hafði fjölgað um 27. Tala greftraðra var 148. Prófastur rakti helstu breyting- ar á liðnu héraðsfundarári: Sr. Sigurður Arngrímsson, sem kos- inn hafði verið lögmætri kosn- ingu í Hríseyjarprestakalli, hafði fengið lausn frá embætti í janúar sl. Prófastur kvaðst mundi láta af embætti í lok mánaðarins. „En það kemur maður í manns stað, því að sr. Jón Helgi Þórarinsson var 12. ágúst kosinn lögmætri kosningu í Dalvíkurprestakalli.“ Ýmislegt markvert hafði gerst og var að gerast í prófastsdæm- inu. Má þar nefna nýtt pípu- orgel var fengið í Hríseyjar- kirkju, er kostaði 600 þús. kr. Á uppstigningardag tók biskup landsins, hr. Pétur Sigurgeirsson, fyrstu skóflustungu að Glerár- kirkju, og eru nú framkvæmdir þar í fullum gangi. Verið er að setja lyftu í Siglufjarðarkirkju vegna safnaðarheimilis, sem er á kirkjuloftinu. Sagðist prófastur fagna þessu og öðru því, sem gert væri á sviði kirkjumála. Mælti hann síðan nokkrum hvatningar og þakkarorðum og óskaði prest- um og söfnuðum heilla og bless- unar í starfinu. Þegar hér var komið sögu buðu heimamenn til rausnarlegra veit- inga. Langaði suma til þess að kyssa hinar gullfallegu konur, sem góðgætið framreiddu, en brast áræði. Gunnlaugur Stefánsson, fræðslufulltrúi Hjálparstofnunar kirkjunnar var gestur fundarins. Flutti hann fróðlegt erindi um starfið. Sagði veltuna í peningum hafa verið 25 millj. kr. á sl. ári, en alls í verðmætum 35 millj. Send hefðu verið 40 tonn fatnað- ar til Eþíópíu. Kom fleira merki- legt fram í erindi hans. Hjálpar- stofnanir á Norðurlöndum fengju 70 prósent frá því opinbera, en hér byggðist allt á framlagi ein- staklinga í söfnuðunum. Þegar kirkjureikningarnir komu á dagskrá, var eins og ský drægi fyrir sólu í svip. Aðeins helmingur þeirra hafði borist. Hafa heiðraðir reikningshaldarar lengi steininn klappað í þessum efnum, margir hverjir. Er nú far- ið að líta á þetta sem eins konar náttúrulögmál, sem ekki þýðir að fást um. Var svo fundi framhald- ið í þeim sama glaðværa og góða anda, sem hvílt hafði áður yfir fundarmönnum og fundarstörf- um. Sr. Þórhallur Höskuldsson ræddi um prófastsdæmissjóð Eyjafjarðar. Og nú er tæmd var dagskráin á Húsabakka var ekið snúðugt til Dalvíkur, enda komið að kveldi. Var þar sest að dýr- legu kvöldverðarborði í Sæluhús- inu í boði Upsasóknar. Þá hófst síðasti áfangi héraðs- fundarins með kvöldvöku í hinni veglegu Dalvíkurkirkju. Söng kirkjukór Svarfdæla undir stjórn Ólafs Tryggvasonar. Síðan flutti dr. Steindór Steindórsson snjallt erindi og fróðlegt um Guðbrand biskup Þorláksson. Þá söng kirkjukór Dalvíkur undir stjórn Gests Hjörleifssonar og Skúli Torfason sýndi myndir úr ísraels- för. Þakkaði prófastur öllum er fram komu, ágætan hlut þeirra. Séra Bjartmar Kristjánsson þakkaði prófastshjónum öll störf þeirra í þágu kirkjunnar á liðinni tíð og vináttu þeirra alla og vel- vild í garð presta og safnaða. Var prófasti síðan færður að gjöf fag- ur steinn úr Svarfaðardal, með silfurkrossi og silfurskildi. Voru gefendur sóknarprestar og sókn- arnefndir. Prófastur þakkaði gjöfina og þann vinarhug, sem henni fylgdi og sleit síðan héraðs- fundinum. En á leiðinni frá kirkj- unni sáu menn opnar dyr hjá prófastshjónum og þáðu þar höfðinglegar veitingar, svo sem oft fyrr. Fundinn sóttu rúmlega þrjátíu manns. Séra Birgir Snæ- björnsson var fundarritari og er stuðst við fundargerð hans í þessu ágripi, sem hér birtist. B.K.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.