Dagur - 14.12.1984, Blaðsíða 3

Dagur - 14.12.1984, Blaðsíða 3
14. desember 1984 - DAGUR - 3 Skammhlaup Bókaforlag Odds Björnssonar gefur út spennusöguna Skamm- hlaup eftir Arthur Hailey. Höf- undurinn er þekktur hérlendis sem erlendis, og af fyrri bókum hans má nefna Hótel, Gullna far- ið (Airport), Bankahneykslið og Bílaborgin. Margar þeirra hafa verið kvikmyndaðar. I skáldsögunni Skammhlaup segir Arthur Hailey frá aðdrag- anda og afleiðingum þess, að al- varlegur rafmagnsskortur skellur á heilan landshluta í Bandaríkj- unum. Pegar rafmagnsmiðlun fellur alveg niður í nútímaríki verður slík röskun á daglegu lífi, að erfitt er að gera sér það í hug- arlund. Samt er ekki óhugsandi að svona gæti farið í náinni framtíð. Skammhlaup er skemmtileg og spennandi skáldsaga í stíl við fyrri bækur höfundar, sem hafa aflað honum heimsfrægðar. Bókin er 415 bls., prentuð og bundin inn hjá Prentverki Odds Björnssonar hf., Akureyri. Verð kr. 899,00. A-B búðin Prjónasokkar Eldhúsrúllur Lyklaskápar Setjarakassar Brauðbretti A-B búðin Kaupangi sími 25020 » Depill fer í leikskóla Bókaforlag Odds Björnssonar gefur nú út fjórðu lyftiflipabók- ina eftir Eric Hill um hvolpinn Depil. Depilsbækurnar henta best 4—7 ára börnum. Þær eru litskrúðugar og með stóru letri, prentaðar .á góðan pappír og í hörðum spjöldum. Börnin lyfta flipa á hverri opnu og sjá undir honum hvað Depill er að bralla eða segja, því þetta er talandi hundur eins og allir góðir ævintýrahundar. Munurinn er kannski aðallega sá, að Depill lifir í nútímanum og börnin þekkja umhverfi hans og við- fangsefni mætavel. Áður hafa komið út 3 lyftiflipabækur og 4 litabækur um hvolpinn Depil, sem á ensku nefnist „Spot“ og nýtur hvar- vetna mikilla vinsælda, ekki síður en hér á landi. Depill fer í leik- skóla er 22 bls. og kostar kr. 179,00. A-B búðin Korktöflur 30x40 kr. 188,- 40x60 kr. 259,- Kassettuhillur: Fyrir 12 stk. kr. 195,- Fyrir 24 stk. kr. 295,- Fyrir 36 stk. kr. 390,- A-B búðin Kaupangi, sími 25020. - Leikhúsferð þriðjudagskvöld 18. desember til Húsavíkur á Gúmmí-Tarsan. Hafið samband í Dynheima eða síma 22710 fyrir sunnudagskvöld. ‘DunncinuVl f staður unga fólksins discotek kr. 150,- föstudag 14. desember frá kl. 22 verður Johnny King afvopnaður í Dynheimum. Fram kemur eihnig hljómsveitin Freak. Munið Dynheima- stemmninguna Hún klikkar ekki. Úrval húsgagna úr furu og reyr m Sófasett úr Ijósri og lutaðri furu. Hillusamstæður úr Ijósri og lutaðri furu. A Stolar, borð og hillur úr reyr RKlvDouboePf1 I HÚSGAGNAVERSLUN TRVGGVABRAUT 24 PÓSTHÓLF 266 602 AKUREYRI SÍMI (96)21410

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.