Dagur - 14.12.1984, Blaðsíða 10

Dagur - 14.12.1984, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 14. desember 1984 Snorrahús um 1930-40. Mynd: E. Sigurgeirsson. ... Snorrahús dórssyni og Margréti Gunnarsdóttur, í um 15 ára skeiö. t>á voru fjórar íbúðir í húsinu og uppi í risinu voru einstaklingsherbergi, sem tilheyrðu íbúðunum. l’ar bjó m.a. Borðeyrar- Guðrún, sem kölluð var, og í tveim „forstofuherbergjum" á jarðhæðinni bjó á tímabili Gunnlaugur Tryggvi, bóksali og ritstjóri. Sigurbjörn sagði, að oft hefði verið gott mannlíf þau ár sem liann átti þar heimili. „Ég bjó í þessu húsi í yfir tuttugu ár, það var gott að búa þar, því þetta var svo vinalegt hús," sagði Frið- björg Friðbjörnsdóttir, ekkja Ágústs hcitins Bergs, fyrrum forstjóra Smjörlíkisgerðarinnar, í samtali við Dag. Pau hjónin bjuggu í austurenda hússins frá því 1947 allt fram til árs- ins 1972 með stóran barnahóp. Frið- björg var spurð hvernig henni þætti að sjá útlit hússins núna. „Mér finnst hræðilegt að vita til þess hvernig hús- ið er útlítandi núna, ég fer helst ekki þarna niður eftir og tek þá fyrir aug- un ef svo ber við. Ég skil ekkert í ráðamönnum bæjarins, að þcir skuli ekki fá eigendurna til að rífa þetta. Þaö er svo mikil skömm fyrir bæinn að hafa þetta svona. En það eru gjörsamlega ófúnir viðir í þessu húsi, það er ég viss um, þó það sé illa farið. En þarna var gott að búa og mér er það sérstaklega minnisstætt hvað það var gott að rækta blóm í þessu húsi. Það loftar svo vel um þessi gömlu timburhús," sagöi Friðbjörg. 0 Bœjarskömm „Það er alveg rétt, það er bæjar- skömm að þessu húsi núorðið, enda lokaði ég augunum þegar ég kom til Akureyrar í sumar og fór um Strand- götuna," sagði Valdimar Jónsson, sem nú rekur Smjörlíkisgerð Akur- eyrar, „Akra“, í Kópavogi, en þang- að flutti hann verksmiðjuna fyrir nokkrum árum. Hann sagði að Snorrahúsið væri nú í eigu hlutafé- lags, sem stofnað var um verksmiðj- una eftir að hún flutti suður. Hann sagði jafnframt, að húsið væri til sölu, hefði verið á söluskrá í mörg ár. en enginn kaupandi hefði fundist enn sem komið væri. Fyrir um fjórum árum var sett á húsið 1,4 m.kr., en Valdimar var ekki viss um að það verð stæðist í dag. Hann sagði, að óskað yrði eftir tilboðum ef einhver sýndi áhuga á húsinu og síðan yrðu þau metin í stjórn fyrirtækisins. Hann sagði eitt tilboð hafa borist fyr- ir um ári síðan, frá Benjamín Jósefs- syni í Augsýn, upp á 600 þúsund kr., en því hefði verið hafnað. Valdimar upplýsti jafnframt, að Akureyrarbær hefði sýnt áhuga á að kaupa húsið. Helgi Bergs, bæjarstjóri, sagðist ekki vita til að það væri í bígerð. Hann kannaðist að vísu við að þetta hús Itefði einhvern tíma komið til tals og hugsanleg kaup bæjarins á því, en vegna tilmæla eigendanna. Snorra- húsið stendur á eignarlóð og húsinu fylgir jafnframt eignarland sunnan Strandgötunnar, en þótt undarlegt megi virðast - ekki beint suður af húsinu, heldur ögn ofar við götuna. Þá lóð hefur Akureyrarbær fullan hug á að eignast, að sögn Helga. Hér hefur verið stiklað á stóru í sögu Strandgötu 29, sem nú er „bæjarskömm", en var áður verslun og íbúðarhús eins efnaðasta íbúa Akureyrar, Snorra Jónssonar. Þar rak hann umfangsmikla verslun og byggingin norður með Norðurgöt- unni var pakkhús. í „Snorra-porti" smíðaði Snorri skip og þurrkaði fisk - og í bakhúsunum var frystihús og baðhús, þar sem Eyrarbúar gátu þrif- ið sig fyrir vægt gjald. Síðar var þetta athafnasvæði Smjörlíkisgerðar Akur- eyrar og nú er Dagur til húsa í gamla verksmiðjuhúsinu. Okkur sem þar vinnum finnst sárt að sjá gamla íbúð- arhúsið grotna niður dag frá degi, auk þess sem það er lýti á umhverfi okkar. Þess vegna vonumst við til að það verði annað hvort fjarlægt, elleg- ar þá að einhver framtakssamur taki sig til og geri úr því fallegt hús, eins og það hefur bein til. Hér hefur verið stiklað á stóru í sögu Snorrahúss og þeirra umsvifa sem því hafa verið tengd. Aðeins ör- lítið brot úr sögu Akureyrar, sögu sem því miður hefur enn ekki verið skrifuð. Er ekki kontið mál til að úr því verði bætt? - GS Munið sýrðan rjóma í hátíðamatinn. ••• Mjólkursamlag KEA ®®® Akureyri Sími 96-21400 postulín er gjöf sem allar ekta húsmæður kunna að meta. Södahl steintau í öllum litum. Bastkörfur og bakkar, svört og hvít röndótt glös og ath. glæný sending af kaffikönnum í fjórum litum. Búsáhöld: Stálpottar, háklassa vara á fáránlega lágu verði, auk þess margar tegundir afhnífapörum, sleifum, spöðum, könnum, skálum o.m.fl. Mrzberg) Frá húsgagnadeild: Járnbogarúm í hvítu og gylltu á súper prís, rörahillur, speglar og stólar. Vönduð vara og tilvalin jólagjöf. Einnig borðstofuborð og stólar, sófasett, hjónarúm o.m.fl. Allt saman ný vara á hlægilegu verði. æmman Glerárgötu 34 • Sími 96-23504 Það lýsir enginn með orðum þvígúurlega úrvali sem úr er að moða í Skemmunni Gjafavara: Jólavara: Jólakúlur, seríur, sælgæti, skraut, löberar, dúkar, kerti og síðast en ekki síst jólatré og bjóði aðrir betur. Þroskaleikföng á óþroskuðu verði. Næg bílastæði að austan. Skemman Glerárgötu 34 • Sími 96-23504 Opið tilkl 6 e.h. á laugardag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.