Dagur - 14.12.1984, Blaðsíða 7

Dagur - 14.12.1984, Blaðsíða 7
14. desember 1984 - DAGUR - 7 Páll Jóhannesson, söngvari sem sent hefur frá sér sína fyrstu hljómplötu, er á línunni ,Jbað verður engjrm óbarinn söngvari“ Páll Jóhannesson, ri? operu- söngvan'/ - Já, það er hann. - Sæll sértu, nú er komin út þín fyrsta hljómplata; hvernig tilfinning er það fyrir söngvara ? - Já, sæll sjálfur. Pað er bara skemmtileg tilfinning skal ég segja þér. Ég er búinn að ganga með þessa hljómplötu í magan- um í heilt ár og því mál komið að fæða. - Og hvernig gekk fæðingin ? - Hún gekk bara vel og ég er ekki frá því að mér líði eitthvað svipað og móður með nýfætt barn. Ég naut líka dyggrar að- stoðar góðra manna við upp- tökuna. Jónas Ingimundarson, píanóleikari, leikur undir hjá mér í íslensku sönglögunum og Jakob Tryggvason leikur undir í kirkjuverkunum, sem eru á plötunni. Pau eru hljóðrituð í Akureyrarkirkju. Sönglögin eru aftur á móti hljóðrituð á Loga- landi, en þar er mjög gott hljóð- færi og hljómburður góður. - Þú ert Akureyringur? - Já, ég get sagt það, eða öllu heldur Þorpari. Eg átti lengst af heima á Stíflu í Glerárhverfi, en raunar er ég fæddur að Þverá í Öxnadal. - Hvenær datt þér í hug að fara að læra söng? - Það var fyrir réttum 10 árum og ég byrjaði hjá Sigurði Demetz í Tónlistarskólanum á Akureyri. Síðar fór ég í Söng- skólann og naut þar tilsagnar Magnúsar Jónssonar. En þetta var óttalegt gutl hjá mér ég vann fulla vinnu með náminu og það var ekki veruleg alvara á bak við þetta. - Hvenær tókstu svo ákvörð- un um aðgera alvöru úrþessu? - Það var í rauninni ekki fyrr en ég ákvað að halda til Ítalíu og hefja þar söngnám. Ég hafði svo sem lengi haft þá hugmynd, en fannst samt að ég gæti lært meira í músíkinni hér heima áður en ég færi út. Loks lét ég verða af því fyrir rúmum þreni- ur árum og þegar ég lít til baka finnst mér sem mitt söngnám hafi ekki byrjað fyrr en þá. Og það verður að segjast alveg eins og er, að við íslendingar stönd- um höllum fæti í söngkennslu í samanburði við aðrar þjóðir. Okkur vantar nýtt blóð í kennsl- una. - Hvert fórstu ? - Ég fór til borgarinnar Piac- enza og þar var ég í þrjú ár, fyrst hjá Eugina Ratti. Ég fann það þegar ég kom út, að ég var eins og byrjandi í samanburði við þá sem þar voru í námi. Þess vegna sá ég að nú yrði ég að taka á honum stóra mínum og það gerði ég. Ég vann eins og dýr og sú vinna fór fljótt að skila ár- angri. Og Ítalía er góður söng- skóli. Þar er hægt að hlusta á góða söngvara, toppraddir, þeg- ar manni dettur í hug. Það er helmingurinn af náminu, að hlusta á aðra. - Svo skiptir þú um kennara. hvers vegna? - Ég var búinn að vera það lengi hjá Ratti, að ég fann að hún hafði ekki meira að gefa mér. Ég var staðnaður. Þá komst ég að hjá Pier Miranda Ferraro, sem er einn virtasti söngkennari Ítalíu. Frá honunt hafa komið margir góðir söngv- arar, nt.a. sá sem vann Verdi- verðlaunin í söngkeppninni sem var í íslenska sjónvarpinu fyrir skömmu. Hjá honum tók ég risastökk á fáum mánuðum og ég fer til hans aftur eftir áramót- in, en jafnframt mun ég fara að leita fyrir mér um verkefni. - Hefur þú reynt fyrir þér um verkefni? - Nei, ekki svo heitið geti. Ég hef lagt mig að náminu vegna þess að ég vil vera boðlegur þeg- ar ég fer að leita fyrir mér að verkefnum. Mitt prinsip er að komast áfram af verðleikum, en ekki með því að olnboga mig áfram. - Á hvaða sviði ætlar þú að leita fyrir þér? - Ég ætla að leita fyrir mér í óperuhúsunum. Það er meira um að vera þar en í Ijóðasöngn- um, þó hann heilli mig óneitan- lega líka. - Hvar ætlar þú að bera niður? - Það er allt óljóst enn sem komið er. Mér er sagt að það sé blómi í óperulífi Þýskalands, Austurríkis, Brctlands og Norðurlandanna, jafnvel meiri blómi heldur en á Ítalíu. Þar er að vísu hægt að fá að syngja; maður getur fengið að syngja þar eins og maður vill, en þeir vilja borga sem minnst, helst ekki neitt. Og þeir eru svolítið fastir í hefðinni. Þar velja þeir ákveðnar raddir í hlutverkin og þeir halda sig mest við sín óperuskáld. En þeir eru snilling- ar í raddtækni. - Ertu tilbúinn í slaginn? - Já, því sem næst. Söng- kennarinn minn segir mér, að ég sé tilbúinn til þess raddlcga, ég Akstur á sérleyfinu Akureyri-Mývatn-Akureyri, 13.-28. desember 13. des. Akureyri-Mývatn 18.00 14. des. Mývatn-Akureyri 08.00 14. des. Akureyri-Mývatn 18.00 15. des. Mývatn-Akureyri 09.00 15. des. Akureyri-Mývatn 20.00 16. des. Mývatn-Akureyri 16.00 20. des. Akureyri-Mývatn 18.00 21. des. Mývatn-Akureyri 08.00 21. des. Akureyri-Mývatn 18.00 27. des. Mývatn-Akureyri 08.00 27. des. Akureyri-Mývatn 18.00 28. des. Mývatn-Akureyri 08.00 28. des. Akureyri-Mývatn 18.00 Athugið laugardaginn 15. des. bjóða sérleyfisbílar Akureyrar frían akstur: Mývatn-Akureyri-Mývatn Frá Reynihlíð kl. 09.00 Frá Akureyri kl. 20.00 Sérleyfisbílar Akureyrar Geislagötu 10, Akureyri hefði gott vald á röddinni. Hins vegar þarf ég að bæta við það sem ég get boðið; ég þarf að æfa upp ný lög og læra fleiri óperu- hlutverk. Það er ekki nóg að eiga falleg föt, ef ekkert er í þeim. - Nú hefur þú verið með konserta til að kynna plötuna þína. Hvernig hefur þér verið tekið? - Ég get ekki kvartað. Mót- tökurnar hafa verið mjög góðar hjá þeim sem hafa komið á konsertana. - Er það harður skóli, að koma sér áfram í sönglistinni? - Já. alveg óskaplega, hvort heldur sem það er hér heima eða utanlands. Og mórallinn er mannskemmandi; það er ekki fyrir viðkvæmar sálir að standa í þessu. - Hvað með íslensku óper- una? - Já, ég hef prufusungið fyrir þá, en síðan ekki söguna meir. Þeir bera fyrir sig peningaleysi og þar af leiðandi óvissu um hvort sú ópera verður sett upp sem ég hef helst áhuga á. Mér finnst að það þurfi að gefa fleiri söngvurum tækifæri hér heima. Við eigum fullt af góðum söngv- urum, sem komast ekki að. Ég veit ekki hvernig best er að koma þessu í framkvæmd. Þó hefur mér dottið í hug, að hér gætu starfað fleiri en einn flokkur. íslenski óperuflokkur- inn er fyrir og þar eru ágætir söngvarar. En ég sé því ekkert til fyrirstöðu að hér komi upp annar flokkur, sem einnig hefði aðgang að okkar óperuhúsi. - Hefur þú einhvern tíma séð eftir því að leggja sönginn fyrir þig- - Nei, ekki minnist ég þess. En ég get ekki ráðlagt neinum að leggja út á þessa braut nema hann hafi ódrepandi áhuga. Þetta er harður skóli og kostar mikla sjálfsafneitun og ögun. Sönglistin er sem sé enginn leikur; það verða allir að gera sér Ijóst áður en þeir leggja út á þessa braut. - Hefur þú áhuga á að starfa hér heima? - Já, það er minn draumur, að geta átt möguleika á að starfa sem söngvari hér heima á Fróni. Vonandi kemur það tækifæri fyrr en síðar. - Þakka þér fyrir spjallið Páll og gangi þér allt í haginn. - Sömuleiðis. - GS Akureyringar - Bæjargestir Súlnaberg býður yður velkomin í heitan mat hádegi og kvöld. Kaffi og smurt brauð allan daginn. Verslunarfólk takið eftir: Seljum mat í hitabökkum alla daga fram að jólum. Einnig smurt brauð og snittur. Þá viljum við minna á að jólaglögg og piparkökur verða á boðstólum á barnum á Hótel KEA öll kvöld fram til jóla. Verið velkomin. HÓTELKEA ^ AKUREYR Egils jólaöl Okkar vinsæla jólaöl verður tíl afgreiðslu frá og með 17. desember Ölumboðið hf. Hafnarstræti 86 b - Sími 22941 ÆX Gkap j (sÉnai^) milT S\)Ut ^/VPPELSÍS Cola

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.