Dagur - 14.12.1984, Blaðsíða 4

Dagur - 14.12.1984, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 14. desember 1984 ÚTGEFANDI: ÚTGAFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÓRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRlKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Engin kjamorku- vopn á Norðurlöndum Þær upplýsingar sem Iram komu nýverið um að Banda- ríkjastjórn hefði án vitundar og samþykkis íslendinga gef- ið heimild til staðsetningar kjarnorkuvopna á íslandi ef til ófriðar dregur hefur að vonum vakið mikla athygli. Reynt hefur verið að draga úr áhrifum þessara upplýsinga með því að benda á að sá sem kom þeim á framfæri hafi áður þurft að draga ummæli sín til baka um að kjarnorku- vopn væru geymd á Keflavík- urflugvelli. Það kann að vera að þetta rýri ummæli manns- ins um stundarsakir, en hann virðist tvírhælalaust hafa mikið til síns máls. Svör hafa ekki borist frá bandarískum stjórnvöldum og meðan þau geta ekki sannað annað verð- ur að líta á fram komnar upp- lýsingar sem réttar. Þarna er um tvímælalaust brot að ræða á varnarsamn- ingi íslands og Bandaríkj- anna, svo alvarlegt brot að ástæða er til að endurskoða þetta samkomulag og alla framkomu bandarískra stjórnvalda frá grunni. Engin önnur þjóð þarf að búa við það í samskiptum við risann í vestri að áætlanir séu um að kjarnorkuvæða land hennar án vitundar og heimildar. Fram er komin á Alþingi til- laga til þingsályktunar um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum, sem þing- menn allra flokka á þingi hafa sameinast um flutning á. Þar segir: Alþingi áréttar þá stefnu íslendinga að á íslandi verði ekki staðsett kjarnorku- vopn eða eldflaugar, sem slík vopn geta borið, og ályktar að kjósa sjö manna nefnd er kanni hugsanlega þátttöku íslands í umræðu um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Gert er ráð fyrir að nefndin skili áliti fyrir 15. október á næsta ári. Umræður um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norður- löndum eru nú komnar mjög í brennidepil, segir í greinar- gerð með tillögunni. Margir telja að meirihluti þjóðþinga Noregs, Danmerkur, Svíþjóð- ar og Finnlands styðji hug- myndina. Fjöldahreyfingar á Norðurlöndum vinna að fram- gangi hugmyndarinnar og reyna að flýta framkvæmdum hennar. Umræðan er komin á það stig að nauðsynlegt verð- ur að teljast að Alþingi ís- lendinga veiti málinu athygli. Umfjöllun er hins vegar flókin og ýmis atriði sem íslending- ar þurfa að glöggva sig vel á. Þar á meðal er landfræðileg samsetning svæðisins, hvort Norðurlönd eiga að lýsa ein- hliða yfir kjarnorkuvopna- lausu svæði, þátttaka sumra Norðurlandanna í NATO, sem ekki á þó að þurfa að hafa áhrif á þetta mál. Fram kemur í greinargerð- inni að í könnun á vegum ör- yggismálanefndar 1984 hafi komið fram að mikill meiri- hluti íslendinga væri fylgj- andi kjarnorkuvopnalausu svæði á Norðurlöndum, eða 86% þeirra sem afstöðu taka. íslendingar hafa átt mikla samstöðu með öðrum Norðurlöndum í utanríkis- málum og hljóta því að hugsa sig vel um áður en leiðir skilja í því máli. SHELDON SidneySheldon: í TVÍSÝNUM LEIK,síðarabindi.(Áfrummálinu:„MASTER OF THE GAME“).*MetsölubókíBanda- ríkjunum mánuðum saman. • Myndböndin I efsta saeti vinsældalista frá 19 íslenskum vídeóleigum sumarið 1984. Verð kr. 698,00. HAILEY Arthur Hailey: SKAMMHLAUP. • Lesendur hafa fagnað hverri spennusögu eftir Hailey sem Bókaforlagið hefur gefið út. • Af þeim má nefna „GULLNA FARIÐ" (Airport), „BANKAHNEYKSLIÐ", „BÍLABORGIN" og ekki síst „HÓTEL". Verð kr. 899,00. ÞORIR Þórir Bergsson: ENDURMINNINGAR. • Hannes Pétursson skáld og Kristmundur Bjarnason fræðimaður sáu um útgáfuna. • Formáli eftir Guðmund Gíslason Hagalín. Verð kr. 865,00. VALTYR SIDNEV SHEmON í TVÍSÝNUM LEIK 2. bindi „ItHSTEROFWflAME'' ValtýrGuðmundsson.Sandi: FÓTATAK. •Minningaþættirúratvinnusögu, um menn og málefni víðs vegar á landinu. Verð kr. 865,00. GuðjónSveinsson: ENN ER ANNRÍKT í GLAUMBÆ. • Ný barnabók eftir þennan vinsæla höfund um krakkana I Glaumbæ. Verðkr. 495,00. Depill fer í leikskóla Eric Hiil GUÐJÓN DEPILL L EricHill: DEPILL FER i LEIKSKÓLA. •BarnabækurnarumDepilerusterkarogþægilegarímeðförum enda bæði leikföng og létt lesefni með stóru letri. Verð kr. 179,00. AKUREYRI Tómas Ingi Olrich menntaskólakennari ritaði textann og svissneski Ijósmyndarinn Max Schmid tók myndirnar í glæsilega nýja bók: AKUREYRI, blómlegur bær í norðri. Verð kr. 988,00. : V

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.