Dagur - 14.12.1984, Blaðsíða 6

Dagur - 14.12.1984, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 14. desember 1984 Frá Strætisvögnum Akureyrar Viðbótarakstur í desember verður sem hár segir: Laugardag 15/12. Fyrstu ferðir frá Ráðhústorgi kl. 9.35. Síðustu ferðir kl. 18.25 í Glerárhverfi, kl. 18.35 Brekku. Fimmtudag 20/12. Fyrstu ferðir frá Ráðhústorgi kl. 7.00. Síðustu ferðir kl. 22.25 í Glerárhverfi, kl. 22.35 Brekku. Laugardag 22/12. Fyrstu ferðir frá Ráðhústorgi kl. 9.35. Síðustu ferðir kl. 23.25 Glerárhverfi, kl. 23.35 Brekku. Ekið verður samkvæmt leiðabók fyrir og eftir hádegi. MOKKAHLBOÐ SKUNNALOFTSINS „Skinnaloftið44 (í gömlu Gefjunarbúðinni) Opið nk. laugardag Við bjóðum: Góðar mokkaflíkur q (rahíPni vprfti Opið kl. 1-6 ut desembermánuð. Þá má ekki gleyma: Mokkahúfitnum og mokkalúffunum Tilvalið í jólapakkann. Þetta er tilboð sem erfltt er að hafiia. IONAÐARDEILD SAMBANDSINS Smellnir við smelli Popphljómsveit áratugarins, er nafn- gift sem strákarnir í Culture Club verða orðnir vanir að gegna þegar halla tekur í 1990. Engin önnur hljómsveit kemst með tærnar þar sem þeir hafa hælana, hvað vinsældir áhrærir, ef stórstirni á borð við Dur- an Duran eru undanskilin, en hrædd- ur er ég unt að Boy Georgé og félag- ar verði langlífari. Nýja platan Waking up with the house on fire, er að sönnu nokkuð seinteknari en Colours by numbers, en ég er samt ekki í nokkrum vafa uni að CC eiga eftir að troðfylla vin- sældalistana á ókomnum vikum með lögum af þessari plötu. Þeir hafa sýnt það að þeir eru öðrum smellnari við að koma með nýja smelli, svo notað sé orðalag rásarinnar í Reykjavík og „The war song" er því bara byrjunin. Culture Club eru rétt nýskollnir á. Upphafið að ævintýrinu Nokkur lykilatriði nefnist safnplata með bestu lögum Spilverks þjóðanna sem nýkomin er út. Pessi plata sem allt eins gæti heitið, Upphafið að ævintýrinu, spannar feril Spilverksins allt frá því að þeir Valgeir, Egill og Bjólan léku saman í skólahljómsveit í MH. Varla hefur þá félaga órað fyrir því ævintýri í íslenskri poppsögu sem þeir voru að hrinda af stað, er þeir tróðu fyrst upp með kontrabassa, gít- ar og bongótrommur. Spilverkið er upphafið að Þursaflokknum og síðar Stuðmönnum en þessi fyrirtæki velta nú tugum milljóna ef ekki hundruð- um í plötuútgáfu, bókaútgáfu og kvikmyndagerð. Með þessari plötu fylgir iæsilegt yfirlit yfir sögu Spiiverksins, eftir Jónatan Garðarsson. Nokkur lykil- atriði er bráðnauðsynleg plata um merka hljómsveit og merkt skeið í ís- lenskri poppsögu. UB 40 Geffery Morgan Sérkennilegt Breska reggae-popphljómsveitin UB 40 hefur á undanförnum árum heist vakið á sér athygli fyrir frábæran flutning á eldri lögum. Lög eins og „Red, red wine“ af plötunni Labour of love eru besta dæmið um snilli UB 40-. Á nýju plötunni, Geffery Morgan, eru öll lögin hins vegar ný af nálinni og öll eftir meðlimi hljómsveitarinn- ar. Yfirbragðið verður fyrir vikið ekki ósvipað því sem gerðist á fyrstu plötunni Present arms. UB 40 er sennilega ein af sérkenni- legri hljómsveitum í bransanum í dag. Oktett, blanda af svörtum og hvítum hljóðfæraleikurum og frábær saxófónieikur, gefa UB 40 óneitan- lega sérkennilegan hljóm og hjá reggae-hljómsveit er þetta einstakt. Lagasmíðar á þessari plötu eru svo sem upp og ofan en textarnir standa að venju vel fyrir sínu. Enda þeir beinskeyttustu sem ortir eru í landi Thatcher þessa dagana. Otrúlega góðir Hin unga og þrælgóða hlómsveit Pax Vobis sem vann svo eftirminnilega tii verðlauna á móti norrænna rokk- hljómsveita í Finnlandi í vor, hefur svo sannarlega uppfyllt vonirnar sem við liana voru bundnar. Hljómplatan Pax Vobis er eitt besta byrjendaverk sem ég rnan eftir í augnablikinu hér á landi, enda enginn byrjendabragur á strákunum í Pax Vobis. Pax Vobis gefa, í stuttu máli sagt, bestu erlendu nýrómantíkurhljóm- sveitunum ekkert eftir hvað varðar hljóðfæraleik. Sérkenni Pax Vobis er mjög gott samspil bassa og tromma sem síðan er fyllt upp í með ágætum söng og hljómborðsleik. Dulúðlegt er orðið sem best lýsir tónlist Pax Vobis. Gallinn við þessa plötu er hins vegar sá að lagasmíðar eru hvergi nærri nógu frumlegar og á stöku stað er um hreina eftiröpun að ræða. Ég nefni lagið „I refili“ sem dæmi en önnur eru ekki jafn áber- andi. Pax Vobis er alveg ótrúlega mikið efni og með frumleika að vopni gætu þeir komist alia leið á toppinn. Kikk Kikk Kikk fyrir hvern? Hljómsveitin Kikk og hin þrælgóða söngkona Sigríður Beinteinsdóttir, valda mér nokkrum vonbrigðum með þessari plötu. Miðað við yfirlýs- ingar mátti búast við nokkuð þungri og vandaðri rokkplötu en útkoman er því miður ekki svo sannfærandi. Kikk geta í mesta lagi talið sig til iðnaðarrokksveita ef miðað er við þessa plötu. Þetta er að vísu vel leik- in plata en söngur Sigríðar er hvergi nærri nógu kraftmikill að mínu mati. Það er auðvitað eins og að eggið ætli að kenna hænunni, þegar ég hef orð á því að söngurinn liggi of aftarlega í hljóðblönduninni, en upptökur ann- aðist enginn annar en Tómas Tómas- son, Stuðmaður og vanur maður. Hvað um það. Lög Guðmundar Jónssonar, sem á flest lögin á þessari plötu, eru í þokkalegu meðallagi og Kikk sýan að þau eru til alls líkleg. En herslumuninn vantar að þessu sinni. Vekur eftirvæntingu Hinn aldni og bráðum hæruskotni Bítill, Paul McCartney, hefur sent frá sér nýja plötu sem hefur að geyma lög úr nýrri kvikmynd sem Paul á allan heiðurinn af. Give my regards to Broad Street nefnist myndin og platan en þeim hefur ver- ið feiknalega vel tekið af gagnrýn- endum. Á Give my regards to Broad Street blandar Paul saman á skemmtilegan hátt gömlum lögum með Bítlunum, lögum frá eigin sólóferli og svo nýj- um lögum með „No more lonely nights“ í broddi fylkingar. Af gömlu lögunum má nefna „Good day sun- shine”, „Yesterday", „Élenor Rugby" og „Long and winding road“, af Bítlaplötunum og „Say, say, say“ og „Ballroom Dancing“ af nýrri tíma lögum. Það er sannkallað rokklandslið Breta og Bandaríkja- manna sem kemur fram með McCartney á þessari plötu og þegar á heildina er litið er platan ný rós í hnappagatið hjá honum. Plata sem vekur eftirvæntingu og nú bíður maður spenntur eftir myndinni. Scorpions Love at First Sting Of mjúkir? Þýska rokkhljómsveitin Scorpions hefur gert það nokkuð gott undan- farin ár og nýja platan Love at first sting er í nokkuð rökréttu framháldi af því sem piltarnir hafa verið að gera fram að þessu. Hitt er það að ég á ákaflega erfitt með að viðurkenna Scorpions sem hreinræktaða bárujárnssveit (heavy metal). Til þess eru þeir of mjúkir á köflum, en í einstaka lögum slaga þeir hátt upp í hljómsveitirnar í framvarðarsveit þunga rokksins. Óhamingja Scorpions var að missa leiðtogann og gítaristann Michael Schenker á sínum tíma. Bróðir hans Rudolf er að sönnu slyngur gítarleik- ari en fyllir þó ekki í skarðið. Athug- ið að það er kostur að spila Scorpions mjög hátt en gleymið ekki nágrönn- unum. Vel á minnst. Umslagið er eitt af þeini betri. NY YERSLUN %krmt- fískahúðin (gæludýrabúð) Hafnarstræti 94 (bakhús) Kaupvangsstrætismegin verður opnuð laugardag kl. 13. Fjölbreytt úrval/heimsþekkt vörumerki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.