Dagur - 14.12.1984, Blaðsíða 9

Dagur - 14.12.1984, Blaðsíða 9
14. desember 1984 - DAGUR - 9 r r 'ahús aðsetur frarmœkmna nú bœjarskömm U i fluttí tíl Akureyrar 1914 og var það fyrsta fólksbifreiðin sem kom u myndinni sést framhlið Snorrahúss og ólíkt lífiegri en hún er nú; andlit í t laust upp úr aldamótunum. um og naut við það dyggrar aðstoðar góðra manna, lengst af Magnúsar Blöndal. Sigríður býr nú á Akureyri hjá dóttur sinni og tengdasyni, Maríu Rögnvaldsdóttur og sr. Trausta Pét- urssyni. Sigríður er tæplega 95 ára gömul, en hún ber aldurinn vel. Hún er ern og stálminnug á liðna tíð, en sjónin hefur gefið sig. Hún og Rögn- valdur áttu saman 5 börn, sem Sig- ríði tókst með eljusemi að koma vel til manns. Þegar Sigríður tók við útgerðinni voru.erfiðleikatímar í útgerð og þá þegar var tekið að halla undan fæti í Snorrabúð. Og Sigríði tókst ekki að stöðva þá þróun og eftir fimm ára baráttu stóð hún uppi mað barna- hópinn nær eignalaus. Það var á þeim árum sem útgerðarmenn fóru heiðarlega á hausinn, eins og María dóttir hennar orðaði það. Eftir að bankarnir höfðu hirt eignirnar við Strandgötu fór Sigríður með barna- hópinn heim til Neskaupstaðar, í þeirri trú að þar gæti hún unnið fyrir sér og sínum. En það gekk ekki. Þá fór hún til Reykjavíkur og hafði ofan af fyrir sér og sínum með matsölu, fyrst í Lækjargötu 8, þar sem' nú er Kokkhúsið, en síðan í Túngötu 5. Viðskiptavinirnir voru í „föstu fæði", eins og það var kallað, og það var alla tíð fullt hús hjá Sigríði. - Matsalan gekk vel og afrakstur- inn dugði mér til að koma börnunum mínum til manns, sagði Sigríður um Reykjavíkurárin. Eftir að börnin flugu úr hreiðrinu hefur Sigríður dvalið hjá Maríu og sr. Trausta, lengst af á Djúpavogi, þar sem sr. Trausti þjónaði til skamms tíma. Þar bjuggu þau hjónin í 30 ár, enda segir Trausti að Búlandstindur sé falleg- asta fjall á íslandi. % Framsýnir feðgar Snorri var mikill völundur í höndun- um, eins og áður er getið, og til vitnis um það eru fagrir smíðagripir eftir hann, sem prýða heimili Trausta, Maríu og Sigríðar. Þar er líka sófa- sett sem eitt sinn prýddi stofur í Snorrahúsi og er enn eins og nýtt. Rögnvaldur sonur Snorra var líka framsýnn framkvæmdamaður. Hann flutti t.d. til bæjarins fyrsta rafmótor- inn sem hingað kom. Hann var not- aður til að lýsa upp Snorrahúsið og næstu hús. Mótorhúsið var þar sem nú eru ritstjórnarskrifstofur Dags og á efri hæðinni voru böð fyrir almenn- ing, þar sem baðgestir nutu heita vatnsins frá rafmótornum. Baðvörð- ur var Rannveig Gísladóttir, sem nú býr í Hlíð. Baðið mun hafa kostað 25 aura og þarna gátu baðgestir fengið leigð handklæði líka. Fleiri nýjungar flutti Rögnvaldur til bæjarins, t.d. fyrstu fólksbifreiðina sem hingað kom, Ford T árgerð 1914. Að sjálf- sögðu vakti bíllinn mikla athygli og það þótti heilmikið ævintýri fyrir bæjarbúa, þegar Rögnvaldur gaf þeim kost á bílferð frá Oddeyri alla leið til Akureyrar! Síðar flutti Rögn- valdur inn Dixie-Flyer bílinn marg- umtalaða, sem enn er til og í góðu lagi. Hann var lengi í eigu Óskars Ósberg á Akureyri, en hann hefur nú selt hann. Að sögn Sigríðar og Maríu var gott að búa í Snorrahúsi. „Ég á ekk- ert nema fagrar minningar þaðan," sagði María. Verslunin var í austur- endanum á fyrstu hæðinni, en í vest- urendanum var íbúð Snorra. Á hæð- inni yfir versluninni var lagerinn, en í vesturendanum var innréttuð íbúð fyrir Rögnvald og Sigríði. Hún var rúmgóð og henni tilheyrðu svalir fyr- ir endilöngum vesturgaflinum, sem nú eru horfnar. í Snorrabúð var verslað með matvörur og aðrar nauðsynjar til heimilisins, auk þess sem þar var að fá flest sem þurfti til útgerðar. Hér var um vöruskipta- verslun að ræða og oft á tíðum fór Rögnvaldur út í Svarfaðardal og keypti fé á fæti. Meðal skipa sem Snorri og Rögn- valdur gerðu út voru Sæunn, Skarp- héðinn, Sindri og báturinn sem Snorri lauk við að smíða, fársjúkur skömmu fyrir andlátið, fékk nafnið Snorri. Einhverju sinni vildi Snorri ráða nafna sinn Sigfússon sem skip- stjóra á Skarphéðin. Úr því varð ekki, en Skarphéðin dagaði uppi í fjörunni fyrir framan Snorrahús. Snorri lést 1918, frostaveturinn mikla, og dvaldi þá langdvölum á sjúkrahúsinu við Spítalaveg. Þar var löngum kalt í frosthörkunum og lét þá Snorri saga Skarphéðin niður í eldivið til að hita sjúkrahúsið. Snorri og Rögnvaldur verkuðu afla sinna skipa sjálfir og var það að mestu leyti gert á fiskreitum, sem voru þar sem nú er íþróttavöllurinn. Þá var sagt að reitirnir væru „uppi á íslandi". Þarna voru margir aðrir út- gerðarmenn með fiskverkun. Að sögn Sigríðar var leidd slanga úr Glerá að reitunum og þannig fékkst vatn til að þvo fiskinn. Þegar fólkið á Snorrareit hafði saltað fiskinn og þurrkað var honum komið fyrir í pakkhúsinu, sem er sambyggt Snorrahúsi og stendur við Norður- götu. „Ég fékk að fara inn í Snorrahús á dögunum til að skoða það," sagði María um leið og ég var að kveðja þær mæðgur og Trausta. „Ég hafði gaman af því, þó flest sé þar úr sér gengið. Stigarnir sem ég hljóp um krakkinn eru .þeir sömu og ég er viss um að viðirnir í þessu húsi eru góðir. Nógur er að minnsta kosti trekkur- inn," sagði hún kankvi's í lokin. Ég þakka þeim mæðgum og Trausta fyr- ir ánægjulega kvöldstund og mikinn fróðleik um Snorrahús. Sigríður hef- ur frá mörgu fleiru að segja. M.a. gat hún þess, að um tíma hafi verið starf- ræktur kvennaskóli í Snorrahúsi. Hann var á vegum Ingibjargar Torfa- dóttur frá Ólafsdal. 0 Ekki eins slæmt og útlitið gefur til kynna Eins og fram kemur í inngangí þess- arar greinar, er Snorrahúsið nú illa útlítandi. Flestar rúður í húsinu hafa verið brotnar, en síðan hefur verið neglt fyrir gluggagötin með tilfallandi efni. Þar að auki er klæðningin utan á húsinu farin að brotna af hér og þar, þannig að fljótt á litið virðist húsið vera að niðurlotum komið. En kunnáttumenn telja að það sé alls ekki svo slæmt. Húsið hafi verið byggt úr traustum trjám á sínum tíma, sem séu að mestu ófúin, og það sýni sig að Snorri hafi vandað til byggingarinnar. Það þarf að vísu að skipta um allar lagnir í húsinu, endurnýja einangrun, skipta um alla glugga og endurnýja innréttingar. Húsið er sem sé rétt tæplega fokhelt, en gott sem slíkt. Og það er stórt og rúmgott, t.d. er lofthæð talsvert meiri en almennt tíðkast. Það eru ekki mörg ár síðan síðustu íbúarnir fluttu úr Snorrahúsi og oft var þar mannmargt. 1968 hafa verið þar 22 íbúar, sem skiptust á fjórar fjölskyldur, og oft á tíðum mun hafa verið fjölmennara í húsinu. „Ég þekki ekki mikið til þessa húss, en það er stórt og ljóst að vel hefur verið vandað til þess. í upp- hafi," sagði Jóhannes Hermundarson í samtali við Dag, en hann hefur mik- inn áhuga á að gömlum húsum á Oddeyrinni sé sýnd viðeigandi virð- ing og viðhald. „Ég held að Snorri hafi verið ömmubróðir Gísla Jóns- sonar, menntaskólakennara, þannig að ég held að Gísli ætti að líta til þessa húss ekki síður en Laxdals- hússins. Ég man eftir stakkstæðum þar sem bílastæðin ykkar á Degi eru núna og þar sem ykkar hús stendur var fyrsta baðhús Akureyringa, að því er ég best veit. Ég er viss um að þetta hús er langt frá því að vera ónýtt. Það þarf ekki annað en að horfa á mæninn á húsinu til að sjá að það er ósligað. í grind- inni eru heljarmikil tré, sem eru höggvin saman, og það loftar alltaf aðeins um öll timburhús, þannig að þau fúna ekki nema þá undir gluggum. Hitt er svo annað mál, ef á að gera það upp, þá er það eins og að taka við fokheldu. En útlitið á þessu húsi er að verða til sárrar skammar, eins og raunar allt er að verða hér á Eyrinni. Það er eins og þeir hafi ekki nokkurn áhuga á að halda þessu við og lagfæra. Mesta óhappaverk sem hefur verið unnið var þegar kaupfé- lagið rauk til og lét mölva niður Norðurpólinn. Fyrst sökktu þeir Snæfellinu og svo kórónuðu þeir skömmina með því að rífa Norður- pólinn, sem var sögufrægt hús. Það var eins með það, það var orðið illa útlítandi, en það var mikið eftir í því húsi." sagði Jóhannes Hermundar- on. % Þótti gott hús „Þetta þótti gott hús, það var ekki kalt og þarna var vítt til veggja," sagði Sigurbjörn Bjarnason í samtali við Dag, en hann bjó í Snorrahúsi ásamt foreldrum sínum, Bjarna Hall- Sjá næstu síðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.