Dagur - 14.12.1984, Blaðsíða 16
Akureyri, föstudagur 14. desember 1984
Verslunareigendur.
Starfsmannahópar!
Munið að panta matinn tímanlega
fyrir „Litlu jólin“.
Jökull hf. á Raufarhöfn:
Reynt að hefja
vinnslu í janúar
„Ég er auðvitað ánægður með
þá afgreiðslu Framkvæmda-
stofnunar að Byggðasjóður
taki þátt í þeirri uppbyggingu
sem hér stendur fyrir dyrum,
og nú er stefnt að því að hefj-
ast handa strax,“ sagði Hólm-
steinn Björnsson fram-
kvæmdastjóri Jökuls hf. á
Raufarhöfn er blaðamaður
Dags ræddi við hann í gær.
Fulltrúi Framkvæmdastofnun-
ar var á Raufarhöfn á miðviku-
dag að kynna sér aðstæður eft-
ir brunann mikla hjá Jökli sl.
mánudag og í framhaldi af því
hefur verið ákveðið að hefjast
handa.
„Við byrjum á að koma þaki á
húsið og ætlum okkur að reyna
að koma af stað einhverri vinnslu
síðari hluta janúar,“ sagði Hólm-
steinn. „Það þarf að gera við
þetta hús að einhverju leyti því
það þarf að nota það þótt ráðist
verði í nýbyggingu sem nær ör-
„Ríður á að
sýna samstöðu"
- segir Stefán Valgeirsson alþingis-
maður, um vandamál Raufarhafnarbúa
„Þau ummæli Halldórs Blön-
dals alþingismanns að það sé
óeðlileg þróun að kaupfélögin
Skagafjörður:
Uppboðs-
beiðnum
hefur fjölgað
- Það er greinilegt að upp-
boðsbeiðnum hefur fjölgað en
hins vegar er oft um mjög lágar
upphæöir að ræða og cngin
sala á opinberu uppboði hefur
farið fram hér það sem af er
þessu ári.
Þetta sagði Halldór Jónsson,
bæjarfógeti á Sauðárkróki og
sýslumaður í Skagafjarðarsýslu
er við spuröum hann um umfang
nauðungaruppboða í ár.
Halldór sagði að engin skip
væru undir hamrinum nú og ekk-
ert yrði af nauðungaruppboði á
Hegranesinu, togara Utgerðar-
félags Skagfirðinga, sem auglýst
var fyrir skömmu. - ESE
á svæðinu verði hluthafar í
Jökli hf. lýsa einungis skiln-
ingsleysi hans á þeim vanda
sem við er að etja á Raufar-
höfn,“ sagði Stefán Valgeirs-
son alþingismaður er Dagur
bar undir hann ummæli Hall-
dórs Blöndals sem birtust í
Morgunblaðinu sl. miðviku-
dag.
„Vandi Raufarhafnarbúa sem
er mikill verður ekki leystur án
samvinnu fjölmargra aðila. Málið
horfir nú betur eftir samþykkt
Framkvæmdastofnunar um að
Byggðasjóður hlaupi undir
bagga, en það breytir ekki spurn-
ingunni um aðild kaupfélaganna
að uppbyggingu fyrirtækisins.
Kaupfélögin á hverju svæði eru
ekkert annað en það fólk sem þar
býr. Vegna þess að það hefur
dregist að opinberir aðilar hafi
tekið á vanda Jökuls hefur það
verið rætt á hvern hátt kaupfélög-
in gætu komið þarna inn í. Það
ríður á að menn sýni samstöðu
um að leysa þennan vanda sem
við er að etja á Raufarhöfn, hann
er mikill og hann verður að
Ieysa,“ sagði Stefán Valgeirsson.
ak-
ugglega verður ofan á. Þær teikn-
ingar sem búið var að gera að
nýju húsi miðuðust við það að
nota eldra húsið að einhverju
leyti, t.d. sem saltfiskverkun."
„Það verður unnið í þessu máli
og því fylgt eftir,“ sagði Stefán
Guðmundsson alþingismaður og
formaður stjórnar Framkvæmda-
stofnunar er blaðamaður Dags
ræddi við hann. „Það hljóta allir
að sjá hversu brýnt er að tekið
verði á málum á Raufarhöfn, en
það hefur ekki verið tekin endan-
leg ákvörðun um það hvort húsið
sem brann verður endurbyggt
eða nýtt byggt strax.“
- Þess má að lokum geta að í
gærmorgun fóru fimm konur frá
Raufarhöfn í fiskvinnslu á
Þórshöfn. Flestar hinar konurnar
sem unnu í fiskvinnslu hjá Jökli
vinna nú hins vegar við það að
þrífa til í brunarústunum og flýta
þannig fyrir því að vinnsla geti
hafist aftur eins og stefnt er að í
janúar. gk-.
Fiskurinn í frystigeymslum Jökuls slapp óskemmdur. Mynd: HS
Þorskaflinn á Norðurlandi:
Nánast jafn mikill
afli og á sl. ári
Þorskafli sem barst að landi á
Norðurlandi fyrstu 11 mánuði
ársins er rúmlega 61 þúsund
tonn og er 391 tonni meiri en
sömu mánuði ársins 1983.
Þetta kemur fram í tölum
Fiskifélags íslands sem blaðinu
hafa borist.
Ef litið er á þorskafla togara á
Norðurlandi fyrstu 11 mánuði
ársins þá nemur hann 46.803
tonnum en var á sama tíma sl. ár
43.233 tonn. Er þar um 3.570
tonna aukningu að ræða. Þorsk-
afli bátaflota Norðlendinga fyrstu
11 mánuði ársins er 14.649 tonn
en var sömu 11 mánuði sl. árs
17.828 og er því um nokkurn
samdrátt að ræða á þeim víg-
stöðvum.
Til Akureyrar hefur borist
mest af þorski fyrstu 11 mánuði
ársins, 9.940 tonn á móti 6.889
tonnum á síðasta ári. Ólafsfjörð-
ur er næstur í röðinni með 7.149
tonn en það er aflaminnkun um
1.272 tonn. Aðrir staðir sem eru
með yfir 5.000 tonna þorskafla
fyrstu 11 mánuði ársins eru Dal-
vík með 6.867 tonn, Skagaströnd
með 6.513 tonn, Sauðárkrókur
með 6.039 tonn, Húsavík með
5.829 tonn og Siglufjörður með
5.224 tonn. A Dalvík og Siglu-
firði er um nokkra aflaminnkun
að ræða en Húsavík nánast
stendur í stað.
Heildaraflinn á Norðurlandi
fyrstu 11 mánuði ársins er
253.426 tonn á móti 146.919
tonnum á sl. ári. Munar þar
mestu um loðnuaflann sem á
fyrstu 11 mánuðum ársins er tæp
150 þúsund tonn á móti tæplega
50 þúsund tonnum á sl. ári. gk-.
BB'Bp " UW fjpiU^-felrwTJ m ■'*!; Suðlæg átt verður ríkj- andi á Norðurlandi um helgina sem í hönd fer. Samkvæmt upplýsing- um Veðurstofunnar verður hlýtt og rigning verður öðru hverju. Á mánudag er svo gert ráð fyrir því að kólna muni eitthvað. Jólatré ★ Jólatré ★ Jólatré Jólatré 50 cm á hæð Jólatré 100 cm á hæð Jólatré 130 cm á hæð Jólatrésseríur í úrvali