Dagur - 14.12.1984, Blaðsíða 8

Dagur - 14.12.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 14. desember 1984 SZ-:r ¦:#. - í - ."'"-' tff&i - ^4/ hverju er þessi hjallur ekki rifinn, það er hræðilegt að sjá hús- ið svona útlítandi í miðjum bœ, sagði einn ónefndur, sem heim- sótti ritstjórn Dags á dögunum. Hann átti við svonefnt „Snorra- hús", Strandgötu 29, sem kennt er við Snorra Jónsson, timb- urmann og kaupmann á Akureyri. Hann byggði þetta hús skömmufyrir aldamót, að því er virðist 1894. En á nœstu árum er Snorri stöðugt að bæta við lóð sína og byggja, geymslur, fjós og hlöðu, svo eitthvað sé nefnt. Síðar komust mannvirkin í eigu Smjörlíkisgerðar Ak- ureyrar, sem er þing- lýstur eigandi að Strandgötu 29 enn þann dag í dag. Dagur keypti hins vegar verk- smiðjuhúsið og endur- byggði, sem ritstjórnar- skrifstofur og prent- smiðju. Snorri Jónsson var Svarfdælingur að uppruna, en bjó lengst af á Akur- eyri. Hans er minnst á eftirfarandi hátt í íslendingi frá 25. janúar 1918: „Snorri Jónsson, kaupmaður á Oddeyri, lést að morgni þess 18. þ.m., 69 ára gamall. Hann var fædd- ur 7. júlí 1848 að Hólárkoti í Skíða- dal, þar bjuggu foreldrar hans við mestu fátækt. Var hann hjá þeim fram yfir fermingaraldur, eða þar til hann réðist í vinnumennsku. í vinnu- mennsku var hann á Upsum og Sauðanesi þar til hann sigldi til Dan- merkur 24ra ára. Lærði hann þar stórskipasmíði, en að því námi loknu var hann í nokkur ár í siglingum út um heim sem timburmaður. Fyrsta árið eftir að hann kom heim til ís- lands var hann í Hvammi í Höfða- hverfi, en síðan alltaf á Akureyri. Settist hann að hér í bæ fyrir tæpum 40 árum; lagði hann fyrst stund á skipa- og húsasmíði, uns hann byrj- aði kaupskap, í fyrstu aðallega trjá- viðarverslun. Fyrir rúmum 20 árum byrjaði hann á sjávarútgerð og hefir rekið hana síðan jafnhliða verslun- inni. Hefir hann því brotist í mörgu og þótt jafn hygginn og jafn atorku- samur í öllu, enda græddist honum brátt fé, þótt efnalaus kæmi frá Dan- mörku, svo hann er nú talinn með efnaðri mönnum þessa bæjarfélags. Hann kvongaðist í Danmörku og gekk að eiga Lovísu Loftsdóttur, bónda á Sauðanesi í Svarfaðardal. Varð þeim hjónum þriggja sona auð- ið: 1. Jón, dó á öðru ári. 2. Rögnvaldur, kaupmaður á Oddeyri. 3. Gunnar, verslunarmaður. Var hjónaband þeirra hið besta og ástúðlegasta í alla staði, enda var frú Lovísa fyrirmyndar húsmóðir og móðir; hún andaðist 1907 og var mjög harmdauði, einkum manni sín- um og börnum. Með Snorra sáluga Jónssyni á þessi bær á bak að sjá einum af elstu og merkustu borgurum sínum og mun vandfyllt það skarð. Snorri sálugi var orðlagðurelju- og atorkumaður, fáskiptinn, en fastur fyrir og fylginn sér þar sem hann Iagðist á. Hjálpsamur var hann og raungóður og tryggur vinur vina sinna. Mun þessi bær lengi geyma minn- ingu hans." % Þér og þínu húsi Matthías Jochumsson orti eftir Snorra og segir þar m.a.: Sárt og sviplega sá ég þig, vinur, í dauðans grimmu greipum; blöskraði mér og ég bað til Guðs þú þyrftir ei lengi að þjást. Nú er allt vel og nú skal færa þrjátíu ára þakkir, fyrir velgerðir, . fyrir vináttu - þér og þínu húsi. Hvað er líf? Hvað er starfsemi? Er eigi hvoru tveggja eilíft? Vaki þú vinur, vinnan kallar - vinnan í víngarði Guðs. % Sjúkdómurinn var krabbamein í Norðurlandi 13. febrúar 1918 er Snorra minnst á veglegan hátt. Þar segir m.a. um þennan atorkumann: „Hinn 18. f.m. árdegis féll fyrir hörkutökum Elli, eftir harða viður- eign einn af mikilhæfustu borgurum Akureyrar: Snorri Jónsson kaup- maður og útgerðarmaður. Hann hafði verið sjúkur um tveggja ára bil af sjúkdómi þeim er varð honum að fjörlesti og borið hann með svo óbif- andi þreki og karlmennsku sem ekki væri að og hann væri heill heilsu. Sagði hann að það mundi vera gigt- veiki, er væri að leika sér við sig, þegar hann fékk þyngstu þrautahvið- urnar og sér skánaði best við vinnu. Var hann þá vís til að fara og hamast við skipasmíði nokkrar klukkustund- ir í senn. Um jólaleytið var gerður holdskurður á honum, eins og áður er getið hér í blaðinu, en sjúkdómur- inn var krabbamein svo ekki varð að gert. Lá Snorri á sjúkrahúsinu um hríð, en mun svo hafa séð til hvers mundi draga og lét flytja sig heim. Hann fékk hægt og rólegt andlát. Snorri Jónsson mun vera annar sá maður sem bestan og mestan þátt hefir átt í vexti Oddeyrar fram að síðustu árum. Hann var um mörg ár einhver stærsti atvinnurekandi og mesti atvinnuveitandi í bænum og kom að mörgu við bæjarmál bæði á einn og annan veg og það bæði með hyggindum og lipurð, eins og honum var lagið í hvívetna. í daglegu hátt- erni var hann prúðmenni, ávallt stilltur og blátt áfram, ávallt eitthvað að iðja árla og síðla, skapmikill að eðlisfari, en kunni manna best að stilla það í hóf, óhlutdeilinn, orðfár hversdagslega og þungur fyrir. í hópi kunningja var hann glaðvær og skemmtilegur og vinum sínum tryggur, ekki síst ef í raun komu. - Jarðarför hans fór fram 30. jan. að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra Björn í Laufási flutti húskveðju á heimilinu, en Geir vfgslubiskup ræðu í kirkjunni og um allan bæinn blöktu fánar í hálfa stöng. Þann daginn var veður gott og milt, en harðviðri og hríð á undan og eftir, svo segja mætti að hamingjan hefði fylgt Snorra Jónssyni alla leið til grafar, en það er og víst að um hann er það sannmæli, að hver er sinnar hamingju smiður." 0 í hessíanfötum til Köben Það er ljóst af framansögðu, að Snorri Jónsson hefur ekki verið neinn venjulegur maður. Hann var snemma orðlagður fyrir hagleik sinn heima í sinni sveit, en fjölskylda hans var fátæk. En hann lét það ekki aftra sér frá því að fara til Kaupmanna- hafnar til að læra smíðar. Sagt er að hann hafi haldið utan í fötum saum- uðum úr hessíanstriga og pyngjan var létt. En það var til mikils að vinna. Meginástæðan fyrir því að Snorri fór utan mun hafa verið sú, að æskuunnusta hans, Lovísa Loftsdótt- ir, var þegar farin til Kaupmannahafn- ar. Hún var af efnuðu fóíki komin og Snorri þótti henni ekki samboðinn. Þess vegna sendu foreldrar hennar hana til Kaupmannahafnar, í þeirri von að hún gleymdi Snorra. . En Snorri gafst ekki upp og hann gekk að eiga Lovísu í Kaupmannahöfn. Eftir lát Snorra tók Rögnvaldur sonur hans við rekstrinum. En hans naut ekki lengi við, því hann lést á Siglufirði úr bráðri lungnabólgu árið 1923. Þá var hann á leið til Reykja- víkur með strandferðaskipi. Eftir lát hans tók ekkja hans, Sigríður Sveins- dóttir frá Neskaupstað, við rekstrin- Hús sem áður var Svarfdœlinga er / <ymm WS Á et'slu myndinni er T módelið af Ford, sem Rögnvaldur Snorrason flutti til bæjarins. Á litlu myndinni til hægri er Dixie-Flyerinn og á hinni lillu niyinl hverjum glugga. Á neðstu myndinni er Snorrahús eins og það leit út laust i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.