Dagur - 14.12.1984, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 14. desember 1984
- Af hverju er þessi
hjallur ekki rifinn, það
er hrœðilegt að sjá hús-
ið svona útlítandi í
miðjum bœ, sagði einn
ónefndur, sem heim-
sótti ritstjórn Dags á
dögunum. Hann átti
við svonefnt „Snorra-
hús“, Strandgötu 29,
sem kennt er við
Snorra Jónsson, timb-
urmann og kaupmann
á Akureyri. Hann
byggði þetta hús
skömmu fyrir aldamót,
að því er virðist 1894.
En á nœstu árum er
Snorri stöðugt að bœta
við lóð sína og byggja,
geymslur, fjós og
hlöðu, svo eitthvað sé
nefnt. Síðar komust
mannvirkin í eigu
Smjörlíkisgerðar Ak-
ureyrar, sem er þing-
lýstur eigandi að
Strandgötu 29 enn
þann dag í dag. Dagur
keypti hins vegar verk-
smiðjuhúsið og endur-
byggði, sem ritstjórnar-
skrifstofur og prent-
smiðju.
Snorri Jónsson var Svarfdælingur
að uppruna, en bjó lengst af á Akur-
eyri. Hans er minnst á eftirfarandi
hátt í íslendingi frá 25. janúar 1918:
„Snorri Jónsson, kaupmaður á
Oddeyri, lést að morgni þess 18.
þ.m., 69 ára gamall. Hann var fædd-
ur 7. júlí 1848 að Hólárkoti í Skíða-
dal, þar bjuggu foreldrar hans við
mestu fátækt. Var hann hjá þeim
fram yfir fermingaraldur, eða þar til
hann réðist í vinnumennsku. í vinnu-
mennsku var hann á Upsum og
Sauðanesi þar til hann sigldi til Dan-
merkur 24ra ára. Lærði hann þar
stórskipasmíði, en að því námi loknu
var hann í nokkur ár í siglingum út
um heim sem timburmaður. Fyrsta
árið eftir að hann kom heim til ís-
lands var hann í Hvammi í Höfða-
hverfi, en síðan alltaf á Akureyri.
Settist hann að hér í bæ fyrir tæpum
40 árum; lagði hann fyrst stund á
skipa- og húsasmíði, uns hann byrj-
aði kaupskap, í fyrstu aðallega trjá-
viðarverslun. Fyrir rúmum 20 árum
byrjaði hann á sjávarútgerð og hefir
Snorrahús
- Hús sem áður var aðsetnr framsœkinna
Svarfdœlinga er nú bœjarskömm
14. desember 1984 - DAGUR - 9
jr v*
rekið hana síðan jafnhliða verslun-
inni. Hefir hann því brotist í mörgu
og þótt jafn hygginn og jafn atorku-
samur í öllu, enda græddist honum
brátt fé, þótt efnalaus kæmi frá Dan-
mörku, svo hann er nú talinn með
efnaðri mönnum þessa bæjarfélags.
Hann kvongaðist í Danmörku og
gekk að eiga Lovísu Loftsdóttur,
bónda á Sauðanesi í Svarfaðardal.
Varð þeim hjónum þriggja sona auð-
ið:
1. Jón, dó á öðru ári.
2. Rögnvaldur, kaupmaður á
Oddeyri.
3. Gunnar, verslunarmaður.
Var hjónaband þeirra hið besta og
ástúðlegasta í alla staði, enda var frú
Lovísa fyrirmyndar húsmóðrr og
móðir; hún andaðist 1907 og var
mjög harmdauði, einkum manni sín-
um og börnum.
Með Snorra sáluga Jónssyni á þessi
bær á bak að sjá einum af elstu og
merkustu borgurum sínum og mun
vandfyllt það skarð.
Snorri sálugi var orðlagður elju- og
atorkumaður, fáskiptinn, en fastur
fyrir og fylginn sér þar sem hann
lagðist á. Hjálpsamur var hann og
raungóður og tryggur vinur vina
sinna.
Mun þessi bær lengi geyma minn-
ingu hans.“
0 Pér og þínu húsi
Matthías Jochumsson orti eftir
Snorra og segir þar m.a.:
Sárt og sviplega
sá ég þig, vinur,
í dauðans grimmu greipum;
blöskraði mér
og ég bað til Guðs
þú þyrftir ei lengi að þjást.
Nú er allt vel
og nú skal færa
þrjátíu ára þakkir,
fyrir velgerðir,
fyrir vináttu -
þcr og þínu húsi.
Hvað er líf?
Hvað er starfsemi?
Er eigi hvoru tveggja eilíft?
Vaki þú vinur,
vinnan kallar -
vinnan í víngarði Guðs.
% Sjúkdómurinn
var krabbamein
í Norðurlandi 13. febrúar 1918 er
Snorra minnst á veglegan hátt. Þar
segir m.a. um þennan atorkumann:
„Hinn 18. f.m. árdegis féll fyrir
hörkutökum Elli, eftir harða viður-
eign einn af mikilhæfustu borgurum
Akureyrar: Snorri Jónsson kaup-
maður og útgerðarmaður. Hann
hafði verið sjúkur um tveggja ára bil
af sjúkdómi þeim er varð honum að
fjörlesti og borið hann með svo óbif-
andi þreki og karlmennsku sem ekki
væri að og hann væri heill heilsu.
Sagði hann að það mundi vera gigt-
veiki, er væri að leika sér við sig,
þegar hann fékk þyngstu þrautahvið-
urnar og sér skánaði best við vinnu.
Var hann þá vís til að fara og hamast
við skipasmíði nokkrar klukkustund-
ir í senn. Um jólaleytið var gerður
holdskurður á honum, eins og áður
er getið hér í blaðinu, en sjúkdómur-
inn var krabbamein svo ekki varð að
gert. Lá Snorri á sjúkrahúsinu um
hríð, en mun svo hafa séð til hvers
mundi draga og lét flytja sig heim.
Hann fékk hægt og rólegt andlát.
Snorri Jónsson mun vera annar sá
maður sem bestan og mestan þátt
hefir átt í vexti Oddeyrar fram að
síðustu árum. Hann var um mörg ár
einhver stærsti atvinnurekandi og
mesti atvinnuveitandi í bænum og
kom að mörgu við bæjarmál bæði á
einn og annan veg og það bæði með
hyggindum og lipurð, eins og honum
var lagið í hvívetna. í daglegu hátt-
erni var hann prúðmenni, ávallt
stilltur og blátt áfram, ávallt eitthvað
að iðja árla og síðla, skapmikill að
eðlisfari, en kunni manna best að
stilla það í hóf, óhlutdeilinn, orðfár
hversdagslega og þungur fyrir. í hópi
kunningja var hann glaðvær og
skemmtilegur og vinum sínum
tryggur, ekki síst ef í raun komu. -
Jarðarför hans fór fram 30. jan. að
viðstöddu miklu fjölmenni. Séra
Björn í Laufási flutti húskveðju á
heimilinu, en Geir vígslubiskup ræðu
í kirkjunni og um allan bæinn blöktu
fánar í hálfa stöng. Þann daginn var
veður gott og milt, en harðviðri og
hríð á undan og eftir, svo segja mætti
að hamingjan hefði fylgt Snorra
Jónssyni alla leið til grafar, en það er
og víst að um hann er það sannmæli,
að hver er sinnar hamingju smiður.“
% í hessíanfötum
til Köben
Það er Ijóst af framansögðu, að
Snorri Jónsson hefur ekki verið
neinn venjulegur maður. Hann var
snemma orðlagður fyrir hagleik sinn
heima í sinni sveit, en fjölskylda hans
var fátæk. En hann lét það ekki aftra
sér frá því að fara til Kaupmanna-
hafnar til að læra smíðar. Sagt er að
hann hafi haldið utan í fötum saum-
uðum úr hessíanstriga og pyngjan
var létt. En það var til mikils að
vinna. Meginástæðan fyrir því að
Snorri fór utan mun hafa verið sú, að
æskuunnusta hans, Lovísa Loftsdótt-
ir, var þegar farin til Kaupmannahafn-
ar. Hún var af efnuðu fólki komin og
Snorri þótti henni ekki samboðinn.
Þess vegna sendu foreldrar hennar
hana til Kaupmannahafnar, í þeirri
von að hún gleymdi Snorra. En
Snorri gafst ekki upp og hann gekk
að eiga Lovísu í Kaupmannahöfn.
Eftir lát Snorra tók Rögnvaldur
sonur hans við rekstrinum. En hans
naut ekki lengi við, því hann lést á
Siglufirði úr bráðri lungnabólgu árið
1923. Þá var hann á leið til Reykja-
víkur með strandferðaskipi. Eftir lát
hans tók ekkja hans, Sigríður Sveins-
dóttir frá Neskaupstað, við rekstrin-
jrC
h
I
r* jif
rrf '
1 a
i *
.
Á efstu myndinni er T módelið af Ford, sem Rögnvaldur Snorrason flutti til Akureyrar 1914 og var það fyrsta fólksbifreiðin sem kom
til bæjarins. Á litlu myndinni til hægri er Dixie-Flyerinn og á hinni litlu myndinni sést framhlið Snorrahúss og ólíkt líflegri en hún er nú; andlit í
hverjum glugga. Á neðstu myndinni er Snorrahús eins og það leit út laust upp úr aldamótunum.
um og naut við það dyggrar aðstoðar
góðra manna, lengst af Magnúsar
Blöndal.
Sigríður býr nú á Akureyri hjá
dóttur sinni og tengdasyni, Maríu
Rögnvaldsdóttur og sr. Trausta Pét-
urssyni. Sigríður er tæplega 95 ára
gömul, en hún ber aldurinn vel. Hún
er ern og stálminnug á liðna tíð, en
sjónin hefur gefið sig. Hún og Rögn-
valdur áttu saman 5 börn, sem Sig-
ríði tókst með eljusemi að koma vel
til manns.
Þegar Sigríður tók við útgerðinni
voru.erfiðleikatímar í útgerð og þá
þegar var tekið að halla undan fæti í
Snorrabúð. Og Sigríði tókst ekki að
stöðva þá þróun og eftir fimm ára
baráttu stóð hún uppi mað barna-
hópinn nær eignalaus. Það var á
þeim árum sem útgerðarmenn fóru
heiðarlega á hausinn, eins og María
dóttir hennar orðaði það. Eftir að
bankarnir höfðu hirt eignirnar við
Strandgötu fór Sigríður með barna-
hópinn heim til Neskaupstaðar, í
þeirri trú að þar gæti hún unnið fyrir
sér og sínum. En það gekk ekki. Þá
fór hún til Reykjavíkur og hafði ofan
af fyrir sér og sínum með matsölu,
fyrst í Lækjargötu 8, þar sem nú er
Kokkhúsið, en síðan í Túngötu 5.
Viðskiptavinirnir voru í „föstu fæði“,
eins og það var kallað, og það var
alla tíð fullt hús hjá Sigríði.
- Matsalan gekk vel og afrakstur-
inn dugði mér til að koma börnunum
mínum til manns, sagði Sigríður um
Reykjavíkurárin. Eftir að börnin
flugu úr hreiðrinu hefur Sigríður
dvalið hjá Maríu og sr. Trausta,
lengst af á Djúpavogi, þar sem sr.
Trausti þjónaði til skamms tíma. Þar
bjuggu þau hjónin í 30 ár, enda segir
Trausti að Búlandstindur sé falleg-
asta fjall á íslandi.
0 Framsýnir
feðgar
Snorri var mikill völundur í höndun-
um, eins og áður er getið, og til vitnis
um það eru fagrir smíðagripir eftir
hann, sem prýða heimili Trausta,
Maríu og Sigríðar. Þar er líka sófa-
sett sem eitt sinn prýddi stofur í
Snorrahúsi og er enn eins og nýtt.
Rögnvaldur sonur Snorra var líka
framsýnn framkvæmdamaður. Hann
flutti t.d. til bæjarins fyrsta rafmótor-
inn sem hingað kom. Hann var not-
aður til að lýsa upp Snorrahúsið og
næstu hús. Mótorhúsið var þar sem
nú eru ritstjórnarskrifstofur Dags og
á efri hæðinni voru böð fyrir almenn-
ing, þar sem baðgestir nutu heita
vatnsins frá rafmótornum. Baðvörð-
ur var Rannveig Gísladóttir, sem nú
býr í Hlíð. Baðið mun hafa kostað 25
aura og þarna gátu baðgestir fengið
leigð handklæði líka. Fleiri nýjungar
flutti Rögnvaldur til bæjarins, t.d.
fyrstu fólksbifreiðina sem hingað
kom, Ford T árgerð 1914. Að sjálf-
sögðu vakti bíllinn mikla athygli og
það þótti heilmikið ævintýri fyrir
bæjarbúa, þegar Rögnvaldur gaf
þeim kost á bílferð frá Oddeyri alla
leið til Akureyrar! Síðar flutti Rögn-
valdur inn Dixie-Flyer bílinn marg-
umtalaða, sem enn er til og í góðu
lagi. Hann var lengi í eigu Óskars
Ósberg á Akureyri, en hann hefur
nú selt hann.
Að sögn Sigríðar og Maríu var
gott að búa í Snorrahúsi. „Ég á ekk-
ert nema fagrar minningar þaðan,“
sagði María. Verslunin var í austur-
endanum á fyrstu hæðinni, en í vest-
urendanum var íbúð Snorra. Á hæð-
inni yfir versluninni var lagerinn, en
í vesturendanum var innréttuð íbúð
fyrir Rögnvald og Sigríði. Hún var
rúmgóð og henni tilheyrðu svalir fyr-
ir endilöngum vesturgaflinum, sem
nú eru horfnar. í Snorrabúð var
verslað með matvörur og aðrar
nauðsynjar til heimilisins, auk þess
sem þar var að fá flest sem þurfti til
útgerðar. Hér var um vöruskipta-
verslun að ræða og oft á tíðum fór
Rögnvaldur út í Svarfaðardal og
keypti fé á fæti.
Meðal skipa sem Snorri og Rögn-
valdur gerðu út voru Sæunn, Skarp-
héðinn, Sindri og báturinn sem
Snorri lauk við að smíða, fársjúkur
skömmu fyrir andlátið, fékk nafnið
Snorri. Einhverju sinni vildi Snorri
ráða nafna sinn Sigfússon sem skip-
stjóra á Skarphéðin. Úr því varð
ekki, en Skarphéðin dagaði uppi í
fjörunni fyrir framan Snorrahús.
Snorri lést 1918, frostaveturinn
mikla, og dvaldi þá langdvölum á
sjúkrahúsinu við Spítalaveg. Þar var
löngum kalt í frosthörkunum og lét
þá Snorri saga Skarphéðin niður í
eldivið til að hita sjúkrahúsið.
Snorri og Rögnvaldur verkuðu afla
sinna skipa sjálfir og var það að
mestu leyti gert á fiskreitum, sem
voru þar sem nú er íþróttavöllurinn.
Þá var sagt að reitirnir væru „uppi á
íslandi". Þarna voru margir aðrir út-
gerðarmenn með fiskverkun. Að
sögn Sigríðar var leidd slanga úr
Glerá að reitunum og þannig fékkst
vatn til að þvo fiskinn. Þegar fólkið
á Snorrareit hafði saltað fiskinn og
þurrkað var honum komið fyrir í
pakkhúsinu, sem er sambyggt
Snorrahúsi og stendur við Norður-
götu.
„Ég fékk að fara inn í Snorrahús á
dögunum til að skoða það,“ sagði
María um leið og ég var að kveðja
þær mæðgur og Trausta. „Ég hafði
gaman af því, þó flest sé þar úr sér
gengið. Stigarnir sem ég hljóp um
krakkinn eru .þeir sömu og ég er viss
um að viðirnir í þessu húsi eru góðir.
Nógur er að minnsta kosti trekkur-
inn,“ sagði hún kankvís í lokin. Ég
þakka þeim mæðgum og Trausta fyr-
ir ánægjulega kvöldstund og mikinn
fróðleik um Snorrahús. Sigríður hef-
ur frá mörgu fleiru að segja. M.a. gat
hún þess, að um tíma hafi verið starf-
ræktur kvennaskóli í Snorrahúsi.
Hann var á vegum Ingibjargar Torfa-
dóttur frá Ólafsdal.
% Ekki eins slœmt
og útlitið
gefur til kynna
Eins og fram kemur í inngangi þess-
arar greinar, er Snorrahúsið nú illa
útlítandi. Flestar rúður í húsinu hafa
verið brotnar, en síðan hefur verið
neglt fyrir gluggagötin með tilfallandi
efni. Þar að auki er klæðningin utan
á húsinu farin að brotna af hér og
þar, þannig að fljótt á litið virðist
húsið vera að niðurlotum komið. En
kunnáttumenn telja að það sé alls
ekki svo slæmt. Húsið hafi verið
byggt úr traustum trjám á sínum
tíma, sem séu að mestu ófúin, og það
sýni sig að Snorri hafi vandað til
byggingarinnar. Það þarf að vísu að
skipta um allar lagnir í húsinu,
endurnýja einangrun, skipta um alla
glugga og endurnýja innréttingar.
Húsið er sem sé rétt tæplega fokhelt,
en gott sem slíkt. Og það er stórt og
rúmgott, t.d. er lofthæð talsvert
meiri en almennt tíðkast.
Það eru ekki mörg ár síðan síðustu
íbúarnir fluttu úr Snorrahúsi og oft
var þar mannmargt. 1968 hafa verið
þar 22 íbúar, sem skiptust á fjórar
fjölskyldur, og oft á tíðum mun hafa
verið fjölmennara í húsinu.
„Ég þekki ekki mikið til þessa
húss, en það er stórt og ljóst að vel
hefur verið vandað til þess í upp-
hafi,“ sagði Jóhannes Hermundarson
í samtali við Dag, en hann hefur mik-
inn áhuga á að gömlum húsum á
Oddeyrinni sé sýnd viðeigandi virð-
ing og viðhald. „Ég held að Snorri
hafi verið ömmubróðir Gísla Jóns-
sonar, menntaskólakennara, þannig
að ég held að Gísli ætti að líta til
þessa húss ekki síður en Laxdals-
hússins. Ég man eftir stakkstæðum
þar sem bílastæðin ykkar á Degi eru
núna og þar sem ykkar hús stendur
var fyrsta baðhús Akureyringa, að
því er ég best veit.
Ég er viss um að þetta hús er langt
frá því að vera ónýtt. Það þarf ekki
annað en að horfa á mæninn á húsinu
til að sjá að það er ósligað. í grind-
inni eru heljarmikil tré, sem eru
höggvin saman, og það loftar alltaf
aðeins um öll timburhús, þannig að
þau fúna ekki nema þá undir
gluggum. Hitt er svo annað mál, ef á
að gera það upp, þá er það eins og að
taka við fokheldu. En útlitið á þessu
húsi er að verða til sárrar skammar,
eins og raunar allt er að verða hér á
Eyrinni. Það er eins og þeir hafi ekki
nokkurn áhuga á að halda þessu við
og lagfæra. Mesta óhappaverk sem
hefur verið unnið var þegar kaupfé-
lagið rauk til og lét mölva niður
Norðurpólinn. Fyrst sökktu þeir
Snæfellinu og svo kórónuðu þeir
skömmina með því að rífa Norður-
pólinn, sem var sögufrægt hús. Það
var eins með það, það var orðið illa
útlítandi, en það var mikið eftir í því
húsi,“ sagði Jóhannes Hermundar-
on.
0 Þótti gott hús
„Þetta þótti gott hús, það var ekki
kalt og þarna var vítt til veggja,"
sagði Sigurbjörn Bjarnason í samtali
við Dag, en hann bjó í Snorrahúsi
ásamt foreldrum sínum. Bjarna Hall-
Siá næstu síðu.