Dagur


Dagur - 14.01.1985, Qupperneq 8

Dagur - 14.01.1985, Qupperneq 8
8 - DAGUR - 14. janúar 1985 Þóroddur F. Þóroddsson skrifar: Er mengun frá álverum Alcan? Fýlan er ekki úr Glerá Nokkuð hefur borið á lykt frá Sambandsverksmiðjunum í stillunum að undanförnu. Hef- ur fólk talið að lyktin, sem er svipuð brennisteinslykt, kæmi úr Gleránni en svo mun þó ekki vera samkvæmt þeim upplýsingum sem blaðið aflaði sér hjá heilbrigðisfulltrúa Ak- ureyrarbæjar. - Það hefur verið við okkur rætt vegna þessarar lyktar en hún stafar af því að tvisvar til þrisvar í viku er lúturinn hjá sútuninni skolaður út. Þessu er veitt til sjávar í skolplögninni en á henni eru loftgöt og þaðan kemur fnyk- urinn, sagði Valdimar Brynjólfs- son, heilbrigðisfulltrúi. Valdimar sagði að vissulega væri þessi lykt hvimleið en hún fyndist skamman tíma í einu. Allt færi þetta þó fram í samræmi við gildandi reglugerðir. - ESE Allt með osti og smjöri Tilraunaeldhús Osta- og smjörsölunnar sendi frá sér bækling skömmu fyrir jól með mörgum úrvals uppskriftum. Bæklingnum er skipt í 5 kafla, en þeir eru: Blandað góðgæti, - Forréttir, - Aðalréttir, - Eftir- réttir, - Kökur og tertur og Smá- réttir. Samtals eru 35 uppskriftir í bæklingnum á mismunandi rétt- um og kökum. Bæklingurinn, sem heitir „Allt með osti og smjöri" er seldur á kr. 20 og á að vera hægt að fá hann í flestum matvöruverslun- um landsins. 1 viðtali við Jón Arnþórsson í Degi 4. janúar er meðal annars vikið nokkrum orðum til þeirra er fóru og skoðuðu álver í Kan- ada, síðsumars á liðnu ári. Sem einn þátttakenda í þeirri ferð ætti ég að vera búinn fyrir löngu að setja nokkur orð á prent, um það sem þar bar fyrir augu og eyru. Mikið hefur skort á að sumir þeirra er sátu heima, en hafa séð sig knúna til þess að skrifa um „niðurstöður" vesturfararinnar, hafi aflað sér upplýsinga hjá þátt- takendum í ferðinni. Öllum þátttakendum í Kan- adaferðinni varð Ijóst að áhrif þeirra álvera er við skoðuðum á umhverfið eru umtalsverð og voru þó miklu meiri til skamms tíma. Bændur áttu í áratuga stríði við Alcan vegna röskunar á búskap sem mengun frá álver- um olli. í dag segja bændur að ástandið sé viðunandi, það er búið að greiða þeim skaðabætur, bæta mengunarvarnir og er enn unnið að úrbótum. { fréttatilkynningu sem vestur- fararnir sendu frá sér við heim- komu sagði meðal annars, að það væri samdóma álit fulltrúa bænda og sérfræðinga Alcan í mengun- armálum að mengun frá álverum væri ekki vandamál í dag. Þessi orð Kanadamanna hafa margir talið vera samdóma álit okkar vesturfara, en svo er ekki, og sagt að við teldum mengun ekki vandamál hér í Eyjafirði úr því Kanadamenn telja sig ráða við vandamálið. Magn mengunarefna frá nýj- asta álveri Alcan er hið sama og við höfðum upplýsingar um fyrir ferðina, að búast mætti við frá nýtísku álveri. Það vakti athygli að þeir hreinsa þó ekki enn brennistein úr útblæstrinum, telja hann svo lítið magn í viðbót við það sem berst til svæðisins frá iðnaðarhéruðum í nyrsta hluta Bandaríkjanna. Bændur bentu á að súrt regn er mikið vandamál á þessum slóðum en brennisteinn í útblæstri iðju- og orkuvera (kol) er meginorsök súra regnsins. Alcan kaupir land! Nýjasta álver Alcan heitir Grand Baie og framleiðir um 170.000 tonn á ári, það er fyrsta álver sem Alcan byggir í Quebec eftir seinni heimsstyrjöld. Áður en því var valinn staður voru gerðar ýtarlegar athuganir á náttúrufari, félagslegum aðstæðum og fleiru. Einn liður umhverfisrannsókna var gerð dreifingarspár fyrir mengunarefni frá verksmiðjunni. Niðurstöður hennar bentu til þess að innan ákveðinna fjar- lægða frá verksmiðjunni mætti búast við það miklu magni flúors í andrúmsloftinu, að hann gæti aukið flúorinnihald gróðurs svo mjög að það gæti meðal annars haft áhrif á landbúnað. í stað þess að bíða nú eftir því að bænd- ur í nágrenninu yrðu fyrir skakkaföllum og færu að gera kröfur um bætur, þá keypti Al- can upp það land sem líklegt var að gæti orðið fyrir verulegri mengun. Þar með var komið í veg fyrir slæm áhrif álversins á landbúnaðinn í næsta nágrenni. Þannig er ástandið viðunandi hvað varðar afkomu bænda. Við Grand Baie er þetta svæði um 6 km á lengd og 3 km á breidd (samkvæmt dagbók minni). Ósýnileg mengun! Hinn 22.11. síðastliðinn sátu á fundi í Reykjavík fulltrúar Stað- arvalsnefndar, Hollustuverndar, Náttúruverndarráðs, iðnaðar- ráðuneytis og Margaret Kerr yfir- maður umhverfismála Alcan. Margaret greindi frá því að í Grand Baie stæði til að setja upp 2. stigs (einkum brennisteins- hreinsun) og 3. stigs (hreinsun á kerskálalofti) hreinsun til viðbót- ar þeim búnaði sem okkur var sýndur. Þetta væri gert að kröfu opinberra aðila í Quebecfylki. Þetta bendir til þess að þrátt fyrir að Alcan-menn og fulltrúar bænda telji ástandið viðunandi með þeim búnaði sem er í dag, að þá eru ekki allir á sama máli. Ástæða er talin til að bæta meng- unarvarnir við nýjasta álver Alc- an í Quebec, þó sáum við ekki merki „mengunar" frá því nema á breyttri landnýtingu í næsta nágrenni. Akureyri 6. jan. 1985. Þóroddur F. Þóroddsson. Þóroddur F. Þóroddsson ljósmyndar gróskumikla náttúru Kanada. Bindindisdagur var sl. fímmtudag og þá um kvöldið var haldin samkoma í Borgarbíói þar sem Ómar Ragn- arsson, hinn landskunni skemmtikraftur og bindindismaður hélt ræðu. Hann lét að sjálfsögðu nokkra fjúka svona í leiðinni. Einn var um konuna sem var svo hrifin af honum Eið Guðnasyni, þingmanni, að hún nefndi son sinn eftir honum. Hún var einnig veik fyrir andatrúnni og því nefndi hún son sinn einnig í höfuðið á hon- um Ævari Kvaran.Ilann heitir sem sagt Ævareiður. Myndir: HS APEX-fargjöld í innanlandsflugi Flugleiðir bjóða APEX far- gjöid á innanlandsleiðum, frá og með föstudeginum 12. janúar. Afsláttur frá venjulegu fargjaldi er 40%. APEX far- gjald verður þó ekki í gildi til og frá Akureyri, heldur mun HOPP-fargjald verða áfram í boði á flugleiðinni milli Akureyrar og Reykjavíkur. Reglur um APEX fargjöld eru fáar og auðskildar. Sem fyrr segir er afsláttur 40% af venjulegu fram og til baka fargjaldi, en ekki er hægt að kaupa APEX miða aðra leið. Börn innan 12 ára fá helmingsafslátt. Bóka þarf far fram og til baka og kaupa farseðil minnst sjö dögum fyrir brottför. Gildistími farseðils er 21 dagur frá upphafi ferðar, en lágmarksdvöl er fimm dagar. Hætti farþegi við flugferð eða mætir ekki til flugs, er heim- ilt að endurgreiða 50% af and- virði farseðils. Ef veður hamlar flugi þá ferð sem APEX farseðill gildir í, má nota hann í næsta flug eða fá hann endurgreiddan að fullu. Hamli veður heimflugi, má nota næsta flug eða fá 50% af andvirði farseðils endurgreitt. Sætafjöldi er takmarkaður. APEX fargjöld frá Húsavík til Reykjavíkur og til baka kosta 2.352 kr. og milli Sauðárkróks og Reykjavíkur 1.866, svo dæmi séu tekin. ||UJgH»An Þegar bílar mætast er ekki nóg að annar víki vel út á vegarbrún og hægi ferö. Sá sem á móti kemur veröur að gera slíkt hið sama en not- færa sér ekki tillitssemi hins og grjótberja hann. Hæfilegur hraði þegar mæst er telst u.þ.b. 50 km.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.