Dagur - 14.01.1985, Page 9

Dagur - 14.01.1985, Page 9
14. janúar 1985 - DAGUR - 9 Heilsuverndarstöð stofnuð á Akureyri: „Ég vona það. Nú hefur hver læknir starfsaðstöðu út af fyrir sig en Læknamiðstöðin var tvísett. Ef læknir sinnir eingöngu heilsu- gæslu þá ætti fólk að hafa betri aðgang að honum. Annars verð- ur kerfið svipað og áður, en að- staðan er á tveimur hæðum. Símamál stöðvarinnar eru í endurskoðun í samvinnu við Póst og síma. Við erum að reyna að lagfæra það sem miður hefur far- ið í þeim efnum. Það hefur reynst erfitt að ná í lækna, en við vonum að okkur takist að laga þau mál.“ - Hvernig er með sérfræðinga sem unnið hafa að heimilislækn- ingum, hætta þeir að sinna slíku? „Sérfræðingar sem vinna við sjúkrahúsið hætta heimilislækn- ingum, það verður ekki lengur hægt að hafa heimilislækningar sem aukastarf eins og var. Við auglýsum eftir læknum sem munu sinna heimilislækningum í fullu starfi. Starfssvið heilsu- gæslulækna verður meira, þeir hafa ýmsar skyldur sem heimilis- Iðnaðarmaður við vinnu sína í heiLsuverndarstöðinni á Akureyri sem þjóna mun bænum og nærliggjandi hreppum. Myndir: mþþ „Veitir vonandi betri þjónustu en áður“ - segir Óiafur H. Oddsson, héraðslæknir Fyrirsjáanlegt er að allnokkrar breytingar verða á læknaþjónustu á Akureyri með stofnun heilsu- gæslustöðvar, sem fyrirhugað er að taka í notkun sem fyrst. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjón- ustu frá 1983 er landinu skipt niður í 6 læknishéruð og gert er ráð fyrir að í hverju héraði sé a.m.k. ein heilsugæslustöð, er annist heilsugæslu, en heilsu- gæsla merkir í lögum þessum heilsuverndarstarf og allt lækningastarf, sem unnið er vegna heilbrigðra og sjúkra, sem ekki dveljast á sjúkrahúsum. Sam- kvæmt lögum er gert ráð fyrir að heilsugæslustöðv- ar hafi verið teknar í notkun 1. janúar 1985. Hér á Akureyri munu Læknamiðstöðin og Heilsuvernd- arstöð Akureyrar auk húsnæðis sem verið er að innrétta á 3. hæð í Amaróhúsinu verða að heilsu- gæslustöð. Ólafur H. Oddsson sagði samtali við Dag að húsnæðið sem Heilsugæslustöðin kemur til með að hafa til umráða sé um 1.000 fm og skiptist á þrjá staði, þ.e. 3. og 5. hæð að Hafnarstræti 99 (Amaróhúsið) og Hafnarstræti 104 (Heilsuverndarstöðin). Á stöðinni munu 10 heilsugæslu- læknar sinna heimilislækningum eingöngu. Auk Akureyrar standa 11 hreppar umhverfis bæinn að stöðinni, frá Stóru-Tjarnaskóla í Ljósavatnsskarði og að Árskógs- hreppi. Um 16.500 manns munu nota þjónustu stöðvarinnar og samsvarar það því um 1.500 manns á hvern lækni, sem Ólafur taldi nokkuð gott. Kostnaði við Heilsugæslustöðina er dreift þannig að ríki greiðir 85% og Akureyrarbær og hrepparnir 11 15%. Nú liggur fyrir að meta eign Akureyrarbæjar í Heilsugæslu- stöðinni, því bærinn átti og rak áður Læknamiðstöðina, einnig er verið að ganga frá ýmsum hlutum er varða stjórn og rekstur stöðv- arinnar og gera samninga við nágrannasveitarfélögin þar að lútandi. Sveitarfélögin sjá um laun starfsmanna, annarra en lækna, ljósmæðra og hjúkrunar- fræðinga, en þau færast yfir á rík- ið við breytinguna. Ólafur var spurður hvort þetta myndi breyta einhverju fyrir bæjarbúa, fá þeir betri þjónustu eftir breytinguna? læknarnir höfðu ekki. Þeir eiga að sjá um heilsuvernd og for- varnastarf, þ.e. að koma í veg fyrir sjúkdóma. Undir þetta fell- ur t.d. ungbarnaeftirlit og mæðravernd. Pað er hluti af hug- myndum um heilsugæslu að starfsfólk stöðvanna sinni sem flestum þörfum sjúklinganna og veiti góða alhliða þjónustu. Við reiknum með því að heilsugæslustöðin verði í höndum heilsugæslulækna, Ijósmæðra og hjúkrunarfræðinga, en við mun- um að auki fá ýmsa sérfræðinga til liðs við okkur, eins og barna- lækna og fæðingarlækna svo eitt- hvað sé nefnt. Við gerum ekki ráð fyrir að veita sérfræðiþjón- ustu á öllum sviðum, það eru staðir úti í bæ þar sem hægt er að fá góða sérfræðiþjónustu og við ætlum ekki að fara inn á þeirra svið, ég get nefnt sem dæmi að við höfum ekki félagsráðgjafa og ekki sjúkraþjálfara. Þurfi fólk að leita til þeirra eiga þeir að geta valið hverja þeir viíja hitta, en ekki vera bundnir af einum lækni er stöðin hefur.“ I lögunum er gert ráð fyrir að á heilsugæslustöðvum eða í tengslum við þær skuli veita þjónustu eins og geðvernd, áfengis-, tóbaks- og fíkniefna- varnir, kynsjúkdómavarnir, heilsuvcrnd aldraðra, hóp- skoðanir og skipalagða sjúk- dómaleit, umhverfisheilsuvernd, sjónvernd, heyrnarvernd, sjúkra- þjálfun, iðjuþjálfun, vaktþjón- ustu og ýmislegt fleira. Eins og fram kom mun Heilsu- gæslustöðin á Akureyri ekki teygja anga sína inn á öll þau svið er tilgreind eru í lögunum. Ólafur sagði um það: „Á litlum Biðstofa heilsuverndarstöðvarinnar. Ólafur H. Oddsson. stöðum úti á landi verður að vera aðstaða til að taka á móti sér- fræðingum á öllum þessum sviðum, en þar sem við teljum þjónustu á þessum sviðum vel borgið úti í bæ munum við ekki einnig færa hana hingað inn á stöðina, við höfum t.d. ekki í hyggju að ráða tannlækni að stöðinni, því að slíkt þjónar eng- um tilgangi. Við leggjum megin- áherslu á að byggja upp almenna læknisþjónustu og styrkja heilsu- gæslu á staðnum. Heilsugæslu- læknar geta svo vísað fólki til sérfræðinga ef þörf er á, en það er eðlilegra að fólk fái sjálft að ráða til hverra það leitar, en sé ekki bundið við einhvern á stöð- inni.“ Á Heilsugæslustöðinni er að- staða til smærri aðgerða, en slík- ar aðgerðir fóru áður fram á Fjórðungssjúkrahúsinu með ærn- um tilkostnaði. Aðgengi fatlaðra verður lagfært á þann hátt að skábraut verður gerð við syðri dyr verslunarinnar Amaró og getur maður bundinn við hjóla- stól því rennt sér beint inn í rúm- góða lyftu. Á 3. hæð verður sal- erni fyrir fatlaða og aðgengi allt miðað við þá. Heilsugæslustöðin verður fyrst um sinn í leiguhúsæði, þar sem hvorki bæjarstjórn né heilbrigðis- yfirvöld virðast hafa fastmótaðar hugmyndir um hvernig að málum skuli staðið. Samkvæmt lögunum frá 1983 er gert ráð fyrir að heilsugæslustöðvar rísi upp í tengslum við sjúkrahús svo nýta megi starfslið í beggja þágu. En eins og fyrr segir er ekkert ákveð- ið hvort og þá hvar reisa eigi heilsugæslustöð. Nú er verið að gera átak í spjaldskrármálum stöðvarinnar, gerð verður sam- eiginleg spjaldskrá eftir forskrift frá landlækni, en áður var hver heimilislæknir með eigin spjaldská. Fyrirhugað er að kaupa tölvu og yrði þá spjald- skráin sett í hana og hún þá á all- an hátt aðgengilegri. Kaup hafa þó ekki verið fest á tölvu ennþá og sagði Ólafur að það gerðist ekki á þessu ári, slíka hluti þarf að undirbúa vel áður en af verður. Lögin margumræddu eru stefnumarkandi fyrir heilsugæslu í landinu, en hin nýja stefna er sú að starfið byggist sem mest upp utan sjúkrahúsa. Aðdrag- andi laganna er sú mikla þensla er varð í byggingu sjúkrahúsa og í sérfræðiþjónustu hvers konar á sjötta og sjöunda áratugnum. Dróst þá starfsvettvangur heimil- islækna saman. Varð það til þess að sjúklingar voru oft á tíðum meðhöndlaðir af meiri nákvæmni en ástæða var til, en af því hlýst dágóður kostnaður. Nú á að færa starfið út af sjúkrahúsunum og úr höndum sérfræðinganna og heimilislækn- ar taka við, en heimilislækningar eru orðnar að sér grein innan læknisfræðinnar. - mþþ 1

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.