Dagur - 23.01.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 23. janúar 1985
„Þetta var mjög
ánægjuleg tilbreyting,
það var gott að fá frí
frá störfum og breyta
um umhverfi og gaman
að kynnast viðhorfum
Dana til lífsins,“ segir
Freyr Ófeigsson hér-
aðsdómari og bæjar-
fulltrúi, en hann tók
sér ársleyfí frá störfum
(fékk svokallað starfs-
leyfi) og brá sér til
Danmerkur og dvaldi
þar. Hvað var Freyr að
gera í Danmörku?
„Eg var innritaður í
lagadeild Kaupmanna-
hafnarháskóla og sótti
þar tíma í fagi sem
heitir alþjóðlegur
einkamálaréttur, auk
þess sem ég reyndi að
bera mig eftir að bæta
dönskukunnáttuna. “
Freyr Ófeigsson.
mönnum bætur?
„Ég veit það ekki. Það er alltaf
erfitt að segja til um hvað er of
mikið. En ég held að mér sé
óhætt að segja að það er mjög
misnotað. f>á ekki síst í ljósi þess
að útlendingar ganga beint inn í
þetta tryggingakerfi. Danir eru í
EBE og íbúar allra EBE land-
anna eiga því sama rétt og Danir
flytjist þeir til landsins. Það geta
nánast allir valsað inn í Dan-
mörku og hafa þar fullan rétt og
ég held að það sé töluvert um að
fólk flytjist til landsins og gangi
beint inn í tryggingakerfið og geri
ekki neitt. Danir eru ekki alveg
sammála um þetta atriði.“
- Burtséð frá vandamálum
frænda okkar, hvernig líkaði þér
vistin?
„Ég kunni mjög vel við mig
þarna, en fannst bara árið ansi
fljótt að líða. Ég hefði gjarnan
viljað vera eitt ár í viðbót, því
fyrsta árið manns fer oft bara í að
læra á hlutina. En ég hafði því
miður ekki tök á að vera lengur,
ég var bara í ársleyfi.“
- Þú kemur þá heim. Hvernig
var það?
„Það var ágætt, tíðarfar mjög
gott. Jú, það fer ekki hjá því,
maður sér hlutina í öðru ljósi eft-
ir að hafa dvalið erlendis um
tíma. Maður hefur mjög gott af
því að búa erlendis og sjá hlutina
með skattlagningu.“
- Hvernig er með tengsl
bæjarbúa við bæjarstjórnina?
„Bein tengsl á milli hins al-
menna bæjarbúa og bæjarstjórn-
arinnar eru ekki mikil. En þeir
sem taka virkan þátt í starfi pólit-
ísku flokkanna eru í töluverðum
tengslum við bæjarstjórnina.
Bæjarbúar eiga rétt á að sitja
bæjarstjórnarfundi, en þeir gefa
bara ekki rétta mynd af störfum
bæjarstjórnarinnar, því vinna fer
nánast öll fram í nefndum sem
bæjarbúar eiga ekki aðgang að og
fundir bæjarstjórnar eru bara
samþykktir.
Bæjarfulltrúar hafa viðtalstíma
og þangað er öllum frjálst að
koma, en þessir tímar hafa ekki
verið vel sóttir af bæjarbúum.
Þeir gera þó sitt gagn, því það
fólk sem á annað borð kemur,
kemur skoðunum sínum á fram-
færi. En það virðist vera að
bæjarbúar hafi ekki almennan
áhuga á störfum bæjarstjórnar-
innar, nema þá helst þegar sér-
hagsmunamál þeirra eru á
dagskrá."
- Er kannski við bæjarstjórn-
ina sjálfa að sakast, getur hún
ekki upplýst bæjarbúa meira um
það sem fram fer og hvað hún er
að gera á hverjum tíma?
„Vissulega gæti bæjarstjórnin
gert meira til að upplýsa íbúana
„Vandamál Akureyrar er
of fábreytt atvinnulíf“
- Um hvað fjallar alþjóðlegur
einkamálaréttur?
„Hann fjallar um það, hvaða
reglur gilda um viðskipti manna
sem ekki búa í sama landi, t.d. ef
eitt land kaupir vörur af öðru
landi og eitthvað kemur fyrir, eft-
ir hvaða lögum á að dæma. Þetta
er mjög ópraktískt fag fyrir ís-
lendinga og það var meira til
gamans gert að ég fór í þetta fag,
ég hef líklega valið það vegna
þess hversu ópraktískt það er fyr-
ir mig og mitt starf.“
- Þú minntist áðan á að gaman
hefði verið að kynnast viðhorfum
- segir Freyr Ófeigsson, bæjarfulltrúi og héraðsdómari
Dana til lífsins, eru þeirra við-
horf frábrugðin okkar?
„Að sumu leyti lík, en að öðru
eru þau gerólík. Mér virtist sem
meira frelsi væri ríkjandi í Dan-
mörku en hér á flestum sviðum,
en að öðru leyti var sósíalinn
ákaflega sterkur. Þeir eru með
sterkt tryggingakerfi, alls kyns
fjölskyldubætur, borga húsa-
leigustyrki ef ákveðnum skilyrð-
um er fullnægt um fjölskyldu-
stærð, tekjur og leiguupphæð.
Þessar bætur sem Danir borga
LETTIH
Arshátíð
Hestamannafélagsins Léttis
verður að Lóni við Hrísalund föstudaginn 8. febrúar.
Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur.
Nánar auglýst síðar.
Vorum að fá alls konar
hestavörur á mjög góðu verði
Vönduð hringamél 2 teg.
Beisliskeðjur og krókar.
Stallmúlar (nælon og leður).
Nælongjarðir 115 cm.
Hófhlífar opnar og lokaðar
(sérlega ódýrar).
Faxgreiður, gatatangir, naglbítar, málbönd.
Leðurhreinsir, leðurolía, stígvélasprey o.m.fl.
Ótrúlega ódýrir hnakkar á kr. 6.350,00.
Póstsendum samdægurs.
Brynjólfur Sveinsson hf.
Sportvöruverslun Skipagötu 1 • Sími 23580.
ná einnig til útlendinganna sem
dvelja í landinu og ég fékk t.d.
húsaleigustyrk.“
- Hafa þeir efni á að borga
alla þessa styrki?
„Það eru auðvitað skiptar
skoðanir um það. Skattar í Dan-
mörku eru hærri en hér á íslandi,
en ég býst við að það sé eins og
gengur pólitískur ágreiningur um
stefnu stjórnvalda. Schluter-
stjórnin hefur farið út í aðhalds-
aðgerðir og dregið úr opinberri
aðstoð. Ég man t.d. eftir því að í
dönskum skólum fengu börn
ókeypis mjólk, en Schluter minnk-
aði peningaupphæð þá er rann til
þeirra mála og þurftu börnin því
að borga mjólkina í 2 mánuði.
En þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir
þá er miklu meiri sósíal þar en
hér. Danir gera mikið í því að
enginn þurfi að líða neyð.“
- Nú er mikið atvinnuleysi í
Danmörku?
„Já, Danir eiga við stórt
vandamál að stríða og það er at-
vinnuleysið. Það hefur valdið
miklum erfiðleikum og þeir
borga geysilegar upphæðir í at-
vinnuleysisbætur. Menn fá at-
vinnuleysisbætur borgaðar í
ákveðinn tíma og detta síðan út,
ef þeir fá sér vinnu aftur, þó ekki
sé nema í skamman tíma, þá
komast þeir á bæturnar aftur.“
- Er þetta mikið hitamál í
Danmörku?
„Nei, þetta er ekkert sérstakt
hitamál, þó eru öðru hvoru grein-
ar í blöðum þar sem bólar á út-
lendingahatri, útlendingum er
kennt um að taka vinnu frá
Dönum og svo framvegis. En
tölur sýndu að útlendingar voru
aðeins örlítið brot af þeim er
gengu um atvinnulausir og þeir
skiptu ekki sköpum.“
- Heldur þú kannski að trygg-
ingakerfið danska sé of sterkt,
þeir geri of mikið af því að borga
í öðru ljósi. Bæði vitandi og óaf-
vitandi."
- Er það eitthvað sérstakt sem
þú sérð í nýju ljósi eftir heim-
komuna?
„Það er erfitt að nefna ákveðin
dæmi, en það er margt af því sem
hér hafa verið hitamál sem manni
finnst vera lítilfjörlegir hlutir og
alveg sjálfsagðir erlendis. Ég get
nefnt þér sem dæmi deilur um
leiktækjasali. Þessir salir eru á
hverju götuhorni erlendis án þess
að menn líti á þá sem einhver
vandamál. Kannski vantar okkur
vandamál!“
- Þú ert búinn að sitja lengi í
bæjarstjórn?
„Já nokkuð, þetta er 11. árið
mitt, ég settist fyrst í bæjarstjórn-
ina árið 1974.“
- Alltaf sömu vandamálin sem
bæjarstjórnin er að takast á við?
„í megindráttum eru það sömu
vandamálin. Þó koma alltaf upp
ný og ný mál. Undanfarinn áratug
hefur verið um þenslu og fólks-
fjölgun að ræða og það hefur sett
svip sinn á störf bæjarstjórnar og
við höfum verið að finna leiðir til
að bregðast við því. Nú hefur
dæmið snúist við og við berjumst
við önnur vandamál. Ég verð að
segja að mér þykir skemmtilegra
að fást við að leysa vandamál sem
leiða af fólksfjögun og þenslu, en
fólksfækkun og samdrætti.“
- Nú liggur fyrir hjá bæjar-
stjórninni gerð fjárhagsáætlunar,
en er það stærsta verkefni hennar
á hverju ári? Deila bæjarfulltrúar
mjög um fjárhagsáætlunina?
„Það er nú einu sinni svo að
við höfum ákveðna upphæð til
skiptanna og í stórum dráttum
eru menn yfirleitt sammála um
hvernig skipta eigi upphæðinni.
Það er meiri skoðanamunur er
ráðist er í framkvæmdir. Svo er
töluverður ágreiningur um
hversu mikilla tekna eigi að afla
um hvað hún er að gera. Hún
gæti haft einhvers konar upplýs-
ingafulltrúa sem fólk gæti haft
samband við og lagt inn fyrir-
spurnir til. Þetta hefur aðeins
verið orðað, en ekkert gert.
Sem bæjarfulltrúa finnst mér
frekar miður hversu lítil tengsl
eru á milli okkar og bæjarbú-
anna, að vísu hittir maður fólk á
förnum vegi og fær ansi miklar
upplýsingar um afstöðu þeirra til
hlutanna þannig. En tengslin
mættu vera meiri.“
- Hvernig líst þér á ástand
mála á Akureyri í dag?
„Hér á Akureyri eru öll skil-
yrði fyrir blómlegri byggð og
eftirsóknarverðri, það eru ekki
allir staðir jafn vel í sveit settir og
við með bestu landbúnaðarhéruð
landsins í kringum okkur. En það
þarf eitthvað nýtt að koma til,
vandamál Akureyrar í dag er of
fábreytt atvinnulíf. Það er ekki
gott þegar unga fólkið þarf að
flytja suður til að fá vinnu við
hæfi. Það eru allir sammála um
að efla beri iðnað, en ég held að
ekki sé síður vert að efla þjón-
ustugreinar ýmiss konar og ef
það skapaðist pólitískur vilji fyrir
því á Alþingi að flytja einhverjar
ríkisstofnanir hingað yrði það
bænum mikil lyftistöng. Því mið-
ur blæs ekki byrlega í þeim
efnum, en stjórnvöld eru þó að-
eins farin að huga að þessum
málum í meiri alvöru en áður.
Dæmi um það eru umræður um
háskóla á Akureyri og að setja
hina nýju þróunarstofnun niður
hér, það er spor í rétta átt að
menn eru farnir að tala um þessa
hluti sem raunhæfa."
- Þú hefur engar patentlausn-
ir?
„Nei, ég er ekki maður patent-
lausna. Menn eiga að vera opnir
fyrir öllum möguleikum og vinna
með opnum huga. Hafna engu
fyrirfram, því það er hrein
heimska að hafna hlutunum fyrir-
fram að óathuguðu máli. - mþþ