Dagur - 23.01.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 23.01.1985, Blaðsíða 12
ÞJÓNUSTA FYRIR r r HAÞRYSTISLONGUR OLÍUSLÖNGUR og BARKA PRESSUM TENGIN Á FULLKOMIN TÆKI VÖNDUÐ VINNA s a s i (A „Það þarf að hamra á málinu“ - Sendinefnd Akureyrarbæjar ítrekar samþykkt sína um þróunarfélag á Akureyri hjá ráðamönnum syðra „Mér flnnst sjálfsagt að nota aliar leiðir til að hamra á þessu máli og viðtökur ráðamanna syðra voru ekki neikvæðar, en án loforða,“ sagði Sigurður Jóhann Sigurðsson, bæjarfull- trúi í samtali við Dag. í síðustu viku fór sendinefnd á vegum Akureyrarbæjar til Reykjavík- ur, til að „hamra“ á þeirri sam- þykkt sem bæjarstjórn Akur- Hlíðarfjall: Opnað í vikunni „Við stefnum að því að opna seinni hluta vikunnar eða um næstu helgi,“ sagði ívar Sig- mundsson, forstöðumaður í Hlíðarfjalli í samtali við Dag, og var nú ólíkt betri tónninn í honum en verið hafði um lang- an tíma. Við ræddum við ívar á mánu- dag og þá sagði hann að þeir þyrftu að fá nokkuð meiri snjó en þá var kominn. „Ef við fáum snjókomu í 2-3 daga í viðbót þá er okkur ekkert að vanbúnaði að opna hérna, allt er til reiðu nema það að okkur vantar aðeins meiri snjó,“ sagði ívar. gk-. eyrar gerði samkvæmt tillögu Sigurðar, um að væntanlegu þróunarfélagi verði valinn staður á Akureyri. í sendinefndinni voru auk Sig- urðar, þau Sigurður Jóhannes- son, Sigríður Stefánsdóttir og Helgi M. Bergs. Þau áttu við- ræður við Steingrím Hermanns- son og Þorstein Pálsson. „Árangur úr þessari ferð liggur náttúrlega alls ekki fyrir,“ sagði Sigurður Jóhannesson, „en undirtektir formannanna voru vil ég segja jákvæðar, en við fengum engin Ioforð út úr þeim, það var langt frá því. Það er starfandi nefnd um þessi efni og hún mun gera sínar tillögur, sem ríkis- stjórnin síðan tekur afstöðu til. En ég tel að það hafi verið mjög jákvætt að ræða við Steingrím og Þorstein; við gátum betur komið okkar sjónarmiðum á framfæri og ég fann ekki annað en þeir hefðu skilning á þeim. Það virðist hins vegar vera af- skaplega harðsótt að ná nokkru út af Stór-Reykjavíkursvæðinu. Slíkt virðist ekki vera til í þanka- gangi stórra hluta þeirra manna sem þarna búa, að þeir þurfi að sækja eitthvað út fyrir sín bæjar- mörk. Það virðist allt þurfa að vera við kjötkatlana fyrir sunnan," sagði Sigurður Jóhann- esson. - GS Þessar brosmildu stúlkur á Kjötiðnaðarstöð KEA voru að vinna við þennan stóra „skammtara", nánar tiltekið við að setja kindakæfu í plastdósir. Verkfærið mun einnig vera notað við pylsu- og bjúgnagerð. Mynd: áþ Koma fjöldauppsagnir til framkvæmda 1. mars? - Við stflum upp á að ná samningum en hvort það tekst skýríst væntanlega ekki fyrr en á elleftu stundu, sagði Ómar r íþróttabandalag Akureyrar 40 ára: Íþróttahátíð í Höllinni íþróttabandalag Akureyrar varð 40 ára þann 20. desember sl. og í tilefni af því er stefnt að íþróttahátíð sem fram fari í lok mars í tengslum við ársþing bandalagsins. Ársþingið verð- ur 24. mars á laugardegi og íþróttahátíðin yrði þá í íþrótta- höllinni daginn eftir. „Það er varla tímabært að fara að ræða um framkvæmd þessarar hátíðar," sagði Knútur Otter- stedt formaður ÍBA er við rædd- um við hann. „Það sem við stefn- um að er að halda þessa hátíð í íþróttahöllinni og þar verði sýnd- ar allar þær innanhússíþróttir sem stundaðar eru innan ÍBA og þarna yrði opið hús fyrir almenn- ing. Hugmyndin er einnig að inn- rétta salarkynnin í anddyri Hall- arinnar og gefa hverju einstöku félagi kost á því að hafa þar sér- stakan sýningarbás til þess að kynna sína starfsemi. Einnig kemur til greina að þeir aðilar sem selja íþróttavarning verði þarna með sýningaraðstöðu. Þetta er í grófum dráttum það sem við erum að hugsa um í dag varðandi 40 ára afmælið,“ sagði Knútur. gk-. Árnason, framkvæmdastjóri Hins íslenska kennarafélags en boðaðar fjöldauppsagnir fé- lagsins taka gildi 1. mars nk. Samningaviðræður eru enn ekki hafnar en samningar HÍK eru lausir 28. febrúar nk. Það var hinn 30. nóvember sl. að stjórn HÍK skilaði inn upp- sögnum 444 kennara á fram- haldsskólastigi. Þetta eru um 70% félagsmanna. í reglugerð um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ef þurrð skapast í stétt t.d. vegna fjöldauppsagna sé stjórnvöldum heimilt að fresta uppsögnum um allt að þrjá mánuði. í umboði til HÍK gat mikill meirihluti kennar- anna þess að þeir myndu ekki hlíta framlengingu. Að sögn Ómars Árnasonar er aðalkjarasamningur kennara í HÍK kominn til kjaradóms en úr- skurður þar á að liggja fyrir eigi síðar en einni viku áður en samn- ingurinn rennur út eða í síðasta lagi 22. febrúar. Hvað varðar sér- kjarasamninga á kjaradómur ekki að kveða upp úrskurð í því máli fyrr en í fyrsta lagi einum mánuði eftir gildistöku aðal- kjarasamnings, þ.e.a.s. ef samn- ingar nást ekki fyrir þann tíma. - Kröfur okkar eru ákaflega einfaldar. Við förum fram á að meðallaun fyrir dagvinnu nái 85% af meðaltali brúttólauna hjá þrem efstu aðildarfélögum innan BHM-R, sem eru ríkis- starfsmenn innan BHM, sagði Ómar Árnason. Þess má geta að einungis tveir skólar á Norðurlandi, Mennta- skólinn á Akureyri og Fjöl- brautaskólinn á Sauðárkróki eru í hættu á að stöðvast ef fjölda- uppsagnirnar koma til fram- kvæmda. í öðrum skólum eru fé- iagsmenn í HÍK í miklum minnihluta. - ESE Enn kólnar hann og í morgun var tíu stiga frost á Akureyri. Vonandi eru því flestir búnir að finna föður- lönd sín því svipuðu veðri er spáð a.m.k. næstu tvo til þrjá dagana. Það verður norðan- og norðaustanátt úti fyrir ströndum en hægviðri inn til landsins og talsvert frost. # Þjóðarveisla? Miklar birgðir af frönskum kartöflum hafa nú hlaðist upp í landinu. Stafar þetta m.a. af miklum innflutningi frá t.d. Hollandi. Franskar kartöflur eru að sjálfsögðu frystivara og nú mun svo komið að geymslurými er á þrotum og ekki bætir það úr skák að mikið „nautakjötsfjair hefur hlaðist upp í sömu geymsl- um eða öðrum sambæri- legum víða um land. Nú í frystihúsum hafa einnig hlað- ist upp rækjubirgðir þannig að vandamálið er talsvert. Einhverjum kynni að detta í hug að besta ráðið væri að selja þessa framleiðslu ódýr- ara verði tíl neytenda - halda útsöiu, en svo einfalt mun þetta mál ekki. En það væri alltént ráð fyrir ríkisstjórn og sölusamtök að halda eina góða þjóðarveislu þegar verðbólgan kemst aftur í al- gleymi. Bjóða þá upp á nautasteik með frönskum og rækjur í forrétt. # Umdeiit kjör íþróttafréttaritarar í Reykja- vík eiga ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Val íþróttamanns ársins hefur svo sannarlega mælst illa fyr- ir meðal almennings og hver góðborgarinn af öðrum skrif- ar nú grelnar í blöðin þar sem meðferðinni á Bjarna Friðr- ikssyni er mótmælt harðlega. Búið er að skora opinberlega á þann íþróttafréttamann sem setti Bjarna í þriðja sæt- ið á lista sínum, að gera grein fyrir og rökstyðja þessa ákvörðun sína. Verður það vafalaust fróðleg lesning ef viðkomandi fréttamaður gerir grein fyrir atkvæði sínu. # Ekki sama hvað er Kjörið á íþróttamanni ársins var svo sannarlega umdeilt hvað varðaði efsta sætið en annað vekur einnig athygli. íþróttamaður sem verður Norðurlandameistari í grein sinni, hreppir annað sætið á Evrópumóti og fjórða sæti á heimsmeistaramóti, nær 17. sæti í þessu kjöri íþrótta- manns ársins sem þýðir að einn íþróttafréttamaður hefur sett hann neðarlega á blað hjá sér. Til marks um órétt- lætið má nefna að knatt- spyrnukona úr Breiðabliki fær mörgum sinnum fleiri at- kvæði þrátt fyrir að hvorki hún né kvennalið Breiðabliks hafi unnið til þess. iþrótta- maðurinn sem (þróttafrétta- ritarar settu þannig út í kuld- ann er Kári EKson, kraftlyft- ingamaður frá Akureyri en sennilega hefði hann þurft, líkt og Bjarni, að vlnna gull á öllum mótum til þess að afrek hans yrðu metin að verð- leikum. Það er ekki sama hver íþróttagreinin er.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.