Dagur - 04.02.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 04.02.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 4. febrúar 1985 Soflia Guðmundsdóttir og Valgerður Magnúsdóttir. Okkur langar til að það komi fram hvað rætt var á fundinum á laugardaginn var, til að kanna áhugann á einhverjum sameig- inlegum aðgerðum. Á fundinum skráðu koríur sig í starfshópa eftir áhugasviði. Þeir hópar sem konur skráðu sig í á laugardag- inn voru launahópur, fjölmiðl- ar, trjáplöntun, nytjalist og heimilisiðnaður, bókmenntir, myndlist og leiklist.“ Það eru þær Soffía Guðmundsdóttir og Valgerður Magnúsdóttir sem eru að kynna fyrirhugaðar að- gerðir á árinu í tilefni þess að á þessu ári lýkur kvennaáratugn- um, sem hófst með kvenna- frídeginunt 24. október 1975. „Við vorum reyndar búnar að funda áður til að kanna hljómgrunn og okkur þótti hann það góður að ástæða væri til að fara af stað með eitthvað af þeim hugmyndum sem komu fram þá. Við skrifuðum for- mönnum félagasamtaka kvenna á Eyjafjarðarsvæðinu, sem eru alls 37 og okkur þóttu það alveg ótrúlega mörg. Þetta eru kvenfélög og kvennasamtök og flest eru starfandi af krafti. Við kynntum fundinn í nóv- ember þannig að við boðuðum 2-3 fulltrúa frá hverju félagi, en fundur- inn var ekki fjölmennur. Þetta var rétt eftir verkfall og því erfitt að boða hann. Við ákváðum því að viðra hugmyndina ennþá betur, skrifuðum félögunum aftur og boð- uðum þennan fund sem var á laugar- daginn var. Hann var vel sóttur og mjög góður. Jóhanna Sigurðardóttir, alþing- ismaður, kom á fundinn. Hún er í framkvæmdastjórn yfir aðgerðum kvenna fyrir sunnan og kom til að segja okkur hvað konur þar væru að gera. Það var heilmikið og fróðlegt sem kom fram hjá henni og við kynntum svo fyrir henni okkar hug- myndir, sem líka eru heilmiklar og fróðlegar og dálítið aðrar en þær hafa í Reykjavík. Hver hópur hefur sín verkefni. Ef við byrjum á launahópunum, þá á hann að sjá um einhverjar aðgerðir í sambandi við launa- og kjaramál kvenna og meiningin er að efna til frídags, svona í einhverri líkingu við það sem var 24. október 1975, og tengja hann alveg sérstaklega launa- og kjaramálum kvenna. Þessi frídag- ur, hvort sem það verður hálfur dag- ur eða heill, verður alla vega hér á svæðinu, og ef til vill um allt land. Þetta var samþykkt hérna fyrir okkar leyti. Fyrir liggur könnun sem Jafn- réttisnefnd Akureyrar lét gera, þann- ig að við höfum ýmislegt í höndunum til að fylgja þessu eftir. Það kom líka fram á fundinum að það þótti rökrétt framhald frá kvennafrídeginum 1975, þá voru konur einmitt að sýna hvað þær eru mikilvægar í atvinnu- lífi. Það er vel við hæfi að byrja og enda áratuginn á að vekja athygli á launa- og kjaramálum kvenna. Ekki stöndum við betur núna en fyrir 10 árum, nema síður sé. Við konur vinnum meira, höfum tvöfalda ábyrgð, bæði inni á heimilunum og utan þeirra, en höfum sennilega ennþá verri laun en við höfðum fyrir 10 árum. í sumum tilvikum hefur hlutfallið beinlínis lækkað, sé miðað við sambærileg laun hjá körlum. Þetta er nú ekki glæsilegur árangur." - Hefur þá skort á markvissar að- gerðir? „Aðgerðir hafa kannski ekki verið nægilega markvissar, en baráttan hefur verið í gangi. Samtök kvenna á vinnumarkaðinum hafa verið með kynningu á því hvernig ástandið er, það er fyrst og fremst það sem hefur verið að gerast. Það sem hefur náðst er fyrst og fremst það að konur eru orðnar miklu fjölmennari í stjórnum stéttarfélaga. En það gengur nú samt ekki alltaf vel, við sjáum nú hvernig gekk að fjölga konum í miðstjórn ASÍ. Það þurfti að fjölga fulltrúum því auðvitað mátti enginn karl standa upp. Það var nú eitt sjónarspilið. En það er óþarfi að láta líta svo út sem við höfum verið að berjast við vind- myllur, því ýmislegt hefur áunnist. En á fundinum kom sem sagt fram þessi hugmynd að gera eitthvað 24. október og. það var m.a. stutt með því að það væru margar konur sem hefðu ekki áttað sig á því 1975 hvað væri á seyði, t.d. konur sem voru heimavinnandi og áttuðu sig ekki á því að rétt væri að þær tækju sér frí líka, en hafa verið að uppgötva þetta seinna. Það hafa margar sagt að ef þær fengju tækifæri aftur þá myndu þær svo sannarlega vera með. Á fundinum voru góðar undirtektir með að gera eitthvað 24. okt., þó það verði ekki í sama formi og 1975, það verður að minnsta kosti sama dagsetningin. Svo á að planta trjám 19. júní, á kvennadaginn, við erum allar í merk- isdögunum. Það er ekki búið að ákveða hvar á að gróðursetja, en það verður gert í samráði við forráða- menn ræktunarmála. Það er sem sagt búið að ákveða aðgerðir þessa 2 daga, 24. okt. og 19. júní, af okkar hálfu. Hóparnir eiga svo eftir að vinna úr hugmyndunum. Einnig er ákveðið að setja upp sýningar á verk- um kvenna, þeim sem þær hafa skrif- að og gert í höndum, bæði á því sem þær eru að gera núna og eins á gömlum hlutum. Þessar sýningar verða í tengslum við 24. okt., þær yrðu þá í gangi vikurnar á undan og þetta myndi enda allt í einum loka- punkti. Það komu fram margar skemmtilegar hugmyndir, m.a. að grafa upp gamla hluti sem konum eru kærir, þá gjarnan muni sem konur hafa unnið. Einhver vissi um útsaum- aðan gamlan skírnarkjól úr lérefts- pokum og vasaklút sem hekluð hafði verið blúnda á úr tvinna. Konur eyða ekki tíma í svona í dag, en þetta er til á hverju heimili. Hóparnir hjá okkur eru að fara í gang næstu daga og þær konur sem hafa áhuga geta slegist í hópinn. Þær geta haft samband vió okkur, Val- gerði í síma 24782 og Soffíu í síma 24270. Og eins ef konur hafa fleiri hugmyndir í pússi sínu má alltaf bæta við hópum. Það má alveg hugsa sér fleiri málefni ef einhver hefur áhuga á einhverju sérstöku. Við erum að fara af stað með að afla okkur fjár á einhvern hátt. Við ætlum að byrja á að reyna að fá styrki áður en farið verður af stað með aðra fjáröflunarstarfsemi. Kostnaðurinn er fljótur að koma, til dæmis vegna húsaleigu og auglýs- inga. Eins og áður sagði komu fram tals- vert ólíkar hugmyndir í Reykjavík, en það sem búið er að ákveða þar er listahátíð sem halda á seinnipartinn í september. Búið er að vinna að henni síðan í haust, útvega sýningar- húsnæði út um alla Reykjavík og vinna að öðrum undirbúningi. Einnig er búið að ákveða að gefa út bók, nokkurs konar úttekt á kvennaára- tugnum. Jónína Guðnadóttir mun ritstýra henni, en í henni verða kaflar sem ýmsir höfundar munu skrifa. Þessi bók er nú í vinnslu og hún mun sennilega koma út snemma á næsta ári.“ - Verða einhverjar sameiginlegar aðgerðir yfir allt landið? Það hefur verið talað um göngu kringum landið. „Það liggur ekki fyrir ennþá. Það er til gönguhópur í Reykjavík, en það hefur ekki komið fram nein vel framkvæmanleg hugmynd varðandi þessa göngu. Það var reiknað með að það tæki 47 daga að ganga í kringum landið á þokkalega góðum göngu- hraða og það hefur engin kona 47 daga til að ganga allan hringinn, þannig að hætt er við að þetta missi marks. Þess vegna fannst okkur okk- ar hugmyndir betri með þessa trjá- plöntun og frídaginn og tengja hann þessum launa- og kjaramálum. Það er mun auðveldara að taka þátt í svona frídegi en göngu. Það má vera að það verði einhvers konar göngur, í öðru formi þá, en það má nú minna gagn gera en spássera í kringum heilt land.“ - Þið eruð með fjölmiðlahóp, hver er hugmyndin með hans starf- semi? „Að nota sér meira þann aðgang sem við höfum að fjölmiðlum. Reyna að fá birt meira um konur og frá konum. Við þurfum að gera átak í að herja á fjölmiðla í að birta fréttir af konum og taka við þær viðtöl. Það mætti fara meira á vinnustaði kvenna og kynna aðstæður þeirra og kjör. Við ætlum að reyna að vera með þennan þrýsting á fjölmiðlana í gangi allt árið. Það er til mikið efni um konur og eftir konur sem hægt er að birta. Það er staðreynd að það er miklu minna af viðtölum við konur í fjölmiðlum. Það er svo margt sem konur gera sem hefur ekkert þótt merkilegt. Það er alveg merkilegt hvernig konur geta skúrað, straujað, o.s.frv. alla sína tíð og svo láta allir eins og þær hafi aldrei gert neitt. Það er ákveðið mynstur í því hvað þykir fréttnæmt og fjölmiðlarnir eru leið- andi í því, en við eigum ekkert endi- lega að láta þá ráða því. Þetta er auð- vitað ekki bara sök fjölmiðla, mörg- um konum finnst störf sín ekkert merkileg og þær ekkert hafa að segja, en það er sjálfsagt að reyna að hafa áhrif á það sem manni finnst að megi betur fara.“ HJS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.