Dagur - 04.02.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 04.02.1985, Blaðsíða 7
4. febrúar 1985 - DAGUR - 7 Eveiton gefur ekki neitt eftir k hér og skorar eitt af þrem mörkum sínum. Mynd: KGA >pennandi kakafli Þór vann Ármann 22:21 loka, úrslitin 22:21 fyrir Þór. Menn dagsins hjá Þór voru þeir Kristján Kristjánsson sem er betur þekktur sem knattspyrnu- maður, og Aðalbjörn Svanlaugs- son, en þessir tveir leikmenn skoruðu 8 síðustu mörk leiksins. Eftir að staðan var 4:4 komst Þór yfir og leiddi í hálfleik 11:10. í upphafi síðari hálfleiks var jafnt ileikir unni Um næstu helgi eiga Þór og UMFL að leika tvo leiki í 1. deildinni í körfuknattleik og fara leikirnir fram á Akureyri. Sá fyrri verður á föstudags- kvöld og hefst kl. 20 í íþrótta- höllinni. Daginn eftir færa leik- menn sig svo um set og leika í Skemmunni kl. 15.30. Telja verður að Þór eigi að sigra létt í báðum þessum leikjum. UMFL hefur ekki hlotið stig það sem af er mótinu og liðið ekki verið nærri því að vinna sigur. Þórsliðið er hins vegar um miðja deild með um 50% árangur í leikjum sínum. Björn Sveinsson skorar fyrir Þór, tekst Þór að krækja í 4 stig um helgina? 12:12, 13:13 og 14:14, en síðan komst Ármann yfir og mestur var munurinn er staðan var 19:16. Þór jafnaði 20:20, Ármann komst yfir er 2.40 mín. voru eftir 21:20 en Kristján jafnaði úr víti er 55 sek. voru eftir. Næsta sókn Ármanns rann út í sandinn og er 20 sek. voru eftir fengu Þórsarar boltann. Þeir brunuðu upp og er 13 sek. voru eftir af leiktímanum stakk Krist- ján Kristjánsson sér inn af lín- unni og skoraði sigurmark Þórs. Þeir Kristján og Aðalbjörn voru bestu menn Þórs, en þrátt fyrir sigurinn var liðið slakt. Þórsarar eru nú í neðsta sæti deildarinnar en ekki langt á eftir næstu liðum og möguleikinn á að halda sætinu er enn fyrir hendi þótt sennilega verði það erfitt. - Ármannsliðið, sem eitt liða hefur unnið KA í 2. deildinni í vetur var óhemju slakt og er furðulegt að þetta lið skuli hafa verið að reyta stig af toppliðunum í vetur. Þórsliðið á nú eftir að leika gegn Haukum og Fylki á útivelli og má telja víst að róðurinn verði erfiður, en sennilega verður liðið að sigra í báðum þessum leikjum til að halda sæti sínu og sleppa frá falli í 3. deild að nýju. Mörk Þórs: Aðalbjörn Svanlaugsson 5, Kristján Kristjánsson 5, Sigurður Pálsson 5, Guðjón Magnússon 2, Árni Stefánsson 2, Rúnar Stein- grímsson 2, Gunnar M. Gunnars- son 1. Markahæstir Ármenninga voru Ingólfur Steingrímsson og Hauk- ur Haraldsson með 5 mörk hvor. - Vegna plássleysis förum viö fremur hratt yfir sögu í ensku knattspyrnunni í dag. Loksins tókst aö spila heila umferð í 1. deild en það er orðið nokkuð langt síðan það hefur verið hægt vegna vetrarveðurs á Englandi. Toppliðið Everton lætur engan bilbug á sér finna og nú voru það leikmenn Watford sem máttu þola það hlutskipti að tapa fyrir Everton. Aldrei var spurning um hvort liðið var betra en þó tókst Everton ekki að skora fyrr en í síðari hálfleik. Þá opnuðust líka allar flóðgáttir og mörkin urðu fjögur talsins. Þeim fjölgar nú sí- fellt sem spá því að Everton muni halda efsta sætinu út keppnis- tímabilið. Sjónvarpsáhorfendur sáu Tottenham ná í jafntefli gegn Luton og er óhætt að segja að þar hafi leikmenn Tottenham sloppið fyrir horn. Manchester United og Ársenal unnu bæði sína leiki á heimavelli en Liverpool sem hef- ur klifrað hratt upp stigatöfluna að undanförnu náði f stig gegn Sheffield Wednesday en liðið jafnaði 1:1 er 4 mín. voru til leiks- loka. Úrslit leikja í 1. deild á laugar- daginn urðu sem hér segir: Arsenal - Coventry 2:1 A.Villa - Ipswich 2:1 1 Everton - Watford 4:0 1 Leicester - Chelsea 1:1 x Luton - Tottenham 2:2 x Man.Utd. - WBA 2:0 1 Norwich - N.Forest 0:1 2 QPR - Southampton 0:4 2 Sheff.Wed. - Liverpool 1:1 x Sunderland - Stoke 1:0 W.Ham - Newcastle 1:1 x 2. deild: Charlisle - Oxford 0:1 2 C.Palace - Man.City 1:2 2 Huddersf. - Birmingham 0:1 2 Staðan í 1. deild er sem hér segir: Everton 25 16 4 5 57:29 52 Tottenham 25 14 6 5 51:27 48 Man.Utd. 25 13 5 7 48:30 44 Arsenal 25 13 4 8 46:32 43 Sheff.Wed. 25 11 9 5 40:25 42 Southampton 25 11 7 7 33:28 40 Liverpool 25 10 9 6 34:23 39 N.Forest 25 12 3 10 37:34 39 Chelsea 25 9 10 6 41:30 37 Norwich 25 10 6 9 31:36 36 WBA 25 10 4 11 37:38 34 A.Villa 25 9 7 9 36:39 34 West Ham 24 8 8 8 31:35 32 QPR 25 7 9 9 32:43 30 Leicester 25 8 6 11 43:46 30 Watford 24 7 8 9 45:46 29 Newcastle 25 7 8 10 38:50 29 Sunderland 24 8 5 11 30:35 29 Coventry 26 l 4 15 27:47 25 Árni með Árni Stefánsson sem séð hefur um þjálfun meistaraflokks Tindastóls í knattspyrnu undanfarin sumur mun verða áfram með liðið í sumar. Frá þessu var gengið á dögun- um og það verður hlutverk Arna Ipswich 24 5 7 12 22:35 22 Luton 24 5 7 12 29:45 22 Stoke 25 2 6 17 17:53 12 Stórt tap hjá Þór Tilvonandi (?) íslandsmeistarar Fram í handknattleik kvenna áttu fremur auðveldan dag er liðið mætti Þór í Höllinni á föstudagskvöldið. Úrslitin 35:18 fyrir Fram, eftir 18:7 í hálfleik og þessar tölur segja allt sem segja þarf. Guð- ríður Guðjónsdóttir skoraði 15 mörk fyrir Fram, en fyrir Þór skoruðu Þórunn Sigurðardóttir 5, Inga Huld Pálsdóttir 4, Þórdís Sigurðardóttir 4, Hanna Rúna Jóhannsdóttir 3 og Sigurlaug Jónsdóttir 2. Tindastól að leiða lið Tindastóls til sigurs í 3. deild en liðið féll úr 2. deild í fyrra. Það getur orðið erfiður róður hjá liðinu sem hefur misst nokkra snjalla leikmenn úr sínum röðum frá því á sl. keppnistímabili. Einn besti maður Þórsliðsins, Kristján Kristjánsson skorar af öryggi. Mynd: KGA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.