Dagur - 04.02.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 04.02.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 4. febrúar 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON ____________PRENTUN: DAGSPRENT HF. Alþýðubanda- lagsíhaldið Þrátt fyrir fjálglegar yfirlýsingar formanns Al- þýðubandalagsins í þá veru að hann ætli sér að samfylkja félagshyggjuöflunum í landinu er full ástæða til að ætla að þar sé aðeins um blekkingarleik að ræða til að slá ryki í augu fólks. Á sama tíma og formaðurinn er í félags- hyggjuleiknum tala verkalýðsforkólfar Al- þýðubandalagsins opinskátt um að slík sam- fylking sé óraunhæf og eina færa leiðin sé sam- starf þeirra afla sem mest eiga ítök í aðilum vinnumarkaðarins, þ.e. samstarf Alþýðu- bandalagsins og Alþýðuflokksins annars vegar og Sjálfstæðisflokksins hins vegar. Því hefur verið haldið fram að þessi mismunandi viðhorf endurspegli ekki endilega ágreining í Alþýðu- bandalaginu, heldur sé aðeins um það að ræða að opinberlega geti formaður flokksins ekki með góðu móti annað en látið sem hann beiti sér fyrir samvinnu félagshyggjuaflanna. Það sé hins vegar aðeins til að sýnast, því Alþýðu- bandalagið vilji ekkert frekar en að taka sæti Framsóknarflokksins á miðju stjórnmálanna og í ríkisstjórnarsamstarfi. Þessi tvískinnungur og þetta íhaldsdekur Al- þýðubandalagsins hefur birst í rnargvíslegum myndum upp á síðkastið og er reyndar ekkert einsdæmi. Einkum er það Framsóknarflokkur- inn sem verður skotspónn í þessu valdatafli og þá ekki síður sú félagsmálahreyfing sem fram- sóknarmenn hafa öðrum fremur haft orð á sér fyrir að styðja, nefnilega samvinnuhreyfingin. Þjóðviljinn, aðalmálgagn Alþýðubandalagsins, hefur gefið Mogganum og Dagblaðinu Vísi, þessum aðalmálsvörum óhefts einstaklings- frelsis, lítið eftir í árásum á samvinnuhreyfing- una og fyrirtæki hennar. Hefur Þjóðviljinn raun- ar gengið lengst allra fjölmiðla í því að dæma samvinnuhreyfinguna fyrir hvers kyns svik og pretti í tengslum við skattarannsóknir og fleira, löngu áður en rannsókn er lokið og öll kurl kom- in til grafar í þeim efnum. Framámenn einkaframtaksins eru aufúsu- gestir í viðtölum við Þjóðviljann og þar er hamr- að á klisjunni um óskaplegt SÍS-veldi og einok- unarhring, allt til þess að þóknast vonbiðlunum í frjálshyggjubuxunum, því að í Sjálfstæðis- flokknum eru nefnilega líka uppi gagnkvæmar hugmyndir um samstarf. Þjóðviljanum gleym- ist þá hringamyndun einkafjármagnsins, sem best sést í ótrúlegum ítökum einstakra manna og öflugum ættartengslum í samgöngustarf- seminni í landinu, þar sem hagsmunir flugfélaga og skipafélaga og raunar margvíslegra annarra fyrirtækja, s.s. stóriðjufyrirtækja, tengjast beint og óbeint. Togstreita hlýtur að skjóta upp kollinum í Al- þýðubandalaginu þegar svona er í pottinn búið. Það er ekki bæði hægt að þjóna vinstri- sinnuðum og hægriöflunum í senn, en það má reyna með ýmsum blekkingarkúnstum, eins og forysta Alþýðubandalagsins beitir nú. Alþýðu- bandalagið er í eðli sínu íhaldssamur og staðn- aður kerfisflokkur sem veit ekkert hvert hann á að stefna. Sigurður Þórisson á Grænavatni: Um skóla í Reykjahllö í blaðinu Degi sagði sveitarstjóri Skútustaðahrepps nýlega, að stefnt væri að því á þessu ári að byggja nýjan skóla í Reykjahlíð. Þessi skóli er nú kominn inn á fjárlög með 200.000 kr. fjárveit- ingu á þessu ári. Ef til vill kann einhverjum að koma það á óvart, að ekki skuli allir fyllast fögnuði yfir þessum tíðindum, og sé ég því ástæðu til að gera hér nokkrar athugasemd- ir, vegna þeirra, sem ekki eru málunum kunnugir, og fyrir- spurnir til þeirra, sem þessum málum ráða. Pað er þegar til skóli í Mý- vatnssveit, á Skútustöðum. All- stór og á margan hátt ágætur skóli. Og í Reykjahlíð er skóli fyrir börn upp að tíu ára aldri, reistur vegna þess að ekki þótti leggjandi á yngri börnin að keyra þau daglega alla leið suður í Skútustaði. Þessi skólabygging er nú heldur lítil vegna þess að um þessar mundir eru nemendur þar óvenjulega margir. En sveiflur í barnafjölda eru gamalþekkt fyrirbæri. í eldri bekkjum grunn- skólans eru engan veginn mörg börn á Reykjahlíðarsvæðinu, og einmitt hinn mikli barnafjöldi nú gerir það sennilegt, að á komandi árum muni börnum aftur fara fækkandi, ef ekki flytja þeim mun fleiri fjölskyldur inn í sveit- ina. Vegna barnafjöldans var ný- lega byggð við skólann í Reykja- hlíð stór kennslustofa, og þótt þetta sé engin höll, er vandræða- laust að notast við hann. Það mun skoðun núverandi sveitarstjórnar, að kennsla fyrir yngri börn suðursveitarinnar svo og allra nemenda sveitarfélagsins í efri bekkjum grunnskólans eigi áfram að fara fram í skólanum á Skútustöðum. En einmitt þess vegna telja margir fyrirhugaða skólabyggingu í Reykjahlíð van- hugsaða og beinlínis ranga. Auðvitað er það til óþæginda að þurfa að fara með eldri nem- endur frá Reykjahlíð suður í Skútustaði, og það fer ekki milli mála, að til er fólk, sem telur þetta og annað rök fyrir því að leggja niður skólann á Skútu- stöðum og byggja í staðinn stór- an skóla í Reykjahlíð fyrir alla sveitina. Sú teikning, sem mér skilst að byggja eigi nú eftir, kom fyrir nokkrum árum, meðan ég var í sveitarstjórn og hafði að- stöðu til að fylgjast með. Og sú teikning var miðuð við skóla fyrir þúsund manna byggð - eða nærri helmingi fleiri íbúa heldur en nú eru í öllu sveitarfélaginu. Ekki átti þó að byggja allan skólann í einu, heldur svonefndan kjarna, sem byggt yrði svo við eftir þörfum. En mér og ýmsum fleirum finnst það hæpin ráð- stöfun að reisa svo stóran og dýr- an kjarna, nema raunverulega sé að því stefnt að láta alla kennslu sveitarfélagsins fara fram í Reykjahlíð. Og jafnvel þótt svo væri má segja að þetta sé of stór kjarni. í núverandi sveitarstjórn er fólk sem hefur góðan vilja og fullan skilning á vandamálum dreifbýlisins. En engin trygging er fyrir því að alltaf verði slíkt fólk í sveitarstjórn. Og ef búið verður að reisa þennan mikla kjarna, má óttast, að einhver sveitarstjórn láti undan þrýstingi og flytji alla kennslu út í Reykja- hlíð. Slík ráðstöfun myndi skapa mörg og mikil vandamál í sam- bandi við nám þeirra nemenda, sem fjærst búa í suðursveitinni. Ef það er álag á börn að vera keyrð frá Reykjahlíð suður í Skútustaði, þá er það auðvitað enn meira álag á börn að fara með þau 12-15 km lengri leið, t.d. frá Baldursheimi, Heiði og Stöng, norður í Reykjahlíð. Ef aðalskóli sveitarfélagsins verður settur í Reykjahlíð, virð- ist því ekki forsvaranlegt annað en að setja þar heimavist eða hafa áfram kennslu líka á Skútu- stöðum fyrir alla aldursflokka. Heimavist er dýr í stofnkostnaði og rekstri, og þar að auki slæm lausn, ekki síst fyrir yngri aldurs- flokkana. Tveir aðskildir skólar á öllum aldursstigum myndu hindra eðli- lega viðkynningu barna og ungl- inga sveitarfélagsins og hafa mjög neikvæð félagsleg áhrif. Enginn sanngjarn maður gæti amast vjð því að reynt yrði að búa sem best að nemendum og kennurum í Reykjahlíðarskóla, og þótt engan veginn ríki þar nú neitt vandræðaástand, myndu líklega fáir setja sig upp á móti því, að byggður yrði þar nýr skóli, vistlegur og eðlilega stór, miðað við þann nemendafjölda, sem vænta má að verði í yngri aldursflokkum grunnskólans á þessu svæði á komandi árum. En ef fara á að byggja kjarna stór- skóla eftir fyrrnefndri teikningu, er ástæða til að staldra við og leggja fyrir ráðamenn sveitarfé- lagsins nokkrar spurningar. 1. Er fjárhagur sveitarfélagsins svo góður, og aðkallandi verk- efni svo fá og lítil, að eðlilegt sé að leggja nú í smíði rán- dýrrar skólabyggingar, sem engan veginn er nauðsynleg, og mun fljótt kalla á miklar viðbótarbyggingar og allsherj- arbyltingu í skólamálum sveitarinnar? 2. Er framtíð kísilvinnslu við Mývatn, sem er aðalundir- staða íbúafjöldans í Reykja- hlíð, svo örugg, að réttmætt sé að leggja einmitt nú í stór- kostlegan kostnað, sem gæti í framtíðinni orðið þungur baggi á þeim íbúum, sem eftir yrðu, ef svo skyldi fara að kís- ilvinnslan legðist niður, og þeir sem að henni vinna flytt- ust burtu. Er það eðlilegt að fólk, sem hér dvelur kannski aðeins fáein ár í sveitinni, bindi skó hinna þeim böndum, að þeir kannski gangi haltir um langt árabil? í þessu sambandi mætti vel leiða hugann að skólanum í Krísuvík. Við skulum vona að rann- sóknir leiði í ljós, að kísil- vinnslan sé ekki skaðleg lífríki Mývatns og að verksmiðjan muni þá starfa hér áfram sveitinni til blessunar. - En eðlilegra væri þó að bíða nokkur ár með fyrirhugaða skólabyggingu, þangað til ljóst verður hver framtíðin verður í þessum efnum. 3. Enn er ástæða til að beina spurningu til þeirra, sem ábyrgð bera á fjármálum ríkisins, hvort fjárhagur ríkis- ins virðist svo góður, að afsak- anlegt sé að hefja nú byggingu nýs stórskóla í Reyicjahlíð, sem myndi að vísu leysa ein- hver vandamál, en kynni um leið að skapa mun meiri vandamál. í þessu sambandi er ástæða til að minnast þess, að margir skólar þessa lands eiga við miklu meiri plássörðugleika að etja heldur en skólinn í Reykjahlíð, svo að víða verður að tví- eða þrísetja skól- ana - og því spyr fólk e.t.v. hvers vegna slíkir skólar séu ekki látnir ganga fyrir um það fé, sem veitt er til skólabygginga. Það er umhugsunarefni, að framlög eru nú stórlega • skorin niður til skólamála í heild. Skóla-t húsnæði er víða með öllu óviðun- andi. Laun kennara eru, þrátt fyrir síðustu umbætur, svo léleg, að þau eru ekki líkleg til að laða besta fólkið til kennslu. Kennslu- stundum er fækkað og sam- kennsla aukin til stórkostlegs óhagræðis og skaða. Alls staðar á að spara, nema bara þegar um það er að ræða að byggja stór- skóla í Mývatnssveit, þar sem all- góð skólaaðstaða er þó fyrir hendi. Miklu meira aðkallandi væri að byggja í Reykjahlíð góða íþrótta- skemmu. Því ef það er nokkuð sem skólann í Reykjahlíð veru- lega vantar, þá er það leikfimi- aðstaða. Og myndi slík íþrótta- skemma jafnframt koma mörg- um öðrum að gangi. Ég býst ekki við því, að þessi orð mín geti orðið til þess að hafa mikil áhrif á gang þessa máls. En það er ekki nema sanngjarnt að um það skapist opinberar um- ræður, svo almenningur geti í tfma farið að hugleiða það, hvaða áhrif það myndi hafa að leggja niður Skútustaðaskólann - og jafnframt að gera sér grein fyrir því, að jafnvel þótt slíkt sé ekki ætlun þeirra, sem að þessum málum vinna nú, yrði þó með byggingu fyrirhugaðs skólakjarna stigið spor, sem mjög auðveld- lega gæti haft þær afleiðingar, að öll kennsla sveitarinnar yrði inn- an skamms sameinuð í Reykja- hlíð, með dapurlegum afleiðing- um fyrir marga nemendur sveit- arfélagsins, og óheillavænlegum áhrifum á félagslíf sveitarinnar. Grænavatni í jan. ’85 Sigurður Þórisson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.