Dagur - 04.02.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 04.02.1985, Blaðsíða 3
4. febrúar 1985 - DAGUR - 3 Sundlaug Akureyrar: Von er á tíu þúsundasta sóldýrkandanum í liós „Ég á von á 10 000. sóldýrk- andanum mínum í Ijósalamp- ana núna á næstunni og hann verður leystur út með veg- legum gjöfum,“ sagði Haukur Berg, sundlaugarstjóri í Sund- laug Akureyrar í samtali við Dag. „Ég mun veita þessum sóldýrk- anda 10 sinnum frítt í ljósalamp- ana, 10 sinnum í sund og 10 sinn- um í gufubað. Einnig mun ég veita 9 999. og 10 001. sóldýrk- endunum 10 sinnum frítt í ljósa- lampana." Haukur sagði að búið væri að reka þessa lampa í 13 mánuði og hefðu þeir verið vel sóttir. Sér- staklega hefðu þeir verið vel sótt- ir fyrst í stað og var þá ævinlega fullt frá kl. 7 á morgnana til kl. 8 á kvöldin og mönnum oft potað inn á milli ef þeir voru á staðnum. Eftir þá miklu umræðu sem varð um skaðsemi ljósa- lampa dró úr aðsókninni, en hún hefur síðan aukist aftur þó hún sé kannski ekki eins mikil og hún var í upphafi. En nú er um að gera að drífa sig í ljós upp í sund- laug og taka kannski smá sund- sprett með til hressingar, það er aldrei að vita hverjir verða þeir heppnu. HJS Á sumrin er boðið upp á alvörusól í Sundlaug Akureyrar en hægt er að halda brúnkunni við á vetrum í sólbekkjum. Þakkir til bæjarstjórnar Ellilífeyrisþegi skrifar: Ég vil koma á framfæri þökkum til bæjarstjórnarinnar okkar fyrir að hækka fasteignagjöld á öldr- uðum og ellilífeyrisþegum og gefa þeim þannig tækifæri á að taka þátt í að greiða útgjöld bæjarfélagsins. Sérstaklega þakka ég kven- fólkinu sem er þekkt fyrir líknar- störf og störf að málefnum aldr- aðra og sjúkra. Ég var að koma frá því að greiða fasteignagjöldin og útsvarið og ellilaunin mín og tekjutryggingin dugði akkúrat fyrir þessu. Verður ráðinn læknir að ungbamaeftirliti? Fjögurra barna móðir hringdi og vildi hún í framhaldi af greinum blaðsins um heilsugæslustöð benda á að enginn barnalæknir er starfandi við ungbarnaeftirlitið í bænum. Sagði hún að svo hefði einu sinni verið og hún hefði oft spurt hvort læknir yrði ekki ráð- inn aftur, en aldrei fengið viðun- andi svar. Sagði hún að allir vildu fá þá bestu þjónustu sem völ væri Duran Duran- hátíð? Til æskulýðsráðs. Hvernig væri að hafa Duran Dur- an hátíð hér á Akureyri? Það er búið að hafa svona hátíð bæði í Safari og Traffic og því finnst mér allt í lagi að Dynheimar eða H-100 myndu hafa svona stórhá- tíð hér á Akureyri. Út af hverju er ekki hægt að hafa eitthvað skemmtilegt hér á Akureyri eins og fyrir sunnan? Ég held bara að það mundi verða gaman að hafa svona hátíð og ég er viss um að aðdáendur Duran Duran myndu sko mæta. Er ekki ár æskunnar? Hvernig væri að hafa eitthvað virkilega skemmtilegt fyrir unglinga hér á Akureyri? Ég myndi verða glöð ef ein- hver úr æskulýðsráði vildi vera svo góð(ur) að svara þessu bréfi. Takk fyrir. Einn Duran Duran aðdáandi. á og þar sem hún vissi til þess að barnalæknir hefði viljað taka að sér vinnu við ungbarnaeftirlitið aftur fannst henni skrýtið að því hefði verið hafnað. Vildi hún ein- dregið koma þeirri skoðun sinni á framfæri að barnalæknir yrði ráðinn að ungbarnaeftirlitinu. Svar: Blaðið hafði samband við Konny Kristjánsdóttur hjúkrun- arforstjóra á Heilsuverndarstöð- inni, þar sem ungbarnaeftirlit er til húsa. Sagði hún að Geir Frið- geirsson barnalæknir væri á stöð- inni 1 sinni í viku og sæi hann um 4ra ára skoðunina, 2 heilsugæslu- læknar sem eru sérfræðingar í heimilislækningum væru auk þess starfandi við stöðina tvisvar í viku. Um þessar mundir eru við- ræður í gangi á milli heilsugæslu- lækna og barnalækna um skipan þessara mála, er hin nýja Heilsu- gæslustöð tekur formlega til starfa. Á þessu stigi er ekki hægt að segja fyrir um hvernig þeim umræðum lyktar. Ungbarnaeftirlit á Akureyri. Utsalan heldur áfram þessa viku í Horninu í Sunnuhlíð. Nýjar vörur bætast viö. Stórlækkað verð. Ath. Útsalan er aðeins í Sunnuhlíð. Opið laugardaga kl. 10-12. Stálpottar og -pönnur gæðavara á góðu verði. 1460 116 verslun Sunnuhlíð sími 26920. Á AKUREYRI Almenn námskeið Myndlistaskólans hefjast 5. febrúar. Síðustu innritunardagar Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958 alla virka daga kl. 13.00-18.00. Skólastjóri. AKUREYRARBÆR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 6. febrúar nk. verða bæjarfulltrú- arnir Sigfríður Þorsteinsdóttir og Gunnar Ragnars til viðtals í fundarstofu bæjarráðs, Geislaqötu 9, 2. hæð. Bæjarstjóri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.