Dagur - 04.02.1985, Blaðsíða 5

Dagur - 04.02.1985, Blaðsíða 5
4. febrúar 1985 - DAGUR - 5 r Starri í Garði: Avísun á Syðri Athugasemd við ummæli Hákonar Björnssonar for- stjóra Kísiliðjunnar í Degi 28. jan. síðastliðinn. í upphafi máls síns leggur Hákon áherslu á að aðeins fimm ára námuleyfi jafngildi því að verk- smiðjan yrði þegar að hætta störfum, enda bað verksmiðjan um tuttugu ár. Nú er það svo, að í tíu ár samfleytt hefir Kísiliðjan búið við slíkt öryggisleysi af völd- um náttúruhamfara, þ.e. eldsum- brota, á þessu svæði, að hún hefði sjálfsagt prísað sig sæla að geta samið við þann í neðra um t.d. fimm ára starfsfrið. Við þetta öryggisleysi býr hún enn í dag að dómi jarðfræðinga. Aldrei hefir þó heyrst frá forstjóranum að hann teldi að verksmiðjan yrði að pakka saman af þeim sökum. Hvað veldur? Því er auðsvarað. Náttúru- verndarráð hefir ekki rótað við námaleyfi Kísiliðjunnar frá 1966. Nýtt námaleyfi heyrir eins og nú er komið undir Náttúruverndar- ráð. Hákon telur þungt á vogar- skálum þann atvinnumissi og annan skaða, sem þetta byggðar- lag mætti þola við brotthvarf þessa stærsta atvinnurekanda í hreppnum. t>að stendur nú lík- lega ekki upp á þann aðila, sem með pólitískri ákvörðun setti þessa verksmiðju hér niður á sín- um tíma, sem hlaut að valda snöggum efnahagslegum og fé- lagslegum breytingum, að bæta að fullu það tjón sem af hlýst ef verksmiðja þessi burtkallast skyndilega. Aðili sá er hér um ræðir er löggjafarvald og ríkis- stjórn. En meðal annarra orða: Hvaða þjónustustörf á vegum Kísiliðjunnar eru unnin í Reykja- vík? Svo að lokum þetta: Það fólk sem skrifaði undir yfirlýsingu til iðnaðarráðherra þess efnis að ekki mætti leyfa námugröft í Syðri-Flóa, sem er meginhluti vatnsins, var sér þess vel meðvit- andi hvað það var að gera. t>au viðbrögð fólksins komu fram með svo skjótum hætti vegna frumhlaups sveitarstjórnar Skútustaðahrepps, sem sendi bænarskjal til iðnaðarráðherra þar sem svo er komist að orði, að hann veiti leyfið „að minnsta kosti til 15 ára“. Athygli vekur að þetta er það lágmark, sem sveitarstjórn getur minnst sætt sig við. Það er aug- ljóst að 15 ár, hvað þá fleiri, er um leið ávísun á Syðri-Flóa, eins og skjalfest er að hugur Hákonar Björnssonar stendur til. Um ástæður okkar fyrir því að vilja verja Syðri-Flóa þarf ekki að fara mörgum orðum. Með því að dæla setlögum botnsins í Flóanum á land væri lífríki Mývatns kippt til baka um tvö þúsund til tvö þús- und og fimm hundruð ár. Þetta er bara ósköp einföld og auðskilin staðreynd, sem tæpast þarf að sannreyna með rannsóknum, fremur en þau gömlu sannindi að tvisvar tveir eru fjórir. 31. jan. 1985. Starri í Garði. Myndir Sölva Helgasonar 16 gerðir. Verð kr. 175,- pr. stk. í smelluramma 13x18. A-B búðin Kaupangi, sími 25020. ......... i Keramikstofan auglýsir Munið opnunartímann alla daga milli kl. 4 og 6. Alltaf eitthvað nýtt að koma bæði í mótum, módelleir og litum. Keramiknámskeiðin eru byrjuð. Þeir sem áhuga hafa á næsta námskeiði hafí samband í síma 24795. Keramikstofan Steinahlíð 7b. Gengið inn frá Sunnuhlíð. Eins vil ég spyrja: Fyrst rann- sóknum varðandi áhrif kísilgúr- náms á lífríki Mývatns hefir verið stórlega áfátt, er þá að undra þó því fólki sem tekur lífríki vatns- ins fram yfir efnaverksmiðju sé nokkuð í mun, að ekki sé enn anað áfram blindandi og lífríkinu þá ef til vill unnið enn meira tjón, en þegar kann að vera orðin stað- reynd? Lífríki Mývatns hefir hrunið tvisvar á tæpum áratug, svo sem berlega kom í ljós á fugli og silungi, og er enn ekki séð fyr- ir endann á hinu síðara áfalli, er nú stendur yfir. Það veldur hér mörgum heilabrotum hvort af mannavöldum sé. Tveir aðilar hafa undangengna áratugi haft það fyrir iðju að hræra í lífríki vatnsins: Laxárvirkjun og Kísil- iðjan. Er að undra þótt athygli þess fólks sem vill vernda lífríki Mývatns beinist að þessum stað- reyndum? Það er einmitt þetta fólk, sem forstjórinn sendir mið- ur vinsamlegar kveðjur og ósæmilegar aðdróttanir. Treystir Hákon Björnsson sér til að nafngreina í þessu blaði, Degi, það fólk, sem hann kveður „iða í skinninu eftir að koma á ófriði", og þá af hvaða ástæðum og þá við hvern eða hverja? Einnig hvaða ástæðu hann hef- ir til að bregða hér fólki um það dómgreindarleysi, að það geri sér enga grein fyrir því undir hvað það er að skrifa? Vill hann kannski gera nánari grein fyrir því hvaða fólk það er, sem hann ber slíkum sökum? Það væri við- kunnanlegra að hann gerði hreint fyrir sínum dyrum í þessu efni, áður en hann gerist sjálfskipaður friðarengill í þessu byggðarlagi. Hákon veltir fyrir sér hinni lagalegu stöðu í málinu, og setur spurningarmerki við hvort lögin um Kísiliðjuna eða lögin um verndun Laxár og Mývatns séu rétthærri, lögin um Kísiliðjuna séu jú eldri. Leggjum ekki af staö i feröalag í lélegum bíl eða illa útbúnum. Nýsmurður bíll meðhreinniolíuog yfirfarinn t.d. á smurstöð er lík- legur til þess aö komast heill á leiðarenda. ilæ FERÐAR ÞETTA ER EKKI BARA DRAUMUR.. Við kynnum gorenie SKANDINAVIEN * gæða-ísskápa með Danfoss kælikerfi Árum saman hefur Akurvík hf. einbeitt sér að því að bjóða viðskiptavinum sínum vandaðar og góðar vörur. Gorenje ísskáparnir eru hannaðir með ströngustu gæðakröfur Norðurlandabúa í huga. Sami gæðaflokkur og ísskápar í mun hærri verðflokki. Verð frá kr. 9.975,- stgr. Þetta er ekki bara draumur - Þetta er blákaldur veruleikinn. Góðir afborgunarskilmálar. Látið ekki happ úr hendi sleppa. Glerárgötu 20 • Sími 22233 Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.