Dagur - 04.02.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 04.02.1985, Blaðsíða 9
4. febrúar 1985 - DAGUR - 9 Árshátíð Framsóknar- félags Akureyrar var haldin á Hótel KEA á laugardagskvöldið. Hátíðin var vel sótt og það var létt yfir mann- skapnum, eins og vera ber á slíkum manna- mótum. Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra og formað- ur Framsóknarflokks- ins, flutti hátíðar- ræðuna og kom víða við í máli sínu. Meðal skemmtiatriða var tví- söngur, vísnasöngur og bögglauppboð, sem hleypti miklu fjöri í samkomuna. Veislu- stjóri var Jón Sigurðar- son. En látum myndir Kristjáns Arngríms- sonar tala sínu máli. Bögglauppboðið hleypti miklu fjöri í samkomuna. Fyrir þennan pakka fengust samtals rúmar 5 þúsund krónur. Fyrst var hann sleginn Vali Arnþórssyni á rúmar 2 þúsund kr. Hann gaf pakkann aftur til uppboðshaldara og aftur var hann boðinn upp. Þá var hann sleginn Helga M. Bergs, sem einnig gaf hann aftur til uppboðshaldara. Enn var pakkinn boðinn upp og loks sleginn Sigríði Olafsdóttur á þúsund krónur. Hún opnaði pakkann, sem reyndist hafa konfekt að geyma. Frá háborðinu; Sigríður Ólafsdóttir, forsætisráðherrahjónin Edda og Steingrímur Hermannsson, Valur Arnþórs- son, Sigríður Pétursdóttir og Jón Sigurðarson. Rangárbræður sungu af hjartans list; Baldur Baldvinsson og Baldvin Kr. Baldvinsson. Það var létt yfir mannskapnum og hástemmd ættjarðarljóð sungin af miklum móð. Jón Sigurðarson, Guðmundur Bjarnason og Sigurður Jóhannesson voru forsöngvarar í fjölda- söngnum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.