Dagur - 04.02.1985, Blaðsíða 1

Dagur - 04.02.1985, Blaðsíða 1
GULLSMIÐIR I SIGTRYGGUR & PÉTUR ' AKUREYRI Y%*W Litmynda- framköllun TÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS MARGAR GERÐIR 68. árgangur Akureyri, mánudagur 4. febrúar 1985 14. tölublað Náma- leyfið fram- lengt! Iðnaðarráðherra hefur ákveð- ið að framlengja vinnsluleyfí Kísifiðjunnar við Mývatn um 15 ár. Hefur ráðherra tjáð Náttúruverndarráði þessa ákvörðun sína. Leyfisveitingin er bundin þeim skilmálum að umfangsmiklar rannsóknir munu fara fram á vatninu og komi eitthvað í ljós sem sýnir að vinnslan hafi hættu í för með sér verður leyfisveiting- in endurskoðuð. Náttúruverndarmenn og þar með taldir margir Mývetningar hafa miklar áhyggjur af þessari leyfisveitingu ekki síst vegna þess að þeir telja að með þessu muni Kísiliðjan teygja sig eftir hráefni í hinn svokallaða Syðri-Flóa. Hafa margir heimamenn hótað því að verja Syðri-Flóa með öllum tiltækum ráðum, ef kísil- iðjumenn geri sig líklega til að hefja þar hráefnistöku. í blaði í síðustu viku gerði Hákon Björnsson, framkvæmda- stjóri Kísiliðjunnar grein fyrir sjónarmiðum verksmiðjumanna en í dag skrifar Starri í Garði svargrein vegna ummæla Hákon- ar. Sjá bls. 5. - ESE Það var glatt á hjalla á árshátíð Framsóknarfélags Akureyrar um helgina, eins og myndin sánnar, en hvaða brandara Steinunn Sigurðardótt- ir hefur verið að segja Steingrími Hermannssyni, forsætisráðherra, vitum við hins vegar ekki. Mynd: KGA Jökull hf. á Raufarhöfn: Vinna hefst á morgun! - Við stefnum að því að fara í gang að nýju á þriðjudaginn, þ.e.a.s. ef allt stenst og vara- hlutir koma í tæka tíð, sagði Hólmsteinn Björnsson, fram- kvæmdastjóri Jökuls hf. á Raufarhöfn er hann var spurð- ur hvað uppbyggingarstarfínu við frystihúsið liði. Eftir brunann hefur mest öll vinnsla legið niðri hjá Jökli hf. Pó hefur dálítið verið unnið í salt að undanförnu en um 20 manns hafa verið í vinnu hjá fyrirtækinu við viðhald, viðgerðir og vinnslu. Um tíu fiskverkunarkonur hafa sótt vinnu til Þórshafnar, um klukkutíma akstur hvora leið. - Við erum búnir að laga flest nema frystiklefann en við hann verður ekki gert í bráð. Við not- umst hér við lítinn frystiklefa og eins er í ráði að fá frystigáma á leigu. Það er von á Rauðanúpi inn með afla og hjólin ættu því að fara að snúast að nýju, sagði Hólmsteinn Björnsson, en er blaðamaður Dags ræddi við hann lá ekki fyrir hvort eða hvenær ráðist yrði í byggingu nýs frysti- húss eða hvort það gamla yrði gert upp. Ákvörðun um slíkt verður tekin hjá sjóðunum í Reykjavík. - ESE Uppboðið á Kolbeinsey: Sex mánaða gálgafrestur - vegna seinagangs í kerfinu Þó að uppboðsbeiðni vegna Kolbeinseyjar ÞH 10 hafí verið send frá Fiskveiðasjóði til sýslumannsins í Þingeyjarsýsl- um, getur liðið allt að hálft ár þar til af uppboði verður. „ Glapræði að hafna ratsjárstöðvunum “ vegna þess öryggis sem þær veita í fluginu „Það væri mikið glapræði fyrir okkur að hafna fyrirhuguðum ratsjárstöðvum á Vestfjörðum og Norðausturlandi, því þær koma til með að hafa ótrúlega milda þýðingu fyrir öryggi i innanlandsflugi sem milli- !andafíugi,“ sagði Hallgrímur N. Sigurðsson, flugumferðar- stjóri í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík og varamaður í flugráði, í samtali við Dag. Hallgrímur sat fyrir svörum á fundi Varðbergs á Akureyri á laugardaginn, en þar hafði Pétur Einarsson, flugmálastjóri, fram- sögu. Pétur tók í sama streng og Hallgrímur, en nánar verður fjallað um þetta mál í viðtali við Pétur í Degi á miðvikudaginn. „Núna höfum við radarmynd af um fjórðungi af landinu,“ sagði Hallgrímur, „en ef við fáum inn þessar nýju radarstöðv- ar og Hornafjarðarstöðina að auki, þá getum við fylgst með flugumferð yfir öllu landinu og gott betur. Þarna yrði því um byltingu að ræða í flugöryggi. Reynsla mín af flugumferðar- stjórn sýnir mér, að með radar- myndinni frá Keflavíkurflugvélli hefur okkur tekist að afstýra flug- slysum og bjarga mannslífum þar með. Þess vegna er ég viss um hversu stórkostlegt öryggisatriði nýju ratsjárstöðvarnar verða fyrir flugið. Fyrir millilandaflugið getur þetta haft úrslitaþýðingu. Við stöndum þar núna á tímamótum; annað hvort fáum við þessi radar- tæki til að geta veitt betri þjón- ustu heldur en nágrannar okkar, eða við einfaldlega missum þessa þjónustu frá okkur, en hún hefur veitt okkur vaxandi beinar og óbeinar tekjur á undanförnum árum,“ sagði Hallgrímur N. Sig- urðsson. - GS Þessar upplýsingar fékk blaða- maður Dags hjá Sigurði Gizurar- syni, sýslumanni og bæjarfógeta á Húsavík er spurst var fyrir um gang málsins. Að sögn sýslumanns er upp- boðsbeiðnin dagsett 25. janúar í Reykjavík. Eftir að málið er skráð í uppboðsrétti á viðkom- andi stað er gefinn mánaðarfrest- ur til að greiða skuldir en sé það ekki gert er uppboðið auglýst á venjulegan hátt í Lögbirtinga- blaðinu. Lögum samkvæmt verð- ur að auglýsa uppboðið þrisvar og það getur tekið eina tvo til þrjá mánuði. Ef skuldin er enn ógreidd eftir þann tíma er málið tekið fyrir í uppboðsréttinum á ákveðnum degi og á þessu stigi kemur jafnvel fyrir að málum sé frestað um óákveðinn tíma. Að sögn Sigurðar lét nærri að emb- ættið fengi eitt mál til meðferðar á dag í uppboðsrétti í fyrra og það getur því orðið erfitt að finna tíma fyrir öll mál. Sýslumaður taldi ekki ólíklegt að Kolbeins- eyjarmálið tæki eina sex mánuði miðað við venjulegan framgang mála. - ESE

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.