Dagur - 04.02.1985, Síða 8

Dagur - 04.02.1985, Síða 8
8 - DAGUR - 4. febrúar 1985 t Minning: Páll Guðmundsson Engidal S.-Þingeyjarsýslu F. 2. maf 1905-D. 18. des. 1984 Engidalur í Bárðdælahreppi er heið- arbýli í þess orðs fyllstu merkingu. Bærinn stendur í heiðinni austur af Bárðardal sunnanverðum í víð- feðmri hvilft og sér þaðan eigi til annarra bæja, en allt inn á Bárðar- bungu þá skyggni er gott. Það má segja, að þar sé hátt til lofts og vítt til veggja og þar syngja svanir á tjörn- um bæði haust og vor. Umhverfis Engidal er gróður mikill og kjarn- góður og þaðan er eigi langræði til veiðivatna, en ti! næsta bæjar Lund- arbrekku í Bárðardal eru því sem næst 7 km. Það var um fardaga kalda vorið 1951, að bóndinn í Engidal reis úr rekkju í óttu fyrir dag og yfirgaf hljóðlega húsið þar sem kona hans og 10 börn sváfu. Hann sinnti bú- verkum um hríð, en að því loknu vakti hann elsta son sinn 16 ára ungl- ing og kvaddi til farar með sér. Fyrstu bæjarleiðina gengu þeir á skíðum, en svo tók við bíll. Ferðinni var heitið að Saltvík við Skjálfanda, því þangað ætlaði fjölskyldan í Engi- dal að flytja búferlum innan skamms. Hún var í þann veginn að yfirgefa heiðina. Daginn hugðist bóndinn með ein- hverjum ráðum nýta til að bera á túnið í Saltvík svo sláttur gæti þar hafist á eðlilegum tíma. Manninum voru dugnaður, hyggindi og bú- mennska í blóð borin. I leiðinni kom hann við á Laxamýri og bar þá fund- um okkar fyrst saman. Mér varð næsta starsýnt á manninn. Hann var hár og grannur, hvatur í hreyfingum, fríður í andliti, einbeittur á svip og eygður svo vel að athygli vakti. Hann sagði til sín og spurði að bragði, hvort við á Laxamýri gætum hjálpað sér við að bera á Saltvíkurtúnið þá um daginn. Því svaraði faðir minn á þá lund, að þótt mikið væri annríkið, þá kæmi ekki til mála að neita vænt- anlegum nágranna um fyrstu bón. Það fór því svo, að ég tók jeppann eina vélknúna tækið á bænum, setti aftan í hann áburðardreifara, skrölti út í Saltvík og bar á túnið með bóndanum frá Engidal. Þannig hóf- ust hin fyrstu kynni okkar Páls Guðmundssonar og sá ég brátt að hann hafði andans gjöf jafnt sem handa. Páll var maður húnvetnskra ætta, sem ég kann ekki að rekja. Hann var fæddur að Svertingsstöðum í Mið- firði 2. maí 1905, einn af 8 börnum hjónanna þar Guðrúnar Einarsdótt- ur og Guðmundar Sigurðssonar. Systkinahópurinn var tápmikið at- gervisfólk og heimilið menningar- heimili þar sem börnin hlutu þá upp- fræðslu, sem haldgóð reyndist á lífs- ins leið. Þegar faðir Páls gerðist kaupfélagsstjóri á Hvammstanga fluttist fjölskyldan að Syðri-Völlum á Vatnsnesi þar sem Páll átti heima meðan hann dvaldi í Húnavatns- sýslu. Á Syðri-Völlum bjó hann um skeið með bróður sínum, en ekki varð þó langt í þeim búskap, því Páll vildi víkka sinn sjóndeildarhring og tók að fara suður á vertíðir og mun m.a. hafa dvalið í Viðey. Vorið 1932 lá svo leið hans norður að Stóru-Völlum í Bárðardal og gerðist hann þar kaupamaður um sumarið. Um haustið réðst hann svo vetrarmaður að Engidal til hjónanna Maríu Tómasdóttur og Tryggva Valdemarssonar. Sú vistráðning varð honum örlagarík, því þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni Sigur- drífu dóttur hjónanna í Engidal, sem er kona mikillar gerðar á alla lund. Árið 1934 hófu þau Sigurdrífa og Páll búskap í Engidal og stóð hann til vorsins 1951 að þau fluttu að Saltvík í Reykjahreppi og hafði þá orðið 10 barna auðið og í Saltvík bættust 2 drengir í systkinahópinn. Búskapur- inn í Engidal var að sjálfsögðu ekki meðlæti tómt og mun klukkan ekki hafa mælt vinnudaginn þar, heldur þungar skyldur og mikil þörf. Til marks um aðstæður þeirra hjóna á þeim árum, þá fór Sigurdrífa aldrei í kaupstað alla þeirra búskapartíð í Engidal eða í meira en 15 ár og eitt sinn liðu 5 ár án þess, að hún færi út af bæ sem kallað er. Marga undraði á, hversu vel þeim farnaðist á heiðar- býlinu með sinn stóra barnahóp og lítið bú, en við nánari kynni varð það skiljanlegt. Páll var eljusamur og nýtinn bú- maður, sem hafði meiri arð af skepnum sínum en almennt gerist, auk þess svall honum veiðimanna- blóð í æðum og aflaði hann mikils bæði fugla og fiskjar og mun Kálf- borgarárvatn hafa reynst honum drjúgt til búsílags. Hann var náttúru- barn, ef svo má segja um nokkurn mann og naut sín vel að veiðum við heiðarvötnin blá. Þrátt fyrir það þá var hann einn af þeim, sem fljótur var að tileinka sér tæknilegar nýjung- ar, og virtist allt liggja opið fyrir hon- um á hinu tækniiega sviði. Hann mun t.d. hafa verið meðal fyrstu bænda í landinu til að setja upp súgþurrkun. í Saltvík búnaðist Páli vel. Hann bætti jörðina að húsum og öðrum mannvirkjum, yrkti jörð og sótti sjó. Páll var maður þeirrar gerðar, að hann eignaðist marga persónulega vini hvar sem hann fór. Það var líka gestkvæmt í Saltvík á búskaparárum hans þar og olli þar mestu gestrisni húsbændanna og skemmtilegheit fjölskyldunnar í heild þar sem hús- bóndinn skipaði öndvegi með húmor og hlátri, sem allir hlutu að smitast af. Páll var maður heils hugar, fastur á sinni meiningu og fór ekki alltaf troðnar slóðir, ef því var að skipta. Hann gerði sér ekki títt um félagsmál og segja má, að nútíma þjóðfélag með öllum sínum félagsmálaflækjum og pappírsflóði hafi ekki átt huga hans. Hann unni frelsi einstaklings- ins og undirhyggjulaus drengskapur og sjálfsbjargarhvöt voru aðalsmerki hans. Miklir framtíðarmöguleikar virtust blasa við Páli og fjölskyldu hans í Saltvík, en jörðin var í eigu borgar- búa, sem ekki vildu sleppa af henni eignarhaldinu og leiddi það til þess, að vorið 1960 fluttist hann með fjöl- skyldu sinni austur að Eiðum í N.- Múlasýslu. Fjölskyldan festi ekki yndi á Eið- um og eftir 2 ára dvöl þar lá leið hennar vestur að Syðri-Völlum á Vatnsnesi þar sem æskuheimili Páls hafði áður staðið. Þegar flutt var að Syðri-Völlum var barnahópurinn tekinn að dreifast bæði til náms og starfa eins og eðlilegt má heita, en fjölskylduböndin voru sterk og á Syðri-Völlum hófst Páll þegar handa um byggingar og ræktun og þá með tilstyrk sona sinna. En æskuumhverfi hans hafði breyst frá því, að hann yfirgaf það ungur að árum, nýir siðir höfðu verið upp teknir og æskufé- lagarnir voru horfnir hópum saman. Það fór því svo að árið 1968 lét Páll Syðri-Velli í hendur Eiríks sonar síns og flutti ásamt konu sinni á þeirra fyrstu ábýlisjörð Engidal í Bárðdæla- hreppi þar sem hann dvaldist nærfellt til skapadægurs. Við endurkomuna í Bárðdælahrepp var þeim hjónum vel tekið. Bárðdælingar höfðu ekki brugðið vinskap við þau, og þeim bættust nýir vinir og þá engu síður ungir en aldnir, enda höfðu þau ekk- ert breyst á fjarvistarárunum. Þeim fannst svo sannarlega, að þau væru komin heim „í heiðanna ró“. Óhætt er að segja að ævikvöld Páls væri bæði milt og gott. Hann gat oft nýtt tímann til lesturs bóka og nokk- uð til spila og tafls, en í þeim grein- um var hann sannur íþróttamaður. Börnin hans slógu sér saman og byggðu íbúðarhús í Engidal og voru honum samhent um ýmsar umbætur varðandi jörðina. Kristlaug dóttir þeirra hjóna hefur síðustu 6 árin dvalið í nýja húsinu ásamt 2 sonum sínum þá þeir eru ekki í skóla svo og manni sínum, þegar hann er ekki á sjó. Hún hefur verið þeim foreldrum sínum bæði hald og traust þessi ár og það kærleiksverk hefur hún unnið með glöðu geði, enda hefur hún traustar taugar til Engidals þar sem hún steig sín fyrstu spor. En enginn má við ellinni þá á sækir og var svo komið nú í vetur, að Páll hlaut að fara á sjúkrahúsið á Húsavík þar sem hann féll fyrir sláttumannin- um slynga eftir mánaðardvöl hinn 18. desember sl. Hann var svo til moldar borinn frá Húsavíkurkirkju þann 29. des. sl. að viðstöddu fjölmenni og þar á meðal öllum börnum hans, sem mörg voru langt að komin bæti utan- lands frá og innan. Páll var hinn mesti gæfumaður í fjölskyldulífi sínu. Þau hjónin voru samhent um alla hluti og klifu allar brekkur hönd í hönd. Gleði og sigrar voru líka sameign þeirra í öllu falli. Börnin þeirra 12 eru öll vel mennt ágætis fólk búin mannkostum for- eldra sinna og eru sem hér skal Þorkell Bjömsson frá Hnefilsdal áttræður Jökuldælingurinn Þorkell Björns- son fæddist á Skeggjastöðum 3. febrúar 1905, ólst upp með for- eldrum sínum og systkinum í Hnefilsdal og á nú heima að Keldulandi 9 í Reykjavík. Foreldrar Þorkels voru hjónin Björn Þorkelsson bóndi og hreppstjóri í Hnefilsdal og Guð- ríður Jónsdóttir. Kann ég ekki annað frá þeim að segja en það, að Þorkell sonur þeirra, nú átt- ræður, sem ætíð kennir sig við æskustöðvarnar, ber traustum og góðum ættstofni órækt vitni. Samkvæmt sumum nýjum kenningum mætti ætla, að Þor- kell Björnsson bæri einhver merki einangrunar og dapurleika fámennis í afskekktu og fólksfáu byggðarlagi, Jökuldalnum. En þeir sem kynnst hafa manninum mættu ætla, að hann hefði fremur mótast af fjölskrúðugu sam- kvæmislífi en einangrun. Sam- ræðulistin er honum lagin og hann kann þau ógrynni af sögum, að aldrei virðist þurrð á, er auk þess skemmtilegur frásagnamað- ur, stálminnugur og svo gaman- samur getur hann verið, að sjald- gæft er. Hvarvetna var hann eftirsóttur félagi, enda bæði hrókur alls fagnaðar þar sem fleiri voru saman komnir og vask- ur mjög til allra starfa. Það bar til þegar Þorkell var sex ára snáði í Hnefilsdai, að þangað kom í síðustu för sinni um Jökuldal, hinn nafnkunni Símon Dalaskáld. Ræddi hann við sveininn og sagði honum, að konuefnið hans væri ekki fjarri. Hún héti Anna og ætti heima á Skjöldólfsstöðum. Drengnum var lítt um þetta gefið, gerði sér ekki háar hugmyndir um konur á þeim árum og hafði ekki áður verið við þær orðaður. í sömu för kom Dalaskáldið að Skjöldólfsstöðum og sagði hinni fjögurra ára telpu þar, Onnu Ei- ríksdóttur, að mannsefnið henn- ar væri í Hnefilsdal og það væri enginn annar en Þorkell Björnsson. Þessar spásagnir gleymdust fljótlega en rifjuðust upp tuttugu árum síðar þegar leiðir þessa unga fólks lágu sam- an og með sama hætti og Símon Dalaskáld hafði sagt fyrir. Þau Þorkell og Anna gengu í hjónaband á Eskifirði haustið 1932. Á heimleiðinni nutu þau hins besta beina hjá Gunnari bónda á Fossvöllum. Þar nutu þau einnig hvíldar, svo og reið- skjótar þeirra. En þegar ferð skyldi fram haldið sýndi Gunnar bóndi þeim hina merkilegu lok- rekkju, haglega gerða og skreytta með fagurskorinni gaflfjöl. Var gaflfjöl þessi eitt af verkum Soff- íu Stefánsdóttur myndskera Ei- ríkssonar. Taldi bóndi að mörg stórmenni myndu koma undir í lokrekkju þessari, enda væri hún þegar pöntuð víða að, eina og eina nótt til gistingar. Óskaði hann þess nú, að brúðhjónin gistu í lokrekkjunni góðu næstu nótt og sótti það fast. En þau höfðu ætlað fram í dalinn sinn og breyttu ekki þeirri áætlun. Þorkell og Anna bjuggu í Ár- mótaseli á Jökuldal 1933-1935. Lágir veggir nálægt þjóðvegi vitna um þennan bæ, sem fremur mátti teljast uppi á heiði en í dalnum. Síðan fluttu hjónin í Hnefilsdal og bjuggu þar til árs- ins 1938 og á Skjöldólfsstöðum til 1941. Þegar hér var komið sögu brugðu þau hjónin á það ráð að flytja búferlum til Eyjafjarðar. Fengu þau ábúð á Syðri-Varðgjá til ársins 1945 en fluttu þá suður í Hveragerði og áttu þar heima til ársins 1949. Frá Hveragerði lá leiðin á ný til Eyjafjarðar. Þau Þorkell og Anna keyptu jörðina Kífsá við Akureyri og bjuggu þar til ársins 1953. Lauk þá búskaparsögu þeirra því þá fluttust þau til Ak- ureyrar. Þorkell varð starfsmað- ur Ræktunarfélags Norðurlands um skeið en síðan þrjú ár af- greiðslumaður Dags og auglýs- ingastjóri. Þar lágu leiðir okkar saman og er ánægjulegt að minn- ast samvinnu okkar og hinna mörgu og ágætu samverustunda. Árið 1958 lá leiðin til Reykja- víkur, þar sem Þorkell varð hús- vörður hjá Mjólkursamsölunni þar til eftirlaunaaldurinn tók við. Að starfsdegi loknum skrifaði Þorkell bókina „Af Jökuldals- mönnum og fleira fólki“, sem Ið- unn gaf út. í þessari bók er að finna alla helstu flokka þjóðsagnaefnis, minningar, sagnir, kímnisögur og þjóðsögur, auk bundins máls, eins og Jón Hnefill Aðalsteinsson skilgreinir efni bókarinnar í for- mála. Mér þótti bókin bæði skemmtileg og fróðleg og hef raunar beðið þess að höfundur- inn ritaði fleiri bækur. Börn þeirra Þorkels og Önnu eru þessi: Björn rafvirkjameistari á Akureyri, kvæntur Oddnýju Óskarsdóttur. Þau eiga fimm börn. Anna Þrúður, fyrrum flug- freyja, gift Gunnari Daníel Lár- ussyni verkfræðingi í Reykjavík. Þau eiga þrjú börn. Næstur er Eiríkur Skjöldur, mjólkurfræð- ingur í Reykjavík, kvæntur Sig- rúnu Skaftadóttur hjúkrunar- konu. Þau eiga tvær dætur. Yngstur er Ingvi Þór, fyrrum kennari en nú annar af tveim framkvæmdastjórum Glettings í Þorlákshöfn. Kvæntur er hann Hansínu Ástu Björgvinsdóttur kennara og eiga þau heimili sitt í greina: Ásgrímur kennari búsettur í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu S. Bjarnadóttur, Tryggvi kennari bú- settur í Svíþjóð, kvæntur sænskri konu Inger að nafni, Ólöf húsfreyja búsett á Húsavík, gift Rúnari Hann- essyni, Ragna húsfreyja búsett á Húsavík, gift Steingrími Árnasyni, Eiríkur bóndi á Syðri-Völlum kvænt- ur Ingibjörgu Þorbergsdóttur, Björn kennari í Hveragerði, kvæntur Lilju Halldórsdóttur, Ketill kennari í Mos- fellssveit, kvæntur Bryndísi Baldurs- dóttur, Kristlaug húsfreyja og bóndi í Engidal, gift Guðmundi Wíum, Hjörtur vinnur við þungavinnuvélar, búsettur í Noregi, kvæntur þarlendri konu Karin Larson, Guðrún hús- freyja og háskólanemi í Reykjavík, gift Eggert Hjartarsyni, Skúli stúdent, ókvæntur og við ýmis störf í Reykjavík og víðar og Guðmundur verkfræðingur, búsettur í Reykjavfk, kvæntur Kolbrúnu Ýr Bjarnadóttur. Páll Guðmundsson var ekki maður þeirrar gerðar, að hann sækti á að klífa hátt í mannfélagsstigann og safna metorðum. Hann var öllu held- ur einn af hinum sönnu hetjum hversdagslífsins, sem ekki lét undan síga, þótt á móti blési. Þau hjónin gerðu jafnan fýrst og fremst kröfur til sjálfra sín, en ekki annarra og neyttu brauðsins í sveita síns andlits. Álla tíð lifðu þau á misgjöfulum brjóstum hinnar íslensku náttúru og fóru með sigur af hólmi. Nú þegar Páll er fallinn fyrir feigð- arbrún, þá verður mér hugsað til þess að aldrei mun snjór gleymskunnar fenna hans spor meðal okkar sam- ferðamanna hans, svo minnisstæður og sérstakur sem hann var. Ég veit að ég má mæla fyrir munn margra, er ég nú að leiðarlokum þakka honum góða og skemmtilega samfylgd og óska honum yndis á ókunnri strönd. Konu Páls, börnum og öðrum að- standendum sendi ég hugheilar sam- úðarkveðjur. Vigfús B. Jónsson. Kópavogi. Þau eiga þrjú börn. Má um Þorkel Björnsson og Önnu Eiríksdóttur konu hans segja, að þau hafi átt barnaláni að fagna. Þorkell frá Hnefilsdal er svart- hærður og móeygur, vel á sig kominn bæði andlega og líkam- lega og öllum ljóst, að þar fer maður stórrar gerðar. Hvers- dagsgæfur er hann og framúr- skarandi samstarfsmaður. En fastur er hann fyrir ef honum þykir mjög á rétt sinn gengið og getur þá orðið einarður og rök- fastur málafylgjumaður. En öllu öðru fremur er Þorkell hamingjumaður, ágætlega kvænt- ur og heimakær fjölskyldumaður, vinsæll og virtur. Hann er veitull á það lífsins yndi, sem felst í græskulausum gamanmálum, sögum og minningum. En á þeim sviðum er jafnræði með þeim hjónum. Þeim veitist öðrum auð- veldara að lyfta áhyggjuþunga af fólki og færa það á svið lífsgleð- innar og láta það njóta með sér hamingjustunda. Öldungurinn frá Hnefilsdal, Þorkell Björnsson, er enn hress og kátur og áttatíu árin virðast ekki hvíla þungt á herðum hans. Um leið og ég þakka liðna tíð og ágætar samverustundir okkar, óska ég honum þeirrar hamingju, að hann megi enn lengi fagna hverjum nýjum degi. Erlingur Davíðsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.