Dagur - 04.02.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 04.02.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 4. febrúar 1985 Sf-i r-A í V Guðrún J. Magnúsdóttir. Það kemur m.a. í hennar hlut að halda uppi merkinu í kvenna- flokki í vetur. Þær eiga að halda uppi merkinu „Það er auðvitað slæmt að missa Nönnu, en ég vona að hinar stelpurnar komi til með að standa sig i vetur,“ sagði Ásgeir Magnússon, einn af þjálfurum Skíðaráðs Akureyrar í spjalli við Dag um helgina. Skíðadrottningin Nanna Leifsdóttir sem er við nám í Reykjavík í vetur hefur nú lagt skíðin á hilluna í bili a.m.k. og er vissulega stórt skarðið sem hún skilur eftir sig, en Nanna varð m.a. þrefaldur íslandsmeistari á sl. ári. En Skíðaráð Akureyrar er þó ekki á flæði- skeri statt í kvennagreinunum. Helstu stjörn- ur liðsins í kvennaflokki í vetur verða þær Tinna Traustadóttir, Signe Viðarsdóttir og Guðrún H. Kristjánsdóttir, en þessar þrjár komu næstar Nönnu að getu á síðasta ári. Og ef marka má úrslit á mótum á sl. keppnis- tímabili verða þessar ungu stúlkur færar um að halda uppi merkinu í vetur. Milljón mistök! - þegar KA sigraöi Ármann í 2. deild með 22:17 Ekki veit ég hvort KA-menn voru stressaðir fyrir leikinn við Ármann á laugardaginn, en eitt er víst að þeir léku illa mest allan leikinn. Þeir hafa örugglega ekki verið búnir að Hogdson kemur ekki gleyma þeirri útreið sem þeir fengu hjá Ármanni í fyrri leik þessara liða í vetur, en þá sigr- aði Ármann með miklum mun og eru það einu stigin sem KA hefur tapað á þessu keppnis- tímabili. Það er hins vegar svo í íþróttum eins og handbolta að í lok leiksins eru mörkin tal- in og það lið sigrar sem hefur gert fleiri og hlýtur það því að vera aðalatriði leiksins. Sé aðalatriðið skoðað kemur í Ijós að KA gerði 22 mörk og Ar- mann aðeins 17 og fyrir þenn- an sigur á því KA heiður skilið. Skoski þjálfarinn BiIIy Hogd- son sem þjálfað hefur lið KS undanfarin ár mun ekki verða með liðið í sumar eins og talið hafði verið frágengið. Að sögn Karls Pálssonar for- manns KS er nú verið að leita að þjálfara fyrir liðið. Hafa Siglfirð- ingar bæði athugað á „markaði" hér innanlands, og einnig er unn- ið að athugun á því í Skotlandi hvort Siglfirðingar geti fengið þjálfara þaðan fyrir keppnistíma- bilið. Árni Árnason úr Hafnar- firði sem þekkir vel til mála í Skotlandi er KS-mönnum innan handar um að leita að þjálfara þar. Það var Erlendur sem gerði fyrsta mark leiksins og fljótlega var staðan orðin 3:1 fyrir KA eft- ir lagleg mörk frá Loga og Jóni. t>á fóru mistökin að byrja. Þrátt fyrir fjöldann allan af góðum fær- um létu KA-menn markmann Ármanns verja skot sín úr góðum færum eða skutu framhjá eða í stangirnar. Ármenningar nýttu sér þetta og skoruðu þrjú næstu mörk. Um miðjan fyrri hálfieik var staðan orðin 6:4 fyrir Ármann. Þá hresstust KA-menn örlítið og gerðu yfirleitt tvö mörk fyrir hvert eitt sem Ármann gerði, þannig að staðan í hálfleik var 11:9 fyrir KA. Vorboðinn ekki með lið? „Það er allt í óvissu með það hvort við sendum lið í íslands- mótið í sumar,“ sagði Kristinn Kristinsson formaður knatt- spyrnudeildar Vorboðans, en Vorboðinn lék í 4. deild sl. sumar. Kristinn sagði að ýmsar ástæð- ur væru að baki þeirri óvissu sem væri með liðið í sumar. Margir leikmenn hefðu hætt að leika með félaginu, og þá stæði að- stöðuleysi þeim mjög fyrir þrifum. Afleiðingin er sú að ým- islegt bendir til þess að Vorboð- inn verði ekki með lið í 4. deild- inni í sumar. Ármann minnkaði muninn í 11:10 í byrjun síðari hálfleiks, en þá gerði KA þrjú í röð og gerði þá út um leikinn. Það sem eftir var varð munurinn aldrei minni en tvö mörk þrátt fyrir aragrúa dauðafæra sem Ármann fékk. Það var mikill munur á leik lið- anna. Ármenningar spiluðu hægt og vandræðalega en ógnuðu lítið. T.d. misstu þeir boltann marg- sinnis vegna tafa. Þeir gátu hins vegar tafið sókn sína í allt að 3 mín. ef KA-menn létu það eftir þeim að brjóta á þeim. KA-menn spiluðu hins vegar hraðan sókn- arleik og þeirra sóknir tóku stundum ekki nema 15 sek. en þá var annað hvort komið mark eða þá skotið í markmanninn eða stangirnar. KA heldur ennþá forustu í deildinni en Framarar og HK veita þeim harða keppni og verða það örugglega þessi þrjú lið sem berjast um tvö laus sæti í fyrstu deild. Flest mörk KA skoraði Jón 6, Logi 4, Erlendur, Erlingur og Þorleifur 3 hver, Friðjón 2 og Pétur 1, en besti maður liðsins var Þorvaldur Jónsson markvörð- Dómarar voru Aðalsteinn ur. Sigurgeirsson og Benedikt Guð- mundsson og dæmdu þeir ágæt- •ega. Á. Staðan Staðan í 2. deild íslandsmótsins í handknattleik er nú sem hér segir: Þór - Ármann 22:21 KA - Ármann 22:17 Haukar - HK 19:20 Fram 10 8 1 1 242:200 17 KA 10 9 0 1 235:192 18 HK 11 7 1 3 225:213 15 Haukar 11 5 0 6 246:255 10 Ármann 11 4 0 7 237:241 8 Grótta 11 2 3 6 230:246 7 Fylkir 10 2 2 6 192:267 6 Þór 12 2 1 9 243:288 5 Erlendur Hermannsson gerir engin mistö Æsii lc - þegar „Það er óhætt að segja að lokamínúturnar í leik Þórs og Ármanns á laugardagskvöldið hafi verið æsispennandi. Ár- menningar virtust vera komnir með unninn leik þegar ein mín- úta var eftir, en Þórsurum tókst á undraverðan hátt að jafna metin og skora svo sigur- markið er 13 sek. voru til leiks- Bautamótið innanhúss: Knattspyrna í 20 klukkutíma! Um þessar mundir eru knattspyrnu- menn að fara að huga að skónum sínum, og senn líður að því að þeir taki til við þrotlausar æfíngar fyrir keppnistímabilið sem hefst í maí. Um næstu helgi koma hvorki fleiri né færri en 24 lið til leiks í íþróttahöllinni á Akureyri, en þá verður háð þar hið árlega Bautamót í knattspyrnu innan- húss. Koma þessi lið víðs vegar af Norðurlandi. Vegna fjölda leikjanna er ljóst að keppnin kemur til með að standa í um 20 klukkustundir. Byrjað verður kl. 9 á laugardagsmorgun og leikið fram á kvöld, og kl. 10 á sunnudagsmorgun hefst svo úrslitakeppnin. Liðin 24 leika í 6 riðlum og er riðlaskiptingin þessi: A-RIÐILL: Þór a - íþróttafélag lögreglunnar á Ak- ureyri - Vorboðinn a - Handknatt- leiksdeild KA b. B-RIÐILL: KA c - Æskan - Þór b - Vorboðinn b. C-RIÐILL: HSÞ-b - Handknattleiksdeild KA a - Reynir - Árroðinn b. D-RIÐILL: Völsungur - Magni - KA b - Hvöt. E-RIÐILL: KS - KA a - Svarfdælir - Tindastóll. F-RIÐILL: Leiftur - Árroðinn a - Laugaskóli - Ungmennafélagið Fjörkálfar. Síðast talda liðið keppir hér í fyrsta skipti opinberlega og er lítið vitað um þetta lið annað en að það mun skipað „ungkálfum" úr KA. Tveir heima Þórs í körf

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.