Dagur - 13.02.1985, Page 2

Dagur - 13.02.1985, Page 2
2 — DAGUR - 13. febrúar 1985 Ef undan eru skildar smá uppákomur á þrettándanum og sæluvikunum hér áður fyrr, hefur Sauðárkrókur alltaf talist til friðsamlegri byggðarlaga. Þar hafa flestir fetað hinn þrönga veg dyggðarinnar og löggæslumenn hafa því haft það tiltölulega náðugt. Á síð- ari árum hefur starf lögregl- unnar þó aukist talsvert. Árið 1984 var metár á öilum sviðum skýrslugerða og sekta og óáran svo sem innbrot, ölvunar- og hraðakstur, þjófnaðir og skemmdarverk færðust í vöxt. Tölur lögreglunnar á Sauðár- króki tala sínu máli en hverjar eru skýringarnar? Margir hafa orðið til að skella skuldinni á áfengisútsöluna í bænum, sem opnuð var í október 1983, en hvað segir Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn um málið? - Ég veit ekki hvort skýring- arnar eru svona einfaldar. Vissu- lega hefur orðið aukning á öllu síðan útsalan var opnuð en það ber jafnframt að hafa það í huga að bara sú gjörð ein sér kom Sauðárkróki meira í þjóðbraut. Það er áfengisútsala hér og tveir vínveitingastaðir og það eru ekki síst utanbæjarmennirnir sem sækja í þessa þjónustu. Við finn- um fyrir framkvæmdum eins og Blönduvirkjun. Þeir sem þar vinna fara ekki á Blönduós, Hvammstanga eða Skagaströnd til að skemmta sér. Þeir koma hingað seinni partinn á föstu- dögum, fara í útsöluna og síðan á böll hér í bænum eða í sveit- inni. Þetta á einnig við um starfs- menn annarra verktakafyrirtækja og ríkisfyrirtækja sem unnið hafa að ákveðnum verkum hér í ná- grenninu, þannig að þegar við bendum á aukninguna sem orðið hefur, er ekki eingöngu við Sauð- krækinga að sakast. Vinnuflokk- arnir, ferðamennirnir og góða veðrið sl. sumar hafa þar mikil áhrif. - Nú komuð þið upp um tvö hassmál á dögunum. Er fíkni- efnamisferli að færast í vöxt hér í bænum? - Það er greinilega ýmislegt að gerast í þessum málum. í öðru tilfellinu fundust nokkur grömm af hassi í bréfi sem póstlagt var í Danmörku en í hinu náðum við sölumönnum að sunnan. Það verður nú að segjast eins og er að þetta var hálf klaufalegt hjá þeim. Þeir komu hingað fjórir frá Akureyri á nær bensínlausum Björn yfirlögregluþjónn (lengst til vinstri) ásamt annarri vaktinni í lögreglunni á Sauðárkróki. Lögreglubíllinn er nýr og mikill afbragðsgripur en lögreglustöðin er óhentug, komin til ára sinna „Það er hægt að plata upp ur skonum... Mynd: ESE okkur 66 - Rætt við Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjón á Sauðárkróki um fíkniefnaeftirlit og önnur löggæslustörf bíl, blankir og fengu m.a. lánað bensín á einum stað og settu tryggingu á öðrum. Þeir reyndu svo að selja strák hass sem var að þvo bíl hér á þvottaplani. Hann hafði engan áhuga en sagði kunningjum sínum frá þessu og það varð úr að hann fór aftur til að kanna verð og gæði. Um leið og þeir óku svo úr bænum sagði hann okkur frá þeim og við stöðvuðum þá svo við Laugaland í Fljótum en þeir voru þá á leið til Siglufjarðar. Samkvæmt upplýs- ingum okkar voru þeir með hálft kíló af hassi þegar þeir lögðu upp frá Reykjavík eða helminginn af eins kílós sendingu sem kom til landsins 8. janúar sl. Hinu var reynt að dreifa í Reykjavík með svipuðum árangri. Við höfum dregið þær ályktanir út frá þessu og öðru sem við höfum frétt að markaðurinn sé orðinn yfirfullur í Reykjavík og dreifendur leggi nú meiri áherslu á að koma þess- um efnum út á land. - Hvernig er hinn almenni lög- regluþjónn í stakk búinn til að þekkja þessi efni eða fylgjast með þvf sem er að gerast? - Það eru haldin námskeið á vegum fíkniefnadeildarinnar í JC með slysavarnarviku: Slysahætta í heimahúsum JC félögin á Islandi standa dag- ana 11 .-17. febrúar fyrir JC dags- verkefni, sem tileinkað er öryggi á heimilum. JC félögin á Akureyri hafa sent límmiða í alla barnaskóla á Eyja- fjarðarsvæði, sem skólastjórar og kennarar munu dreifa til barna á aldrinum 6-13 ára. Hvert barn fær eitt spjald sem á eru 4 lím- miðar með ábendingum um slysahættu í heimahúsum. Það er staðreynd að slys í heimahúsum eru óhugnanlega mörg og þeim má fækka verulega með aukinni aðgæslu til dæmis á geymslu lyfja og algengra hreinsiefna. Sem dæmi um heimaslys: Flest slys verða í hringstigum. Breyta þarf byggingareglugerð í þá veru að í öllum fjölbýlishús- um, verslunum og skrifstofuhús- um sé a.m.k. einn stigagangur með beinum stigum. Handrið verða að vera báðum megin í stigum og meðfram veggjum í göngum. Útihurðir valda mörgum slys- um á börnum vegna þess að hurðirnar falla of hratt að stöfum. Hendur barna klemmast því á milli stafs og hurðar. Unnt er að stilla hurðapumpur í hægari gang. Samkvæmt rannsókn hér á landi 1977 voru hurðapumpur víða illa stilltar og lokuðu því of hratt. Á hverju heimili ættu eftirfar- andi hlutir að vera til: Reykskynjarí, handslökkvi- tæki, asbestteppi, læsanlegur lyfjaskápur og sjúkrataska. JC? Hver erum við? Við erum 460 000 manna al- þjóðleg hreyfing ungs fólks á aldrinum 18-40 ára, sem starfar í 75 þjóðlöndum. Öll störfum við hlið við hlið, þrátt fyrir mismun- andi stjórnmálaskoðanir, trúar- brögð, þjóðerni, kyn, litarhátt og þjóðfélagsstöðu. Sameiginlegt áhugamál okkar er að víkka sjóndeildarhringinn með aukinni þekkingu, þjálfun og þroska í fé- lagsmálum. Hvað lærum við? Við byggjum upp einstakling- inn með námskeiðum, s.s. í ræðumennsku, fundarritun, fundarsköpum og fundarstjórn, skipulegum vinnubrögðum, hóp- vinnu, stjórnun, tímaskipulagn- ingu, áætlanagerð, mannlegum samskiptum o.fl. Við lærum að starfa skipulega í nefndum, taka skjótar og skipulegar ákvarðanir, til að nýta betur tíma okkar og annarra. Við öðlumst hæfni til að axla ábyrgðarstörf í framtíðinni. Hvað gerum við? Við þjálfum ungt fólk í félags- og forystustörfum, auk þess að standa fyrir umbótaverkefnum í byggðarlaginu. Verkefni sem JC félögin hafa unnið eru t.d.: Verkefni tii bættr- ar umferðarmenningar, ráðstefn- ur og útgáfustarfsemi um málefni öryrkja, félagsmálanámskeið fyr- ir framhaldsskóla og ýmis félög, íþróttamót og skemmtanir fyrir ýmsa þjóðfélagshópa, eldvarnar- verkefni, uppsetning vegvísao.fl. o.fl. íslenska hreyfingin. Fyrsta JC félagið á íslandi var stofnað 5. september 1960. 1 dag eru um 1 150 félagar í íslensku hreyfingunni og starfa þeir í 28 félögum víðs vegar um landið. Á Akureyri eru tvö JC félög, JC Akureyri stofnað 23. mars 1970 og JC Súlur stofnað 9. mars 1980, og eru félagar þeirra af báðum kynjum. Ágætu lesendur, tökum hönd- um saman, fækkum slysum í heimahúsum. JC Akurcyri - JC Súlur. Reykjavík en þangað komast færri en vilja. Það má því segja það hiklaust að það er hægt að plata okkur upp úr skónum t' þessum málum. Hinn almenni lögreglumaður þekkir lítið sem ekkert til þessara mála og það eina sem gildir er að auka fræðsluna. Við vitum reyndar um nokkra neytendur hér á Sauðár- króki en þeir mega eiga það að þeir dreifa þessum efnum ekki, heldur fara þeir suður til að sinna þörfum sínum. Þetta vandamál er því alls ekki langt frá okkur og við þurfum að vera vel á verði. - Hvernig er búið að ykkur hér á Sauðárkróki? - Sjálf lögreglustöðin er á óhentugum stað. Þetta er gamalt bókasafn og nokkuð þröngt um okkur. Við erum með þrjá þokkalega fangaklefa en þeir eru þó ekki í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í dag. Nú við erum sjö fastráðnir lögreglumenn hér og þar af ganga sex vaktir. Við höfum átta héraðslögreglu- menn sem aðstoða okkur og það má segja að þeir séu yfirleitt allir að meira eða minna leyti í vinnu um helgar. Varðandi bílaflotann þá er það að segja að bílarnir eru tveir, nýr yfirbyggður jeppi og fólksbíll sem þýðir það að við þurfum stundum að notast við bílaleigubíla eða okkar eigin bíla. Þetta er víðáttumikið svæði sem okkur er ætlað að sinna og þegar á heildina er litið má segja að það sé þokkalega búið að okk- ur þó auðvitað megi alltaf bæta hlutina, sagði Björn Mikaelsson. - ESE

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.