Dagur - 13.02.1985, Síða 4

Dagur - 13.02.1985, Síða 4
4 - DAGUR - 13. febrúar 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI SIM1: 24222 ÁSKRIFT KR. 180 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 25 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON BLAÐAMENN: EIRlKUR ST. EIRÍKSSON OG GYLFI KRISTJÁNSSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI: 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Nýsköpun atvinnu í sveitum Á ráðunautafundi Stéttasambands bænda sem haldinn var nýlega flutti Guðmundur Stefáns- son, landbúnaðarhagfræðingur hjá Stéttasam- bandinu, erindi sem mikið hefur verið vitnað í. Kom þar fram bein og óbein gagnrýni á ýmislegt er varðar landbúnaðinn og tillögur um úrbætur. Það er hins vegar ekkert nýtt að bændur og starfsmenn samtaka þeirra bendi á að ýmislegt þurfi að breytast. Hins vegar talaði Guðmundur tæpitungulaust og því hafa ummæli hans vakið athygli. Hann bendir á að við núverandi aðstæður séu ekki möguleikar á að greiða öllum þeim sem hefðbundna búvöruframleiðslu stunda þau laun né veita þeim þau kjör sem viðunandi geti talist. Annað hvort fækki bændum við þessa fram- leiðslu verulega eða að þeir fari í auknum mæli að stunda aðra atvinnu með búskapnum. Spurn- ingin sé bara sú hvort þeir eigi almennt kost á annarri vinnu og hvort þeir muni ekki þurfa að ganga frá eignum og atvinnu og setjast að á mölinni. „Ef koma á í veg fyrir þá þróun er nauðsynlegt að hefja markvissari nýsköpun atvinnutækifæra í sveitum og efla þá kosti sem vænlegir eru til vaxtar. Fjármagni þarf að beina í auknum mæli til nýrra búgreina en gæta þess þó jafnframt að eðlileg endurnýjun geti átt sér stað í hinum hefðbundnu. Styrkir og framlög sem beinlínis ganga i berhögg við tilgang framleiðslustjórnun- ar ber að afnema og beina því fjármagni til ný- sköpunar," segir Guðmundur Stefánsson. Hann gagnrýnir að framlög hins opinbera hafi í reynd aðeins stutt hinn hefðbundna búskap, en nýbúgreinar verið látnar afskiptalausar. Ræddi hann sérstaklega um styrki til nýræktar á meðan barist væri við offramleiðslu. Það væri hins vegar áhyggjuefni að ekki væri meira fjár- magni veitt til lána í nýbúgreinar og þannig stuðlað að þeirri uppbyggingu sem er nauðsyn- leg eigi sveitirnar að haldast í byggð og eigi fólk þar að geta búið og lifað af eignum sínum. Guð- mundur sagði ennfremur: „Ríkissjóður þarf að standa að fullu við skuld- bindingar sínar. Stofnlánadeildina og aðra fjár- festingasjóði landbúnaðarins þarf að efla svo að þeir geti sinnt þeim verkefnum sem þeim eru ætluð á viðunandi hátt. Þá held ég að það séu hæpin vinnubrögð hjá Stofnlánadeild að neita nýbúgreinum um lán á þeim grundvelli að þær hafi ekki greitt til deildarinnar. “ Guðmundur Stefánsson, landbúnaðarhag- fræðingur, nefndi loðdýrarækt og ennfremur fiskeldi og ferðaþjónustu, sem njóta þyrftu fyrir- greiðslu Stofnlánadeildar. Hann gat þess að sum hinna minni mjólkursamlaga mætti og ætti að leggja niður og svipaða sögu mætti segja um sláturhúsin. Núverandi afurðamagn bæri ekki allar þær vinnslustöðvar sem nú væru starfandi og þörf endurskipulagningar væri mjög brýn. Því fyrr, því betra, sagði Guðmundur Stefáns- son, og bætti því við að landbúnaðurinn hvorki mætti né gæti lifað í fortíðinni. Skákþing Akureyrar: Áskell með pálm- ann í höndunum Pegar aðeins er tveim umferðum ólokið á Skákþingi Akureyrar, heldur Áskell Kárason öruggri forystu í A-flokki. Hefur 1,5 vinnings forskot á næsta mann. í sjöttu umferð vann Áskell Kára Elíson, gerði jafntefli við Arnar í þeirri sjöundu og eftir sigurinn gegn Pálma í áttundu umferð, má segja að Áskell standi með pálmann í höndunum. Staðan í A-flokki er nú þessi: 1. Áskell Kárason 6,5 v. 2. Pálmi R. Péturss. 5,0 v. 3. Kári Elíson 4,5 v. 4. Gylfi Þórhallsson 3,0 v. 5.-6. Arnar Porsteinsson 2,5 v. 5. -6. Jón Garðar Viðarss. 2,5 v. Keppni í B-flokki er nú lokið. Sigurvegari varð Sigurjón Sigur- björnsson. Sigurbjörn vann alla andstæðinga sína með fádæma yfirburðum. Lokastaðan varð þessi: 1. Sigurj. Sigurbj.son 7,0 v. 2. Sveinbj. Sigurðsson 5,5 v. 3. Skafti Ingimarsson 4,0 v. 4. Tómas Hermannss. 3,5 v. 5. Óli Gunnarsson 3,0 v. 6. -7. Rúnar Sigurpálsson 2,0 v. 6.-7. Eymundur Eym.son 2,0 v. 8. Bogi Pálsson 1,0 v. Verður eflaust gaman að sjá sigurvegarann í keppni í A-flokki á næsta ári. í eftirfarandi skák sjáum við sigurvegarann í B- flokki að verki. Skákin er dæmi- gerð fyrir Sigurjón að því leyti að nái hann í byrjun taki á andstæð- ingi sínum, er hinum sama óhætt að fara að blaða í Biblíunni sinni. Hvítt: Sigurjón Sigurbjörnsson. Svart: Óli Gunnarsson. 1. d4-Rf6 2. c4-e6 3. Rf3-g6 4. Rc3-Bg7 5. e4-d6 6. Bg5-0-0? (Andþrengslisblær svífur þegar yfir svörtum - mun betra var 6. h6) 7. Dd2-Rc6 8. Be2-Re7 9. e5!-dxe5 10. dxe5-Rd7 (Svörtu hrossin hörfa niður á möl því ekki var annars kostar völ, því eftir 10. Dxd2+-ll. Kxd2 tapar sv. manni.) 11. Hdl! (Krossleppunin yfir leiði svarts er fullkomnuð!) 11. -c6 12. Re4! Gylfi Þórhallsson. abcdfe*f gh Eftir aðeins örfáa leiki býr svarta hirðin t grátbroslegu pakkhúsi sem er að hruni komið. Engin vörn finnst við hótunum hvíts: Rc5 og Rf6+) 12. -De8 13. Rd6-Dd8 14. Rxc8-Hxc8 15. Dxd7 (Par með vann hvítur mann og skákina þar með, stuttu síðar.) Eftir geysimiklar sviptingar miðtaflsins - kom eftirfarandi staða upp í skák milli Kára Elí- sonar Ákureyrarmeistara sem ekki hefur náð sér á strik í þessu móti og Áskels Kárasonar sem hins vegar hefur teflt af skínandi þrótti hingað til. 5 4 abcdefgh Svart: Áskell Kárason. Hvítt: Kári Elíson. Riddaraendatöfl eru yfirleitt flókin og vandtefld. Þótt hvítur sé tveimur peðum yfir á hann í erfiðleikum! Peð hans drottning- armegin eru lasburða og svörtu mennirnir standa betur. Svarti riddarinn fer nú f víking: 42. . .-Re5 43. Rcl!? (Möguleiki var 43. Kg2-Rxc4 - 44. f3-Rxa3 - 45. fG4+ með tvísýnu peðakapp- hlaupi) 43. -Rxc4 44. a4-Rb2 45. a5-Rdl!! (Þessi snjalli leikur hafði hvítum yfirsést - peðið á F2 fellur því Arnar Þorstcinsson. ekki má svartur fá tvö samstæð frípeð.) 46. axb6-axb6 47. Re2-Rxf2 48. Kg2-Rd3 49. Kf3-Re5+ 50. Ke3 (Hér fór skákin í bið og svartur lék biðleik - sigurmögu- leikar hans eru nokkrir því hann getur myndað sér frípeð á drottn- ingarvæng.) 50. -b5 51. Rcl-Rg4+ 52. KD-b4 53. Cxb4-Cxb4 54. Rb3-Re5 + 55. Ke3 (Hvítur neyðist til að gefa peðin á kóngsvæng, t.d. dugði 55. Kf2 skammt því eftir Kg4 stillir svartur riddaranum á E4 eða h5 og peðin falla.) 55. -Kg4 56. Kd4-Rf3+ 57. Kc4-Kxg3 58. h5! (Nauðsynlegt - hvítur vinnur tíma til að koma riddara sínum í leikinn.) 58. -Kg4 59. Rc5-Kxh5 60. Re4-Rg5 61. Rf6+-Kg6 62. Rd5 (Riddarinn kappkostar að reyna að fórna sér fyrir h-peð- ið nú gengur ekki 62. h5 vegna 63. Rf4+) 62. -Kf5? (Þar fór síðasta vinningsvon svarts. 62. Re6 var sennilega best og hvítur verður að heyja hat- ramma baráttu við h-peð svarts.) 63. Re7+-Kg4 Og nú nær hvítur jafntefli með furðulegum riddaraleik: 64. Rg8!! Jafntefli því hvítur svarar 64. h5 með: 65. Rf6+ og Rxh5. Þetta var lærdómsríkt endatafl með gloppum hér og þar eins og gengur. Skákþing Akureyrar lýkur með umferðum á fimmtudag og sunnudag. Teflt er í Barnaskóla Akureyrar. Jón Garðar Viðarsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.