Dagur - 16.08.1985, Blaðsíða 11

Dagur - 16.08.1985, Blaðsíða 11
16. ágúst 1985 - DAGUR - 11 „Sœtasti sigur swmrsins“ - sagði Jóhannes Atlason eftir 2-0 sigur Þórs á Fram Halldór Áskelsson dúndrar knettinum í mark Framara, sem koma engum vörnum við, þrátt fyrir tilburði. Glæsilegt mark. Mynd: KGA „Maður er nú bara alveg upp- gefinn,“ sagði Jóhannes Atla- son þjálfari Þórs eftir glæsileg- an sigur Þórsara á efsta Iiði fyrstu deildar, Fram, í gærkvöld. Það hefur verið andleg þreyta sem hrjáði Jó- hannes eftir að hafa setið spenntur á bekknum í 90 mín- útur en líklega hefur líkamleg þreyta leikmanna liðsins ekki verið minni eftir baráttu þeirra á vellinum, þeir börðust allan tímann eins og Ijón og gáfu hvergi eftir. Það voru þó Framarar sem byrjuðu leikinn af meiri krafti og mega Þórsarar teljast heppnir að hafa ekki fengið á sig mark á fyrstu mínútum leiksins á meðan þeir voru að komast í gang. Framarar áttu nokkur hættuleg færi fyrstu 15 mínútur leiksins en Pórsarar vörðust vel og komust smám saman meira inn í leikinn. Mönnum hitnaði í hamsi og fengu tveir Þórsarar gul spjöld með stuttu millibili þegar langt var liðið á fyrri hálfleikinn. Sigur- björn Viðarsson fékk spjald fyrir að gefa einum Framara ljótt oln- bogaskot og Óskar Gunnarsson fékk spjald stuttu síðar fyrir að gerast heldur orðhvatur við dóm- arann. Þegar 5 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik áttu Þórsarar skot í þverslá. Undir lok fyrri hálfleiks var orðið nokkurt jafnræði með lið- Nú stendur yfir á Akureyri úrslitakeppni íslandsmótsins í 4. flokki, og eru það átta lið sem keppa. KA hefur allan veg og vanda af framkvæmd kcppninnar. Þau lið sem keppa til úrslita eru KA, Höttur, Breiðablik, Selfoss, Fram, Víkingur og Valur. Keppnin hófst í gær og í dag hefjast leikir klukkan hálf unum en Þórsarar komu tvíefldir til seinni hálfleiks. Þeir sóttu stíft að marki Fram og strax á annarri mínútu fékk Kristján Kristjáns- son boltann upp vinstri kantinn, hann hljóp með hann upp að vítateigshorni með einn Framara til varnar og skaut, „á la Kristján“, firnafast í þverslána. fimm. Spilað er á KA-velli og Þórsvelli. Á sunnudaginn verður leikið til úrslita um 1., 2. og 3. sætið og verða þeir leikir á aðal- leikvanginum. Keppnin um 3. sætið hefst klukkan 10 og um fyrsta sætið klukkan hálf eitt. í Vestmannaeyjum stendur nú yfir úrslitakeppni í 3. flokki og þar eiga KA-menn einnig lið. - KGA. Örstuttu síðar fékk hann aftur sams konar sendingu en Frömur- um tókst að forða boltanum aftur fyrir og Þór fékk horn. Skömmu síðar var Þórsurum aftur dæmd hornspyrna. Siguróli stökk upp til að skalla boltann þegar hann kom fyrir markið en Framari var til varnar og boltinn hrökk til Halldórs Áskelssonar sem dúndr- aði boltanum beint í markið. 1-0 fyrir Þór. Eftir þetta voru Þórsarar mun sterkari og börðust stöðugt um boltann og sköpuðu sér mörg færi. Framarar áttu engu að síður hættulegar sóknir og kom nokkr- um sinnum til kasta Baldvins í Þórsmarkinu en hann stóð sig óaðfinnanlega og varði vel. Á 70. mínútu leiksins skipti Jó- hannes Atlason Sigurði Pálssyni inn á í staðinn fyrir Hlyn Birgis- son og það reyndist vera skynsamleg ráðstöfun því Sig- urður átti mjög góðan leik það sem eftir var af leiknum og skor- aði m.a. seinna mark Þórs. Kristján fékk háa sendingu fram vinstra megin, gaf hárnákvæmt yfir á Sigurð sem kom aðvífandi hægra megin inn í teiginn og skoraði meistaralega. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum því með sann- gjörnum sigri Þórs, 2-0. -yk. 2. deild: Mikilvœgur leikur í kvöld KA-menn eiga leik í 2. deild- inni í kvöld. Það er Breiðablik sem kemur í heimsókn. Leikurinn er ákaflega mikil- vægur fyrir bæði liðin, sem eru á toppi deildarinnar. Takist KA að sigra, er liðið komið í efsta sæti, ásamt Vestmanneyingum. Það verður þvi örugglega ekkert gefið eftir í kvöld. - KGA. 2. deild: KS sigraði stórt á Húsavík • Siglfirðingar sóttu heldur gullið í greipar Völsunga á Húsavík. Sigur KS var sanngjarn, þeir skoruðu þrjú mörk gegn engu marki Hús- víkinga. Dagurinn var ekki Völsunga, liðið náði sér aldrei á strik í leiknum, og fjörugir Siglfirðing- ar áttu léttan leik og baráttu- gleði þeirra var ósvikin. Það var Hörður Júlíusson sem skoraði tvisvar fyrir KS og Jón Kr. Gíslason bætti þriðja markinu við. - KGA. 2. deild: Leiftur mátá þola tap - fyrir ÍBV í glaðasólskini og blíðviðri hófu ÍBV og Leiftur leik sinn í knattspyrnu í Ólafsfirði á miðvikudagskvöldið. Leikur- inn var í samræmi við það skemmtilegur og vel leikinn. Vestmanneyingar áttu fyrsta markið. Á 20. mínútu náði einn þeirra boltanum nálægt miðjum vallarhelmingi Leifturs, gaf fram, hljóp boltann uppi og skaut fram hjá Loga mark- manni sem var einn til varnar. Nokkurt jafnræði var með lið- unum í fyrri hálfleik og á 41. rnínútu náði Leiftur að jafna. Dæmd var aukaspyrna á ÍBV rétt utan við vítateig. Skotið lenti í varnarvegg ÍBV og þaðan barst boltinn til Geirharðs Ágústssonar sem lék á einn varnarmanna og skaut boltan- um síðan í markið án þess að Aðalsteinn markvörður Eyja- manna næði til hans. í seinni hálfleik þyngdist heldur sókn ÍBV sem skoraði 3 mörk til við- bótar án þess að Ólafsfirðingum tækist að svara fyrir sig. -yk. y íslandsmótið: Urslitakeppnin í 4. jbkki - stendur nú yfir á Akureyri Hefjum útsölu mánudagínn 19. ágúst á 4. hæð Mikið úrval af búsáhöldum, glervörum, gjafavörum, sokkum, vettlingum, handklæðum og mörgu fleiru. Einstakt tækifæri tfl að versla jólagjafimar á hagstæðu verði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.