Dagur - 16.08.1985, Side 12

Dagur - 16.08.1985, Side 12
12 - DAGUR - 16. ágúst 1985 „Það er almenn óánœgja með bónusinn hérna. Það er engin uppmœling og hefur ekki verið þessi ár sem ég hef unnið hér. “ Það er Borghildur Ingvarsdóttir, verka- kona í Skógerð Iðunn- ar sem lýsir kjörum sínum að þessu sinni. Borghildur hefur unnið í 3 ár á verksmiðjunum, en fær greitt kaup samkvæmt taxta eftir 5 ár. „Það er dálítið um yfirborganir hérna. Ég hef ekki hugmynd um hvað ég hef í kaup núna eftir hækkunina 1. ágúst. Ég var með 14.630 kr. í kaup fyrir samning- ana 15. júní. Bónusinn kemur ofan á þessa upphæð, en við hér í Skógerðinni viljum meina það að bónuskerfið sé allt í rúst. Það kemur mjög illa út fyrir saumakonur, sem hér eru í meirihluta. Þeir sem standa við vélar og mata þær á einhverju hráefni hafa mun meiri bónus. Við gerum okkur vonir um að úr þessu verði bætt, yfirmaðurinn hér er á því að gera einhverjar úrbætur. Það fer mjög mikill tími í kvartanir." Starfsfólkið á verksmiðjunum er nýkomið úr sumarfríi og sagði Borghildur að fyrir sumarfrí hefði verið haldinn vinnu- staðafundur með Kristínu Hjálmarsdóttur, formanni Iðju og Þóru Hjaltadóttur, þar sem bónuskerfið var rætt. Borghildur hefur 1.500-2.000 kr. í bónus á viku. „Við skrifum sjálfar upp það sem við gerum og fáum síðan bónus eftir því, en við vitum ekki nálvæmlega hvernig það er reikn- að út því okkur finnst það ekki vera hraðinn sem gildir." Að sögn Borghildar er skipu- lagið í Skógerðinni ekki nógu gott. „Það vantar kannski mann- eskjur í ákveðið verk einn daginn, en síðan ekki þann næsta og þá er ekki brugðist nógu skjótt við að færa fólk á milli eftir þörfum. Þetta Ieiðir til þess að það eru kannski of margir á ein- um stað, en síðan vantar fólk annars staðar.“ Borghildur vinnur frá kl. 7-16, nema á föstudögum er hætt kl. 13. „Það er mjög gott að hætta svona snemma á föstudögum, það er almenn ánægja hér með það. Við höfum hálftíma í mat og vinnum þetta þannig af okkur. Einnig vinnum við 10 mínútur af hverjum kaffitíma og fáum frí milli jóla og nýárs í staðinn. Þetta jafnar sig út á 7 árum og þeir sem eru 2-3 ár tapa á þessu, en verk- smiðjan græðir. Fólk er hins veg- ar mjög ánægt með þetta kerfi og það eru því allir til í að hafa þetta svona. Vinnuaðstaðan er frekar slæm. Það er mjög þröngt og allt hvað ofan i öðru. Það er mikið af vél- um hér sem ekki eru notaðar og eru bara fyrir. En það hafa verið gerðar úrbætur undanfarið, það er búið að endurnýja mikið af vélum og nýjar vélar eru á leið- inni.“ Sagði Borghildur að salan hefði aukist mikið ög það skapaði mikið öryggi fyrir starfsfólkið. Aður hefði ríkt mikið óöryggi í Skógerðinni, salan var lítil og oft talað um að loka verksmiðjunni. Fyrir örfáum árum var gert átak í skóframleiðslunni og nú fram- leiðir Skógerðin hina vinsælu ACT og Puffins skó. „Við unnum mikla yfirvinnu hér fyrir sumar- frí, en nú hefur verið ráðið fólk á kvöldvakt, sem er frá 16-22.“ Aðspurð um andann á vinnu- staðnum, sagði Borghildur að hann væri yfirleitt góður meðal verkatólks. „Það er ekki mikið félagslíf í Skógerðinni, en það er öflugt starfsmannafélag á verk- smiðjunum og við höfum góða aðstöðu í Félagsborg.“ Borghildur er trúnaðarmann- eskja í Skógerðinni og sagði að vinnan við það kæmi í bylgjum. „Ef það kemur upp eitthvert vandamál getur verið mikið að gera hjá mér í nokkra daga, en svo er ekkert þess á milli. Það er Bónuskerfið er í rúst(( - Borghildur Ingvarsdóttir, verkakona í Skógerð Iðunnar lýsir kjörum sínum aðallega óánægja með bónus sem ég þarf að fást við.“ Sagði Borg- hildur að Iðja væri búin að gera sérsamninga fyrir sitt fólk, sem væru þannig að fólk má vera heima hjá veiku barni í allt að 30 daga á ári. Iðja greiðir þá vissar prósentur af tímakaupi. Áður var greiddur fæðingarstyrkur, en þegar þessir samningar tóku gildi var það fellt niður. Borghildur er einnig í bak- nefnd hjá Iðju og þarf stundum að sækja fundi varðandi það. „Mér finnst vanta að fólk hafi betra samband við félagið. Ég veit ekki hvort það er áhugaleysi, feimni eða hræðsla sem veldur. Það virðist vera lítill baráttuhug- ur í fólki og að því finnist að verkalýðsfélagið eigi að sjá um allt, en forystan gerir meira ef hún er hvött til þess,“ voru loka- orð Borghildar. - HJS - ' ■ ■ ' , . Borghildur Ingvarsdóttir við vinnu sína. Sigfús Steindórsson á Sauðárkróki hefur þetta að segja um konur og blóm: Konur, blóm og koníak kann ég vel að meta, finnst það alveg fyrirtak að finna hvað þær geta. Lítið yndi virðist Sigfús hafa af stórhríðinni á Sauðárkrók: Veðurguðinn völdin tók, varla um það spaugum. Samfelld hríð á Sauðárkrók. Sér ekki út úr augum. Benedikt Valdemarsson frá Þröm kvað þessa vorvísu: Kveikt er björtum kyndli á. Kveðið dátt í runni. Opnast hjörtun ungri þrá úti í náttúrunni. Jóhannes Sigurðsson í Engimýri hafði þetta að segja um flöskuna: Fallega lítur flaskan út. Fjörgar sál að vana. Glitrar veig í glærum stút. Gott er að kyssa hana. Tvær næstu vísurnar eru með þeim síðustu sem Jóhannes Sigurðsson kvað, þá burtfluttur og ellimóður: Man ég æsku - unaðsdaga þá allt mér ganga fannst í vil. En til hvers er að kveina og klaga. Komið undir sólarlag. Mér finnst orðið lífið leitt. Lítið á að hyggja. Málið farið, augað eitt, ekkert með að tyggja. Sveinn frá Elívogum ljóðaði svo á kvenmann: Ástalíf ég þekki þitt, það er alkunn saga, þú hefur margar stundir stytt strákum, nótt og daga. Baldvin Jónsson skáld kvað: Illan hleyp ég út á stig öls þá greipast skálin. Er ég steypi staupi í mig sturlast keipótt sálin. Björn L. Gestsson orti og þarf vís- an engra skýringa við: Konum fyrst ég kanna hjá kærleiks ystu merkin. Dýpra risti og dái þá drottins listaverkin. Níels Jónsson skáld sendi konu öllu kaldari kveðju: Aldrei var það ætlun mín orð til þín að hneigja. Skötubarða - leppalín, láttu munninn þegja. Jón G. Pálsson frá Garði hugsar heim til æskustöðvanna: Hjá mér vakir síung sýn sú er deilir arði. Það eru æskuárin mín, sem átti ég heima í Garði. Eftirfarandi vísu mun Jón G. Páls- son hafa kveðið er hann hlýddi á fyrirlestur: Höfuð sitt við bitann braut, bilaði þó ei kjarkur. Efnishyggju augum gaut andatrúar þjarkur. Næstu vísu mun Jón G. Pálsson hafa kveðið áður en sjálfvirki sím- inn kom til sögu og „símadömur" voru á hverri stöð: Gott er að vera í starfi ströng, stíf í hringingonum. En augnablikin eru löng oft hjá símakonum. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum kvað svo á öndverðum vetri: Fönnin hylur fell og grund, fjarri ylur reynist. Margur dylur djúpa und. Dökkur hylur leynist. Næstu vísu kvað Jórunn Ólafsdóttir á þorra: Sólin geisla sendir inn, sumars er þó langt að bíða. Heitt nú þráir hugur minn haga græna og sóley fríða Og þegar vorið nálgast yrkir Jórunn Ólafsdóttir svo: Gott er víst að geta borið geisla inn í myrkvaklefa. Bráðum kemur blessað vorið böl og kvíða til að sefa. Hjörleifur Jónsson á Gilsbakka kvað: Forðum ótt mig yfir bar, anda studdur kvikum, meðan leiðin vörðuð var vonar ljósastikum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.