Dagur


Dagur - 19.08.1985, Qupperneq 3

Dagur - 19.08.1985, Qupperneq 3
19. ágúst 1985 - DAGUR - 3 Gróskumiklir garðar eru í Hrísey Græn bylting hjá Hríseyingum Á síðastliðnu ári og á þessu ári hefur mikið veriö unnið að umhverfísmálum í Hrísey. SI. sumar voru opnu svæðin innan þorpsins jöfnuð og ræktuð upp og gróðursettar 2200 trjá- plöntur. í sumar er búið að planta 2500 plöntum, sam- kvæmt upplýsingum Guðjóns Björnssonar, sveitarstjóra. Sl. sumar var gróðursetningin skipulögð, en í sumar gat fólk komið, tekið sér plöntur og gróðursett þar sem það vildi. Sagði Guðjón að það hefði skilað ágætis árangri, fólk hefði valið svipaða staði þannig að plönturn- ar mynda heildir að mestu. Hríseyjarhreppur á allt land á suðurhluta eyjarinnar og er það alfriðað fyrir öllum ágangi búfjár og hefur verið svo í 10 ár. Þó er bannið ekki virt að fullu, því eitt- hvað er af hundum og köttum í eynni. Sagði Guðjón að á þessum 10 árum sem gróðurinn hefur verið friðaður væri kominn mikill víðir, fjalldrapi og fundist hafa villtar birkiplöntur. Með friðun- inni og með því að planta mörg þúsund plöntum á ári er hægt að gera Hrísey að gróðurparadís á nokkrum árum. Vildi Guðjón koma því á fram- færi að fugl á suðurhluta eyjar- innar virtist því miður ekki hafa nógan frið um varptímann. Ef hann hefði jafn góðan frið og fugl á norðurhlutanum, gæti orðið skemmtilegt samspil í náttúrunni í Hrísey. - HJS Bændur athugið Vikuna 17.-23. ágúst mun ég sýna og kynna INT dráttarvélar. Haukur Guðmundsson, Draupnisgötu 7. Sími 25773. óskar eftir að ráða fólk til að skrifa fasta þætti í blaðið. Tilskilin er góð íslenskukunnátta, vélritun og góð almenn menntun. Um eftirtalda efnisþætti er að ræða, auk þess sem ábendingar um fleiri eru vel þegnar: Unglingar Heimilið Tómstundir Menning Ennfremur óskar blaðið eftir fólki til að skrifa fasta þætti um sjálfvalið efni. Umsóknir berist ritstjóra, helst skriflega. Strandgötu 31, Akureyri. Sími 24222. Topptilboð Nýkomnar smekk- flauelsbuxur barna Stærðir 1-4. Margir litir. Verð aðeins kr. 295,- Póstsendum. Eyfjörð S Hjalteyrargötu 4 ■ simi 22275 Til sölu er þessi bifreið sem er Benz 0-309 lengri gerð árg. 1980. Uppl. í síma 95-6482 og 95-6474 (Jón). Útsalan er í fullum gangi. Kápur, jakkar, vefnaðarvara. Miídl yerðlækkon. Glæsilegt úrval af / • nyjuin efiium komið. Góð efni í skólafötin, gott verð. Verið velkomin. Opið laugardaga ^ og í hádeginu alla daga. Bp Ecltpse Skipagötu 14 Framúrakstur á vegum úti krefst kunnáttu og skynsemi. Sá sem ætlar framúr þarf að gefa ótvírætt merki um vilja sinn, og hinn sem á undan ekur þarf að hægja ferö. Stefnuljósin er sjálfsagt að nota. Minnumst þess að mikil inngjöf leiðir til þess að steinar takast á loft, og ef hratt er farið ökum við á þá í loftinu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.