Dagur - 18.10.1985, Blaðsíða 3
J<vennakjöc
18. október 1985 - DAGUR - 3
Verðum að vera dugkgar
að sœkja um stoður
- segir Aðalheiður Stefánsdóttir fulltrúi
í bókhaldsdeild Landsbankans á Akureyri
„Hér er mikil hreyfing á
fólki, við erum sífellt að
vinna með nýliðum. Það
sem er einna erfiðast við
þessa vinnu er að stans-
laust kemur nýtt og nýtt
fólk til starfa. Við erum
því alltafað kenna og það
skapar mikið álag. “ Þetta
segir Aðalheiður Stefáns-
dóttir fulltrúi í bókhalds-
deild Landsbanka íslands
á Akureyri. Hún segir í
dag frá störfum sínum í
Landsbankanum, en þar
hefur hún unnið í rúm 10
ár.
Byrjunarlaun bankastarfs-
manna eru á bilinu 18.500-
20.000. Eftir fjögurra ára starf
eiga bankastarfsmenn ekki að
hafa lægri laun en 23.232
krónur.
Bankastarfsmenn hækka um
minnst 1 launaþrep um hver
áramót, þangað til 8. launa-
flokki 3. þrepi er náð, en þá eru
launin komin upp í 25.683
krónur.
Starfsaldurshækkanir koma
til eftir 3, 5, 7, 9, 12 og 15 ár.
í Landsbankanum á Akureyri
eru 7 deildir, deildarstjóri yfir
hverri deild og næstur honum er
fulltrúi.
Af 7 deildarstjórum eru sex
karlmenn, ein kona. Fulltrúar
eru 4 karlmenn og 3 konur. í
Landsbankanum starfa um 60
manns, meirihlutinn kvenfólk.
„Karlmenn sækja ákaflega
lítið í almenn bankastörf. Laun-
in eru ekki talin góð fyrir
karlmenn. Hvað það varðar að
konur eru ekki mikið í ábyrgð-
arstöðum innan bankanna getur
stafað af því viðhorfi stjórnar-
manna að konur séu svo mikið
frá vegna barneigna. En þetta
er líka að einhverju leyti okkar
kvennanna, við verðum að vera
duglegar að sækja um þær stöð-
ur sem losna. Við reynum að
hvetja konur til að sækja um
þessar stöður, en stundum eru
konur hræddar að sækja um
vegna þess að þær halda að
þeim verði hafnað.“
í bókhaldinu vinna 12 manns,
þar af einn karlmaður og hann
er deildarstjóri. Bókhaldsdeild-
in sér um skráningu á öllum
skjölum og sér um að senda þau
til Reiknistofnunar bankanna.
Síðan er unnið úr þeim úrlausn-
um sem stofnunin sendir til
baka og þeim dreift um deild-
irnar. Bókhaldsdeildin sér einn-
ig um allt er viðkemur hlaupa-
reikningum.
„Það er mjög góður andi í
deildinni og ég er ánægð með
mitt starf. Vinnuaðstaðan er
góð,“ segir Aðalheiður. „Hins
vegar er því ekki að neita að
það gengur ákaflega illa að fá
hálfs dags stöður og vegna þess
hætta margar konur störfum.
Ég hefði ekki á móti því að geta
unnið hálfan daginn, ég er með
tvö börn fjögurra og níu ára og
myndi alveg þiggja að vera
meira heima hjá þeim. En þeg-
ar maður er að standa í hús-
næðiskaupum þá þýðir ekki að
tala um það.“
- Hvaða rök mæla á móti
hálfs dags vinnu frá bankans
hálfu.
„Það eru engin haldbær rök,
að mér finnst. Þeir tala um
vandræði þegar kemur að
sumarfríum. Og eins að ef ein
kona vinnur fyrir hádegi og
önnur eftir hádegi þá viti þær
ekki hvað hin hafi verið að
gera. En þetta eru náttúrlega
engin rök. Og það á ekki að
vera neitt mál að bjóða upp á
hálfs dags stöður ef yfir-
mennirnir væru jákvæðir."
Fari kona, starfsmaður
Landsbankans í barnsburðarfrí
getur hún valið á milli þess að fá
3 mánuði greidda á fullum laun-
um, eða 6 mánuði á hálfum
launum. Það eru um 5 ár síðan
þetta ákvæði var tekið inn í
kjarasamninga.
„Þetta er ákaflega gott og
veitir svo sannarlega ekki af að
eiga möguleika á hálfum laun-
um í 6 mánuði. Þegar ég átti
yngra barnið mitt þá valdi ég að
fá 6 mánuði greidda á hálfum
Aðalheiður Stefánsdóttir.
launum og það kom mjög vel
út.“
Við endum spjallið við Aðal-
heiði á að spyrja um það sem
kallað hefur verið lúxus banka-
starfsmanna, þ.e. hinn svokall-
aði 13. mánuður. En hann fá
bankastarfsmenn greiddan.
„Jú, það munar auðvitað
miklu að fá 13. mánuðinn
greiddan. Það er oft talað um
það hvað bankastarfsmenn hafi
það gott, þeir fái greidda 13
mánuði á ári. En launakjör
bankastarfsmanna hafa versnað
mikið á síðustu árum. Ég get
nefnt sem dæmi að fyrir svo sem
15 árum var það draumastarf
margra að vinna í banka, þetta
þótti svo góð vinna. En það hef-
ur mikið breyst. Ástæðan getur
að einhverju leyti verið sú að nú
starfar svo gífurlegur fjöldi
manna í bönkum og þess vegna
er ekki hægt að borga eins há
laun. Eða það er að minnsta
kosti ekki gert.“ - mþþ
NÝTT FRÁ VOLKSWAGEN
SÝNING HJÁ PÓESHAMEI HF.
Um helgina kynnum við 1986 árgerðimar af VW GOLF og JETTA
með nýrri og kraítmeiri vél.
OPIÐ LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL. 13 — 18
FRUMKYNNING Á:
VW CARAVELLE SYNCRO
(ALDRIF — SÍDRIF)
Algjör nýjung
í drifbúnaöi bíla
PÝSKA TÆKKTIUKTDRIÐ
ER £NN AÐ GERAST
Umbodsmenn á Akureyri
W ÞÓRSHAMAR HF. SÍMI 22700