Dagur - 18.10.1985, Blaðsíða 8

Dagur - 18.10.1985, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - 18. október 1985 - Spjallað við Elfu Ágústsdóttur dýralækni Þau ákváðu að taka haust- skipið heim. Þurftu að flytja dótið sitt, hvort eð var. Eins gott að koma bara heim. Þau eru Elfa Agústsdóttir dýralœknir og Finnur Magnús Gunn- laugsson dagskrárgerðar- maður hjá svœðisútvarp- inu. Nú í vikunni opnaði Elfa dýralæknisstofu í kjallara hússins númer 8 við Laxagötu. Við heim- sóttum hana dagpart fyrir skömmu og höfðum með okkur köttinn Gosa. Hann átti að fara í smáaðgerð. Eða, bíðum við. I smáað- gerð er kannski ekki rétt, ef horft er á málið frá hans sjónarhóli. Sumsé, þið vit- ið um hvað ég er að tala. Það átti að gelda hann. Gosi fékk kæruleysissprautu, við settumst inn í stofu og ræddum við Elfu á meðan hún var að virka. Sprautan, allt svo. Elfa hóf nám í dýralæknahá- skólanum í Osló haustið 1979 og lauk því í desember 1984. „Jú, það lá eiginlega beint við að fara í þetta nám,“ segir Elfa. „Það kom ekkert annað til greina." Faðir Elfu, Ágúst Þorleifsson er dýralæknir og lærði hann einnig í Osló. Námið tekur sex ár, en hægt er að ljúka því á fimm og hálfu ári og það gerði Elfa. Síðustu önnina eru tekin þrettán próf á þremur mánuðum. „Það er ekki reiknað með að við liggjum í leti!“ Þegar dýralæknanem- ar eru búnir með fjórða árið, fá þeir leyfi til að vinna sem dýralæknar í páska- og sumarleyfum. Elfa vann þannig í Álasundi og Geirangurs- firði. Þá segir hún að nemar í dýra- læknaháskólanum í Osló fái mikla og góða verklega þjálfun. „Dýralæknaháskólinn sér um að þjónusta sveitahéruðin í kringum Osló, auk þess sem við erum tvær vikur í hverri deild skólans. Þannig að við komum út með mjög góða praktíska reynslu. Ég get nefnt sem dæmi að í Þýskalandi fá nemar ekki eins mikla praktíska reynslu. Enda er dýralæknanám í Noregi eitt dýr- asta nám per haus. Það eru fjörutíu nemar teknir inn á hverju ári, þar af einn til tveir frá íslandi. Inntökuskil- yrði er að vera úr stærðfræðideild menntaskóla og það sakar ekki að hafa góðar einkunnir.“ - Hvernig er að vera námsmaður í Noregi? „Það er skal ég segja þér ekkert sældarlíf að vera íslenskur námsmað- ur í Noregi. Það er ekki hægt að hrópa húrra fyrir þeim lánum sem maður fær, á þeim árum sem ég var úti fóru lánin sífellt lækkandi. Ég þurfti að skúra upp á hvern einasta dag og það kom auðvitað niður á náminu. Þó dugði það ekki til, að standa í þessum skúringum, því eftir því sem tekjurnar urðu meiri fékk maður lægra námslán. Flest allir námsmenn voru því komnir í víta- hring sem erfitt og allt að því ógjörn- ingur var að komast út úr.“ Mikið tekið frá gömlu jöxlunum - Þú laukst prófi í desember í fyrra, en kemur heim nú í haust. Hvað gerðir þú í millitíðinni? „Frá því í janúar og til ágústloka vann ég sem dýralæknir í stóru hér- aði í Norður-Noregi, Mo í Rana. Við vorum fjórir dýralæknar í héraðinu og skiptumst á að vera viku á dýra- spítala, en unnum sem sveitadýra- læknar í þrjár vikur. Það er mjög sterkt að byrja að vinna þannig. Við keyrðum að meðaltali um þrjú til fjögur hundruð kílómetra á dag og fórum í vitjanir. Úti í Noregi lifa bændur af mun minna búi en hér heima. Á góðu búi af venjulegri stærð eru um tuttugu mjólkandi kýr og kannski um tíu kindur með. Éf um er að ræða sauðfjárbúskap eru kindurnar um áttatíu. Það var dálítið skrýtið því hér eru búin svo miklu stærri. í Noregi er búið að þróa kým- ar svo mikið, það er búið að blanda saman því besta og þeir hafa fengið út mjög góðar mjólkurkýr, svokall- aðar NRF kýr, eða eins og hún myndi heita á íslensku: Norska rauða kýrin. Þessi norska rauða kýr mjólk- ar tvöfalt á við íslenskar kýr. Það hefur að vísu sína kosti og galla. Vinnuálagið á bændur er minna, en á móti kemur aukin sjúkdómatíðni." Þegar hér er komið sögu hleypur Elfa niður í kjallara, segist ætla að setja krem í augun á Gosa. Þeir sofna víst með opin augun, kettirnir. Við bíðum uppi á meðan og höfum Lúnu okkur til samlætis. Lúna er fimm ára gamall norskur skógarkött- ur, kolsvartur. Hún er ákaflega falleg, stór og mjúk. Þegar Elfa kemur upp aftur svarar hún spurningu okkar um hvernig kettir taka þeirri aðgerð sem Gosi er í þann veginn að fara í. „Það er voðalega misjafnt. Fer eft- ir því hvenær hún er gerð. Ef þetta eru gamlir jaxlar, þá finnur maður að óneitanlega er mikið tekið frá þeim. En séu þetta ungir villingar sem enn hafa ekki uppgötvað náttúruná þá skiptir þetta þá engu máli. Eða við getum orðað það svo að þeir vita ekki hvað frá þeim er tekið.“ Tekið tvöfalt betur En við vorum ennþá úti í Noregi. Sveitadýralæknirinn Elfa þeyttist fleiri hundruð kílómetra á dag. Hvernig var henni tekið? „Það fannst öllum bændum mjög spennandi að fá íslenska stúlku til sín sem dýralækni. Mér var tekið tvöfalt betur af því að ég var íslensk. Það höfðu margir bændur komið hingað í bændaför og létu vel af. Langaði alla að koma aftur og sjá meira. Ég fór í sex til tíu vitjanir á dag. Það var að mér fannst dálítið þreyt- andi að keyra svona mikið. Maður verður að hafa gaman af því að keyra bíl. Mér finnst það ekkert sérstakt. Dýralæknar úti í Noregi gera meira en starfsbræður þeirra hér á ís- landi. Ég get nefnt sem dæmi að hér fá bændur sent frá dýralækni t.d. penicillin, en í Noregi eru reglur um að dýralæknar skuli annast allt saman. Það eru auðvitað svipuð vandamál sem við er að etja hér og í Noregi, t.d. hvað kýr varðar, þá er það júgur- bólga, doði, súrdoði, fangrannsókn- ir, þ.e. að athuga hvort kýr sé með kálfi, og fæðingarhjálp. En í Noregi þá gera dýralæknar ýmislegt sem bændurnir leysa sjálfir hér uppi á ís- landi.“ - Þeir hafa ekkert kvartað bænd- urnir og viljað fá karlmenn til að annast sjúkdómstilfelli hjá sér? „Nei, það hafa margar konur lokið

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.