Dagur - 18.10.1985, Blaðsíða 10

Dagur - 18.10.1985, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 18. oktöber 1985 poppsíðan Umsjón: Tómas Gunnarsson Vandaður litakassi Colourbox - Colourbox England 4 AD/sérinnflutt Eftir aö hafa lesið stööugt hól í ensku músíkpressunni, um bæöi hljómsveitina Coiourbox og nýjustu plötu þeirra, stóðst undirritaður ekki mátið og út- vegaði sér skífuna. Skífa þessi hefur svo slitið plötuspilaranum mínum stanslaust í nær mánuð. Platan enda í hæsta gæðaflokki. Colourbox er skipuð þeim bræðrum Steve og Martyn Young og svo söngkonunni Loritu Grahame. Tónlist þeirra er undraverð blanda af soul-, reggaetónlist og electropoppi, jafnvel örlar á jazzáhrifum á stöku stað. Platan byrjar á rólegu og fal- legu forspili. Sleepwalker, og er það líkt og lognið á undan storminum, því strax á eftir fylgir, kraftmikið og taktfast, Just XCX Give ’em Whiskey. Síðan koma í röð smáskífurnar tvær sem teknar hafa verið af þlötunni, Say You og The Moon Is Blue. Hið fyrra gamalt U Roy lag og ekkert gert til að fela reggaeuþprunann. Laginu eru gerð virkilega góð og skemmti- leg skil. Rökrétt framhald er síðan The Moon Is Blue, áfram verið á rólegu nótunum. Síð- asta lagið á hlið 1 er síðan In- side Informer. Mjög gott lag, gott soul og stórskemmtilegt. Hlið 2 er svo albesta hlið sem ég hef heyrt á hljómplötu. Hún byrjar strax á fullu með Punch, svo Suspicion, loks Manic - meistarastykki og besta lag plötunnar. í raun þarf ekki að hlusta á fleiri lög til að falla í stafi. Síðan strax á eftir Holland - Dosier - Holland lagið You Keep Me Hanging On, sem Di- ana Ross og The Supremes gerðu frægt fyrir um tveimur áratugum. Gott lag sem farið er um meistarahöndum, og finnst mér nú allt í einu lítið til frum- útgáfunnar koma. Hliðin endar síðan á litlu, rólegu og afskap- lega fallegu lagi, Arena. Það bókstaflega setur mann í stafi. Eflaust eru nú einhverjir orðnir gáttaðir á öllum stóru orðunum sem hafa verið látin falla. Hinu er bara ekki að leyna að aðra eins plötu finnur maður ekki oft. Hljóðfæraleikur bræðr- anna hugmyndarikur og hnökralaus. Söngur Loritu fjöl- breyttur og stórskemmtilegur. Platan með þetta ómótstæði- lega heilsteyþta yfirbragð. Hljómsveitin er í þeirri þungu soulbylgju sem nú verður vart í Englandi, má þar einnig nefna hljómsveitirnar 400 Blows og Simply Red, svo dæmi séu tekin. Colourbox er sem óslípaður demantur - dýrgripur sem vert er að fylgjast með. Vonandi sér einhver hljómplötuinnflytjandi sér fært að flytja plötuna til landsins, sem fyrst, því þetta er djásn í þlötusafn. Smágetraun Madonna er/hefur: A. Annað augað svart og hitt grænt. B. Stödd í Hollandi núna. C. Mikinn áhuga á bandarískum fót- bolta. D. Bara gift sig einu sinni. E. Tvíburi. Aðeins eitt af þessum at- riðum er rétt. Skrifið rétta svarið niður og sendið lausnina til Dags. Utaná- skriftin er: Dagur c/o Poppsíðan Strandgötu 31 Pósthólf 58 602 Akureyri. Verðlaun verða hljómplata að eigin vali og æskilegt væri að með svarinu fylgi upplýsingar um óska- plötuna. Smáskífur Aha Take On Me Brandarinn í tónlistarlífinu í ár. Þrír Norðmenn að slá í gegn austan hafs og vestan. Lagið er létt og grípandi og hvorki verra né betra en ann- að listafóður. Amii Stewart Knock On Wood D-Train Music Tvær smáskífur af sama meiði, það er að segja gömul lög endurhljóðblönduð og endurútgefin. Það er skemmst frá því að segja að þetta er ekki þess virði, fyrri útgáfurnar - þær sem öfluðu lögunum vinsælda - eru miklu betri. Þó þarf enginn að vera hissa á því að sjá þessi lög á listum, því þau eru mjög góð að upplagi. Simply Red Come To My Aid Skemmtilegt soul-lag. Ekki eins grípandi og fyrri smá- skífa þeirra, Moneys To Tight, en vex hægt og síg- andi. Smellur ef það væri ein- hver sanngirni. Opið 91UI11IU1 í bridge - tvímenningi - verður helgina 9.-10. nóvember á Hótel Húsavík og hefst kl. 13 á laugardag. stórmót Stórglæsilegir ferðavinningar verða í verðlaun Spilað verður eftir Mitchel-fyrirkomulagi og um gullstig. Gisting og matur verða á hag- stæðu verði. Þátttökugjald er kr. 1.500 fyrir parið. Væntanlegum þátttakendum er bent á að láta skrá sig annað hvort hjá Frí- manni í síma 96-24222, heima 96-21830, Pétri í síma 96-22842 eða Gunnari í síma 96-21503 fyrir miðvikudag 6. nóvember. Einnig mun Ólafur Lárusson hjá B.í. í síma 91-18350 taka við skráningu. - Bridgesamband (slands ŒBlhA 1» IJ Blaðabingó K.A. Nýjar tölur: 1-22 0-69 Aður birtar tölur: N-31 B-1 G-51 B-15 G-50 N-40 N-43 N-39 B-13 B-9 N-45 0-73 SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.