Dagur - 18.10.1985, Blaðsíða 15
18. október 1985 - DAGUR - 15
-Jivað er að gerastZ
Guðný og Elísabet Eir kynna nýja
hljómplötu á Akureyri og í Ólajsfirði
„Manstustund . . .“erheitiðá
nýrri hljómplötu, sem Fíla-
delfía-Forlag gefur út.
Tvær ungar söngkonur,
Guðný Einarsdóttir og Elísa-
bet Eir Cortes syngja á plöt-
unni ásamt Magnúsi Kjartans-
syni, telpum úr Öldutúnsskóla
og hópi ungra barna „Sólskins-
börnum“.
Á plötunni eru tólf lög, sem
heita:
Morgunstjarna; Sólskins-
barn; Hið besta Ijóð; Morgun-
söngur; Gættu ætíð að; Á
bjargi/Dagur hver; Manstu
stund; Faðir vor; Kvöldbænir;
Símstöðin; Ó, Jesú bróðir
besti; Nú legg ég augun aftur.
Magnús Kjartansson útsetti
og stjórnaði upptökum, sem
fram fóru í Hljóðrita og Su-
preme Studio, Stokkhólmi.
Platan var hljóðblönduð í
síðarnefnda hljóðverinu.
Fjöldi hljóðfæraleikara lagði
hönd á plóginn við gerð plöt-
unnar.
Efnið höfðar til breiðs hlust-
endahóps og á eflaust eftir að
ylja mörgum um hjartarætur
ag gleðja áheyrendur eins og
'yrri plötur Fíladelfíu, sem til
:ru á þúsundum heimila.
Þær Guðný ' og Elísabet
munu kynna hljómplötuna
„Manstu stund . . .“ víða um
landið.
í Ólafsfirði: föstudaginn 18.
okt. kl. 20.30 í Ólafsfjarðar-
kirkju.
Á Akureyri: laugardaginn
19. okt. kl. 17.00 í Dynheim-
um, sunnudaginn 20. okt. kl.
20.00 í Félagsmiðstöð Lundar-
skóla.
Baká-miðstöð
opnuðáHúsmk
Hinn 15. sept. síðastliðinn var
stofnsett Andlegt svæðisráð
bahaia á Húsavík. Ákveðið
hefur verið að opna hina ný-
keyptu bahaimiðstöð að Garð-
arsbraut 20 (Koti) hinn 20.
okt. næstkomandi kl. 2.00, á
fæðingarhátfð Babsins. Af
þessu tilefni gengst svæðisráð
bahaia fyrir opnu húsi til að
kynna starfsemi sína og tilgang
hússins, fólki er boðið að
skoða húsið, þiggja kaffisopa
og afla sér þeirra upplýsinga
sem það vill.
JC kaffi
í Víkurbæ
ásunnudag
JC er félagsskapur ungs fólks á
aldrinum 18-40 ára.
Helsta markmiðið er að
gera einstaklinginn hæfari til
að takast á við hin ýmsu verk-
efni í þjóðfélaginu.
JC býður upp á námskeið
m.a. í fundarsköpum, ræðu-
mennsku, mannlegum sam-
skiptum og stjórnun.
Einnig eru unnin ýmis verk-
efni til bóta fyrir byggðarlagið.
Markmið JC Húsavíkur í
vetur er að hafa gott og
skemmtilegt starf fyrir alla fé-
laga.
Félagið býður ölum þeim
sem áhuga hafa á að kynna sér
starfsemi þess til fundar og
kaffiveitinga í Víkurbæ á
sunnudag kl. 16.
Vetrarstarfið í
Akureyrarprestakalli
Með októbermánuði hófst
vetrarstarfið í Akureyrar-
kirkju. Messutíminn færðist til
kl. 2 e.h. en sunnudagaskólinn
verður hálfsmánaðarlega kl.
Haustmóti
yngri
flokkanna
íhandbolia
erfresíað
Fyrirhuguðu haustmóti yngri
flokka í handbolta sem vera
átti á sunnudaginn kemur, hef-
ur nú öllu verið frestað um
óákveðinn tíma, af óviðráðan-
legum orsökum. Um leið og
mótið hefur verið sett á að
nýju, verður greint frá því í
blaðinu.
Það er óvenjuróleg helgi fram-
undan á handboltasviðinu.
Degi er aðeins kunnugt um
einn handboltaleik, en það er
leikur Völsungs og Fylkis í 3.
deildinni. Leikurinn fer fram
á föstudagskvöld, að Laugum í
Reykjadal og hefst kl. 20.00.
11 f.h. Börn, sem komin eru á
skólaskyldualdur verða uppi í
kirkjunni, en yngi börn í kap-
ellunni. Margt verður gert til
gamans og uppbyggingar. Þess
er vænst að foreldrar, sem
minnast góðra stunda í sunnu-
dagaskólanum, hvetji börn sín
til þátttöku og þeir eru vel-
komnir með börnunum.
Hin ýmsu félög hafa einnig
byrjað vetrarstarfið. Bræðrafé-
lagið heldur fund í kapellunni
eftir messu nk. sunnudag og
Kvenfélag Akureyrarkirkju
annan sunnudag og bæði von-
ast eftir því að sem flestir
bræður og systur í sókninni
vilji leggja þeim lið, því mikil
verkefni bíða. Kirkjukórinn
æfir hvert þriðjudagskvöld og
vel væri það þegið að fleiri
bættust þar í hópinn.
Æskulýðsfélagið hefir fundi
sína á fimmtudagskvöldum.
Þar er jafnan líf og fjör, en
ætíð endað með andaktsstund
við altarið. Allt ungt fólk er
velkomið í félagið.
Kæru safnaðarsystikin, starfið
verður blómlegra og blessun-
arríkara ef þið takið virkan
þátt í því og því er heitið
á ykkur öll að duga sem best.
Sóknarprestarnir.
Körfuboltavertíðin
hefst í Höllinni í kvöld
Þá hefst körfuboltavertíðin
hér norðanlands. Þórsarar
eiga að spila tvo leiki í 1.
deildinni, báða gegn UBK úr
Kópavogi. Fyrri leikurinn fer
fram á föstudagskvöld í Höll-
inni og hefst kl. 20. Á laugar-
daginn leika þessi lið svo aftur
og hefst sú viðureign kl. 14.00.
Þá fer fram heil „túrnering" í
3. flokki og leika í henni lið
Þórs, KR, Tindastóls og
Skallagríms. Og hefst fyrsta
viðureignin strax á eftir leik
Þórs og UBK á föstudagskvöld
og verður leikin ein umferð.
Á laugardaginn hefst fyrsti
leikurinn kl. 8.30 og leika öll
liðin tvo leiki hvert þann dag.
Hátíðarguðþjónusta í
Möðnivdlaklausturskirkju
Næstkomandi sunnudag 20.
október verður guðsþjónusta í
Möðruvallaklausturskirkju í
Hörgárdal. Þetta er fyrsta
guðsþjónustan í kirkjunni í
nær þrjá mánuði, en allt frá
því um miðjan júlí hefur stað-
ið yfir mikil endurbót á kirkj-
unni að innanverðu.
Hefur kirkjan verið máluð
að innan og ýmislegt lagfært
og bætt. Hörður Jörundsson
málarameistari sá um verkið
og lauk því nú í október. |
Tókst verkið með miklum
ágætum og er kirkjan nú mjög
falleg að innan.
Við guðsþjónustuna á
sunnudaginn messar sóknar-
presturinn sr. Pétur Þórarins-
son, kór kirkjunnar syngur
undir stjórn Guðmundar Jó-
hannssonar og Atli Guðlaugs-
son leikur með á trompet.
Guðsþjónustan hefst kl. 14.00.
Að lokinni messu verður
kaffisala í Freyjulundi til fjár-
öflunar fyrir kirkjuna og er
það kirkjukórinn sem stendur
fyrir henni. Er fólk í presta-
kallinu sem og aðrir velunnar-
ar kirkjunnar hvattir til að
sækja guðsþjónustuna þennan
sunnudag og fá sér síðan
veislukaffi í Freyjulundi og
styrkja þá um leið kirkjuna.
Einnig veitir sóknarprestur og
sóknarnefnd viðtöku gjöfum
svo hægt verði að borga fyrir
þá miklu vinnu sem fór fram í
sumar í Möðruvallaklausturs-
kirkju.
HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI
Hafnarstræti 99 og 104 Sim.(96)-22311 (96)-2583 l 602Akureyn
Bólusetning
gegn lömunarveiki
Almenn bólusetning lömunarveiki (mænusótt) fer
fram á Heilsugæslustöðinni á Akureyri, Hafnarstræti
104 2. hæð, mánudaginn 21. og þriðjudaginn 22.
október kl. 17-19 (5-7 e.h.).
Áhersla skal lögð á að ef að árangur á að nást þarf
að endurtaka bólusetninguna á 5 ára fresti. Fólk 60
ára og eldra þarf ekki að láta bólusetja sig.
Hafið meðferðis ónæmisskírteini.
Bólusetningin er ókeypis.
Mætið nú öll!
Heilsugæslustöðin á Akureyri.
JM
Svæðisstjórn málefna fatlaðra
á Norðurlandi eystra.
Viljum ráða nú þegar
starfsmann
í hálfa stöðu til að sinna tímabundnu sérverkefni.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af að
vinna með þroskaheftum. Uppl. í síma 26960
alla virka daga frá kl. 10-16.
Framkvæmdastjóri.
$ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
Iðnaðardeild - Akureyri
Óskum að ráða
tölvuritara
allan daginn.
Góð vélritunar- og enskukunnátta æskileg svo og
starfsreynsla í tölvuritun.
Umsóknarfrestur er til 25. október nk.
Upplýsingar hjá starfsmannastjóra sími 21900
(220-222).
Móöir okkar,
JOHANNA JÓNSDÓTTIR,
frá Læknesstöðum,
andaöist á Fjóröungssjúkrahúsinu á Akureyri 14. okt.
Jaröarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 21. okt.
kl. 1,30 e.h.
Jón M. Hauksson,
Sigrún Hauksdóttir,
Jóhann Hauksson,
Ásta Hauksdóttir,
Guðmundur Hauksson.
Þökkum innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og
jaröarför móöur okkar, tengdamóður og ömmu,
INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR,
Guðný Björnsdóttir,
Jón Björnsson, Áslaug Jónsdóttir,
Magnús Björnsson, Þórunn Sigurbjörnsdóttir,
og barnabörn.