Dagur - 18.10.1985, Blaðsíða 4

Dagur - 18.10.1985, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 18. október 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 35 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HÚSAVÍK), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Kynslóðabilið í hús- nœðismálum brúað ^Jeiöaá________________ Húsnæðismálin eru eitt erf- iðasta úrlausnarefni ís- lenskra stjórnmálamanna í dag. Stundum er talað um tvær þjóðir í landinu í ýms- um skilningi, en ef slíkt er réttlætanlegt yfirleitt þá er það ekki síst í sambandi við húsnæðismálin. Þessar tvær þjóðir í hús- næðismálum skiptast í stór- um dráttum eftir aldri. Ann- ars vegar eru þeir sem byggðu eða keyptu sér hús á verðbólgutímum og áður en fjármagn varð almennt verðtryggt. Þetta fólk á sín- ar íbúðir og stóru einbýlis- húsin skuldlaus, eða svo gott sem. Fjármagnið sem þetta fólk notaði til fram- kvæmdanna var meðal ann- ars sparifé unga fólksins í þá daga, sem brann upp óverðtryggt í verðbólgubál- inu. Hins vegar lánsfé sem íslendingar nútímans og framtíðarinnar þurfa að greiða. Fjölmargir sem eignuðust eigið húsnæði á þessum árum ódýrs láns- fjármagns greiddu aðeins lítinn hluta kostnaðarverðs húsnæðisins. Þar af leið- andi er staða margra þeirra sú í dag að þeir geta lagt fyrir í stórum stíl og eru nú á nýjan leik farnir að græða á því að eiga fé á mjög há- um vöxtum. í hnotskurn lítur dæmið þannig út að fyrst græddi þessi kynslóð á því að fjár- magn var óverðtryggt. Nú græðir þessi sama kynslóð á því að fjármagn er verð- tryggt og með háum vöxtum. Hin þjóðin, kynslóðin sem fór að basla í því að eignast þak yfir höfuðið eftir að verðtrygging fjármagns kom til sögunnar, missti sparifé sitt á meðan fjár- magnið var óverðtryggt og er nú á góðri leið með að missa eignirnar sínar í skuldafen vegna verðtrygg- ingar og geysi hárra vaxta. Svo virðist sem bæði stjórnmálamenn, embættis- menn og aðrir þeir sem stjórna þessum málum, hafi ekki nægan skilning á þessu stórkostlega vanda- máli. Það er ef til vill ekkert óeðlilegt, því þeir sem ráða þessu þjóðfélagi í dag eru langflestir af fyrrnefndu kynslóðinni, þeirri sem græddi bæði fyrir og eftir verðtryggingu. En hvað er til ráða? Eðli- legt er að spyrja þeirrar spurningar hvort þeir sem græddu, jafnvel á kostnað hinna sem nú eiga í hvað mestum vandræðum, eigi ekki að lána þeim fjármagn á góðum, sanngjörnum kjörum? Út frá skattafram- tölum er hægt að finna út hvað hver og einn framtelj- andi hefur mikla greiðslu- byrði vegna húsnæðis- kaupa. Þá er einnig hægt að finna út heildarupphæðir og meðaltal skuldgreiðslna vegna húsnæðis. Þeir sem minnst borga, græddu á verðbólgunni, gætu svo til dæmis lagt fram upphæð sem nemur mismuninum á eigin greiðslu og meðaltal- inu í sérstakan sjóð. Kyn- slóðin sem tapaði fyrir verð- tryggingu og tapar enn eft- ir að hún var tekin upp, gæti síðan fengið þetta fé lánað á svipuðum kjörum og hinir höfðu á sínum tíma. Þannig mætti brúa kynslóðabilið í húsnæðis- málunum. koll — hnýsa Hér á Akureyri er til sjóður einn sem heitir Menningarsjóð- ur Akureyrarbæjar. í lögum sjóðsins stendur m.a. að sjóður- inn skuli stuðla að menningar- málum og fræðistörfum sem komi Akureyri til góða. Allt er þetta eins og vera ber, en samt er það svo að þessi sjóður vekur furðu mína. Mér hefur verið sagt að sjóðurinn stuðli nær ein- vörðungu að myndlistarmálum og að athuguðu máli sýnist mér það rétt hjá viðmælendum mínum. Vel getur verið að ekk- ert sé við það að athuga að sjóð- ir einbeiti sér að einum eða nokkrum af þeim málaflokkum sem þeim er ætlað að hlúa að, en það sem mér þykir undarlegt er hví myndlistin hefur orðið fyrir valinu. Það er nefnilega skoðun mín að án listasafns sé stefna sjóðs- ins út í hött. í fyrsta lagi er það mikil skammsýni að verja fé í einstakar sýningar og í öðru lagi sóun á almannafé að kaupa listaverk til dvalar á fáförnum Qg/eða illfærum stöðum svo sem opinberum byggingum. Opin- berar byggingar hafa þá ónátt- úru að vilja vera breiðar og háar, langir gangar og lokuð herbergi. Aukreitis ekki ósjald- an langt á milli þeirra, svo það er ekki á færi annarra en þraut- þjálfaðra íþróttamanna að sjá eitthvað af þeim myndum sem bærinn á, ef þeir geta þá haft uppi á myndunum yfir höfuð. Skammsýni sjóðsins er fólgin í því að sýningar staldra stutt við, en verkin lifa áfram, þó að Bjarni Einarsson skrifar. in í Skemmunni nú í sumar (ekki föst sýningaraðstaða) sýndi það að héðan hafa margir efnilegir listamenn verið fóstr- aðir. Það eru sjálfsögð mannrétt- indi að almenningur fái að sjá listaverkin sín og að verkin séu í sæmandi umhverfi. Mikið hefur verið rætt um að undanförnu að nýsköpun í at- vinnulífi sé lífsnauðsynleg fyrir Akureyri ef hér á að þrífast mannlíf áfram. Pað er gott fyrir magann. En hvers á andinn að gjalda? Eða telja menn að and- legt fóður sé aukaatriði og eng- an veginn tengt velferðinni. Síður en svo, nýsköpun í at- vinnulífi þar sem ekki er einnig nýsköpun í menningarlífi er dæmd til að mistakast, fyrr eða síðar. Lífið er svolítið meira en bara að vinna, éta og sofa, og það sem sumir gera rétt áður en þeir fara að sofa. Það er dýr- keypt skoðun að halda það að lífið sé ekkert meira en það sem ég nefndi, því hver á að borga brúsann einn góðan veðurdag, þegar afleiðingar andleysis eru að koma í ljós, félagsleg óregla, önnur óregla, glæpir, sálrænar truflanir o.s.frv. Slík er nefni- lega mannleg náttúra að hún þarfnast Ijósmetis fyrir andann eigi hún að vera í sátt og sam- lyndi við sjálfa sig og aðra. Síðan þetta var ritað hefur verið opnaður nýr sýningarsalur hér á Akureyri, Gamli Lundur. Er það vel, en það losar engan veginn yfirvöld undan skyldum sínum gagnvart bæjarbúum. Lyst á list Kristinn G. Jóhannsson við nokkur verka sinna. Mynd: KGA. það sé hálfgert hundalíf hér. Og það er ekki bara hundalíf sem blessaðar myndirnar lifa eftir sýningarnar, heldur lifa þær slíku lífi á sýningunum, því sýn- ingaraðstaða hér á Akureyri er fyrir neðan allar hellur. Blóma- skálinn Vín og Golfskálinn eru hrein og bein móðgun við lista- menn. Mér finnst það jaðra við hræsni að í ofanálag styrkir bær- inn rekstur myndlistarskóla hér á Akureyri. Fólk er menntað í listinni og síðan sent út á gadd- inn í algjört aðstöðuleysi. Eini möguleikinn sem fólkið hefur er því að hverfa suður, en varla er það stefna bæjaryfirvalda að mata Sunnlendinga á lista- mönnum og það oft á tíðum góðum listamönnum, en sýning-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.